Hamar - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 01.12.1950, Blaðsíða 2
2 HAM AR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstœðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Danielsson. (Símar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvem föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. Fyrsll desember í dag eru liðin 32 ár síðan sambandslagasamningurinn milli Dana og íslendinga var undirritaður. Með honum varð ísland frjálst og fullvalda ríki, en í konungssambandi við Danmörku. í tilefni þessa áfanga, sem náðist í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð- arinnar var 1. des. liátíðlegur haldinn, enda öllum sönnum ís- lendingum hugljúft að minnast hinnar þrotlausu baráttu, sem þjóðin háði fyrir því að endurheimta sjálfstæði sitt, undir forystu sinna mætustu sona. En nú er 1. des. að hverfa í skuggan fyrir þjóðhátíðardegi íslenzku þjóðarinnar, afmælisdegi lýðveldisins, 17. júní. Þó hafa stúdentar haldið þeim sið áfram, að minnast dagsins og þeirra atburð, sem við hann eru tengdir. Nú horfir svo við í þjóðfélaginu, að ekki er úr vegi að staldrað sé við til að líta niður fyrir fætur sér og athuga hversu fast er undir fótum næstu skrefin. Eins og lesendum er kunnugt, þá glataði ísland sjálfstæði sínu fyrir innbyrðis erjur og ósamlyndi. E. t. v. finnst mörgum að þetta sé liðin tíð, sem komi aldrei aftur og þessvegna sé óþarft að minnast á hana. En við nánari athugun munu þeir kom- ast að þeirri niðurstöðu, að enn er til staðar það sama, sem varð sjálfstæði þjóðarinnar að fótakefli á söguöld, þ. e. sundrungin og ósamlyndið. Munurinn er aðeins sá, að nýir menn eru nú í þjónustu þessara afla og öðrum vopnum beitt. Þótt ísland sé orðið lýðveldi þá er langur vegur frá því að það megi leggja árar í bát í sjálfstæðismálinu. Eftir er að leysa þann vandann, sem er miklu meiri en sjálfstæðisbaráttan, en það er að vernda og efla lýðveldið, svo að það geti staðið af sér þau stórviðri, sem án efa eiga eftir að ganga yfir bæði mikil og hörð. Til að vel takizt þarf þessi fámenna þjóð að vera samstillt, sýna festu og dugnað og umfram allt að þekkja sjálfa sig. Hver þegn hennar þarf að vera sem sjálfstæðastur og fastastur fyrir. Hann þarf að vera jafn rólegur hvort sem hann sér framundan torleysta erfiðleika eða hvort gatan er greið til auðs og valda. Eins og nú er högum háttað þá eru efnahagsmál íslenzku þjóðarinnar mjög í molum og ekki útlit á öðru, þótt á málin sé litið af nokkurri bjartsýni, en að það muni steyta á steini fyrr en varir, hvort sem úr því verður algert strand eða svo giftusamlega tekst að björgun verði leiðir tíminn í ljós. Þar mun að mestu ráða, vort hærra verður sett deilurnar um skiptingu fengis eða væntanlegs fjár eða sameiginleg öflun verðmæta og efnahags- afkoma þjóðarinnar í heild. Kröfurnar til annarra eru alltaf að aukast og kemur það einkum í ljós á auknum kröfum til þess opinbera, sem leiðir svo til sívaxandi afskipta þess af athafnalífi einstaklinganna sjálfra. Slíkur stakkur verður oft þröngur og það svo, að dugandi fólk getur ekki notið krafta sinna og verður því hálfgerðir hðléttingar á þjóðarskútunni. Opinber afskipti þurfa að verða sem allra minnst að hægt er. Þau geta aldrei orðið til hagsbóta, er til lengdar lætur. Þau verða alltof oft til að skerða frelsi þegnanna og gera þá á einn eða annan hátt háðari dutlungum þeirra, sem með völdin fara. Og jafnvel virðist það vera svo, að fjármálalegt siðleysi og virð- ingarleysi fyrir samvizkusemi og skyldurækni aukist við vaxandi opinber afskipti. Allt slíkt ber að forðast, en efla hið gagnstæða eftir því sem kostur er. Sparsemi og hverskonar reglusemi ber að hafa í hávegum, en vísa oflátungs- og flysjungshætti á bug. Allt þetta og miklu fleira þarf að taka til athugunar, þegar staldrað er við á tímmótum sem þessum. Þó að heppnin sé stund- um með þeim, sem málin sækja af meira kappi en forsjá, verður alltaf farsælast og til mestra heilla, að gætnin fylgi með í hverju máli. Málfundafélagið Magni 30 ára Framh. af bls. 1 ins hafa samið. Hefur það tekist svo vel sem bezt mætti verða. — Eftir þessum lögum var fél. stjórn að 2 fyrstu áratugina. (Síðan var lögunum breytt, því miður.) A þessum tíma voru tekin til umræðu mörg mál og stór. Er líklegt að áhrifa af þeim umræð- um hafi víðar gætt, en menn vita um, eða geri sér Ijóst. Frá þessum tíma á ég margar góðar minningar. Og nú á þessum tímamótum á ég enga ósk betri, mínu kæra félagi til handa, en að það megi ávallt starfa á þeim grundvelli sem lagður var með stofnun þess. Að þessu viðbættu: Að það hlúi að þeim hugsjón- um, sem miða til menningar og framfara að það beiti hóflegri gagnrýni á það, sem miður fer og styðji sanngjarnar tillögur til úrbóta. — Megi þetta verða, er ég þess fullviss að frá málfunda- fél. Magna beri birtu og yl yfir þetta bæjarfélag og máske víð- ar. Ósk mín og von er að svo megi verða nú og um langa framtíð. GuSmundur Einarsson. ÞórSur Edilonsson form. 1930 (d. 1941) Kjartan Ólafsson form. 1933 Starfshættir Magna hafa löng- um verið með svipuðu sniði og beztu Ungmennafélaganna á ris- mesta blómaskeiði þeirra. Kjör- orðið var: Ræktun lýðs og lands. Þetta hefur ekki látið sig án vitnisburðar. Ræktun Hellisgerð- is hefur borið hróður Magna víða. Fullyrða má, að velflestir trjá- og blómagarðar í bænum eru með vissum hætti afkomend- ur Hellisgerðis. Þessi grein starf- seminnar orkar ekki tvímælis. Gerðið sýnir sig. En það er ekki á sama hátt hægt að sýna þann sálargróður, sem dafnaði hjá Magnamönnum, á meðan fundarstarfsemin var með mestum blóma og hvert menningarmálið af öðru var rætt og krufið til mergjar. Þó ætla ég, að á því sviði hafi Magni unnið merkilegust störf og happadrýgst Skrumlaust mál er það, að ýmis framfara- og menningarmál Hafnfirðinga síðustu 30 árin eiga rætur sínar að rekja til áhrifa, sem forgöngumenn þeirra urðu fyrir á Magnafundum. Málfundir Magna eru meðal minna kærustu endurminninga, °g ég ætla, að flestir hinna eldri Magnamanna mæli á sömu lund. En það sem Magni var okkur, get ur hann og verið hverri nýrri kynslóð. Á 30 ára afmæli míns kæra félags á ég enga betri ósk en þá, að Magni verði enn um lang- an aldur lýsandi kyndill í fram- fara- og menningarmálum Hafn- firðinga. Kjartan Ólafsson Ólafur Þ. Krístfánsson form. 1934. í vitund flestra Hafnfirðinga og margra annarra er nafn Magna fyrst og fremst tengt við Hellisgerði. Er það að vonum. Forysta Magna í ræktun og starf- rækslu Hellisgerðis er bæði merkasta afrek hans og það, sem mest ber á. En Magni hefur á 30 ára ævi lagt drjúgan skerf til fleiri menningarmála. Félagið var stofnað sem málfundafélag og er það öðrum þræði enn í dag. Talsvert fjör er í málfundastarf- seminni. Sumir stofnendur Magna og þeir, sem gengu í félag ið á fyrstu árum þess, sækja enn iðulega málfundina. Á slíkum fundum kynnast menn og leiðast til að hugsa um margvísleg mál- efni frá ýmsum hliðum. Þeim vex skilningur og víðsýni. Áhrifa málfundanna hefur einnig gætt á þann veg, að ýmis framfara- og menningarmál bæjarins hafa ver- ið rædd á Magnafundum og um- ræðurnar ýtt undir framkvæmdir þótt Magni hafi ekki beinlínis staðið fyrir þeim, því að félags- mönnum hefur fundizt, að Hellis gerði krefðist svo mikils af félag- inu, að það mætti ekki við tví- skiptingu í framkvæmdum. En áður en ræktunin í Hellisgerði byrjaði, hóf Magni alþýðu- fræðslu með fyrirlestrum (snemma árs 1922) og hélt því áfram í 10 vetur. Starfsemi Magna hefur þannig verið og er enn meiri og áhrifa- ríkari en menn munu almennt gera sér grein fyrir. Ólafur Þ. Kristjánsson Þorleifur Jónsson forrn. 1935 til 1937. Á þessum merku tímamótum í ævi málfundafélagsins Magna eiga gamhr Magnamenn áreiðan- lega margs góðs að minnast frá liðnum samveru- og samstarfs- stundum. Fyrir hugarsjónir okkar bregð ur fjölda kærra og ánægjulegra mynda og minninga frá skemmti legum — og á stundum heitum — umræðufundum, er stundum stóðu langt fram á nótt. — Kom enda fyrir að fundartíminn ent- ist ekki hinum vígreifustu fund- armanna, svo að þeir skiptust í hópa og héldu rökræðunum á- fram á götum bæjarins. Umræðuefnin á fundum Magnamanna, einkum fyrstu ár- in, voru mörg og margvísleg. Þar voru rædd af sömu alúðinni dægurmál og dulfræði, atvinnu- mál og öreigastefnur, heimihs- iðnaður og héimspeki, brauðstrit og bræðralagshugsjón, stórút- gerð og stjórnmál, bannmál og bókmenntir, fagrar listir og fram tíð Hellisgerðis, Hamarskots- hamar og háfleygi Einars Kvaran „Hundsbelgir" Þórbergs og há- speki Helga Péturs, — með öðr- um orðum: allt milli himins og jarðar, og allt varð þetta til þess að lyfta asklokinu, auðga and- ann og víkka sjóndeildarhring- inn. Þá eru ekki síður kærar minn- ingarnar frá fyrstu árum Magna, sem tengdar eru við það mikla og óeigingjarna, — en jafnframt vel metna — starf, er Magna- menn inntu af höndum með því að halda uppi fyrst í félagi við Stúdentafélag Reykjavíkur og síðan upp á eigin spýtur, í all marga vetur, nærfellt ókeypis fræðslustarfsemi fyrir bæjarbúa, þar sem ýmsir snjöllustu andans menn þjóðarinnar létu ljós sitt skína fyrir Hafnfirðingum. Fyrir þetta menningarstarf offr uðu Magnamenn bæði fé og vinnu — og uppskáru þakklæti fólksins. — Fer slík umbun æði betur í sjóði minninganna en for- gengilegur peningur. Um Hellisgerði hinn sígræna og sívaxandi ávöxt af starfi Magna á umliðnum 30 árum — ávöxt, sem er og verður höfuð- prýði Hafnarfjarðar — skal ég ekki ræða hér, því það verður sjálfsagt betur gjört af öðrum en mér í þéssu tilefni. Einungis vil ég segja það, að spá mín er sú, að komandi kynslóðir Hafnfirð- inga muni svo ummælt láta, er þeir líta Hellisgerði, að þar hafi Magni, markað í mold og stein menningarsporið dýpsta. Að lokum vil ég segja þetta: Þeir menn, sem stóðu að stofnun Magna, ólu þá von í brjósti, að félaginu mætti auðnast, ef því entist líf, að verða með starfi sínu til nokkurs menningarauka fyrir Hafnarfjörð. Mér virðist svo sem félaginu hafi tekizt þetta vonum framar, að minnsta kosti lætur Hellisgerði sig ekki án vitnis- burðar hvað þetta snertir. Mér virðist einnig benda í sömu átt sú staðreynd, að í þau 30 ár, sem

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.