Hamar - 08.09.1950, Qupperneq 2

Hamar - 08.09.1950, Qupperneq 2
2 HAMAR — HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 — 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Stranúgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. Afvinnu- og afkomuhorfur Fleiri og fleiri síldveiðiskip eru nú að hætta veiðum eftir sjötta aflaleysissumarið. Það verður því ekki sagt, að byrlega blási fyrir bátaflotanum, heldur er þar svo mjög að kreppt, að til vandræða horfir. Hætt er við því, að margir bátanna verði bundnir í höfn allt til þess, að vetrarvertíð hefst, ef að vanda lætur. Að vísu er góð síldveiði í reknet eins og er og getur orðið áfram, en sumir bátanna, að minnsta kosti munu ekki eiga þau síldveiðitæki og ekki eiga þess kost að afla sér fjár til að kaupa þau. Enda mun sú veiði að mestu bundin því, hvað hægt er að selja af aflanum, annaðhvort saltað eða flutt út ísvarið. Það fólk, sem annaðhvort hefur stundað síldveiðar eða átt á annan hátt afkomu sína undir síldveiðunum kemur heim með lítinn hlut, sem óhjákvæmilega leiðir til aukinna erfiðleika hvað alla atvinnu snertir í haust og fram eftir vetri. Togararnir eru enn þá bundnir í höfn vegna verkfalls, svo að þeir draga ekki björg í bú né veita atvinnu á rneðan svo er og afleiðing verkfallsins kemur fyrr en varir með öllum þunga sínum niður á þjóðina í heild. Gjaldeyristapið vegna togaraverkfallsins svo og lítil gjald- eyrisöflun vegna síldarleysisins leiðir óhjákvæmilega til þess, að atvinna á öðrum sviðum svo sem byggingarvinna, iðnaður o. fl. dregst stórum saman, því þjóðin verður að bergja þann beizka bikar, að hún kaupir ekki erlenda vöru til að vinna úr, nema hún hafi eitthvað til að greiða hana með. Aflaleysi eða fram- leiðslustöðvun er því ekkert einkamál viðkomandi stétta heldur snertir það hvern einasta þegn þessarar þjóðar. Þetta þurfa við- komandi aðilar að gera sér ljóst, enda er þung ábyrgð þeirra, sem framleiðslustöðvun valda og er slíkt ekki til að leika sér að. Sé reiknað með öllu venjulegu, það er að ekki fyllist allt af síld upp í landssteina liér í Faxaflóa, má gera ráð fyrir, að til stórra vandræða horfi með atvinnu á næstu vikum. Hvað til bjargar verður er erfitt að gera sér grein fyrir. Margir eru þeirrar skoðun- ar að bærinn eigi að hlaupa undir bagga í slíkum tilfellum, en eins og ástand bæjarsjóðsins hér í Hafnarfirði er nú lítur ekki út fyrir að hann hafi efnalega ráð á slíku í stórum stíl. Sagt er að stundum hafi gengið illa að greiða föstu starfsfólki laun sín, að minnsta kosti var vatnsveitubyggingin stöðvuð í eina viku vegna fjárskorts. Þá má og taka tillit til þess, að fólk á erfitt með að greiða útsvör sín, þegar það hefur haft lélega eða litla atvinnu allt sumarið, enda upplýsti bæjarstjóri það á bæjarstjórnarfundi að þær kr. 900 þús., sem útistandandi voru 1. júní s.l. af fyrri ára útsvörum væru að lang mestu leyti smáar upphæðir hjá mörgum gjaldendum. Það virðist því benda ótvírætt til þess, að innheimt- an verði ekki síður erfið, þegar enn harðnar á dalnum. Það kemur því á daginn, sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram, að ekki er nóg að setja svo og svo háa útsvarsupphæð á pappírinn, hún verður ekki notuð til atvinnuaukningar eða stórframkvæmda, nema gjaldendurnir hafi einhverja möguleika til að inna slíkar greiðslur af höndum. Það er illt til þess að vita, að svo virðist, sem bæjarstjórnarmeirihlutinn fáist ekki til að sína neina ábyrgð í fjármálastjórn bæjarins, heldur sé áfram vaðið í fyrirhyggju- leysi og óreiðuskuldum. Af slíku hhtur að leiða vaxandi erfið- leika svo og það að bæjarsjóðurinn verður jafnskjótt einskis megn- ugur og erfiðleikarnir dynja yfir bæjarbúa, í stað þess að bæjar- sjóðurinn ætti að vera til að halda nokkru jafnvægi í atvinnulíf- inu svo að ekki skapist eymdarstand fyrir vinnustéttimar. Eins og bent hefur verið á hér að framan er ekki annað fyrirsjáanlegt en að neyðarástand hvað atvinnumöguleika snertir skapist innan skamms tíma, og fer ekki hjá því að til róttækra ráðstafana þarf að grípa til að stýra fram hjá verstu skerjunum í þeim efnum. Það má ekki dragast að eitthvað sé gert og væri því ekki úr vegi að bærinn beitti sér fyrir því að viðræður færu Eitt og annað HRESSA UPP Á LITLA FLOKKINN Alþýðuflokknum hér í bæ þykir ekki nóg að skrifa um bæjarmálin í Alþ.bl. Hfj., held ur þykir svo mikils við þurfa að skrifaðar eru um málin í Alþ.bl. Rvík greinar myndum prýddar. Vel má vera að þetta sé af því, að ekki sé treyst á að bæjarblaðinu sé trúað, þó er hitt heldur líklegra að því sé ekki treyst, að bæjarbúar trúi raupinu um dugnað Al- þýðuflokksmeirihlutans, en talið nauðsynlegt að hressa upp á Alþýðuflokkinn í heild með því að varpa ævintýra- ljóma á framkvæmdir hans hér í bæ. MYNDIN Annars er athyglisverð mynd í Reykjavíkur Alþýðu- blaðinu þar sem verkamenn eru að tyrfa yfir vatnsveitu- garðinn og „Helgi Hannesson bæjarstjóri er að ræða við verkamennina.“ Fimm menn sjást að verki og enginn þeirra virðir bæjarstjórann þess að líta upp til að ræða við hann. Er því líkast, sem Helgi standi þarna fremur til að reka menn ina áfram, en til viðræðna við þá. Þó er vitað af þeim, sem þekkja málavöxtu noklcuð að svo er ekki. Það gerðist sem sé fyrir skömmu, að bæjar- stjórinn stöðvaði vinnu við vatnsveitubygginguna í viku- tíma og munu verkamennirn- ir með því að líta ekki upp frá vinnu sinni til viðræðna við Helga vera að þakka hon- um á verðugan hátt fyrir þá bita, sem þeir misstu frá heimilum sínum fyrir vinnu- stöðvuna. ——•---- „ARFTAKI SVEINS DÚFU" Alþýðublað Hafnarfjarðar varð mjög hrifið af sjálfu sér, þegar það í efnisleysi fann kvæðið um Svein dúfu og út úr því þá frumlegu fyrirsögn „Arftaki Sveins dúfu.“ Þarna var komin góð fyrirsögn til að skrifa undir dylgjur um stræt- vagnamálið, enda er það gert í síðasta tölublaði Alþýðubl. Hafnarfjarðar. LAS EKKI NÓGU LANGT En margt fer öðruvísi en ætlað er. Greinarhöfundinum í Alþýðublaði Hafnarfjarðar varð svo brátt með að útdeila dylgjunum, að hann gleymdi Bókasaín Hafnarfjarðar var opnað 2. september s. I. Út-1 lán eru sem hér segir: Kl. 5—7 á þriðjudögum, miðvikudögum fimmtudögum og laugardögum, en kl. 5—9 á mánudögum og föstudögum. Lestrarstofa fyrir fullorðna verður opin á sama J tíma. — Síðar í mánuðinum verð ur lestrarstofa fyrir börn opuð í Barnaskólanum. Bókasafnið er á efstu hæð Flensborgaraskólans, svo sem flestum mun kunnugt, og er geng ið inn um aðaldyrnar. Lánsskírteini veitir rétt til 25 bóka og kostar 5 krónur. Fleiri en 3 bækur eru ekki lánaðar í einu út á sama skírteini, nema sérstakar ástæður liggi til. Láns- frestur er 12 dagar, og ber lán- takanda að greiða 25 aura í van- skilagjald fyrir bókina hvern dag sem fram yfir er. — Vill bókavörður brýna fyrir þeim, sem fengu í vor lánsbækur til sumarsins að skila þeim hið fyrsta og beinir alvarlegri á- skorun til þeirra, sem ekki gerðu full skil á síðasta starfsári, að bæta ráð sitt nú þegar, svo að komizt verði hjá því að inn- heimta bækurnar á þeirra kostn- að. Veltur mikið á því fyrir starf- semi bókasafnsins, að enginn haldi bókum fyrir öðrum að ó- þörfu. Bókaskrár, sem ná fram á árið 1948, verða látnar nýjum bóka- safnsfélögum í té ókeypis, og ný ritaukaskrá kemur væntan- lega út um næstu áramót. FERRO-BET Breytir ryði í ryðvarnarefni. Skipasmíðastöðin „Dröfn“ h.f. fram um þessi mál á milli fulltrúa bæjarstjórnar, vinnuveitenda og verkamanna, ef það gæti orðið til að finna einhverja sóma- samlega undankomuleið frá því böli, sem blasir við á næsta leiti. Ef vel á að fara verður að vera góð og einlæg samvinna allra aðila um að greiða úr þessum málum, og vonandi tekst það án alvarlegs tjóns fyrir bæjarbúa. að lesa kvæðið um Svein dúfu til enda, annars hefði liann komizt að raun um það, að Sveinn fékk betri viðurkenn- ingu bæði hershöfðingja síns og þjóðir heldur en flestir aðr ir, enda stóð hann einn og varði brúna geng ofurefli liðs nógu lengi til þess að óvinim- ir voru hraktir á brott. Ef grh. hefði lesið kvæðið allt þá mátti það vera honum ljóst, að það var engum til lasts að vera talinn „arftaki Sveins dúfu.“ BRÚ SANNLEIKANS Störf Sveins dúfu voru til heilla fyrir þjóð hans, enda þótt hann. færi ekki ávallt rétt að hlutunum. Á slíkt get- ur greinarhöfundur Alþýðubl. Hafnarfjarðar að sjálfsögðu deilt í öllum sínum óskeikul- leik. En hitt skal svo Alþýðu- blaði Hafnarfjarðar sagt í fullri hreinskilni, að Hamar og þeir, sem að honum standa munu verjast þeim árásum, sem það gerir til að rugla dóm greind almennings og er ekki að undra þótt Alþýðubl. Hafn arfjarðar þyki illt og fárist yfir að fá ekki í friði að brjóta niður brú sannleikans. En á henni eru sem betur fer margir reiðubúnir til að halda vörð og þeir munu ekki kippa sér upp við það, þótt Alþýðu- blað Hafnarfjarðar í reiði sinni kalli þá „arftaka Sveins dúfu.“ -—.—•------- Afli síldveiðibáfa Átta bátar héðan úr bænum stunda nú reknetaveiðar og munu fleiri bætast við innan skamms. Bátarnir eru Ásdís, Haf- dís, Fiskaklettur, Hafnfirðingur, Muggur, Teddý, Ársæll Sigurðs- son og Garðar Brynjólfsson. Afli hefur verið góður. 6. þ. m. var Ásdís búin að fá ca. 1400 tunnur, Hafnfirðingur, Fiska- klettur, Muggur og Teddý um 1000 tunnur hver og Hafdís ca. 450 tunnur. Til helgarinnar Nýtt dilkakjöt Liíur Svið AUskonar grænmeti Kjöfbúð Vesfurbæjar Sími: 9244

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.