Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐ, 22.SEPT. 1950 21. TÖLUBLAÐ Brjósfmynd af Bjarna riddara Síverfsen reisf í Hellisgerði "-':"::¦;;: v:'',:::í-¦;;:>¦:. xMíimíM Hilmar Biering: Sunnudaginn 10. þ. m. var af- hjúpuS í Hellisgerði brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen. Út- gerðarfélögin Vífill h.f. og Hrafna-Flóki h.f. gáfu myndina. Við þetta tækifæri fluttu ræð- ur: Adolf Björnsson bankamað- ur, Kristinn J. Magnússon málara meistari og Helgi Hannesson bæj arstjóri. Áttmennigar sungu og Lúðrasveit Hafnarf jarðar lék á milli atriða undir stjórn Albert Klahn. Stefán Júlíusson yfirkenn- ari stjórnaði athöfninni. I ræðu sinni rakti Adólf Björns son ævi- og athafnaferil Bjarna riddara Sívertsen en hann var fæddur 6. apríl 1863 í Nesi í Sel- vogi en kaupmaður og útgerðar- maður var hann í Hafnarfirði frá L793-1832 að hann fluttist til Kaupmannahafnar en þar lézt hann í júnímánuði 1833. Bjarni riddari Sívertsen var mikill brautryðjandi í verzlun, útgerð og skipasmíðum og átti hann stóran þátt í því að rífa þjóðina upp úr niðurlægingu ein- okunarinnar og leiða hana á braut framfara og betra lífs. í lok ræðu sinnar bað Adólf frú Þórunni Bjarnadóttur frá Húsavík, en Þórunn er afkom- andi Bjarna Sívertsen, að afhjúpa myndina. Um leið og það var gert var íslenzki fáninn dreginn að hún á þremur stöngum, sem komið hafði verið fyrir rétt hjá styttunni, ennfremur var mynd- inni heilsað með fánakveðju á aðalfánastöng Helhsgerðis. Var þessi athöfn öll hin virðulegasta. Þar sem ræða Kristins J. Magn- ússonar lýsir bezt aðdraganda og framkvæmd þessa máls birtist hún hér orðrétt. „Það er mikils virði fyrir nú- tíð og framtíð, að haldið sé á lofti minningu mikilhæfra manna. Saga íslenzku þjóðarinn- ar greinir nöfn fjölmargra hug- sjóna og athafnamanna, sem höfðu forystu á ýmsum tímum hver á sínu sviði. En þó að gott sé að eiga sagn- ir og sögur um slíka menn og af- rek þeirra, þá er hitt ekki síður mikils vert að hafa daglega fyrir augum myndir af þeim sem voru boðberar betri tíma, og fyrir mynd sinnar samtíðar, og um leið ljósberar framtíðarinnar. Lífið er ei langt, en lýsa skal öðrum dæmi hvers dáðríks manns, segir skáldið og er það vissulega rétt. Einum slíkum manni hefur verið reistur minn- isvarði hér, Bjarna Sívertsen ridd ara, og hefur hr. Adólf Björnsson í ræðu sinni rakið athafnasögu Framh. á bls. 3 Stefán Gunnlaugsson og kapitalisminn hans Greinarkorn mitt í síðasta tölu- blaði Hamars virðist hafa komið heldur illa við unga jafnaðalr- manninn í Stefáni Gunnlaugs- syni, að minnsta kosti ríkur hann upp til handa og fóta í síðasta tbl. Alþýðublaðs Hafnarfjarðar og reynir að afsaka sig og segir til dæmis að ég fari rangt með hans orð, hann hikar þó ekki við að gera slíkt hið sama, mismun- urinn á þessum rangfærslum er bara sá, að það sem ég hafði eftir honum var kjarni máls hans, en ekki tekið orðrétt upp, en vís- vitandi rangfærir hann úr grein minni og segir: „kryfja íslenzka orðið kapitalisma til mergjar." Þótt Stefán leitaði með stækkun- argleri í grein minni held ég að það yrði erfitt fyrir hann að finna Vafnsveifulánið Sala vatnsveitubréfanna stendur nú yfir og ættu þeir, sem hafa hug ó að kaupa þau að gera það sem fyrst. Bréfin eru til 5 ára með 6% vöxtum og þriggja ára vextir greiddir fyrirfram. Skuldabréfin fást á bæjar- skrifstofunni í Ráðhúsinu og ennfremur á eftirtöldum stöð- um: í Hafnarfirði: Akurgerði h. í. Bæjarútgerð Hafnaríjarðar. Loítur Bjarnason. Einar Þorgilsson & Co. h. f. Gunnlaugur Stefánsson (Gunnlaugsbúð) Stefán Sigurðsson (Stebbabúð) Kaupfélag Hafnfirðinga. Ingólfur Flygenring (íshús Hafnarfjarðar) Jón Gíslasson (Frost h. f.) Sparisjóður Hafnarfjarðar. Hatnarskrifstofan. I Reykjavík: Landsbanki Islands. Útvegsbanki Islands h. f. Kauphöllin, Nýjabíó, Lækjar- götu 2. þessum stöfum stað. Annars er grein hans öll svo hláleg vitleysa, að ekki er víst nema ég geri hon- um of hátt undir höf ði með því að svara henni, en þar sem Stef- án virðist langa í framhaldsum- ræður tel ég rétt að veita honum tækifæri til að úthella vizku sinni. „Islenzka orðið kapítalismi" Stefán er geysilega hneykslað- ur yfir því að ég skuli ekki kryfja orðið kapítahsma til mergjar, en stuttu síðar segir hann: „Að sjálf- sögðu verður hér ekki gerð til- raun til að kryf ja það hugtak til mergjar"!!! Stefán þarf ekki að afsaka það, að hann getur ekki gert orðinu skil en til þess að hann fari ekki jafn ófróður frá lestri þessarar greinar skal ég skýra honum frá hvernig á orð- inu stendur og hvað í hugtaki þess felst, fræðilega séð, því það virðist heldur ófróðlegt fyrir mann eins og Stefán Gunnlaugs- son að vita ekkert um þetta orð sem honum virðist samt vera svo tungutamt. Stofn orðsins er dreg- inn af latneska orðinu caput, sem í eignarfalli er capitis, sem þýðir höfuð, af eignarfallinu er dregið orðið kapítal = fjármagn, en eins og Stefán væntanlega veit hefir íslenzka orðið fé tvær merk- ingar, fé samanber fjármagn og fé samanber sauðfé, og því meira sauðfé sem einhver á því fleiri I höfuð og því meira fé (fjármagn). Ég veit ekki hvort þetta er svo einfaldlega fram sett að Stefán skilji það, en á það verð ég að hætta. Svo er það aftur annað mál hvaða skilning jafnaðarmenn vilja leggja í hugtakið kapítal- isma, en bókstaflega þýtt held ég að það yrði eitthvað nálægt því að vera fjármagnsstefna, að ég orðaði það í síðustu grein minni auðvaldsskipulag er vegna þess, að ég hélt, að það færi næst skilningi Stefáns í orðinu. Sjónarhóll Stefáns Af grein Stefáns Gunnlaugs- sonar verður ekki annað séð en að sjónarhóll hans í stjórnmálum sé ákaflega lágur. Skoðanir hans til dæmis á Sjálfstæðisflokknum eru svo lágkúrulegar og einstreng ingslegar að undrum sætir. Það er engu líkara en að fyrir öðru auganu á honum standi fast orð- ið kapítalismi og hinu íhald þeg- ar hann lítur á Sjálfstæðisflokk- inn. í þessu sambandi væri ef til vill rétt að bera saman markmið þessara tveggja flokka, Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, og sjá hvor þeirra er meiri íhalds- flokkur og hvor þeirra er kapítal- iskari. Þjóðnýtingarhugmynd jafnað- armanna vill safna öllu fé og fram kvæmdum á eina hendi, með öðr- um orðum skapa fjármagnsstefnu sem væri svo sterk að ekkert ein- staklingsframtak kæmist þar í hálfkvisti. Og þá um leið kapítal istískt þjóðfélag. Hér kemur á móti stefna Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingum til handa af því leiðir skipting fjármagns á margar hendur, auknar fram- kvæmdir og almenn velmegun. Plata Alþýðuf lokksins um vöku lögin, alþýðutryggingar o. s. frv. er orðin svo slitin að ekki verður annað á henni séð en að þar sem Alþýðuflokkurinn er, eigi í hlut málefnalaus og lítilsigldur aftur- haldsflokkur, sem einu sinni í fyrndinni hafi ef til vill getað einhverju áorkað en lifi nú helzt á fornri frægð og reyni sem lengst að halda í hana. Þó mætti ef til vill leggja þá spurningu fyrir Stefán hvort Alþýðuflokkurinn hafi haft meirihluta á Alþingi þegar vökulögin voru samþykkt, því ekki er annað á grein hans að sjá en svo hafi verið. Og svo Framh. á bls. 4 48 afvinnulausir Atvinnuleysisskráning fór fram hér í bæ dagana 18. og 19. þ. m. 48 menn létu skrá sig þar af 25 verkamenn og 23 sjómenn. Af verkamönnunum voru 10 giftir með 14 börn á framfæri sínu og af sjómönnum voru 11 giftir með 16 börn á framfæri.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.