Hamar - 01.12.1950, Page 1

Hamar - 01.12.1950, Page 1
IV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI 1. des. 1950 26. TÖLUBLAÐ SJÖTUGUR Friðrik Bjctrnason tónsk. Málfundafélagið Magni 30 ára Friðrik Bjarnason, tónskáld, varð 70 ára síðastliðinn mánudag þ. 27. nóv. Var afmælisins minnst í blöðum og útvarpi eins og vera bar. Friðrik hefur alla tíð verið ein- lægur aðdáandi sönglistarinnar. Til að auka hróður hennar og opna augu annarra fyrir fegurð hennar og hreinleik, hefur hann starfað sleitulaust í hennar þágu í meir en mannsaldur hér í Hafn arfirði, oft og tíðum við erfið skil yrði og litla uppörfun samborg- ara sinna. En Friðrik lét ekki bugast, h'ann var trúr köllun sinni, fór sínar eigin götur þótt hann máske heyrði það utan að sér að hann væri sérvitur og ein- rænn, en sá er oft dómur fjöld- ans, a. m. k. í fyrstu, um þá, sem gæddir eru sköpunargáfu en apa ekki eftir öðrum. Meðfædd smekkvísi Friðriks og listhneigð, ásamt miklum lær- dómi og þjálfun, hefur gjörthann að því tónskáldi, sem allir söng- elskir menn og konur dá og sem við Hafnfirðingar erum hreyknir af, því góður listamaður varpar Ijóma yfir byggðarlagið þar sem hann starfar. Það er þreytandi starf að troða skólalærdómi ár eftir ár í misjafn lega gefna og misjafnlega eftir- tektarsama krakka. Slíkt starf rækir enginn vel nema samvizku- samur maður, sem hefur einlæg- an vilja á að verða þessum upp- rennandi þjóðfélagsborgurum að gagni. Það er líka þreytandi starf ár eftir ár að æfa kóra sem oft og tíðum hafa harla tornæma og áhugalitla meðlimi, slíkt starf rækir enginn svo vel fari, sem ekki er gagntekinn af ást til söng- gyðjunnar og hefur einlægan vilja á að fá sem flesta til að verða þeirrar ástar aðnjótandi og sem er sannfærður um hin mannbæt- andi áhrif sönglistarinnar. Þessa góðu eiginleika hefur Friðrik átt í ríkum mæli og því var hann dáður af krökkunum og foreldrum þeirra og þessvegna auðnaðist honum að halda uppi músíklífi í bænum um margra ára skeið, bæjarbúum og mörg- um öðrum til gleði og ánægju. Ég gat um það áðan að með- fædd smekkvísi og listhneigð væri ívafið í hinum mörgu á- gætu lögum hans, en ég er þess líka fullviss að þessir góðu eigin- leikar hans hafa verið að verki þegar hann valdi sér maka enda segir einhversstaðar að „sækja sér um líkir.“ Þegar því svo vel vill til að hvorttveggja hjónanna eru gædd þessum góðu eiginleik- um þá fer ekki hjá því að þeir vaxa hjá báðum þeim í þeim mun ríkari mæli sem sambúð þeirra er traustari og virðing þeirra hvort fyrir öðru er einlægari, slíkt hef- ur átt sér stað hjá þessum góðu hjónum og þessvegna erum við hreyknir af að mega telja Friðrik og konu hans Hafnfirðinga. Gcnnáll Þröstur Sá atburður skeði hér í bæ 2. des. fyrir 30 árum, að Málfunda- félagið Magni var stofnað af 18 Hafnfirðingum. Upphafsmað- ur að stofnun þessa félagsskapar var Þorleifur Jónsson og vann hann ásamt Valdimar Long að því að koma hugmyndinni í framkvæmd. Félagið var stofnað með mál- fundastarfsemi fyrir augum enda var hún með miklum blóma lengi vel og öll möguleg mál tekin til umræðu. Má fullyrða það, að þeir, sem þátttakendur voru hafi öðlast mikinn þroska og margs orðið fróðari við umræður ýmissa mála, þar sem menn höfðu oft lagt á sig mikla vinnu til að koma sem bezt undirbúnir á fundina. Þá er það eftirtektarvert, að oft voru þau vandamál, sem við var að stríða hér í bænum rædd og þær umræður urðu án efa oft til að greiða úr lausn þeirra. Magni gekkst fyrir því, að upp var tekin alþýðufræðsla og hélt þeirri starfsemi uppi um nokkur ár, var þar einkum um fyrirlestra og kvöldvökur að ræða. Þá er eftir að skýra frá þeim Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði 20 ára Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði var stofnuð 7. des. 1930 og er því 20 ára n. k. fimmtudag. Þessa merka afmælis hefur Kvennadeildin ákveðið að minn- ast með hófi í Goodtemplarahús- inu laugardaginn 9. des. n. k. Hafnfirzkar konur hafa al- mennt verið þátttakendur í félag inu og eru félagskonur orðnar nú 450. Verður ekki annað sagt en að þessi háa félagatala sýni mik- inn áhuga kvenna fyrir slysa- varnarstarfseminni, enda hafa konurnar ekki látið sinn hlut eftir liggja í þeim málum. Kvenna- deildin hér í bæ hefur safnað til eflingar slysavörnum á þriðja hundrað þús. kr. Mest af þessu fé hefur farið til aðalstjórnar þessara mála, en þó hefur deild- in byggt skipbrotsmannaskýli við Hjörleifshöfða og nú er langt komið byggingu skýlis á söndun- um milli Kúðafljóts og Nýjaóss. Auk þess hefur deildin gefið teppi o. fl. til að hafa í skýlun- um. Þá má geta þess að kvenna- deildin hefur sýnt mikinn áhuga fyrir eflingu sundíþróttarinnar og gaf hún kr. 1000.00 til sundlaug- arbyggingar hér í bæ, þegar það mál var á dagskrá. Er ekki vafi á því, að sú gjöf hefur ýtt undir framkvæmd verksins. Alls hefur deildin gefið kr. 2000.00 til sund- laugarinnar. Fyrsti formaður deildarinnar var frú Sigríður Sæland og hefur hún verið formaður í 6 ár. En frú Rannveig Vigfúsdóttir hefur verið formaður síðan. Aðrar í stjórn eru: Frú Marta Eiríksdótt- ir ritari, frú Sigríður Halldórs- dóttir gjaldkeri, frú Sólveig Eyj- ólfsdóttir og frú Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Framhald á bls. 4 þættinum, sem ekki er minnst á- berandi en það er ræktun Hellis- gerðis. Hugmyndina að ræktun þess átti Guðmundur Einarsson og var málið mikið rætt á fund- um áður en til framkvæmda kom. Fyrstu plönturnar voru gróður settar í Hellisgerði 18. maí 1924 og hefur verið unnið að því með elju og dugnaði ýmissra félags- manna að gera garðinn, sem feg- urstan og skemmtilegastan. Þar á Ingvar Gunnarsson kennari Ingvar Gunnarsson, sem frá upp- hafi hefur verið garð- vörður Héllisgerðis. langstærsta þáttinn, en hann hef ur verið garðvörður allt frá byrj- un. Hellisgerði talar sjálft því máli sem tala þarf um það starf, sem þar hefur verið unnið, þó má geta þess, að oft þurfti mikil á- tök og þrautseigju til að gefast ekki upp við að yfirstíga þá erfið- leika, sem í vegi voru við ræktun og friðun Gerðisins. Þó að Magni hafi leyst mörg viðfangsefni af höndum undan- farin 30 ár, þá eru mörg ennþá óleyst og er það von Magna- manna, að félagið megi vera á- fram, eins og það hefur verið til eflingar menningarlífinu í bæn- um og innan hans megi ennþá fæðast hugsjónir, sem rætist bæj- arbúum til farsældar. í tilefni af 30 ára afmælinu fór blaðið þess á leit við þá, sem verið hafa formenn í Magna að þeir segðu hér nokkur orð, en þeir eru allir á lífi, nema Þórður Edilonsson læknir. Fara ávörp þeirra hér á eftir. Valdimar Long forrn. 1921 til 1924 og 1931. Þér spyrjið, herra ritstjóri, um málfundafélagið Magna, tildrög þess, stofnun og fyrstu starfsár. Tildrög félagsstofnunarinnar voru þau, að til mín kom Þorleif- ur Jónsson, þá lögregluþjónn hér. Kvað hann sér ríka í huga stofn- un málfundafélags. Skyldu þátt- takendurnir ekki margir, tak- markaðir við hámarkstölu, er hann einnig hafði hugsað sér hver vera ætti. En valinn mað- ur þyrfti þar að skipa hvert rúm. Samdist svo með okkur, að til- raun skyldi gerð. Tók Þorleifur að sér að tala við væntanlega félaga. Gerði hann það og var síðan haldinn stofnfundur. Félagið hlaut nafnið Magni, eftir uppá- stungu Björns Þorsteinssonar, bryggjuvarðar. Fyrstu stjórn skip uðu Þorleifur Jónsson, Asgrímur Sigfússon og undirritaður. Félagslíf Magna mótaðist þeg- ar frá upphafi af gagnkvæmum einhug félaganna allra um gengi hans og heiður. Og um samskipt- in við þá stjórnendur Þorleif Jóns son og Ásgrím Sigfússon vildi ég mega taka fram í þessu sambandi að þau voru með afbrigðum á- nægjuleg. Mennirnir hvor öðr- um hugkvæmari, ötulli og ágæt- ari til samstarfs. Að síðustu þetta: Magni og Hellisgerði, verða í hugum margra ekki aðskilin. Sé annars getið, mun einnig hins minnst. Og hvenær og hvar sem það er gert ber tveimur nöfnum sérstak- ur heiður, Þorleifs Jónssonar, sem átti frumkvæðið að stofnun Magna og Guðmundar Einars- sonar, sem átti frumkvæðið að stofnun Helhsgerðis, en hafa auk þess báðir, jafnan stutt hvoru- tveggja af óskeikulh alúð. Váldimar Long Guðmundur Einarsson form. 1925 til 1929. og 1932. un Þeir menn sem stóðu að stofn- málfundafélagsins Magna fyrir 30 árum, hafa gert sér Ijóst, að svo gæti farið að félagið yrði meir en „eins og af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið“. Má ráða þetta af lögum félagsins og fundarsköpum. — En þau mun fyrsta stjórn félags- Framhald á bls. 2

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.