Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 2
H A M A R HAMAR UTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern föstudag. Askriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. Gafnagerðin í bænum Þegar dropi kemur úr lofti minnir það bæjarbúa óþægilega á það í hve miklu ófremdarástandi gatnagerðin er hér í bænum. Margir vonuðu, þegar farið var að steypa Strandgötuna að á því yrði framhald. En sú von hefur algerlega brugðizt. Ekkert var gert í þeim málum síðasta kjörtímabil, né heldur það sem af er þessu. Slitlag gatnanna hér í bæ er rauðimelur og aftur rauðimelur að undanteknum þessum litla spotta, sem steyptur var af Strand- götunni. Göturnar verða því svo holóttar, að þær eru illfærar og jafnvel að megi segja ófærar fyrir gangandi fólk og ökutæki og í sumar þeirra myndast djúpir lækjarfarvegír. Þetta leiðir til mjög aukinnar slysahættu þar sem bifreiðastjórar eru að reyna að bjarga bifreiðum sínum frá verstu ófærunum með því að aka út á götujöðrunum, en eftir þeim þarf einmitt gangandi fólk að fara því gangstéttir eru ekki til. Margir þeirra, sem við byggingar hafa átt á undanförnum árum vita líka vel, hvernig hefur gengið að fá götuslóða að húsum sínum, fyrst og fremst að fá akfært að lóðinni og síðan að fá lagt vatn og holræsi, svo hægt væri að búa í húsunum. Þessir erfiðleikar og óþægindi, sem af þeim leiða verða til að auka byggingarkostnaðinn á einn eða annan hátt. Það virðist því vera full ástæða til, að sá háttur komist á, að göturnar séu byggðar og lagt í þær bæði vatns- og holræsalögn áður en farið er að byggja við þær. Það mundi ekki verða kostnaðarsamara fyrir bæjarsjóðinn en hitt kákið, en mundi hjálpa bæjarbúum mikið til -að koma þaki yfir höfuð sér. Að sjálfsögðu ber að koma í veg fyrir það að hægt sé að halda lóðum óbyggðum svo mörgum árum skiptir við þær götur, sem lagðar hafa verið. Að vísu getur ekki talizt réttlætanlegt, að taka lóðir af þeim mönn- um, sem meinað hefur verið um stundar sakir að byggja af hálfu hins opinbera. Þá er nauðsynlegt að það komizt á, að árlega verði götu- spotti lagður úr varanlegu efni. Verði það ekki gert komast göt- urnar hér í bæ seint í viðunanlegt horf. E. t. v. verður því til svar- að að fjárfestingarleyfi fáist ekki til að steypa götur nú, en þá er því til að svara að flestar götur hér í bæ eru ekki það miklar um- ferðargötur, að þær ættu að endast svo áratugum skiptir án verulegs viðhaldskostnaðar með því að malbika þær. Og ekki er það trúlegt að Hafnarfjarðarbær fái ekki leyfi til slíkrar gatna- gerðar í hlutfalli við aðra bæi. Þetta ófremdarástand í gatnagerðinni hér í bæ er ekki fyrir það að svo litlu fé hafi verið til hennar varið. Heldur er það fyrir það, að hálfkák og skipulagsleysi hefur ríkt í þessum mál- um. Það er hlaupið aftur og aftur í sama götuspottann. Fyrst er e. t. v. einhver slóði gerður svo að hægt sé að komast á bíl eftir götunni og síðan rokið í burtu, svo er e. t. v. lagt vatn og holræsi og ennþá hlaupið frá verkinu o. s. frv. Þetta leiðir til þess að gatnagerðin verður miklu kostnaðarsamari heldur en ef gengið væri hreint og skipulega til verks, því lokið, sem unnið væri við í það skiptið og síðan snúið sér að öðrum viðfangsefn- um. Viðhald malargatna er mjög mikið eigi það að vera í lagi og þó að það sé ekki betra en gerizt hér í bæ kostar það mikið fé. Þetta fé, sem eru bein rekstrarútgjöld þarf að spara sem mest og það verður ekki gert á annan hátt en þann að gera göturnar sem varanlegastar. Sjálfstæðisflokkurinn hér í bæ hefur á þetta bent svo og það, að nauðsynlegt væri að taka upp hagnýtari vinnubrögð í bæjar- vinnunni en nú eru. En á það má Alþýðuflokksmeirihlutinn ekki heyra minnst. Þótt verk verði óeðlilega dýrt virðist ekkert vera gert til að kryf ja það til mergjar hvaða orsakir liggja til þess, en vafalaust mætti mikið af ýmsum mistökum læra í þeim efnum. STYRKURINN I síðasta tölubl. Hamars var um það rætt hve fáránlegt væri að veita hæstlaunaða starfsmanni bæjarins, bæjar- stjóranum, styrk til að geta lifað. Bæjarbúar eru þar mjög á einu máli, enda snert- ir þetta þeirra hag, þar sem þeir verða að gjalda styrkinn og það yfirleitt af miklu lægri launum en bæjarstjórirm hef- ur og búa jafnvel við erfiðari kjör á ýmsan annan hátt. ÞÖGN ALÞ.BL. HFJ. Síðan þetta gerðist í bæj'- arstjórn hafa komið út tvö blöð af Alþ.bl. Hfj. og hefur ekki einu sinni verið minnst Staðfesting á um mselum Hamars Það lítur út fyrir að leiðarinn í síðasta tbl. Hamars haf farið all verulega í taugarnar á for- manni Sjómannafélags Hafnar- fjarðar. Að vísu svarar hann greininni ekki heldur talar um „forheimsku", „smjaður", „í- haldshugsjónir" o. fl. og sver sig þannig í f óstbræðralag við aðra, sem í Alþýðublað Hafnarfjarð- ar rita. Þegar frá eru talin gífuryrðin er grein hans staðfesting á aðal- upjnstöðunni í grein' Hamars en það var, að formaður Sjómanna- félags Hafnarfjarðar hefði þagað um það, að félagið út af fyrir sig mundi hafa verið til viðtals um samninga á karfaveiðar og eins og hann segir í grein sinni, að hann „hefði að sjálfsögðu látið fram fara atkvæðagreiðslu um málið." Það stendur óhaggað, sem Hamar sagði um þá venju, sem hefði verið að undanförnu, að sömu samningar hefðu gilt fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar, enda er það á engan hátt óeðli- legt. Það er því heldur ekki ó- eðlilegt að hafnfirzkir útgerðar- menn svo og allur almenningur líti svo á, að þannig mundi það verða nú og þá ekki sízt, ef tillit er tekið til þess, að svo náin var samvinnan milli þessara tveggja félaga, að við síðustu samninga var atkvæðum um sáttatillögu skellt saman í Reykjavík og Hafn arfirði. Hvort útgerðarmenn hafa gert rétt eða ekki með því að ganga ekki til formanns Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar og spyrja hann um það, hvort sami háttur yrði hafður að þessu sinni eða annar tekinn upp skal ekki dæmt um hér, eða vill fclrmaðurinn reyna að koma því inn hjá fólki að Bæjarútgerðin t. d. og aðrir togaraeigendur hafi gert það sér til gamans að binda skipin við bryggju undanfarna mánuði, þegar mokafli vaf við strendur landsins? Þungamiðjan í máli þessu er sú, að hafnfirzkir togaraeigend- ur reiknuðu ekki með möguleika á öðru samkomulagi í Hafnar- firði en Reykjavík, en formaður Sjómannafélagsins vissi að fé- lagið var til viðtals við útgerðar- menn hér í bæ og hann tók á sig þá ábyrgð að þegja þangað til eftir dúk og disk. Formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar segir í grein sinni: Hinsvegar liggur Framhald á bls. 4 á þessa styrkveitingu sem frétt hvað þá meira. Sýnir fátt bet- ur hve blaðið forðast að ræða þau mál, sem eru efst á baugi og snerta almenning, þegar um það er að ræða, að bæta forystuliði Alþýðuflokksins eitthvað upp. Annars hefði það alls ekki verið úr vegi fyrir Alþ.bl. Hfj., „baráttu- málgagn alþýðunnar"!! að beita sér fyrir því að allir, sem eins illa og ver væru sett- ir en bæjarstjórinn, fengju styrkveitingu sem svarar, að útsvör þeirra væru gefin eft- ir. FRESTUN FRAMKVÆMDA En hvernig sem á þessi mál er litið af hálfu Alþýðuflokks- ins hér í bæ, þá eru bæjar- búar á móti slíkri ráðstöfun fj'ár þeirra eins og gert er með styrkveitingunni til bæjar- stjórans. Enda verður að ætl- ast til þess, þegar bæjarstjór- inn sér hve allur almenningur á erfitt með að greiða hinar þungu og sívaxandi álögur til bæjarsjóðsins, að hann sj'ái sóma sinn í því að framkvæma ekki þessa samþykkt bæjar- stjórnar, eða að minnsta kosti að láta hana ekki koma til framkvæmda fyrr en búið er að standa við þær fjárveiting- ar, sem f járhagsáætlunin ger- ir ráð fyrir. HILMAR BIERING: Á filótta £rá sannleik- anum og sjálfum sér í síðasta tbl. Aiþýðublaðs Hafnarfjarðar leggja kapparnir Stefán Gunnlaugsson og Sigurð- ur Lárus á flótta frá sannleik- anum og sj'álfum sér, þeir voga sér að halda því blygðunarlaust fram að þeir hafi leitazt við að rökræða málefnalega það sem ég hefi skrifað til þeirra í fjögur síðustu tölubl. Hamars, en ég hafi hins vegar þyrlað upp blekk- ingamoldviðri og haft í frammi persónulegar árásir og rógsiðju. Þeim, sem lesið hafa þessar greinar þarf ekki að segj'a hve sannleikurinn snýst við í höndum Eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu þá er bæjar- búum ekki sama, hvernig með fé þeirra er farið, þeir vilj'a fá sem mest fyrir hverja krónu, sem þeir láta af hendi og þegar harðnar að munu þeir fylgjast betur með, hvernig fé þeirra er varið. Eigi að nást árangur í gatnagerðinni o. fl. hér í bæ verður að taka þessi mál öll fastari tökum en nú er. Það er ekki allt fengið með því að veita fé til einhverra ákveðinna hluta á fjárhags- áætlun, heldur þarf að framkvæma þau verk, sem til er veitt og umfram allt að gera það á skipulegan og hagkvæman hátt. þessara kumpána, en þeim sjálf- um vil ég segja þetta: Ég hefi ekki hirt um að svara þeim persónulegu árásum og svívirð- ingum sem þeir hafa sent mér, t. d. í greinunum: „Fánaberi for- heimskunnar" og „Blásturinn í Biering", vegna þess að ég þótt- ist vita að þeir gætu ekki stungið niður penna án þess að rita persónulegar svívirðingar. Þetta álít ég þeirra eigin veikleika og læt hann liggja milli hluta, en mér þykir skörin færast upp í bekkinn þegar þeir ætla mér líkt hugarfar og þeir sjálfir virðast hafa. Hvað því við kemur að þeir hafi leitast við að svara málefnalega, vil ég segja, að lítill árangur er sjáanlegur af þessari viðleitni, eða hvenær birti Alþ.bl. Hfj. málefnalegt svar við grein minni „Þegar neyðin er stærst — er hjálpin næst?" Nei, málefnin eru vandfund- in í Alþ.bl. Hfj., enda hræðast nú Sigurður og Stefán sinn eigin skugga og er það ekki að furða.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.