Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 25.08.1950, Blaðsíða 3
HAMAR 80 ára Guðmundur Jónsson járnsmiður íi'ÍSiMi?^ Attræður verður í dag einn af merkustu mönnum í hópi iðn- aðarmanna og mætustu borgur- um þessa bæjar, Guðmundur Jónsson járnsmiður til heimilis að Ölduslóð 7 hér í bæ. Enda þótt eigi sé ætlunin, í þeim fáu orðum sem hér eru skráð, að rekja ítarlega hinn langa og merka lífsferil þessa vinar míns og samstarfsmanns nú um langt skeið, heldur einvörðungu að flytja honum þakkir og árnaðar- óskir, þá verður eigi hjá því kom- izt að drepa á örfáa meginþætti úr starfssögu hans. Guðmundur Jónsson er ættað- ur úr Rangárvallasýslu. Varð hann, svo sem títt var um unga menn á þeim tímum, snemma að fara að vinna og eru því starfs- dagar hans þegar orðnir óvenju margir. Þegar á unga aldri hneigð ist hugur hans að járnsmíði og réðist hann innan við tvítugt til náms hjá Gísla Finnssyni járnsm. í Reykjavík árið 1889. Að loknu námi, sem Guðmundur lauk með hinni mestu prýði starfaði hann nokkur ár hjá lærimeistara sín- um. Síðan fluttist Guðmundur til Patreksf jarðar þar sem hann var ráðinn til að veita forstöðu vélsmiðju Péturs Ólafssonar út- gerðarmanns. Til Hafnarfjarðar fluttist Guðmundur svo árið 1919. Hefir hann þannig starfað að iðn sinni óslitið í yfir 60 ár og bar af röskan helming tímans hér í bænum og jafnan á sama stað enda þótt eigendaskipti hafi orð- ið að fyrirtæki því, sem hann hefir starfað hjá. Ekki mun Guð- mundur lengi hafa starfað aS iðn sinni, er þess þótti gæta, að þar sem hann var, var um engan miðlungsmann að ræða heldur frábæran hagleiks- og afkasta- mann. Það mun og heldur engin tilviljun hafa ráðið er honum, ungum að árum, var falin forysta vélsmiðju Péturs Ölafssonar á Patreksfirði. Þar var þá mikil út- gerð. Mun Guðmundur þar sem alla jafna síðan oft hafa orðið að ráða fram úr margvíslegum við- fangsefnum að því er snertir við- gerðir skipa og véla án þess að hafa yfir að ráða þeim tækjum og efnivið sem nú myndi talin óhjákvæmilegur til sömu fram- kvæmda. Útsjónarsemi, vand- Sundmót Hafnarfjarðar virkni og mikilvirkni hafa ein- kennt allan hans langa starfsferil. Eru margar frásagnir af frábær- um afrekum Guðmundar í iðn sinni, og enga hefi ég hitt eða heyrt sem ekki hafa lokið lofs- orði á verk hans og vantar þó jafnan síst aðfinnslúr ef útaf ber og oft frekar á lofti haldið því sem miður er heldur en hinu sem vel er gert. Munu þeir vera orðnir býsna margir sem um dagana hafa falið Guðmundi vandkvæði sín til úr- lausnar, öruggir um það að ef hann á annað borð tókst vand- ann á hendur þá var málinu borg- ið, og engan hefi ég hitt er orðið hafi fyrir vonbrygðum. Slíkir menn eru sómi sinnar stéttar, enda mun óhætt að fullyrða að hróður hans hafi víða um land borizt og er hann mikilsvirtur af stéttarbræðrum sínum. Hefir hann fyrir alllöngu verið gerður að heiðursfélaga í Iðnaðarmanna félagi Hafnarfjarðar, en hann var einn af stofnendum þess. Undirritaður hefir átt því láni að fagna að eiga samleið með Guðmundi nú um 20 ára skeið. Vil ég í tilefni af þessum merku tímamótum í æfi hans, flytja honum alúðarfyllstu þakkir, mín- ar og þess fyrirtækis er hann svo trúlega hefir starfað hjá um lang- an tíma, fyrir öll störf hans og frábæra viðkynningu fyrr og síðar. Fullvíst er að slíkar þakkir eru honum leynt eða ljóst færðar nú af öllum þeim er með honum hafa starfað eða starfa hans hafa notið og sem allir minnast hans með vinsemd og virðingu. Giftur er Guðmundur, Guð- rúnu Jónsdóttur, hinni glæsileg- ustu og ágætustu konu. Hefir hún verið honum öruggur og traustur lífsförunautur í yfir fimmtíu ár. Hefir sambúð þeirra hjóna verið með ágætum og heim ili þeirra jafnan verið með þeim myndarbrag, sem bezt verður á kosið. Hygg ég að ekkert sé dreg- ið úr því, sem fyrr er sagt um farsæld Guðmundar í margvís- legum störfum og ákvörðunum, þótt því sé varpað fram í fullri | einlægni, að í vali konu sinnar hafi honum þó bezt tekizt. Eiga þau hjón fimm börn öll hin mann- vænlegustu. Þrátt fyrir háan aldur er Guð- mundur ennþá ern og kvikur í hreyfingum og gengur til starfs þótt eigi sé það eins samfellt sem fyrr, sem að verulegu leyti stafar þó af því að heldur er eigi mætt til vinnu ef ekki er talið öruggt að skilað sé fullkomnu dagsverki. Að lokum flyt ég svo afmælis- barninu, Guðmundi Jónssyni, innilegar hamingjuóskir í tilefni af þessu merka afmæli. Sam- gleðst honum með það að geta á þessum tímamótum horft til baka yfir óvenjulega langan og farsælan starfsdag og óska þess Sundmót Hafnarfjarðar fór fram hér í Sundlauginni s.l. sunnu- dag og hófst kl. 2 e. h. Veður til keppni var hið ákjósanlegasta, og ctrangrar í mörgum greinum mjög góðir. Sundkongur Hafn- arfjarðar 1950 varð Garðar Sigurðsson og Sunddrottning Hafn- arfjarðar 1950 varð Sigríður Guðbjörnsdóttir. Fimm Hafnar- f jarðarmet voru sett ó mótinu. Sundlaug Hafnarfjarðar sá um mótið. Að þessu sinni var efnt til þessa móts og einnig séð um það að öllu leyti af Sundlaug Hafnar- fjarðar, eða réttara sagt fram- kvæmdastjóra hennar Ingva Rafn Baldvinssyni og Guðjóni Sigur- jónssyni, íþróttakennara. I fyrstu var íþróttafélögunum í bænum boðið samstarf um sundkennslu fyrir mótið, en daufheyrðust mál efninu, svo að undirbúningur fór algerlega fram undir umsjá kenn ara sundlaugarinnar. Undirbún- ingur sundmótsins hófst í byrjun júlímánaðar og var sundfólkinu gefinn kostur á að æfa tvisvar í viku fyrir keppnina, því alger- lega að kostnaðarlausu. Þátttaka í æfingum þessum var f jölmenn og árangur hennar eftir því góð- ur, sem þátttaka í sundmótinu sýnir svo og góðir árangrar, sem náðust á mótinu. Eiga framan- greindir sundkennarar Ingvi Rafn og Guðjón Sigurjónsson mikið lof skilið fyrir dugnað og áhuga fyrir því að auka vinsæld- ir sundsins meðal Hafnfirðinga bæði með dagfarslegri prúð- mennsku sinni í starfi, sem og því að stuðla að og sjá um að vegleg og skemmtileg sundmót sem þetta Sundmót Hafnarf jarðar geti farið fram í Sundlauginni, og þar með Hafnfirðingum gef- inn kostur á að sjá unga og efni- lega sundmenn og konur þreyta kapp í þessari skemmtilegu og hollu íþróttagrein, sem með svo réttu hefur verið nefnd „íþrótt íþróttanna." Úrslit í hinum ýmsu greinum 200 m. frjáls aðferð — konur 1. Sigríður Guðbjörnsdóttir 4.04,3 mín. (nýtt Hafnarfjarðar- met). 2. Guðríður Guðmundsdóttir 4.06,5 mín. 3. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, 4.14,1 mín. 1 þessu sundi er keppt um bik- ar sem Grímur heit. Andrésson gaf, og fylgir honum sæmdarheit- ið Sunddrottning Hafnarfjarðar. Sigríður er því Sunddrottning Hafnarfjarðar 1950, og hefir því unnið þann titil í annað sinn þar sem hún sigraði í þessu sundi einnig í fyrra og í þetta sinn bætti hún tíma sinn, sem var Hafnar- fjarðarmet 4.05,6 og synti vega- lengdina á nýju meti 4.04,3 mín. 100 m. bringusund — konur. 1. Guðbjörg Guðmundsdóttir að heill og hamingja megi jafnan fylgja honum og heimili hans. Stefán Jónsson 1.54,6 mín. (nýtt Hafnarfjarðar- met). 2. Sigríður Guðbjörnsd. 1.56,6 mín. 3. Sigríður Sigurbjörnsdóttir 1.58,0 mín. Gamla metið í þessu sundi átti Sigríður Sigurbjörnsdóttir 1.55,0 min. 50. m. bringusund 12—15 ára stúlkur. 1. Ágústa Kristjánsdóttir 0.52,9 mín. 2. Sæunn Jónsdóttir 0.53,0 mín. 200 m. frjáls aðferð — karlar 1. Garðar Sigurðsson 3.24,1 mín. 2. Þórir Sigurðsson 3.35,8 mín. I þessu sundi er keppt um bik- ar er Grímur Andrésson gaf, og fylgir honum sæmdarheitið Sund konungur Hafnarfjarðar 1950. Garðar er mjög efnilegur ungur sundmaður sem með góðri æf- ingu og tilsögn ætti að geta náð góðum árangri. Sund þetta vann í fyrra Björn Eiríksson, en gat því miður ekki vegna veikinda varið titilinn, en Björn er sem kunnugt er einn með efnilegustu sundmönnum hér í Hafnarfirði, og hef ði því orðið skemmtileg og tvísýn keppni ef þeir Garðar hefðu getað verið báðir með í sundinu. 100. m. frjáls aðferð — karlar. 1. Þorleifur Jónsson 1.29,8 mín 2. Þorsteinn Jónsson 1.33,9 mín. 500 m. bringusund — karlar. 1. Hjörleifur Bergsteinsson 9.29,2 (Nýtt Hafnarfjarðarmet). 2. Jón Pálmason 9.41,3 mín. 3. Sófus Berthesen 17.29,9 mín. Þetta sund var án efa mest spennandi af sundgreinunum, því þótt sundið sé langt og reyni á þohif keppendanna, þá var keppnin hörð og tvísýn hjá fyrsta og öðrum manni, allt til síðustu 100 m. að Hjörleifur fór að fá yfirhöndina í sundinu og sigraði að lokum með tæpri hálfri laugar lengd á undan Jóni. Tíminn í sundinu má teljast frekar góður, og þó sérstaklega af Hjörleifs hálfu, þar sem hann er aðeins 15 ára gamall. Báðir syntu þeir Jón og Hjörleifur undir gamla met- tímanum, sem Jón átti en hann var 9.43,0 mín. Milli tími Hjörleifs á 400 m. var 7.32,3 mín. og er talinn vera fimmti bezti tími er náðst hefir á þeirri vegalengd í ár. Má sigur Hjörleifs teljast glæsilegur, er tekið er tillit til aldurs hans, kennslu, æfingar og keppnis- reynslu. Þó tel ég að Hjörleifur ætti að fara varlega í að þreyta svo löng sund, nema með eftiliti sérfróðra manna, því ekld er víst nema að það kæmi honum síðar meir í koll. 100 og 200 m. bringu- sund hafa reynst fullerfið góðum mönnum hingað til, og ætti það því að vera fyrsta verkefni ungra drengja að finna réttan, góðan, fallegan og árangursríkan sund- stíl, með góðri æfingu áður en lagt er út í lengri vegalengdir, þótt kraftur og geta virðist vera nóg til að geta synt alla Ieið. 50. m. frjáls aðferð — karlar. 1. Þorleifur Jónsson 0.34,3 mín. 2. Garðar Sigurðsson 0.34,9 mín. 3. Karl Stefánsson 0.36,9 mín. 50. m. bringusund 12—15 ára drengir. 1. Ragnar Magnússon 0.45,3 mín. (nýtt Hafnarfjarðarmet). 2. Öskar Pétursson 0.52,9 mín. 3. Guðmundur Hermannsson 1.00,2 mín. Gamla metið 0.46,6 mín átti Hjörleifur Bergsteinsson. 25. m. baksund — drengir. 1. Þórir Sigurðsson 0.23,0 mín. (nýtt Hafnarfjarðarmet). 2. Ragnar Magnússon 0.28,3 mín. Gamla metið í þessu sundi 0.26,6 mín. átti Hjörleifur Berg- steinsson. Silfurpeningar og bikarar. Verðlaun mótsins voru sem fyrr hin glæsilegustu. Auk bikara þeirra sem Grímur heit. Andrés- son gaf til sundkeppni hér í Hafnarfirði, var keppt um bikar í 500 m. sundinu, sem Halldór Hallgrímsson gaf. Jón Pálmason vann þann bikar í fyrra og hitt eð fyrra, svo ef hann hefði unnið nú hefði hann unnið bikarinn til fulhar eignar, en reglugerð bik- arsins segir svo að bikarinn vinn- ist til fullrar eignar ef unnin er af sama manni þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Svo að Jón Pálmason hefir, ef hann æfir vel, mikla möguleika á að vinna bik- arinn til fullrar eignar. Þeir sem sáu um mótið höfðu látið gera afar vandaða og smekk lega silfurpeninga sem voru veitt- ir sem 1. og 2. verðlaun í hverju sundi, og voru þéir veittir til f ullrar eignar. Verðlaunin afhenti Ingvi Rafn, nema bikara 200 m. sundsins, þá afhentu starfstúlkur Sundlaugarinnar. Gríms Andréssonar minnst. Hermann Guðmundss., varaf. I.B.H. setti mótið. Um leið og bikarar 200 m. sundsins voru af- hentir minntist hann gefandans Gríms heit. Andréssonar, sem nú nýlega er látinn. Eins og kunnugt er öllum Hafnfirðingum var Framh. á bls. 4

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.