Hamar - 08.09.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 08.09.1950, Blaðsíða 3
HAMAR Framhald af bls. 1. ráðstöfun á fólksflutningum á leiðinni Hafnarfjörður- Reykjavík, með það fyrir augum, að fólksflutningar á þessari leið komist aftur í hendur þess hafnfirzka fél- ags, sem hafði þá um margra ára skeið að hálfu leyti, áður en póst-og síma- málastjórnin tók þá að sér, og sem þá þótti sjá vel fyrir j þörfum Hafnfirðinga, og ann i arra í þessu efni, enda verð- j ur að telja, að sú reynsla, sem hefur fengist af hinum opinbera rekstri á þessum fólksflutningum, sé svo raunaleg og óhagstæð á alla lund, að ekki beri að vinna að því, að bæjarsjóður Hafnarfjarðar taki nú að sér þessa starfsemi." Verður nokkuð vikið að tillögu þessari síðar og sýnt fram á, að það hafi verið mesti möguleiki til að endurheimta fyrirtækið inn í bæinn að starfa á grundvelli hennar. Bærinn gerir tilboð. Eftir að leiðin var auglýst til umsóknar var sótt um hana af Hafnarf jarðarbæ meðal annarra og síðan var fimm manna nefnd falið að gera tillögur til bæjar- stjórnar um verðtilboð í eignir sérleyfisleiðarinnar, sem bók- færðar voru um 2M millj. króna. Samþykkt vara tillaga um það, að ekki væri vert að bjóða, nema kr. 900 þús. í allar þessar eign- ir, nema skúra, sem bókfærðir voru á rúmar 100 þús. kr., svo og settir aðrir skilmálar, sem að því miðuðu að auðvelda og tryggja rekstur sérleyfísleiðarinnar í fram tíðinni. Þessi tillaga var samþykkt og send sem tilboð í áður nefnd- ar eignir, en að minnsta kosti einn aðili annar gerði miklu hærra tilboð. Aðdróttanir Alþýðublaðs Hafnar fjarðar. Ut af því, sem gerist eftir þetta í málinu og einkum af hendi Björns Ólafssonar ráðherra hef- ur Alþýðublað Hafnrfjarðar ver- ið með alls konar dylgjur og að- dróttanir. Ráðherrann hafi látið leiðina af hendi við gæðinga sína, spurt um, hvort hann sé ekki hlut hafi í fyrirtækinu o. s. frv., allt í þeim tilgangi að gera tilraun til að læða því inn hjá fólki, að hér sé eitthvað óhreint í poka- horhinu. Mun það vera gert til þess, að fólk komi síður auga á sannleikann í málinu, þann sann- leika, að Alþýðuflokksmeirihlut inn lék hinn auðvirðilegasta loddaraleik í málinu, allt frá því að bréfið barst frá póst- og síma- málastj. og þar til málið var af- greitt. Meirihlutinn hafði sem sé engan áhuga fyrir því, að rekstur þessarar sérleyfisleiðar kæmist inn í bæinn. Spurningum svarað. Alþýðublað Hafnarfjarðar beinir nokkrum spurningum til ritstjóra þessa blaðs, að vísu skipta þær litlu eða engu fyrir Aðgerðaleysi afhjúpað--------- gang málsins, en þó skal ekki gengið fram hjá þeim með öllu. Það er spurt um hvaða ágrein ing ég hafi gert við samnefndar- mann minn Óskar Jónsson, þegar við ræddum við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar. Eins og áður er get ið og Alþýðublaði Hafnarfjarðar ætti að minnsta kosti að vera kunnugt, þá vorum við kosnir ein vörðungu til að afla upplýsinga, lengra náði ekki umboð okkar. Það gat því ekki orðið um neinn ágreining að ræða, því báðir voru sammála um það, að afla eins góðra upplýsinga og kostur var á. Verður því að segja, að þessi spurning Alþ.bl. Hfj. sé í alla staði mjög barnaleg, svo að ekki sé meira sagt, enda mun hún vera til Orðin í algjöru málefnalegu ördeyði eins og allar hinar. Onnur spurningin, er um það, hvort ég hafi talið heppilegt af bæjarstjórn að senda hærra til- boð í vagnana en gert var. Það er talað um tilboð í vagnana, sem mun vera af misgáningi því slíkt tilboð \'æri ekki gert heldur í eignirnar allar, nema áður nefnda skúra. Sú nefnd, sem að því vann að gera tillögur til bæj- arráðs um tilboð, starfaði á þeim grundvelli að búið var að sam- þykkja að gera slíkt tilboð, það var því ekki um það að ræða að taka ákvörðun um það, hvort gera ætti tilboð eða ekki, en hins vegar mun það hafa verið Ósk- ari Jónssyni fullkomnlega ljóst að mitt álit var það, að^bærinn ætti ekki að taka að sér rekst- ur leiðarinnar. En hvað tillög- una um tilboðið snerti þá var álit mitt, að ekki mætti hærra fara, enda hefur það komið á dag inn síðar að vafasamt er að bær- inn hafi getað staðið við tilboð sitt vegna fjárhagsörðuleika eftir því, sem fjárhagsafkoma hans hefur verið nú í sumar. Söluverð eignarinnar. Söluverð vagnanna var um 1,2 millj. að því viðbættu, að kaupendur verða að greiða vara- hluta, verkstæðisáhöld, skúra o. fl. þar fyrir utan. Verður því ekki ofsagt að tilboð og söluverð hafi verið um 60—70$ hærra en til- boð Hafnarfjarðarbæjar. Um það, hvort Björn Ólafsson sé hluthafi í fyrirtækinu er hægt að hugga Alþýðublað Hafnar- fjarðar með því, að svo er ekki, enda munu aðrir en Sjálfstæðis- menn vera vanari að selja sjálf- um sér eignir, sem þeir hafa í bili umráð yfir. Það sem Hamar hefur haft fram að færa í þessu máli er að skýra lesendum blaðsins frá gangi þess og sýna fram á í hvaða ófremdarástandi það var. Þáttur ráðherrans. Þáttur Björns Ölafssonar ráð- herra í máli þessu er sá, að hann er að losa ríkið við fyrirtæki, sem tapar svo gífurlega að hundruð- um króna skiptir á dag og verð- ur daglegur halli um kr. 1500,00 ef vextir og afskriftir eru tekn- ar með. Var nú ekki skylda ráð- herrans að taka í taumana og spara þessi ástæðulausu ríkisút- gjöld? Og bar Birni Ólafssyni ekki, líka sem ráðherra, að vinna að því að tapið yrði sem minnst með því að selja eignirn- ar sem hæstu verði? Átti haim að bæta ofan á allt annað 5—600 þús. kr. tapi með því að selja þeim sem lægra bauð vagnana? Nei. Slík meðferð á opinberu fé getur sómt Alþýðuflokksmanni í ráðherrastól en ekki Sjálfstæðis- marini. Björn Ólafsson verður því ekki Iastaður í þessu máli, heldur hefur hann haldið á því með prýði með tilliti til afkomu ríkissjóðs. Raunhæfur grundvöílur. Sá grundvöllur, sem Þorleif- ur Jónsson lagði með tillögu sinni í þessu máli og birt er hér að framan var tvímælalaust sá, ALFAFELL mun á þessu hausti, eins og undanfarið, kappkosta að hafa ó boðstólum hlýjan og skjólgóðan fatnað fyrir börn og unglinga. ALFAFELL Sími 9430 i$&X?$0$&§$Q&$G®$&&&$®^^ sem var b ezt hægt að vinna á til að fá fyrirtækið inn í bæinn. Það var miklu auðveldara fyrir bæjaryfirvöldin að vinna að því með oddi og egg, að Á. B. H., sem var reynt að því að annast þennan rekstur með prýði og sem var eini aðilinn í bænvvm, sem var þess megnugur að taka við rekstrinum þar sem hann hafði verkstæði fyrir hendi og ennfremur töluverð húsakynni, að það fengi sérleyfisleiðina aft- ur að einhverju eða öllu leyti. Því það var allt annað að koma fram, sem milliliður heldur en beinn aðili í þessu máli. Það raunhæfasta, sem var gert í málinu var tillaga Þorleifs Jóns sonar og það raunhæfasta, sem hægt var að gera var að vinna á grundvelli hennar. Blekkingar Alþýðuflokksins. En Alþýðuflokkurinn kaus ekki að fara neina raunhæf a leið. Hann valdi sér bægslaganginn og stóru orðin til að sýnast en vildi undir niðri ekkert það gera, sem yrði til þess að koma fyrir- tækinu í bæinn. Alþýðuflokkur- inn var hræddur við þennan þjóð nýtingaróskapnað sinn og afneit- aði honum hið innra með sér, þótt ekki væri kjarkur til að gera það í heyranda hljóði. Enda var það vitað, að bærinn hafði engin efni á að kaupa vagnana og leggja í annan kostnað, sem af því leiddi að taka að sér rekst- ur leiðarinnar og það hefur kom- ið betur í ljós síðar að f járhags- geta bæjarins er langt frá því að vera nógu sterk til að standa und- ir þeim framkvæmdum, sem þeg- ar hefur verið ráðist í, hvað þá að hægt sé að Ieggja í nýjar f jár- frekar framkvændir. Formaður bæjarráðs talaði ekki við ráðherra. Það fer heldur ekki hjá því, að Alþýðuflokksmeirihlutinn hefði reynt að vinna eitthvað að málinu, ef hann hefði haft áhuga áþví. En staðreyndin er sú að for- maður bæjarráðs og þingmaður þessa bæjar lagði ekki á sig það ómak að tala við þann ráðherra, sem með málið hafði að gera, Björn Ólafsson. Hvers vegna gerði hann það ekki? Til hvers er hann formaður bæjarráðs og tekur laun fyrir, ef hann á ekki að leggja fram lið sitt í jafn stórum málum og hér var um að ræða? Var það aðeins fyrirsláttur hjá formanni bæjar- ráðs, þegar hann gat þess að e. t. v. væri hægt að ráða atvinnu- lausa vörubílstjóra að fyrirtæk- inu ef bærinn fengi það? Hafði hann ekki svo mikinn áhuga fyrir að leysa vandkvæði bílstjóranna, að hann gæfi sér tíma til að ræða við ráðherra? Og til hvers er Emil Jónsson þingmaður þessa bæjar, ef það varðar hann engu, hvort fyrirtæki, sem 15 til 20 manns geta haft lífsframfæri sitt af kemur í bæinn eða ekki? Eða Framh. á bls. 4 RUBILENE ER RÉTTA SMURNINGSOLIAN FYRIR HÆGGENGAR DIESELVÉLAR RUBILENE SMURNINGSOLIAN er framleidd úr beztu þekkjanlegum efnum og uppf yllir alla kosti fyrir DIESELVÉLAR NÚTÍMANS LAM H.F. HAFNARSTRATI 10 - 19 R E V K | A V I K Sími 6439. — Heimasími Lúthers Grímssonar 2984

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.