Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 25. ÁG. 1950 19. TÖLUBLAÐ Skemmdir á trjáplöntum og girð- ingum Skógræktarfélags Hafnarfj. Eins og bæjarbúum er kunnugt; að þessi litli reitur fengi ekki að hefur Skógæktarfélag Hafnarfj.! vera í friði fyrir fólki, svo að þeir, fengið land til umráða og hafið sem að honum hafa hlúð fái að skógrækt í Lækjarbotnum. Land-! sjá sem mestan árangur af þeim ið hefur verið girt og niður hafa frístundum, sem þeir hafa lagt Þessi mtjnd er af skógræktarfólki í Lækjarbotnum. Nú hafa mörg handtök þess við að klæða landið verið eijðilögð af fólki, sem farið hefur í óleyfi inn í girðingarnar til berjatínslu.r verið settar samtals yfir 30 þús. trjáplöntur. Verður ekki annað sagt en þær dafni vonum framar vel. í þetta starf allt hefur verið lögð geysimikil vinna bæði við friðun landsins, svo og við gróð- ursetningu, sem eingöngu hefur verið unnin í sjálfboðaliðsvinnu, þó að þar hafi of fáir lagt hönd á plóginn, heldur hafi það starf lent að stórum hluta á örfáum áhugamönnum, sem jafnframt hafa miklum störfum öðrum að gegna fyrir félagið. Nú hefur það skeð, að veru- legum skemmdum hefur verið valdið bæði á girðingum og trjá- plöntum við það að fólk hefur gert mikið að því að undanförnu að leggja leið sína inn í skógrækt- argirðingarnar til berjatínslu. Það þarf ekki að taka það fram, að slíkar ferðir eru í algeru leyfis- leysi, enda hliðin læst með lásum, en fólk hefur þá gert sér lítið fyrir og gengið sjö strengja girðingar eins og stiga til að komast yfir þær. Það ætti þó að vera hverjum manni ljóst að slíkt stórskemmir girðingarnar og leiðir til þess, að það verður að strengja þær upp að meira eða minna leyti til þess að sauðfé smjúgi þær ekki. Enda voru girðingarnar fyrst og fremst settar upp til að verjast búpeningi, því ekki var búizt við, fram til þess að klæða landið sitt og í góðri trú á, að það megi takast. Eins og fram er tekið hér að of-; an þá er fólki vorkunnarlaust að sjá, hvernig það fer með girðing- arnar, en öðru máli er að gegna með plönturnar, sem gróður- settar hafa verið. Þó að fólk sé allt af vilja gert með að forðast skemmdir á þeim þá getur það verið búið að stóreyðileggja áð- ur en það hefur hugmynd um, því að plönturnar margar hverj- ar eru svo smáar að þær hverfa alveg í grasið fyrstu árin. Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að fólk reyni að afla sér berja, en í þeim efnum þarf að sýna háttvísi og góða um- gengni eins og öllum öðrum. Og að fara í annarra lönd, afgirt og harðlæst eins og hér hefur verið gert sýnir í meira lagi skort á al- mennri kurteisi og virðingu fyrir því, sem annarra er. Því miður munu bæjarbúar hafa verið hér að verki, en þó hafa þeir fengið nokkra aðstoð frá Reykjavík. Hefði það þó held ur átt að vera þegjandi samkomu- lag allra Hafnfirðinga að mynda skjaldborg til að verja þennan stað fyrir ágangi óviðkomandi en taka sjálfir þátt í að særa hann stórum sárum. Það dugir ekki að sakast um Afsakanir Álþýðuflokksmeirihlutans Það lítur út fyrir, ef dæma má af síðasta tölublaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar, að Alþýðuflokks- meirihlutinn sé hræddur við sjálf an sig fyrir frammistöðuna við byggingu nýju vatnsveitunnar, enda má hann vera það því yrði sú saga öll rakin þá kæmi áþreif- anlega í ljós hve seinlætið og tómlætið í því máli hefur verið á háu stigi. Út af því að vinna var fyrirvara ! laust stöðvuð eftir sumarfríin þykir nauðsynlegt að tefla þeim báðum fram, Emil Jónssyni og Helga Hannessyni til að afsaka fyrir bæjarbúum úrræðaleysi og aumingjaskap bæjarstjórnarmeiri hlutans í málinu. Því það er svo augljóst mál að hægt var að sam- þykkja í bæjarstjórn að bjóða út skuldabréfalán fyrir vatnsveit- una einni eða tveimur vikuin fyrr en slík samþ. og sú fjárvon sem hún gefur virðist hafa nægt til að koma verkinu af stað aftur. Á það var bent í síðasta blaði Ham- ars, að útilokað væri að bæjar- stjóri og bæjarráð eða að minnsta kosti meirihluti þess hafi ekki séð hvert stefndi í málinu fyrir það löngu ,að tími væri til að gera í þær ráðstafanir, að ekki þyrfti að koma til stöðvunar á framkvæmd um á þeim tíma, sem beztur er til að vinna verkið. Fátt sýnir bet- ur hvern hug Alþýðuflokksfor- kólfarnir bera í raun og veru til þessa máls, þó að hins vegar þyki heppilegra að nota fögur orð í Alþýðubl. Hfj. en þar segir Emil í upphafi greinar sinnar: „Eitt mesta nauðsynjaverk, þar sem fólk býr í þéttbýli, er að gera góða vatnsveitu. Frá lélegum vatnsveitum stafar óþrifnaður og sýkingarhætta, auk margra ann- arra óþæginda.“ Þetta er rétt og á það hefur verið bent í mörg ár og áratugi af Sjálfstæðisflokkn um þótt Emil Jónsson og hans orðinn hlut, en það ættu allir Hafnfirðingar að geta orðið sam- mála um, að verja þetta skógrækt arsvæði sitt og hlú að því á allan hátt. Það ætti fólk að hafa í huga næsta vor, þega farið verður að gróðursetja og þá ekki sízt, að það fólk, sem spjöllunum hefur valdið nú, taki sig á og bæti fyrir brot sitt með því að verða virkir þátttakendur í uppbyggingar- starfi Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar. meðráðamenn í bæjarstj. reyndu að skella við því skollaeyrunum svo lengi, sem þeir þorðu fyrir almenningsálitinu í bænum. Og það var ekki fyrr en á fjárhags- áætlun fyrir árið 1948 að upp var tekinn sá liður að áætla sér- staklega til nýrrar vatnsveitu kr. 300 þús. Þessar krónur virðast nú vera týndar í eitthvað annað, en vatnsveituna, ef dæma má af grein bæjarstjórans því þar • er ekki minnst einu orði á þessar krónur. Hefði þó mátt ætla eftir grein Emils, að þetta, „eitt mesta nauðsynjaverk," hefði ekki svo algerlega gleymst í framkvæmd bæjarstjórnarmeirihlutans, að fé, sem til þess var af bæjarbúum tekið yrði eytt í annað. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var talið bæði af Emil Jónssyni formanni bæjarráðs og Helga Hannessyni bæjarstjóra, að nauð synlegt væri að halda sig við f jár- hagsáætlunina með þá ýmsu liði, sem fé er veitt til. Væri ánægju- legt að slíkt yrði ávallt gert, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn á það bent oft og mörgum sinnum. Hitt vita svo allir, að slíkt hefur ekki verið gert á undanförnum árum, heldur hefur verið eytt stórfé framyfir á sumum liðum fjárhagsáætlunarinnar en aðrir eru óunnir, sem þó hafa verið teknir á áætlun ár eftir ár. Þó mun þess mjög hafa verið gætt að ekki færi eyrir umfram til hafn argerðar og nú virðist eiga að gæta þess sama hvað vatnsveit- una snertir, enda á það ekki að vera og færi vel, ef þeirri reglu yrði fylgt með alla aðra liði fjár- hagsáætlunarinnar. En eins og áður er minnst á þá nefnir bæjarstjóri ekki á nafn þær kr. 300 þús., sem áætlaðar voru til vatnsveitunnar 1948 held ur minnist hann aðeins á það sem áætlað var 1949 kr. 500 þús. svo og það sem áætlað var í ár kr. 1200 þús. sameiginlega til vatns- veitunnar og innanbæjarvinnu. Hvað snertir þennan lið í ár þá báru Sjálfstæðismenn fram þá til- lögu að kr. 700 þús. yrði varið til vatnsveitbyggingarinnar og kr. 500 þús. til innanbæjarvinnu. Rökin fyrir þessari tillögu voru þau að nauðsynlegt væri að hraða vatnsveitubyggingunni sem mest enda þótt draga yrði úr innan- bæjarvinnunni samsvarandi. En bæjarstjórnarmeirihlutinn var ekki alveg á því, að bæjarstjórn fengi þannig að segja til um það, hvernig þessum kr. 1200 þús. yrði skipt það átti að verða eftir hentisemi meirihlutans, og mun hugmyndin hafa verið sú að slá sem mest lán út á vatnsveituna, svo að þeir gætu haft sem frjáls- astar hendur til að ráðstafa fénu. Og hvernig er því svo skipt? Jú, bæjarstjóri segir orðrétt í grein sinni: „Bæjarsjóður hefur nú þegar innt sínar greiðslur af höndum til vatnsveitufram- kvæmdanna í ár. Framhald verks ins byggist því einvörðungu á því að takast megi að fá nægjan- legt lánsfé til þess.“ Og hvað er bæjarsjóðurinn búinn að greiða mikið til vatnsveituframkvæmd- anna? Samkv. upplýsingum bæj- arstjórans var útlagður kostnað- ur við vatnsveituna 2.214.656,43 kr. og af því er lánsfé kr. 1.034,- 000,00, svo að bæjarsjóður hefur lagt fram kr. 1.180.656,43. En til vatnsveitunnar hefur verið áætl- að kr. 300 þús. 1948, kr. 500 þús. 1949 eða samtals kr. 800 þús. eftir því virðist skerfurinn í ár eiga að vera kr. 400 þús. tæpar, og svo mikið kapp er lagt á að það fari ekki fram úr þeirri upphæð að vinna við framkvæmdirnar er stöðvuð fyrirvaralaust. Og þetta er það, sem bæjarstjóri segir í grein sinni, „að bæjarsjóður hafi þegar greitt sitt til vatnsveitu- framkvæmdanna samkvæmt fjár hagsáætlun bæjarins og vel það.“ Annars virðist það vera ætlun bæjarstjórans og þá sennilega meirihlutans, að þessar kr. 300 þús., sem voru á áætlun 1948 komi ekki meira fram í dagsljósið Framhald á bls. 2 --------------•----- Um 80 manns lóku þált í berjaferð Sjálf- slæðisfélaganna Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði efndu til berjaferðar s.l. sunnu- dag. Farið var upp í Kjós í land Grjóteyrar og Flekkudals. Berja- land var þar ágætt og útsýni fag- urt. Fólkið tíndi mikið af berjum og var hið ánægðasta með ferð- ina, enda gekk hún vel í alla staði. Um 80 manns tóku þátt í för- inni.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.