Hamar - 06.10.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 06.10.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 6. OKT. 1950 22. TÖLUBLAÐ Friðrik Bjarnason tónskáld lætur af organleikarastörfum við Hafnarfjarðarkirkju eflir nálega þrjátíu og sex ára starf Friðrik Bjarnason tónskáld lét af organleikarastörfum við Hafn arfjarðarkirkju 1. október s.l. Hann hefir verið organleikari hennar alla tíð frá því að hún var reist, jafnframt því, sem hann hefir verið kennari og m. a. stund að söngkennslu bæði í barna- skólanum og Flensborgarskólan- um, auk margþættra starfa ann- arra í tónlista- og sönglífi bæj- arins. Má segja að Friðrik hafi bor- ið uppi söng- og tónlistarlíf í bænum um áratugi. I tilefni af þessum tímamótum í sögu Hafnarfjarðarkirkju hringdi ég til Friðriks Bjarna- sonair qg bað um leyfi til að mega rabba við hann og segja frá störfum hans í þágu kirkj- unnar og sönglífsins hér í bæn- um. Leyfið fékk ég en Friðrik bað mig þó að láta ekkert birtast um þetta hér í blaðinu fyrr en hann væri hættur störf um, svo að fólk færi ekki að gera neitt veð- ur út af sér og hann gæti farið í kyrrþey. Þegar ég heimsótti Friðrik á heimili hans, Hverfisgötu 52, tók hann og kona hans Guðlaug Pét- ursdóttir mér opnum örmum og af þeirri alúð, sem er einkenn- andi fyrir sanna íslenzka gest- risni, enda var rjúkandi kaffi komið á borð fyrr en varði. Ég spurði Friðrik margs og fékk greið svör. Sagði hann mér margt um tónlistar og sönglíf hér í bænum, auk þess sem rætt var um ýmislegt annað, bæði frá for- tíðinni og það, sem er að gerast í þjóðlífinu nú í dag. Því miður verður ekki hægt að miðla les- endum Hamars, nema litlu einu af öllum þeim fróðleik, sem ég varð aðnjótandi af samtalinu við Friðrik, en þó að mér fyndist það ekki langt, þá dvaldist ég á heimili hans svo klukkustundum skipti. Friðrik Bjarnason er ættaður frá Stokkseyri, af hinni kunnu Bergsætt og var faðir hans org- anleikari þar. Var Friðrik kenn- ari og organleikari austan fjalls, en fluttist til Hafnarfjarðar ár- ið 1908. Var hann þá ráðinn FriSrik Bjarnason, tónskáld kennari við barnaskólann, og hafði þar m. a. söngkennslu á hendi, og söngkennari við Flens- borgarskólann. Friðrik var fyrsti organleikari Fríkirkjunnar hér í bæ en hún var reist árið 1913. Hann var síðasti organleikari Garðakirkju og þegar Hafnarfjarðarkirkja var reist 1914 var hann fyrsti organleikari hennar og hefir gegnt því starfi óslitið til 1. okt. s.l. eða nálega 36 ár. Friðrik hef- ir gegnt organleikarastarfinu 'sem og öðrum störfum sínum með elju og dugnaði, enda er fullvíst, að oft hefur mikið við þurft til að halda saman og æfa góðan söngkór, þar sem leita þurfti til fólks, sem sumt stund- aði almenna vinnu og yfirleitt miklu lengri vinnudagur þá en nú tíðkast. Það gefur því að skilja, að mikið af störfum sín- um í þessu efni hefur Friðrik orðið að vinna utan alls venju- legs vinnutíma. Það er þó óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir þessar aðstæður, að kirkjukór Friðriks hafi verið og sé einn af beztu kirkjukórum landsins. Launin fyrir þessi störf voru mjög lág lengst af, enda þótt miðað sé við verðgildi peninganna þá. Þrátt fyrir það að hafa öll þessi störf á hendi lét Friðrik ekki staðar numið, heldur stofn aði hann söngflokka og kóra, er hann hélt uppi um lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna kvennakórinn „Erlur", sem starf aði um 5 ára skeið og karlakór- inn „Þresti", sem var stofnaður 1912 og starfar ennþá með mikl- um blóma. Friðrik var stjórnandi „Þrasta" um 14 ára skeið. Auk þess lenti það á Friðrik að æfa söng fyrir ýms mót og vígslur. Munu þessi störf Friðriks, sem oft voru eins mikil eða meiri en kennslustörfin, hafa verið unnin af áhuga eirium, þar sem lítil eða í flestum tilfellum engin laun voru fyrir þau tekin. Eins og títt er um áhugamenn, þá fannst Friðrik, að hann værí seint búinn að læra nóg, enda fór hann til Danmerkur og fleiri landa á sumrin, á fyrstu árum sínum hér í bæ, til að afla sér meiri þekkingar á sviði tónlist- arinnar. Eldd bað hann samt um styrki eins og nú tíðkast. Voru efnin þó lítil og varð hann að taka lán til slíkra ferða. Sagðist Friðrik m. a. hafa veðsett orgel sitt, sem var næstum aleiga hans þá. Sýnir fátt betur hve áhugi og dugnaður hins námsþyrsta manns getur áorkað, og hvað trúin á framtíðina, trúin á lífið sjálft stækkar manninn við hvern erfiðleika, sem hann mætir. Eitt sumar og fram á vetur stundaði Friðrik nám við tón- listardeild kennaraháskóla Kaup mannahafnar. Hlaut hann þá allríflegan styrk úr ríkissjóði Dana og var styrkurinn nokkru hærri en um var beðið. Var þessi aðstoð ómetanleg hjálp fyrir Friðrik. Auk þess hafði hann oft ókeypis aðgang að fremstu óperum og hljómleikum í Kaup- mannahöfn. Um þetta leyti átti Friðrik kost á að fá glæsilega söngkenn- arastöðu annarsstaðar hér á landi en „þótt hraunin séu hrjóstr- ug" þá kaus hann heldur að vera hér í bæ við. sín miklu og margþættu störf en að hverfa annað, þó að launin væru meiri. Friðrik Bjarnason hefur verið mjög mikib/irkt tónskáld, enda vel þekktur fyrir tónsmíðar sín- ar, en þær verða ekki taldar hér upp. Þó má geta þess, að hann hefur samið áramótahátíðasöng, sem sunginn hefur verið í Hafn- Framh. á bls. 3 Útrýmum krabbameininu Eins og kunnugt er gefur Krabbameinsfélag Reykjavíkur út fréttablað, sem koma á út mánaðarlega og er próf. Níels Dungal ritstjórinn. í riti þessu er ýmislegan fróðleik að finna um sjúkdóma, aðallega um krabba- mein, meðferð þeirra og svo um ýms heilbrigðismál. Alþýðleg fræðslurit um heil- brigðismál eru hér mjög af skorn- um skammti. Rauði kross íslands hefur í mörg ár gefið út ágætt rit, sem náð hefir talsverðri út- breiðslu. Einnig hefur Náttúru- lækningafélag íslands gefið út sitt rit í nokkur ár og nú hefir þetta rit Krabbameinsfélagsins bætzt í hópinn. Fréttablöð þau, sem hér um ræðir ræða mest um krabbamein ið, sem eins og kunnugt er, er einn skæðasti sjúkdómurinn hér og erlendis. Að vísu eru skiptar skoðanir um gagnsemi almennr- ar fræðslu um háttsemi skæðra sjúkdóma. Hætt sé við að menn grípi ótti og kvíði við að fá sjúk- dóminn ef sífellt er verið að tala um hann og haldi e. t. v. að þeir hafi tekið hann þótt svo sé ekki í raun og veru. En þessum sömu má benda á hina árangursríku baráttu hérlendis í berklavörn- unum. Sú var tíðin, að margur fylltist örvílnun, svo lá við sturl- un, er hann komst að raun um, að hann hafði sýkst af berklum. Með þrotlausri baráttu, upplýs- ingarstarfsemi, fjölbreyttum læknisaðgerðum ásamt aukinni þekkingu á sjúkdómnum, þá er nú svo komið, að þessi sjúkdóm- ur er nú óðum þverrandi. Sjúkl- ingunum fækkar ár frá ári og ótti fólks við sjúkdóminn er hverf- andi við það sem áður var. Nú er það krabbameinið sem baráttan snýst um. Einn hður þessarar baráttu er stofnun krabbameinsfélaga víðs vegar um landið og upplýsingastarf- semi í ræðu og riti, sem félögin gangast fyrir. Vonandi verður þessi barátta eins sigursæl og hin ef hún f ær góðar undirtektir bar- áttufúsra handa, sem stuðla vilja áð fjölgun félagsmanna og styrkja starfsemina með því að kaupa fréttablöðin um leið og þeir auka þekkingu sína við lest- ur þeirra. Þá vil ég einnig geta þess, að Krabbameinsfélag Hafnarfjarð- ar hefir látið búa til mjög smekk- leg minningarkort, sem verða til sölu í bókaverzlunum bæjarins. Þau eru að vísu orðin æði mörg félögin og sjóðirnir, sem byggja afkomu sína á sölu minningar- korta, en allt er það þarflegt og gott, sem þau beita sér fyrir. Gefendur þeirra gera það upp við sjálfa sig hvaða líknarstarf- semi þeir vilja styrkja í hvert sinn, er þeir minnast látins vinar. Getur þá oft staðið svo á, að þeir beini huganum til krabba- meinsfélaganna, og stuðli þar með að framkvæmd áhugamála þeirra, lækningu og útrýmingu krabbameinsins. Bj. Snæbjss. Sjálfstæðisflokkurinn eínir til happdrættis til eflingar flokksstarísemi sinni. Vínningarnir eru 25 að tölu og að verðmæti 80 þúsund krónur. Fjármálaráð Sjálfstæðisflokksins hefur efnt til happ- drættis þessa til að standa undir sívaxandi starfsemi flokksins. Það er því eindregið heitið á alla þá, sem vilja á einn eða annan hátt stuðla að eflingu Sjólfstæðisflokksins að leggja lið sitt fram til þess, að happdrættið megi fara vel úr hendi og bera góðan árangur. Hér í bæ fást happdrættismiðarnir ó eftirtöldum stöð- um. Bókabúð Böðvars, Stebbabúð, Reykjavíkurveg 22, Verzlun Einars Þorgilssonar, Verzlun Þórðar Þórðarson- ar og Skrifstofu Sjálfstæðisflokksins.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.