Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 2
2 H A M A R — HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Danielsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Stranugötu 29. IIAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PREN l'SMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H. F. >._, >> Bú er landsstólpi“ Eitt af stærstu vandamálum íslenzku þjóðarinnar er hinn mikli fólksflutningur úr sveitunum til kaupstaðanna, enda er afleiðing- in sú, að framleiðsla landbúnaðarafurða er á ýmsum sviðum langt frá því að fullnægja neyzluþörf þjóðarinnar. Það ætti að vera öll- um Ijóst, að slíkt er mjög háskasamlegt, hvað snertir afkomu þjóðarbúsins er til lengdar lætur og er því nauðsynlegt að glæða sem mest áhuga fólks fyrir sveitabúskap og skapa honum þau skil- yrði, að hann geti eflst sem mest og boðið þeim, sem að honum vinna upp á góð og arðvænleg kjör. Ámi G. Eylands ritar grein, sem heitir „Fögur er hlíðin“, um þessi mál í 1. og 2. hefti tímaritsins „Stefnir“. Það ættu sem flestir að lesa grein þessa, því fullvíst er að þeir yrðu nokkuð auðugri af þekkingu á þessum sviðum eftir lesturinn en áður. Árni G. Eylands leiðir skýr rök að því hve þjóðinni er mikil •nauðsyn á því, að landbúnaðurinn sé efldur, svo og hvað hann liefur upp á að bjóða því fólki til handa, sem vill af alúð leggja sig fram og stunda hann. Þá bendir Árni á leiðir sem fara mætti til að vekja áhuga fólks fyrir búskapnum, bæði þess sem stundar hann og annars. Þar farast Árna þannig orð: „Á Norðurlöndum hafa búnaðarfélög æskulýðsins mótast nokk- uð á annan veg en í Ameríku, þar sem vagga þeirra var, og þar sem vegur þeirra er mestur. Af báðum þessum aðilum þurfum vér að læra. Alls staðar er tilgangurinn hinn sami: „að þroska bú- mannsspíruna í unglingunum“, að vekja trú þeirra á gildi og getu landbúnaðar og sveitalífs og skilning á því að það geti verið að- laðandi og eftirsóknarvert bæði sem líf og atvinna. Alls konar keppni og vinnusýningar er eitt af því, sem bezt reyn- ist í þessari starfsemi, og það er einmitt þessi þáttur starfseminnar sem mesta eftirtekt vekur á meðal fólks sem aðra atvinnu stundar og ef til vill þekkir lítið til búskapar og lífsskilyrðanna í sveitun- um. Félögin halda mót, þar sem fer farm keppni í plægingu, bæði með hestum og traktorum. Þessi keppni er hin algengasta á Norðurlöndum, og henni er ávallt fylgt með mikilli athygli, ekki sízt síðan traktorarnir komu til sögunnar. Af annarri starfskeppni á slíkum mótum má nefna: mjaltir, rúningu fjár, að dæma hesta og nautgripi, að leggja á horð, að grafa lokræsi o. s. frv., svo að það sé helzt nefnt, sem hér gæti komið til greina, bæði fyrir pilta og stúlkur. Þetta eru starfsíþróttir og áhuginn fyrir þeim getur á sína vísu orðið engu minni heldur en áhugi á venjulegum íþrótt- um. Á Jaðri í Noregi kepptu 20 ungir menn í traktorplægingu síðastliðið haust, þúsundir manna mættu til að horfa á og göml- um bændum út og suður um sveitir Jaðars varð ekki um annað tíðræddara þá dagana heldur en hver myndi vinna, þar kom metn- aður hreppanna mjög til greina. Og blöðin og útvarpið slæfðu ekki áhugann. í fyrra var í Svíþjóð háð Norðurlandamót og keppni í ýmsum starfsgreinum. Þar mætti ungur maður frá Kanada með traktor og plóg til að keppa í traktorplægingu og annar frá Englandi. Slíkt mót verður í Danmörku á sumri komanda og er þegar hafinn mik- ill undirbúningur undir það. Þar verður keppt í plægingu bæði með traktorum og hestum, og mjöltum. Er mikill viðbúnaður með- al æskumanna um öll Norðurlönd til þess að keppa á því móti. Á slíkum mótum mæta ýmsir fremstu menn hlutaðeigandi þjóða, afhenda verðlaun og halda ræður. Gústaf konungsefni Sví kann t. d. vel við sig á slíkum mannfundum. Ég nefndi Norðurlandamót. Eitt Norðurlandanna — ísland — tekur ekki þátt í þessum mótum.“ íslendingar hafa sýnt það, að þeir geta komizt langt í keppn- um þjóða á milli í íþróttum, skák, spila bridge o. fl. En er þá ekki kominn tími til þess að sýna dugnaðinn við að vinna fyrir sér? í Eitt og annað----I LOFORÐ I SVIGUM 1 15. tölubl. Alþ.bl. Hfj. er sagt frá því í rammagrein að fréttzt hefði að Björn Ólafs- son ráðherra hafi „látið trúa gæðinga sína og fylgifiska fá sérleyfisleiðina Reykjavík — Hafnarfjörður, þvert ofan í tillögur skipulagsnefndar fólksflutninga“. Síðan var ver- ið með hnútur í garð Sjálfstæð ismanna í Hafnarfirði og Stef- án Jónsson bæjarfulltrúi eink- um tilnefndur. Og að lokum var lofað meiru um málið síð- ar, að vísu var loforðið sett innan sviga, hvort sem það er merki þess, að það verði ekki efnt, að minnsta kosti hefur ekki bólað á því. SAMBOÐIN IÐJA Þessi mál voru lítillega rædd í Hamri síðast og það dregið fram í dagsljósið, að sökin á því, að rekstur þessar- ar leiðar fór að öllu leyti út úr bænum hvílir af fullum þunga á Alþýðuflokknum. Enda hefur ásælni hans til að þjóðnýta þennan rekstur verið taumlaus og ekkert hef- ur verið til sparað að níða nið- ur einkaframtakið og tor- tryggja það á allan hátt. Slík iðja tilheyrir Alþýðuflokknum mjög vel, enda í alla staði lítil- mannleg og honum samboðin. SELT HÆSTBJÓÐANDA I tilefni af þessum umræð- j um Hamars birtist klausa í síðasta tölublaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar og er þar ennþá kastað hnútum að framkvæmd Björns Ólafssonar ráðherra í þessu máli. A hitt er svo vitan- lega ekki minnst að ráðherr- ann bauð Hafnarfjarðarbæ að taka að sér reksturinn, en hann vildi ekki, heldur beið þess að sérleyfisleiðin yrði boðin út og þá var boð bæjar- ins í vagnana lægra en ein- staklinga. Afleiðing þess er svo ofureinföld þ. e. að hæst- bjóðandi hlaut þá, og þar með rekstur leiðarinnar. FYRIR HVAÐ ÁTTI AÐ KAUPA Annars hefur hinum víg- reifa greinarhöf. Alþ.bl. Hfj. sem vel gæti verið einn af lærisveinum bæjarstjórans í ræðumennsku því orðbragðið er ekki ósvipað því, sem heyra má stundum á bæjarstjórnar- fundum, láðst að geta þess, hvað var á bak við boð Hafnar fjarðarbæjar. Hvernig ætlaði hann að kaupa vagnana? Hvar átti að fá fé til þess? Það er staðreynd að vatnsveitan og hafnarbyggingin var stöðvuð vegna fjárskorts. Og bæjar- stjórinn gafst upp við að fá lán til vatnsveitunnar hjá lána stofnunum. Heldur greinar- höfundur að auðveldara hefði verið að fá lán eða greiða fé úr bæjarsjóðnum til að kaupa strætisvagnana? Eða er hann að belgja sig út í þeim tilgangi að láta líta svo út, að Björn Ólafsson, Þorleifur Jónsson og Stefán Jónsson séu steinar í götu hins „vel stjómaða“ bæjarfélags, annars væri því allt mögulegt. þjoðnýtingarfostrið Annars er það von, að grein- arhöf. Alþ.bl. Hfj. sé gram- ur og reiðin hafi hlaupið með hann gönuskeið út af braut velsæmisins. Það hlýtur að þurfa taugar til að þola það, að sjá þetta þjóðnýtingarfóst- ur sitt éta og éta og það geysi- mikið en jafnlramt sjá það dragast upp úr vesaldóm og aumingjaskap og lognast síðan útaf með skaða og skömm. Þá er það heldur ekki óeðlilegt þegar greinarhöf. lendir út fyrir takmörk ótruflaðrar skyn semi, að hann sjái bóla á „grá- um nazisma“, því þá er orðið svo grunnt á þeirri hneigð í undirvitund hans sjálfs að vilja mola allt undir sig og sitt vald og er það ekld eitt- hvað í ætt við nazisma? Afsakanir Framh. af bls. 1 heldur tilheyri þær og eigi að dekka óstjórnareyðslu bæjar- stjórnarmeirihlutans á því ári. En hvar er heimildin fyrir því að fénu yrði eytt til annars en vatns veitubyggingarinnar? Hefur bæj arstjórnin verið kvödd þar til ráða og samþykkis? Eða er hér um að ræða óstjórn og fjárbruðl hjá meirihlutanum í heimildarleysi? Það er tilgangslaust fyrir for- ystumenn meirihlutans að slá um sig með fögrum orðum um nauð- syn á að hraða byggingu vatns- veitunnar, þegar hugur fylgir ekki betur máli en raun hefur á orðið, enda er langt frá því, að framgangur málsins hafi verið tryggður. Samkvæmt upplýsing- um í grein bæjarstjórans vantar ennþá, þó að skuldabréfin seljist upp, allt að kr. 1 milljón til að geta lokið verkinu. Hér duga eng in vettlingatök, það verður að tryggja skjótan og góðan fram- gang þessa máls, en það verður ekki gert með fögrum orðum, ef í framkvæmdinni er svo allt látið reka á reiðanum þar til verkið stöðvast einn góðan veðurdag vegna f járskorts. Vonandi rétta bæjarbúar og aðrir hjálparhönd til að vatns- veitan komist upp með því að leggja sitt af mörkum með að lána fé til hennar. Eina leiðin virðist nú orðið vera sú, að leita til almennings í bænum um láns- fé til að tryggja honum þau frum- skilyrði, sem þarf til að geta lifað menningarlífi, því þrátt fyrir góð- æri undanfarin ár og það, að bæjarbúar hafa reitt mikið fé af hendi til hins sameiginlega sjóðs borgaranna, þá hefur rás viðburð anna verið sú, að furðu skammt á veg hafa komizt þær fram- kvæmdir, sem mest aðkallandi voru. Veldur þar hver á heldur, enda er það ekki ofsagt að fyrir- hyggjuleysi hafi skipað öndvegi í fjármálastjórn þessa bæjar. Það verður alltaf staðreyndin að feitu kýrnar skiluðu litlum var- anlegum arði og það breytist ekki við það, þótt Emil Jónsson og Helgi Hannesson tvímenni á einni mögru kúnni fram á rit- völlinn í Alþýðul)laði Hafnar- fjarðar. Er ekki full ástæða til að taka störfin sem íþróttir og reyna að ná góðum árangri á þeim sviðum? Er ekki kominn tími til að losna við þann hugsunarhátt, sem alltof oft skýtur upp kollinum að vinnan sé böl, sem þurfi helzt að losna við? Þjóðin þarf að sýna það að hún geti unnið fyrir sér, að hún geti ávaxtað sitt pund eða borið sitt barr eftir því sem með þarf hverju sinni og umfram allt að hún vaxi með viðfangsefnunum, öðlist sanna gleði með sigrunum en kasti sér ekki út í óhóf og sóun verðmæta sinna. Hér er þörf dugandi fólks og margur mun komast að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lesið áðurnefnda grein Árna G. Eylands, að hér sé þörf dugandi landnámsfólks, fólks til að yrkja landið og sækja brauð sitt og sinna í frjómagn íslenzkrar gróðurmoldar. Árni G. Eylands endar grein sína með þessum orðum: „Flestir þekkja söguna um búmanninn, sem alltaf talaði um tap sitt á búskapnum og sýndi fram á það með reikningum, að hann væri alltaf að tapa, þó að allir vissu að hann væri að auka efni sín. Bændurnir og þjóðin öll hefur um skeið tamið sér þennan sama sýting, þjóðinni verður skrafdrjúgt um tap sitt á búskapnum og hvað mest sveitabúskapnum. Það er meira en kominn tími til að venda sínu kvæði í kross og hætta talinu um tapið en reyna að sjá þá sólskinsbletti, sem víða eru í heiði, ef með framsýni er horft um dali og hlíðar lands vors, ef vér göngum ekki á gróðr- inum, án þess að verða hans vör, en gerum oss ljóst, að vér erum þess umkomin að vernda og efla gróður jarðar og mannlífs og uppskera gnótt og gæfu, — gæfu starfs og hollra anna.“

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.