Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 22.09.1950, Blaðsíða 4
4 HAMAR Sfefán Gunnlaugsson og kapilalisminn hans Framh. af bls. 1 mætti ef til vill einnig spyrja Stefán hvort hann sé ekki stoltur af hinni bráðsnjöílu hugmynd Al- þýðuflokksins um Almannatrygg ingar, sem reyndar virðast nú helzt hafa verið stofnaðar í þeim tilgangi að fá þar nýja lánastofn- un, t. d. handa Hafnarfjarðarbæ, fremur en til styrktar sjúkum og öldruðum? Þegar allt kemur til alls er því ekki einu sinni víst að Alþýðuflokkurinn geti með nokkru stolti veifað þessum dáð- um sýnum, en sé svo og reyndar hvort sem er held ég að varla verði annað sagt en að Alþýðu- flokkurinn sé íhaldsflokkur. Lítilsigld ritgerð Því miður var grein Stefáns ekki upp á svo marga fiska, að hægt sé að notast við hana sem umræðugrundvöll um ágæti þess ara tveggja stjórnmálastefna, þó það væri mjög æskilegt fyrir Sjálf stæðisflokkinn, en ef til vill ekki fyrir Alþýðuflokkinn því heldur Iítið virðist vera um málefni þeim megin. En nú ætti Stefán að lesa sér til og koma fram á rit- völlinn í málefnalega baráttu um þessi mál, en ef til vill er svo langt til næstu kosninga að hann vill spara púðrið og er honum það vart láandi. Slagorðapólitík Það hefur einkennt Alþýðu- blað Hafnarfjarðar mjög hve gjarnan það hefur skýlt sér með slagorðapólitík þegar allar aðrar bjargir voru þeim bannaðar og held ég að Stefáni farist ekki að tala um blaðamennsku Hamars. Það er að vísu rétt að margt af því sem Hamar birti um síðustu bæjarstjórnarkosningar og reynd ar bæði fyrr og síðar kom við kaun Alþýðuflokksins, en í því sambandi tel ég rétt að vekja at- hygli Stefáns á, að hvernig sem Alþýðuflokknum kemur það, hlýtur það ávallt að verða hlut- verk Hamars að skýra sem rétt- ast og bezt frá staðreyndum. Sjálfur opinberar Stefán málefna- leysi sitt svo áberandi með slag- orðaflaumi sínum í síðasta tölu- blaði Alþýðublaðs Hafnarfjarð- ar, að hann þarf ekki frekar vitn- anna við. Umhugsunarefni handa Stefáni Til þess nú að gera mitt til að koma fótunum undir Stefán vil ég að lokum benda lionum á þetta: Maðurinn er skapaður sem sjálfstæður einstaklingur, til þess að starfskraftar, gáfur og önnur persónueinkenni fái notið sín og hann á kröfu til þess að vera virtur sem slíkur. Það er ekki manninum eiginlegt að hrærast og strita til aukins afraksturs ' þeirra sem yfir honum ráða hann ; á kröfu til þess að mega sjálfur taka sínar ákvarðanir og vinna að sjálfs síns hugðarefnum, því er það í fyllsta máta óeðlilegt að ætla sér að þjóðnýtingarhagkerfi einskorði hann og meti í vinnu- afköstum. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að hver einstakl- ingur fái notið hæfileika sinna í frjálsu framtaki á öllum sviðum, því það er ekki aðeins bezt fyrir hann sjálfan heldur þjóðarheild- ina, þar sem það er vitað mál að því aðeins er um starfsgleði að ræða að einhver árangur náist af framkvæmdunum. Því væri bezt fyrir Alþýðuflokksmenn og aðra þjóðnýtingarsinna að byrja á grunninum og breyta mannlegu eðli í það form að það geti sætt sig við kúgun þjóðnýtingarinnar, en hvernig það gengi er auðvelt að segja. Maðurinn mundi áreið- anlega seint verða steyptur í það form sem til fullkominnar þjóð- nýtingar er nauðsynlegt. Og því vil ég taka undir lokaorð Stefáns og segja með honum: „Við viljum tryggja, að þegnum þjóðfélags- ins verði sköpuð skilyrði til sam- eiginlegra átaka að sameiginleg- um markmiðum; að landsmenn starfi í samvinnu og samfélagi að þjóðarheill“. Ég vil aðeins bæta við þetta að það væri þjóðarheill að vera laus við þjóðnýtingar- bröltið. Stúlka óskast í vist nú þegar eða 1. okt. Kaup eftir samkomulagi. Sér- herbergi. Hrefna Eggertsdóttir. Vesturgötu 32 Sími 9152 óskast hálfan daginn. — Upplýs- ingar í síma 9510 Matur er mannsins megin Daglega Nýtt dilkakjöt Nýjar gulrófur Grænmeti allskonar Ný lifur Ný svið Nýr blóðmör Stebbabúð h. f. Linnetsstíg 2. Símar 9291 og9991. Reykjavíkurveg 22. Sími 9219 HAFNARFJÖRÐUR Guðjón Steingrímsson, lögfr. Málflutningsskrifstofa Reykjavikurvegi 3 — Sími 9082 Viðtalstími kl, 5—7 Skemmtiferð aldraðs fólks á vegum Nýju bílslöðvarinnar Síðast liðinn þriðjudag efndi Nýja bílstöðin til skemmtiferðar fyrir gamalmenni hér í bænum. Milli 80 og 90 gamalmenni þáðu boðið og tóku þátt í ferðinni. Lagt var af stað frá Nýju bíl- stöðinni kl. 1,30 eftir að fólkið hafði verið týnt saman víðsveg- ar um bæinn. Fyrsti áfanginn í ferðalaginu var að skoða gufugosið í Krýsu- vík og eftir að staðnæmst hafði verið við garðyrkjustöðina og gróðurliúsin skoðuð, var lialdið til Strandakirkju. Þar prédikaði séra Garðar Þorsteinsson, sem var með í ferðinni og bílstjór- arnir önnuðust sönginn en org- anleikari kirkjunnar lék á orgelið. Frá Strandakirkju var haldið til Hveragerðis, en þar beið dekk að borð fyrir ferðafólkið og var veitt af rausn og með hinni mestu prýði. Ræður fluttu undir borðum séra Garðar Þorsteinsson og Guð- mundur Gissurasson, sem var með í förinni. Og Sigurjón Arn- laugsson, Sigurgeir Gíslasson og Þórunn Kristjánsdóttir fluttu bíl- stjórunum þakkir fyrir þetta hug ulsama og höfðinglega boð. Síðan var haldið að Reykja- lundi og gamla fólkinu sýnt nýja húsið og var starfsfólkið hið al- úðlegasta. — Að þessu loknu var haldið til Hafnarfjarðar. Veðrið á ferðalaginu var gott, nema hvað það gerði skúr, þeg- ar fólkið var í Selv^gnum. Gamla fólkið, sem blaðið hef- ur haft tal af var mjög ánægt með ferðina og tók sérstaklega til þess, livað bílstjórarnir voru al- úðlegir og hjálpsamir við fólkið. Lét það í Ijósi innilegustu þakkir sínar til bílstjóranna fyrir, gott boð, ánægjulegt ferðalag og ekki sízt hinar miklu alúð og hlýju, sem því var auðsýnd. lánlaka lil elliheimilisins Á bæjarstjórnarfundi 12. sept. s. 1. var samþykkt að heimila bæj- arstjóra að taka lán til elliheim- ilisins að upphæð kr. 1.250.000 - 'ssi'sssssssssssssssssssssssssssst'ssssssssxi'i'i'itssii hjá Tryggingarstofnun ríkisins og Fulltrúaráði Sjómannadags- ins. Atvinnumálanefnd ®Jkasl ^ 1®'9U Bæjarstjórn samþykkti á fundi r r sínum 12. sept. s. 1. eftir tilmæl- BOKABUÐ um frá Verkamannafél. Hlíf að . — mynda atvinnumálanefnd. Kosn- strandgÖTU 3 ir voru í nefndina frá bæjarstj.: Helgi S. Guðmundsson, Ásgeir G. Stefánsson og Helgi Hannes- son. Til vara: Ingólfur Flygen- ring og Óskar Jónsson. Auk þess eiga sæti í henni fulltrúar frá eft- irtöldum félagasamtökum: Verkamfél. Hlíf, Verkakv.fél. Framtíðin, Sjómannafél. Hafnfj. Iðnaðarmfél. Hafnarfj. og sam- tökum atvinnurekenda. FERRO-BET Breytir ryði í ryðvarnarefni. Skipasmíðastöðin ,,Dröfn“ h.f. SIMI 9SIS • HAFNARFIRÐI BOÐVARS Geymsla fyrir bækur Aðvörun Þar sem nú hefur farið fram gagngerð lagfæring og hreinsun kirkjugarðsins innan girðingar, er hér með skorað á alla þá, sem eiga í garðinum mótatimbur og annað efni, sem notað hefur verið við umbúnað einstakra legstaða, að fjarlægja það úr garðinum og ljúka við að ganga frá um- búnaði legstaðanna, þar sem sú vinna er þegar hafin, allt fyrir lok þessa mánaðar. Að þeim tíma liðnum mega hlutaðeigendur búast við að afgangur timburs og annars efnis verði hreinsað burt úr garðinum á þeirra kostnað. Hafnarfirði, 11. sept. 1950 Kirkjugarðsnefndin Nr. 39/1950. TÍLK YNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur á- kveðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmískóm, framleidd- um innanlands: Heildsöluverð Smásöluv. án söluskatts með söluskatti án söluskatts No. 26-30 kr. 18,84 kr. 19,40 kr. 24,20 No. 31-34 - 20,30 - 20,90 - 26,15 No. 35-39 - 22,86 - 23,55 - 29,55 No. 40-46 - 25,29 - 26,05 - 32,80 Hámarksverð þetta, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu má bæta við verðið sannanlegum flutningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðenduí leita samþykkis verðlagsstjóra fyrir umbúðarverðinu, er bætist við ofangreint hámarksverð í smásölu, án álagningar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verð- lagsstjóra nr. 23/1950. Reykjavík 7. sept. 1950 V erðlagsst j órinn. Nr. 38/1950. Tilkynning Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á skömmt- uðu smjöri sem hér segir: í heildsölu ....kr. 29,70 pr. kg. 1 smásölu ..... — 31,50 — — Reykjavík, 7. sept. 1950. Verðlagsstjónnn.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.