Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 1
HAMAM IV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI 3. NOV. 1950 24. TOLURLAÐ Barnarverndarfélag í Hafnarfirði Fimmtudaginn 10. okt. s. 1. var að tilhlutan dr. Matthíasar Jónassonar nokkrar konur og l karlar boðuð á fund til að ræða um stofnun barnaverndarfélags hér í bæ. En slík félög hafa verið stofnuð í Reykjavík, Akureyri, Húsavík og Siglufirði. Dr. Matthías Jónasson skýrði frá tilgangi þessasa félaga og nauðsyn þess að þau tækju sem víðast til starfa. Við umræður um málið kom fram einhuga vilji fundarfólks um að stofna slíkt félag hér í Hafnarfirði og var það gert og kosin nefnd til að hafa á hendi framkvæmdir um að halda framhaldsstofnfund svo og að nota fyrsta vetrardag til f járöflunar fyrir félagið þótt tími til undirbúnings væri mjög naum ur. Kosningu í framkvæmdanefnd ina hlutu: Guðjón Guðjónsson skólastjóri, Stefán Júlíusson kenn ari, frú Ragnheiður Jónsdóttir, frú Sólveig Eyjólfsdóttir og Páll V. Daníelsson. Merkjalsala fór fram fyrsta vetrardag og gekk hún vel einnig var kvikmyndasýning í Hafnar- fjarðarbíó til ágóða fyrir félagið og Bæjarbíó hefur lofað að hafa slíka sýningu síðar. I þessu sambandi er rétt að skýra frá tilgangi slíkra félaga og hér um ræðir og á hvern hátt þau ætla sér að vinna að honum. I fyrsta lagi er markmið barna verndarfélaganna að vinna að al- mennri barnavernd og getur fall- ið undir það m. a. störf, sem barnavinafélögin o. fl. hafa unn- ið t. d. að koma upp dagheimil- um, ýta á eftir byggingu barna- leikvalla og margt fleira, sem gæti orðið til þess að gera um- hverfi og aðbúnað barnanna betur úr garði en nú er. I öðru lagi að vinna að vernd- un og uppeldi vanheilla og ann- arra afbrigðilegra barna. Er hér um mikið nauðsynjamál að ræða þar sem algjör skortur er á heim- ilum til að annast uppeldi van- gefinna barna, sem ekki eiga sam leið með öðrum börnum í skólum en það leiðir til þess að þau verða án allrar kennslu og verða að- standendum sínum til þyngsla. Slíkum börnum er í mörgum til- fellum hægt að kenna hagnýt störf, svo að þau geta unnið fyrir lífsframfæri sínu. Auk þess er nauðsynlegt, að slík börn kom- ist á sérstakt heimili þar sem hætta er á að yngri systkini, ef til eru, taki óvitaskapinn eftir þeim. I þriðja lagi er svo að hjálpa börnum og ungmennum, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á glapstigum. Það verður seint of mikið gert í þá átt, að finna hæfileg viðfangsef ni fyrir börn og unglinga svo að þau hafi hollum og hagnýtum störf- um að sinna og leiðist síður til ýmissa óknytta, sama er að segja um þau börn og unglinga sem á villigötur hafa lent, það er nauð- synlegt að beina hugum þeirra að gagnlegum störfum. Iðjuleysið er í þessum efnum rót alls ills. Markmiði þessu ætla félögin að ná með fræðslustarfsemi í ræðu og riti, með samvinnu við barnaverndarráð, barnaverndar- nefndir, skóla,. sóknarpresta og aðra aðila, er að slíkum málvinr vinna og einnig með því að stuðlr að því að uppeldisheimili verði stofnuð og starfrækt. Verkefni barnaverndarfélag.c eru mikil hér í bæ og er þess að vænta að þetta nýstofnaða félap mæti skilningi og velvild bæjar- búa og þeir leggi því lið sitt eftir beztu getu. Með einhug og steriV um samtökum er hægt að gera mikið börnunum til gagns og þar af leiðandi bæjarfélaginu í heild til blessunar. Framhaldsstofnfundur félags ins verður haldinn innan skamms og er þess þá að vænta, að bæjar- búar fjölmenni á fundinn og myndi heilsteypta og sterke brjóstfylkingu til varnar yngstu borgurunum í einni eða annarri mynd. Sjómanna- félagsfundur S.l. mánudagskvöld var hald inn fundur í Sjómannafélagi Hfi og var hann mjög fjölsóttur. Tillaga kom fram um það að taka samningsumboðið í togara- deilunni af stjórn félagsins og fela það 5 manna nefnd. Tillaga þessi var felld með miklum meiri hluta atkvæða. Aftur á móti var samþykkt tillaga frá stjórninni um að kjósa menn til að halda áfram samningsumleitunum á- samt stjórn félagsins. í nefndina voru kosnir: Sigfús Magnússon, Eyjólfur Marteinsson og Þórhall- ur Hálfdánarson. Skíðaskáli S.S.H. fullgerður Tími vetraríþróttanna nálg- ast. Þegar er farið að snjóa í ná- lægar fjallahlíðar og varla verð- ur langt að bíða þess að einn góðan veðurdag geti að líta fyrir- sögn í dagblöðum Reykjavíkur, sem myndi hljóða eitthvað á þessa leið: „Hellisheiði lokuð vegna snjóþyngsla". — Slík fyrir- sögn í dagblöðunum myndi eigi einungis þýða það að öll bílaum- ferð austur yfir fjall færðist á aðrar leiðir. — Hún myndi skýra frá því, að ótakmarkað skíðafæri væri á Hellisheiði og í nágrenni hennar, sem aftur á móti myndi orsaka að hundruð skíðamanna drifu sig við fyrsta tækifæri upp á Hellisheiði til lengri eða skemmri dvalar, til að iðka hina heilnæmu skíðaíþrótt. Hinar reglubundnu skíðaferðir SSH fara senn að hefjast, og í því sambandi snéri ég mér til formanns SSH og leitaði frétta Hafnflrzkur rithöfundur Fyrir nokkru er komin út skáld saga eftir Svein Auðun Sveinsson sem heitir „Leiðin lá til vestur- heims". Hér verður ekki farið að skrifa neinn ritdóm um bókina því það hefur þegar verið gert í dagblíiðunum og hefur hún hlotið mjög góða dóma. Hinsvegar skal á það bent, að hér mun um nýjan rithöfund að ræða og er það alltaf mikil frétt, þegar nýjir kraftar bætast við til ef lingar menningarlífi þjóðarinn- ar. En þó er það ekki síður stór frétt, fyrir Hafnfirðinga, þegar nýtt skáld kemur fram á sjónar- sviðið í þeirra hópi, en Sveinn \uðunn Sveinsson er Hafnfirð- ingurinn Stefán Júlíusson yfir- kennar. Það hefur löngum verið stolt hvers bæjar eða sveitar að eiga sem flesta menn, sem vefa þá þræði, sem móta og treysta þjóð félagið og þjóðina í heild á hvaða sviði sem er. Þessi byrjun Sveins Auðuns Sveinssonar gefur Hafnfirðing- um góða von um, að hér sé einn slíkur maður á ferðinni og munu þeir fylgjast með honum af á- huga jafnframt því, sem þeir óska honum góðs gengis. af starfsemi félagsins og fram- tíðaráætlunum. Af því leiddi aft- ur á móti það, að mér ásamt rit- stjóra Hamars gafst s.l. sunnu- dag tækifæri til að skoða hinn glæsilega og vistlega skíðaskála félagsins í Hveradölum. Mér hafði ekki verið algerlega ókunnugt- um að SSH stæði í skíðaskálabyggingu, — en að skál inn væri eins stór og í alla staði eins glæsileg bygging, og bygg- félagið Víkingur var byrjað að reisa skála, sem sagt á sama stað og skála SSH hafði verið ætlað að standa, — og þar með var skála stæðið úr sögunni. Bollaleggingar urðu því enn um skeið um staðsetningu skál- ans, þar til vordag einn að einn félagi SSH uppgötvaði staðinn, og þá helzt með þá hugsun efst í huga, að staðurinn krefðist ekki langrar vegalengd- ar varðandi efnisflutning frá ^*>:<::*>:~»:^Xim»H Skíðaskctli S.S.H. og umhverfið ing sú er blasti við okkur, er við nálguðumst hann, hafði ég ekki þorað að láta mér detta í hug. — Og eftir að hafa skoðað hann er ég sannfærður um að skálinn er með stærstu og glæsilegustu skíðaskálum, sem eru í eign og hafa verið byggðir af einstökum íþróttafélögum, eða skíðadeild- um þeirra. Skíðaskáli SSH stendur sunn- anvert í svonefndri Smiðjulaut á Hellisheiði, í landi Hjallahjá- leigu í Ölfusi. Staðsetning skál- ans gæti vart verið ákjósanlegri bæði hvað snertir skíðabrekkur í nálægð skálans, sem og f jarlægð hans frá þjóðbraut. Hin ákjósanlega staðsetning skálans má þó heita tilviljun ein. Fyrir það fyrsta voru á fyrstu ár- um skíðaskálamálsins uppi há- værar raddir um að reysa bæri skálann við Kleifarvatn. En eftir því sem það mál var athugað urðu menn fráhverfari þeirri skoð un og ákveðið að reisa skálann einhversstaðar á Hellisheiði. Staður var ákveðin í Sleggju- beinsskarði, norðan Kolviðarhóls en vegna seinagangs í fram- kvæmd byggingarinnar vissu menn ekki af fyrr en Knattspyrnu þjóðbraut. Síðar er bygging skál ans hófst, og starfsemi byrjaði í skálanum urðu menn ávallt sann- færðari um að varla hefði um ákjósanlegri stað verið að ræða í nágrenni Hellisheiðar, og má með sanni segja að síðan skálinn komst upp hafi margur litið hann ágirndaraugum. Skíðaskáli SSH er nú fullgerð- ur. Bygging hans hefir tekið nokkurn tíma, enda öll bygging in unnin í sjálfboðaliðsvinnu, af félögum í SSH og velunnurum félagsins. í stuttu máli, þegar sleppt er þeim árum sem aðeins skálinn var á pappírnum og að- eins talað var um byggingu hans hefir saga hans verið á þessa leið: 1945 Lagður grunnurinn. 1946 Ekkert unnið við skálann 1947 Skálinn gerður fokheldur 1948 Skálinn vígðíir. 1949 ogl950Skálinnfullgerð- ur. Fjármagn til byggingar skál- ans hefir verið fengið úr félags- sjóði SSH, ásamt styrkjum frá bæjarsjóði Hafnarfjarðar, íþrótta sjóði ríkisins, íþróttabaaidalagi Hafnarfjarðar og fjárframlögum einstakra manna. Framh. á bls. 3

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.