Hamar - 20.10.1950, Blaðsíða 4

Hamar - 20.10.1950, Blaðsíða 4
4 HAM AR Bæjarstjórinn fær husalelgustyrk Framli. af bls. 1 fyrir húsið og hafði frí kol fyrir. Er það nú líklegt að til að hita þetta hús liafi þurft að brenna 1 tonni af kolum á hverjum 5 dögum allt árið? Það getur verið að hitakostnaður hafi komizt nokkuð hátt 1, 2 eða 3 köldustu mánuðina, en það er ekkert öðru vísi en almenningur verður fyr- ir, og verður að bera án þess að hlaupa til bæjarins og biðja um framfærslustyrk. En að hitakostn aðurinn, sé hátt í 1000,00 kr. á hvern mánuð árið um kring fær á engan hátt staðizt. Sú hlið málsins, sem að bæjar- búum snýr, að þeir, sem lang- flestir hafa ekki nema hálf laun og minna miðað við laun bæjar- stjórans verði að standa undir venjulegri framfærslu hans er tæplega forsvaranlegt. Fjöldi manna, sem hafa verið að koma upp yfir sig íbúð verða að borga húsaleigu sem svarar húsaleigu bæjarstjórans, hafi þeir hins vegar ekki efni á að búa á heilli 100 ferm. hæð þá hafa þeir haft það ofureinfalda ráð að leigja herbergi, og er það ólíkt mann- legra en að fara að eins og hér er gert. Sé litið á það, sem líkur eru til, að bæjarstjórinn þurfi að greiða fyrir hita pr. mánuð þá er ohætt að reikna í hæstalagi með 300—350 kr. í meðaltal. í húsaleigu og hita þarf hann þá að greiða 1400,00 kr. á mánuði eða 16.800,00 á ári. í skatta og útsvar greiðir hann um 9.000,00 kr. og eru þær tölur teknar upp úr hinni prentuðu útsvars- og skattskrá, en ekki hefur heyrzt að niðurjöfnuarnefnd hafi hækkað á honum útsvarið síðan. Þá er húsaleiga hiti og skattar kr. 25.800,00 og á hann þá eftir til annarra þarfa aðra eins upp- hæð eða vel það. Séu teknar með tekjur af húseign, sem hann mun eiga vestur á ísafirði ætti hagur hans ekki að versna. Ætli bæj- arbúar væru ekki yfirleitt ánægð- ir með kjör sín, ef þeir hefðu til ráðstöfunar kr. 2.000,00 á mán- uði eða meira eftir að þeir eru búnir að borga húsaleigu, hita og skatta? Ef það er hægt með nokkrum rétti að taka þennan mann til framfærslu að nokkru leyti á hinn sameiginlega sjóð borgaranna, er þá hægt að neita öðrum bæjarbúum, sem eins illa standa, og flestir miklu verr að vígi, um samskonar aðstoð af bæjarins hálfu? Hér er um mál að ræða, sem snertir mjög allan þorra bæjar- búa, mál, sem þeir eiga heimt- ingu á að fá að fullu upplýst. Þótt yfirleitt sé ekki ástæða til að ræða opinberlega mál ein- stakia styrkþega, þá er þetta til- felli, sem hér um ræðir svo ein- stakt, að nauðsynlegt er að taka það til rækilegrar meðferðar, skoða' það niður í kjölinn og draga staðreyndirnar fram í dagsljósið, pví það er ekki orðið einkamál Helga Hannessonar, lwernig hann ver sínum 50 þús. kr. árslaunum, þegar hann þarf ofan á þau að fá 6.000,00 kr. á ári til að framfæra sína þriggja manna fjölskyldu. Það er og nauðsynlegt, að það upplýsist, hvort þessi samþykkt bæjarstjórn ar byggist ekki á röngum for- sendum hvað snertir erfiðar á- stæður bæjarstjórans. Þegar einn segir frá er sagan oft ekki nema hálfsögð, þannig getur maður borið sig svo aum- lega, að mönnum renni til rifja bágindi hans og ljái honum lið af því að þeir kenna í brjósti um hann. A hvorn aðilann á að skella þyngri sök í slíkum tilfellum verða lesendur blaðsins látnir dæma um. Um þetta mál hefur nokkuð verið rætt í Þjóðviljanum, en þar er ósatt sagt frá því, sem gerð- ist á bæjarstjórnarfundinum í þessu máli. Aðgerðir fulltrúa kommúnista, Olafs Jónssonar, voru þær einar, að hann spurðist fyrir um það frá hvaða tíma þess- ar greiðslur færu fram. Þar með voru afskipti hans húin af mál- inu því hann sat hjá við atkvæða- greiðslu um það. En það virðist, að Þjóðviljinn hafi verið óánægð ur með aðgerðarleysi Ólafs og því verið að slá hann til ridd- ara í málinu á jafnvel ennþá lé- legri forsendum, en Helgi Hann- esson fékk styrkinn á. ------•------- lagðir fram Á bæjarstjórnarfundinum 10. okt. s.l. voru lagðir fram til fyrri umræðu eftirfarandi reikningar: Reikningur bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar, reikningur Bæjarbíós, reikningar Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar og reikningar Hafnar- sjóðs Hafnarfjarðar. Allir eru þessir reikningar fyrir árið 1949. Verður nánar sagt frá þeim í blaðinu síðar. -----•----- Nætursími Nýja bílstöðin hér í bæ hefur tekið upp þá nýbreytni að koma sér upp nætursíma og var hann staðsettur við Vesturgötu á móti Þresti. Það hefur oft valdið viðslapta- mönnum nýju bílstöðvarinnar ó- þægindum, að geta ekki náð í bíl á þeim tímum, sem afgreiðsl- an er lokuð, en með nætursíman- um er ráðin mikil bót á því. Nætursíminn var tekinn í notkun í s.l. viku og virðist hann gefa góða raun. Símanúmerið er 9988 og skal hringja í það, þegar stöðin er lokuð. Aðalfundur Bridgefélags Hafnarfjarðar Aðalfundur Bridegfélags Hafn arfjarðar var haldinn 27. sept. s.l. í Sjálfstæðishúsinu. Gefin var skýrsla yfir liðið starfsár og bar hún með sér að félagslífið hafði verið með mikl- um blóma, spilakvöld verið vel sótt og margar keppnir farið fram. Fráfarandi stjórn baðst öll und an endurkosningu og voru eftir- taldir menn kosnir í stjórn: Jón Guðmundsson formaður og með stjórnendur, Árni Þorvaldsson, Kári Þórðarson, Ólafur Guð- mundsson og Guðlaugur B. Þórð arson. Til vara Björn Sveinbjörns son og Sveinn Bjarnason. Starfsemi Bridgefélagsins er nú nýlega hafin og eru spilakvöld haldin á hverju miðvikudags- kvöldi kl. 8 e. h. í Sjálfstæðishús- inu. Þau spilakvöld, sem hafa ver- ið haldin hafa verið ágætlega sótt og ber það vott um vaxandi á- huga fyrir starfsemi félagsins. S.l. miðvikudagskvöld var háð bæjarkeppni milli Suður- og Vest urbæinga og var spilað á 5 borð- fíá hvorum bæjarhluta. Urslit urðu þau, að Vesturbæingar báru sigur úr bítum. Ráðgert er að parakeppni fari fram miðvikudaginn 1. nóvem- ber n. k. og væntir stjórnin þess að sem flestir taki þátt í henni. Takið eftir Barnaverndarfélag var stofnað hér í bæ s. 1. fimmtudagskvöld og verða merki þess seld á morg- un, fyrsta vetrardag. Eldhúsinnrétfing í lítið eldhús til sölu. Til sýnis á Hamarsbraut 8. ■ Kvennadeild Slysavarnafélags j Islands í Hafnarfirði Dansleikur ■ ■ verður haldinn í Goodtemplarahúsinu fyrsta : vetrardag, laugardaginn 21. október, og hefst j • hann kl. 10 e. h. ■ NEFNDIN. : Hafnfirðingar j Hreinar og heillegar léreftstuskur j 1 keyptar hæsta verði j Prenfsmiðja Hafnarfjarðar h. f. I ■ ■ ■ Nr. 44/1950. ! TILK YNNING ! ■ ■ m m> : . Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur á- : j kveðið nýtt hámarksverð á harðfiski, og verður það fram- j j vegis sem hér segir: j I í heildsölu: : ■ ■ j Barinn og pakkaður....... kr. 14,40 pr. kg. j ■ Barinn og ópakkaður....... — 13.20 pr. kg. ■ ■ ■ ■ ■ j í smásölu: j ■ Barinn og pakkaður......... — 18.00 pr. kg. ■ Barinn og ópakkaður...... — 16.80 pr. kg. ■ ■ ■ ■ j Reykjavík, 5. okt. 1950, J ■ ■ ■ ■ : Verðlagsstjórinn. : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ S______________ ___________ _______ Breytir ryði í : ! FERRO-BET ryðvarnarefni. j ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ j Skipasmíðastöðin ,,Dröfn“ h.f, \ Z ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ i Vorubifreið óskast I ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Erum kaupendur að vörubifreið helst nýlegri. Z ■ ■ ■ » ■ ■ ■ ■ ■ m I Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f. ! I NÆTURSÍMI i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ! HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI ATHUGIÐ j ■ ■ j NÆTURSÍMI NÝJU BÍLSTÖÐVARINNAR ER : 9988

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.