Hamar - 01.12.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 01.12.1950, Blaðsíða 3
HAM AR 3 Magni hefir lifað og starfað, hefir hann, eða kannske öllu heldur Magnamenn, jafnan borið hátt á hverjum þeim vettvangi, sem sótt hefir verið fram á til aukinnar menningar og framfara í Hafn- arfirði. Mín bezta ósk Magna til handa á 30 ára afmælinu er því sú, að hann megi bera gæfu til þess í framtíðinni að vera jafnan með starfi sínu snar þáttur í menning- arlífi Hafnfirðinga. Ingólfur Flygenring form. 1938 til 1939 Þegar „Magna er minnst kem ur Hellisgerði efst í hugann hjá flestum, því að það er fóstur- barn Magna. Ég gekk í félagið haustið 1922, en vorið eftir hófst rækt- unin í Gerðinu og unnu félags- menn mikið að afloknu dagsverki á kvöldin við flutning á mold •o. fl. En það var erfiðleikum bundið, því að moldina þurfti að bera í pokum á bakinu, þar sem engum flutningstækjum varð við komið innan girðingar. Var þá mikið verk innt af hendi af sam- hentum og fórnfúsum félögum. Menn voru sannfærðir um, að þetta starf yrði Magna og bæj- arfélaginu til sóma og almenn- ingi til yndisauka. En félagið var stofnað sem mál fundafélag, þótt það haft forystu um ýmis menningarmál hér í bæ, enda eru orðin til alls fyrst. Félagsandi ,hefur alla tíð verið góður í Magna. Þar hafa unnið saman í bróðerni menn úr öllum pólitískum flokkum og ólíkra skoðana, en drengileg við- skipti hafa æfinlega sett svip sinn a felagslífið og það átt mikfnn þatt í að efla og bæta sambúð manna í margskonar félagsstarfi hér í bæ. Hefur það eflaust mark- að dýpstu sporin í starfi Magna. Kristinn J. Magnússon form. frá 1940 Á síðustu árum hefur verið erf- itt að halda uppi málfundastarf- semi í því formi, sem áður var. Hinsvegar hefur aðalstarf félags ins nú í seinni tíð snúizt um Hell- isgerði og þar verið reynt að auka við eftir mætti, þrátt fyrir alltof þröngan fjárhag. Gerðið hefur verið stækkað og því hafa verið gefnar myndarlegar gjafir svo sem gosbrunnurinn í tjörn- inni, sem gefinn er af Bjarna Snæbjörnssyni lækni og konu hans, fé til að koma upp tjörninni sem útgerðarfélögin í bænum gáfu, brjóstlíkan af Bjarna ridd- ara Sívertsen, sem gefið var af útgerðarfél. Hrafna-Flóka h.f. og Vífil h.f. og einnig hefur verið gefið fé í fyrirhugaðan foss í Gerðið, sem er í undirbúningi að koma upp. Auk þess hafa bæjar- búar og aðrir styrkt Hellisgerði og starfsemina þar á ýmsan hátt. Allt hefur þetta aukið mjög á vinsældir og fjölbreytni Gerðis- ins. Þrátt fyrir allt þetta væri Ilellisgerði ekki það sem það er, ef Magnamenn hefðu ekki á fyrstu árunum lagt á sig mikla vinnu og fjárframlög. Það orkar ekki tvímælis, þó að Magni hafi margt gott gert og aflað sér álits sem virðulegt menn ingarfélag hér í bænum, að það er Hellisgerði, sem haldið hefur uppi hróðri hans og hróðri bæjar- ins, svo að Hafnfirðingar geta verið stoltir af, og standa þeir vissulega í mikilli þakkarskuld við þá Magnamenn, er starfið hófu og þá ekki sízt þann, sem hugmyndina átti að Hellisgerði, Guðmund Einarsson og Ingvar Gunnarsson, sem verið hefur garðvörður alla tíð, og sem hefur séð um og annast allt uppeldi trjá og blómgróðurs og lagt í það sér- staka alúð og umhyggju eins og garðurinn ber með sér. Það má telja fullvíst, að hefði Magni ekki á þeim tíma lagt í þetta stórræði væri garðurinn ekki til, eða að minnsta kosti ekki þar sem hann er, en á engum stað í bænum hefði hann getað farið betur. Um leið og ég óska Magna og Hellisgerði alls góðs í framtíð- inni vil ég nota tækifærið og þakka öllum einstaklingum, félög um og bæjarstjórn, sem hafa lagt Magna lið í því heillastarfi, sem ræktun Hellisgerðis er, og á eng- an hátt geta bæjarbúar þakkað forgöngumönnunum betur en með því að sína Gerðinu ræktar- semi og styrkja það á hvem þann hátt, sem þeim finnst það mak- legt til. Kristinn J. Magnússon. Maqnamenn. Samkoma fyrir félaga og gesti þeirra verður haldin í tilefni 30 óra afmælis félagsins í Sjálfstæð ishúsinu n. k. sunnudag. K. F. U. M. í kvöld 1. des.: Almenn sam- koma á vegum kristilegs stúd- entafélags. Stúdentar annast sam komuna. Sunnudagur: kl. 10 f.h. Sunnu- dagaskólinn. kl. 1,30 e.h. Drengja fundur. kl. 8,30 Almenn sam- koma. Ungfrú Sigrid Kvam kristniboði talar. Ræðan verður túlkuð. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfólk muni& árshátíð- ina á laugar- dagskvöldið. „Guðinn sem brást" „The God that Failed“ er ný- komin út í þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra og heitir á ís- lenzku „Guðinn, sem brást“. Bók in er ritgerðarsafn sex rithöf., sem allir hafa aðhyllst kommún ismann um lengri eða skemmri tíma og yfirgefið hann aftur. Segja höf. frá reynslu sinni af kommúnismanum í bókinni. Höfundarnir eru: Arthur Koestl er, sem skrifað hefur bókina „Myrkur um miðjan dag“, svert- inginn Richard Wright, Louis Fischer, Ignazio Silone, André Gide og Stephan Spender. „Guðinn, sem brást“ á erindi til allra, sem vilja kynnast Komm únistum og starfsaðferðum þeirra eftir því, sem auðið er. Þar er margt hægt að læra af reynslu rithöfundanna og þar er margt, sem getur orðið til að vekja fólk til umhugsunar um það, að á- stæða er til að vera vel á verði gegn kommúnismanum. Þar er um stefnu að ræða, sem einskis virðir það frelsi, sem lýðræðis- þjóðirnar búa við. Þegar Silone sagði í samtali sínu við rússnesk- an embættismann: ,„Frelsi er möguleikinn til að efast, mögu- leikinn til að leita og gera til- ------•--'--- Nýjar Draupnis- og Iðunnarbækur Systurforlögin, Draupnisút- gáfan og Iðunnarútgáfan, gefa út í ár um tuttugu bækur. Aðaljólabók forlaganna í ár er Öldin okkar. Minnisverð tíðindi 1901—1930. Ritverk þetta er með mjög sérstæðu sniði, „sett upp“ eins og dagblað og allar frásagn- ir í fréttaformi. Ritstjóri verksins er Gils Guðmundsson rithöfund- raunir, möguleikinn til að segja nei við hvaða yfirvald, sem er, þá tautaði sá rússneski: „En það er gagnbylting". Takmark kommúnismans verð ur ávallt eitt og það er heims- yfirráð. Að því takmarki verður unnið á einn eða annan hátt og ekki hikað við að taka sér frið- arorð í munn, láta í ljósi ást sína á kristindómi, og öðrum tilfinn- ingamálum og gerast boðberar þeirra, ef það er leiðin til að koma Kommúnistum til áhrifa í einum eða öðrum samtökum. Þannig læðast þeir að rótum lýð- ræðisins til að geta komið bylt- ingar- og upplausnaröxi sinni betur við. Allt þetta verður fólki ennþá skiljanlegra við lestur bókarinn- ar „Guðinn, sem brást“. dirfskuferð hans og félaga hans á bjálkafleka yfir þvert Kyrrahaf- ið, 8000 km. vegalengd, árið 1947 Jón Eyþórsson hefur íslenzkað bókina. Undramiðillinn segir frá miðils ferli hins kunna ameríska miðils, Daniel Home. í skáldsagnaflokknum Draupn issögur koma út þrjár sögur í ár: Lars í Marzhlíð, sænsk sveita- saga; Þegar hamingjan vill eftir Frank G. Slaughter; Grýtt er gæfuleiðin eftir A. J. Cronin. í skáldsagnaflokknum Gulu skáldsögurnar koma út tvær bæk ur í ár, Skógardisin eftir Sigge Stark, höfund Kaupakonunnar í Hlíð, og Eg er ástfangin eftir hina vinsælu amerísku skáldkonu Maysie Greig. Reykjavíkurbörn eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund. Margt er sér til gamans gert. í bók þessari er safnað saman ís- lenzkum gátum, leikjum, þraut- um o. fl. Listaverkabókin í flokknum „íslenzk Iist“ um Kjarval er kom- in út. Er hún gefin út af Helga- felli og til hennar vandað á allan hátt. Prentun litmyndanna hefur tekizt prýðilega og frágangur all ur eins og hann beztur verður kosinn. Halldór Kiljan Laxnes ritar iimgangsorð um Kjarval bæði á íslenzku og ensku. Bókin um Kjarval er án efa kærkomin unnendum íslenzkrar listar því hún gefur fólki kost á að eiga gott yfirlit yfir verk lista- mannsins á sínu eigin heimili, svo er hún mjög hentug til tækifæris- gjafa bæði til innlends fólks og erlends. Áður hafa komið út í bókafl. „íslenzk list“ listaverkabækur um Ásgrím Jónsson og Jón Stef- ánsson. -----•----- HLUTAVELTA LÚÐRASVEITAR HAFNAR- FJARÐAR Lúðrasveit Hafnarf jarðar efn- ir til hlutaveltu í Goodtemplara- húsinu n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Hlutavelta þessi er til fjóröfl- unar fyrir Lúðrasveitina, en hún er sem kunnugt er nýlega stofn uð og þarf því á talsverðu fé að halda til að afla hljóðfæra o. fl. En þess er að vænta, að Hafn firðingar styðji þessa menning- arstarfsemi í bænum með því að fara á hlutaveltuna á sunnu daginn, enda er þar margt góðra muna í boði. ur. Á næsta ári kemur væntanlega út síðara bindi þessa ritverks. Tekrn það yfir árin 1931—1950. í bókaflokknum Sögn og saga kemur út fyrri hluti af ævisagna- riti sr. Friðriks Eggerz og hefur bókin hlotið nafnið Úr fylgsnum fyrri aldar. Draumspakir íslendingar eftir Oscar Clausen. Áður er komin út bók Clausens Skygnir íslending- ar. Sagnaþættir Benjamíns Sig- váldasonar. Fyrsta hefti þessara sagnaþátta kom út í vor, en alls er gert ráð fyrir að heftin verði sex, eða þrjú bindi samtals. Brim og boðar, kemur út í annarri útgáfu. Nokkru fyrir jólin kemur út bókin Á Kon-Tiki yfir Kyrra- haf eftir norska fullhugann og vísindamanninn Thor Heyerdahl sem segir frá hinni kunnu of- Ævintýraeyjan. Bók þessi er myndum prýdd og er fyrsta bók- in í flokki barnabók, sem farið hefur mikla sigurför erlendis. — Höfundur þeirra er enska skáld- konan Enid Blyton. HafnfiiSingar Bókhald annast málflutningsskrifst. Guðj. Steingrímssonar Strandgötu 31 - Sími 9960 JÓLABAZAR Leikf öng og alls- konar jólagjafir. Jólatrésskraut. Loftskraut. Fjölbreytt úrval. Stebbabúð hJ. Strandgötu 21 FERRO RET Breytir ryði í ■ ryðvarnarefni. ■ Skipasmíðastöðin „Dröfn“ h.f. Jólakjóllinn og jólakápan frá ÁLFAFELLI

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.