Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 2
2 HAMAR r----------------------—-------------------------------- HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Stranugötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PREN l'SMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. V-------------------------------------------------------, Frelsið og kommúnisminn Löngun íslendinga til að vera sjálfstæð þjóð er þeim í blóð borin svo að það er ekki óeðlilegt, þó að fólk sé nokkuð á verði og um leið viðkvæmt, þegar þau mál eru rædd. Þó er oft hægt að blekkja fólk svo, með því að leika á viðkvæma strengi tilfinn- inganna í þessu máli, að það gerir ekki það sem skyldi til að vernda frelsi og sálfstæði þjóðar sinnar, heldur jafnvel veiti óvinum þess lið óafvitandi. Mjög er því haldið á loft, að það sé fyrst og fremst ágengni annarra þjóða, sem íslendingar þurfi að verjast, og svo mikið er gert úr þeirri hættu, að margir sjá ekki aðra hættur, sem liggja þeim miklu nær og geta haft stórum alvarlegri afleiðingar, ef ekki er séð við þeim í tíma. Þegar íslenzka þjóðin komst undir erlend yfirráð 1262, þá virðist það hafa verið innanlandsófriðurinn, sem því olli. Þegar ætt barðist gegn ætt, maður gegn manni meðal þjóðarinnar inn- byrðis gaf það hinum erlenda aðila kærkomið tækifæri til að ná yfirráðum yfir hinni sundruðu og styrjaldarþreyttu þjóð. Það virðist oft erfitt að læra af reynslunni og sagan vill því endurtaka sig. Er það ekki svipað, sem er að gerast nú og á Sturl- ungaöld? Er það ekki innbyrðis sundurlyndi, sem veikir sjálfstæði hins unga lýðveldis? Eru ekki margir til, sem ala á óánægju og sundrung meðal þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir, að hún standi sterk og einhuga? Vissulega eiga íslendingar nóg af óeiningu og sundurþykkju og á liana er alið jafnt og þétt. Einkum eru það kommúnistar, sem þá iðju stunda, enda hafa þeir lýst því yfir, að þeir vildu feigt það stjórnskipulag, sem þjóðin hefur valið sér og býr nú við. Það eru þeir, sem tala um erlenda ágengni og reyna að beina athygli fólksins þannig frá því, að þeir eru sjálfir að grafa undan fótum þess. Og það eru kommúnistar, sem hafa lýst því yfir með eftir- farandi orðum, að þeir mundu leita erlendrar aðstoðar, ef með þyrfti til að ná völdunum í sínar eigin hendur: „Þá dugar ekki lengur að láta auðmannastétt fara með völd á íslandi í skjóli hinna ýmsu stjórnmálaflokka sinna, ef hún ekki einu sinni getur tryggt líf og sæmilega af- komu alþýðu þeirrar, er skapar henni auð og völd. Þá verður alþýðan sjálf að skapa örlög sín og ef í nauðir rekur leita sér hjálpar hjá sigrandi alþýðu Ráðstjórnar- ríkjanna.“ Kommúnistar telja nú að lýðræðisflokkunum hafi ekki tekizt að tryggja afkomu almennings. Að sjálfsögðu hafa þeir reynt að koma í veg fyrir það eftir getu sinni ,enda orðið nokkuð ágengt í þeim efnum. En fyrst þeir álíta, að ekki hafa tekizt að tryggja sæmilega afkomu alþýðunnar hlýtur að vakna sú spurning, hvort kommúnistar hafa ekki samkvæmt yfirlýsingu sinni beðið ráð- stjórnarríkin um hjálp. Var ekki ferð Einars Olgeirssonar austur fyrir járntjaldið einmitt í þeim tilgangi að biðja um aðstoð til handa kommúnistadeildinni hér til að ná völdum? Er ekki sú markaðsöflun, sem Einar þykist hafa náð aðeins til að breiða yfir hinn rétta og vafalaust óíslenzka tilgang fararinnar? Kommúnistar hafa ekki hikað við að fela sig undir hjúpi sak- leysisins í einni eða annarri mynd, þess vegna ber að taka þá með varúð. Stefna þeirra í utanríkismálum íslendinga hefur alltaf verið ákveðin, en það er: „Náið vináttu- og verzlunarsamband við Ráð- stjórnarríkin,“ og slíta öll sambönd við þær þjóðir, sem ekki aðhyll- ast hið kommúnistiska stjórnskipulag. Það er stærsti þátturinn í þessu starfi kommúnista að ala á allskonar sundrung og öngþveiti. í þeim tilgangi fyrst og fremst reyna þeir að koma af stað verkföllum og koma í veg fyrir að deilur leysist. Það er þess vegna, sem þeir tóku afstöðu gegn sáttatillög- um í togaradeilunni áður en þær voru komnar. Þeir vita að ekkert er hættulegra sjálfstæði einnar þjóðar en það, þegar glundroði er Eitt og annað — — 48 ATVINNULAUSIR Eins og getið er á öðrum stað hér í blaðinu hafa 48 menn látið skrá sig atvinnulausa og eru 21 af þeim fjölskyldufeð- ur, sem eiga fyrir að sjá 30 börnum. Þótt þetta margir hafi lát- ið skrá sig þá er af kunnug- um talið, að þeir séu fleiri atvinnulausir eða atvinnulitl- ir, en hafi komið til skráning- ar. Hér er alvara á ferðum og full nauðsyn á, að reynt sé að finna einhver ráð til að koma í veg fyrir atvinnuleysi eða að minnsta kosti að draga veru lega úr því. GETULEYSI BÆJARSJÓÐSINS Á síðasta bæjarstjórnar- fundi var samkvæmt bréfi frá Verkamannafélaginu Hlíf, kos ið í atvinnumálanefnd, sem athugaði atvinnuástandið í bænum og gerði tillögur um lausn þessara mála. Þessi nefnd fær mikið og vanda- samt verk að vinna, því svo virðist vera komið fjárhags- getu bæjarins, að þær tillögur sem gerðar yrðu í þá átt að bæjarsjóðurinn yki vinnu yrðu ekki raunhæfar. Það yrði því mjög að líta til þess, hvað hægt væri að gera í því að auka störfin við framleiðsluna, svo að eitthvað kæmi í aðra hönd. TOGARARNIR í HÖFN Togararnir hafa verið bundnir í höfn undanfarna mánuði vegna verkfalls. Að vísu er komin fram sáttatillaga í deilunni, en ekki er vitað um úrslit atkvæðagreiðslu um hana, þegar þessar línur eru ritaðar. Hinsvegar er ekki gott útlit á að tillagan fái sam- þykki, ef dæma skal eftir fundarsamþykkt Sjómanna- félags Hafnarfjarðar s. 1. mið- vikudagskvöld. ÞARFIR FÓLKSINS Því hefur löngum verið hald ið fram af hinum sósialistisku flokkum að bæjar- og ríkis- rekstur leysi flest vandamál. Sem dæmi hefur oft verði minnst á bæjarútgerð, það sé miklu eðlilegra að almenning- ur eigi útgerðina heldur en einstaklingar, vegna þess að þá sé fyrst og fremst hugsað um þarfir fólksins, en einka- framtakið bindi skipin í höfn, þegar þeim þykir svo við þurfa. En hvað skeður? Þrátt fyrir atvinnuleysi í bænum eru togarar Bæjarútgerðarinnar bundnir í höfn. Og það hef- ur ekki heyrzt að ráðamenn hennar hafi gengið fram fyrir skjöldu til að koma þeim af stað og draga á þann hátt úr atvinnuleysi í bænum. Brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen reist í Hellisgerði Frcimhald af bls. 1. hans hér í bæ og afhent brjóst- líkanið fyrir hönd gefendanna. Það var á 25 ára afmæli Mál- fundafélagsins Magna 2. desem- ber 1945, að hr. Björn Jóhannes- son þáverandi forseti bæjarstjórn ar Hafnarfjarðar afhenti Magna peningagjöf að upphæð kr. 20 þúsund með þeim formála að fé þessu yrði varið til að reisa brjóst líkan af Bjarna riddara Sívertsen og því valinn staður í Hellisgerði. Gefendur þessarar upphæðar voru hlutafélögin Vífill og Hrafna-Flóki. Gefendurnir ósk- uðu eftir að Magni hefði á hendi allt varðandi framkvæmdir máls- ins og fól félagið stjórn sinni þær. Hún ákvað að fá listamanninn Ríkarð Jónsson til að gera brjóst- líkanið sem hann gerði af sinni þjóðkunnu snilld og smekkvísi eins og sjá má. Hann ákvað og gerð fótstallsins og sagði fyrir um gjallhúðun hans, en hana fram- kvæmdi hr. múaram. Einar Sig- urðsson. Steinhella sú er líkanið hvílir á og steinn sem vitinn er klapp- i aður í er sótt austur að Nesi í Selvogi en þar var fæðingar- staður og bernskustöðvar Bjarna Sívertsen. Vil ég nú fyrir hönd Málfunda-1 félagsins Magna og í nafni þess flytja gefendunum beztu þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf og þann heiður sem þeir sýndu fél- aginu með gjöf þessari, hún sýn- ir Ijóslega hvert mat þeirra er á verkum afreks- og athafnamanns ins Bjarnar riddara, sem og rækt ar semi til átthaganna, og hug- kvæmni og vinarhug til Hellis- gerðis og gesta þess í nútíð og | framtíð. Og jafnframt óska ég gefendunum gæfu og gengis með starfærkslu sína hér eftir sem hingar til. Einnig þakka ég listamannin- um Ríkarði Jónssyni fyrir hans ágæta verk og framúrskarandi lipurð og hjálpsemi okkur til handa svo að verk þetta mætti verða í alla staði með hinni mestu prýði. Svo og þakka ég öllum öðrum er á einn eða annan hátt hafa stuðlað að því að fram- kvæmdir verksins tækjust sem bezt. Það skal tekið fram, að hugsað var að brjóstlíkanið yrði á öðr- um stað í Hellisgerði, en af því gat ekki orðið að sinni og var því þessi staður valinn um stund- arsakir, þar til það verður flutt á hinn fyrirhugaða stað. Eins og ég hefi áður tekið fram og allir geta hugleitt, er lík- an þetta Hellisgerði og gestum þess mikils virði, en hitt finnst mér ei minna um vert, hver vin- arhugur til Hellisgerðis og alls þess er það má prýða í glæsileik og fjölbreytni er á bak við gjöf þessa vakir, og vildi ég óska að slíkt hugarþel til garðsins mætti búa í huga og sinni hvers Hafn- firðings og annarra er garðinn sækja heim honum til heilla, geng is og velfarnaðar á komandi tím- « um. Helgi Hannesson bæjarstjóri minntist Hafnarfjarðar og gat þess, að sér fyndust einkum þrír staðir mest einkennandi fyrir bæ- inn, það væri Hvaleyrin með sitt víða útsýni, Hamarinn, sem gnæfði yfir fjörðinn og Hellis- gerði, með sýnum fagra gróðri í hjarta bæjarins. Að lokum lék Lúðrasveit Hafn- arfjarðar þjóðsönginn. Þessi hátíðastund í Hellisgerði var vel sótt, enda veður hið bezta og fór hún í alla staði vel og virðulega fram. ----•------ í efnahagslífi hennar á sama tíma og hún hefur ekki til hnífs og skeiðar. Hver sá þjóðfélagsþegn, sem vill stuðla að efnahagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar verður að gera sér ljóst, að hvert handtak, sem kommúnistar vinna er unnið til þess eins að geta komið ár sinni betur fyrir borð í því efni að kollsteypa því stjórnskipulagi, sem þjóðin hefur valið sér og leiða landsbúa til; hinni kommúnistísku ánauðar. Goodtemplarastúkurnar í bæn um, Daníelsher og Morgunstjarn ar, eru byrjaðar vetrarstarfið og halda fundi sína eins og áður á þriðjudögum og miðvikudögum. Messa Frelsið er öllum fyrir mestu. Kommúnistar þykjast vinna fyrir auknu frelsi, en reynslan sannar hið gagnstæða, hún sannar að frelsið og kommúnisminn eru tvær andstæður. Messa í Hafnarf jarðarkirkju kl. 2 n. k. sunnudag. Sóknarprestur

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.