Hamar - 15.12.1950, Side 1

Hamar - 15.12.1950, Side 1
HAMAM IV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 15. des. 1950 27. TÖLURLAÐ Stjórn slysavarnadeildarinnar „Hraunprýði“. Fremri röð: Frú Marta Eiríks- dóttir ritari, frú Rannveig Vigfúsdóttir fortn. og frú Sigríður Magnúsdóttir gjaldkeri. Aftari röð: Frú lngibjörg Þorsteinsdóttir vararitari, frú Sólveig Eyjólfsdóttir varaform. og frú Amdís Kjartansdóttir varagjáldkeri. Myndarlegf afmælishóf Kvenfél. Hafnarfjarðarkirkju 20 ára 24. nóv. s.l. minntist Kven- félag Hafnarfjarðarkirkju 20 ára starfsafmælis síns með kvöld- skemmtun í Alþýðuhúsi Hafnar- fjarðar. Formaður félagsins frú Mar- grét Gísladóttir setti skemmtun- ina og bauð félagskonur og gesti velkomna; minntist látinna félags kvenna og þakkaði kvenfél- agskonum vel unnin störf í þágu félagsins, einnig þakkaði hún safnaðarfólki góðan stuðning er leitað hefði verið til þess til fjár- öflunar vegna framkvæmda þeirra er kvenfélagið hefði haft með höndum. Næst talaði sóknarpresturinn séra Garðar Þorsteinsson og þakk aði félagskonum fyrir óeigin- gjarnt starf kirkjunni til fegr- ar. Meðan á kaffidrykkju stóð söng kirkjukórinn nokkur lög und Afmæli Magna minnsf Málfundafélagið Magni minnt ist 30 ára afmælis síns 3. des. s.I. með hófi fýrir félagsmenn og gesti. Við það tækifæri voru sjö elztu Magnamenn kosnir heiðursfélag- ar Magna, en það eru: Valdi- mar Long, Þorleifur Jónsson, Sig- urður Kristjánsson, Guðmundur Einarsson, Ingvar Gunnarsson, Björn Jóhannsson og Ingólfur Flygenring. -----•----- Togaraafli hraðfrysfur Hraðfrystihúsin hér í bæ hafa nú að undanförnu tekið á móti karfa og þorski til hraðfrysting- ar, og höfðu þau um síðustu helgi tekið á móti samtals um 320 tonnum af karfa og þorski miðað við þyngd fiskjarins upp úr skipi. Magn þetta skiptist þannig á milli frystihúsanna: Fiskur h.f. 77 tonn af karfa og 53 tonn af þorski, Frost h.f. 30M tonn af karfa og 52 tonn af þorski og voru um 10 tonn af honum saltað og íshús Hafnarfjarðar hefur tekið á móti 39 tonnum af karfa og 70 tonnum af þorski. ir stjórn Páls Kr. Pálssonar organ leikara. Séra Garðar Þorsteins- son söng nokkur lög, undirleik annaðist organleikari og sömu- leiðis að ættjarðarljóðum þeim er sungin voru af og til meðan á kaffidrykkjunni stóð. Frú Sigríður Sæland las upp kvæði og Stefán Júlíusson sýndi íslenzka kvikmynd: Frá Aust- fjörðum og fleiri stöðum. Samkoman fór hið bezta fram og var í alla staði hin ánægjuleg- asta. Roðsgestur. -----•------ Frá Taflfélagi Hafnarfjarðar Taflfélag Hafnarfjarðar átti aldarfjórðungsafmæli nú fyrir skömmu og verður nánar sagt frá starfi félagsins í blaðinu síðar. í þessu tilefni efndi félagið til skákmóts hér í bænum og bauð tveimur yngstu og efnileg- ustu skákmönnum landsins þeim Guðjóni M. Sigurðssyni, sem stóð sig afburðavel í landsliðsflokkn- um á skákþingi Norðurlanda s.l. sumar með því að verða annar í röðinni og aðeins Vt vinningi neð- ar en Norðurlandameistarinn Baldur Möller, og Friðrik Ólafs- syni, sem sigraði glæsilega í m.fl. á fyrrnefndu skákþingi, varð hann meðal annars fyrir ofan meistara eins og Lárus Johnsen, Bjarna Magnússon o. fl. þekkta skákmeistara, og hann tapaði engri skák. Með þessum skáksigri sínum hefur Friðrik rétt til að taka þátt í næstu landsliðskeppni. Hafnfirzku þátttakendurnir eru: Bjarni Magnússon, sem skip- ar 7. sæti í landsliði íslendinga, Jón Kristjánsson skákmeistari Hafnarfjarðar, Sigurgeir Gísla- son og Jón Jóhannsson. Sá síðast nefndi er ungur 1. flokksmaður. 1. og 2. fl. tefldu sameinaðir, þar af voru 2 1. fl.-menn, þeir Ólafirr Sigurðsson og Magnús Vilhjálmsson. 2. fl.-mennirnir eru þeir Kristján Gamalíelsson, Friðberg Guðmundsson, Pétur Kristbergsson, Gunnar Jónsson, Sveinbjörn Sveinsson og Grétar Kristinssorí. Mótið hófst s.l. sunnudag og urðu úrslit í m.fl. eftirfarandi: Glæsileg ársháfíð S já Ifsf æði sf é laganna Sjálfstæðisfélögin héldu árs- hátíð sína 2. des. s.l. og var hús- fyllir. Hátíðin hófst með sameigin- legri kaffidrykkju. Ræður fluttu: Jónas Rafnar alþm. og Ingólfur Flygenring formaður Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Brynjólfur Jóhannesson leikari las upp kvæði og gamanvísur og þrjár ungar stúlkur héðan úr bæn um skemmtu með söng. Að lok- um var stiginn dans. Eins og áður er sagt var árs- hátíðin mjög vel sótt og fór í alla staði prýðilega fram, og skemmti fólk sér eins vel og bezt varð á kosið. 1. umf.: Guðjón 1 Jón Jóh. 0, Jón Kr. 0 Friðrik 1, Bjarni 'á Sig- urgeir 'í. 2. umf.: Jón Kr. 0 Guðjón 1, Bjarni 1 Jón Jóh 0, Friðrik 1 Sig- urgeir 0. 3. umf.: Bjarni 0 Jón Kr. 1, Sig- urgeir 1 Jón Jóh. 0, Guðjón 'á Friðrik 'Á. 4. umf.: Guðjón 1 Bjarni 0, Friðrik 1 Jón Jóh. 0, Jón Kr. 0 Sigurgeir 1. Vinningsstaðan er þá þannig: Að gestirnir Guðjón og Friðrik eru jafnir með 3'A vinninng hvor, þriðji er Sigurgeir með 2'A vinn- ing, 4. Bjarni með 1M vinning, 5. Jón Kr. 1 vinning og 6. Jón Jóh. 0. Urslit í 1. og 2. fl. eru eftirfar- andi: 1. umf.: Friðberg 1 Kristján 0, Gunnar 0 Pétur 1, Sveinbjöm 0 Magnús 1, Grétar 'á Ólafur 'á. 2. umf.: Sveinbjörn 1 Friðberg 0, Kristján 0 Grétar 1, Magnús 1 Pétur 0, Ólafur 1 Gunnar 0. 3. umf.: Grétar 1 Sveinbjörn 0, Gunnar 0 Kristján 1, Pétur 1 Ólafur 0, Friðberg 0 Magnús 1. 4. umf.: Sveinbjörn 1 Gunnar 0, Friðberg 0 Grétar 1, Magnús 1 Ólafur 0, Kristján 0 Pétur 1, 5. umf.: Grétar 0 Magnús 1, Pétur 0 Sveinbjörn 1, Gunnar 1 Friðberg 0, Ólafur 1 Kristján 0. Eftir 5 umferðir er þá vinnings staðan þessi: Magnús 5 vinninga, Grétar 3M, Pétur og Sveinbjörn 3 vinninga hvor, Ólafur 2'á vinning og Kristján, Gunnar og Friðberg 1 vinning hver. Síðasta umferð í meistarafl. og 1. fl. verður tefld n. k. sunnu- dag kl. 2 í Alþýðuhúsinu. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði hélt hóf í Góðtemplarahúsinu 9. þ. m. í til- efni af 20 ára afmæli sínu. Húsið var fullskipað og komust miklu færri að en vildu. Stjórnandi hófsins var frú Soffía Sigurðardóttir og setti hún það og bauð gesti velkomna. Ræður fluttu: Formaður fé- lagsins frú Rannveig Vigfúsdótt- ir og gaf skýrslu yfir liðin starfs- ár. Í'því sambandi skýrði hún deildina og hlaut hún nafnið Hraunprýði sem er heiti á gömlu öndvegis sjómannsheimili hér í bænum. Frú Elín Jósefsdóttir talaði fyrir minni sjómanna og fóstur- jarðarinnar. Þá töluðu: Forseti Slysavarna- félags íslands, Guðbjartur Ólafs- son, form. kvennadeildarinnar í Reykjavík, frú Guðrún Jónasson, fyrrverandi og fyrsti formaður deildarinnar hér, frú Sigríður Sæ- land, Helgi Hannesson bæjarstj. Asgeir G. Stefánsson framkv.stj., Óskar Jónsson framkvstj., Jón --------------•------ Frá Vefrarhjálpinni Vetrarhjálpin hér í bæ hefur þegar hafið starf sitt og hafa skát ar farið fjáröflunarferð um bæ- inn. Þeir, sem ekki hefur náðst til en vildu láta eitthvað af hendi rakna til að gleðja þá fyrir jólin, sem erfitt eiga geta snúið sér til nefndarinnar sjálfrar, en hana skipa: séra Garðar Þorsteinsson, séra Kristinn Stefánsson, Ólaf- ur H. Jónsson, Guðjón Magnús- son og Guðjón Gunnarsson. Loftsson framkv.stj., Henry Hálf- dánarson skrifst.stj. Slysavarna- félagsins og að síðustu flutti frú Marta Eiríksdóttir ávarp frá fé- lagskonum til formannsins frú Rannveigar Vigfúsdóttur, fyrrv. formanns frú Sigríðar Sæland og formanns Kvennadeildarinnar í Rvík frú Guðrúnar Jónasson, og á eftir færðu þrjár litlar stúlk- ur innan deildarinnar J)eim hverri fyrir sig fagran blómvönd og jólabjöllu úr silfri sem lítinn þakklætisvott fyrir sérstaklega vel unnin störf í þágu slysavarna- málanna. A milli ræðanna var almennur söngur með undirleik Magnúsar Lýðssonar. Skemmtiatriði, sem fram fóru voru söguleg sýning „Aldarkon- ur íslands" og tókst hún með á- gætum vel. Leiðbeinandi var Kristján Halldórsson kennari son ur Halldórs heitins Auðuns- sonar, sem lengi var búsettur hér í bænum. Þá var kórsöngur und- ir stjórn Páls Kr. Pálssonar organ- leikara og að lokum dans. Konurnar önnuðust allan und- irbúning sjálfar og var mikið orð á gert hversu vel hafi til tekizt og er það félaginu til mikils sóma. Eftirtaldar gjafir bárust deild- inni í þessu tilefni: kr. 2.000,00 frá Ásgeiri G. Stefánssyni og frú, kr. 1.000,00 frá Ólafi Þórðarsyni og frú, skírnargjöf kr. 250,00 frá S. S., kr. 50,00 frá Gunnari Kristó- ferssyni, kr. 100,00 frá frú Ragn- hildi Guðmundsdóttur, elztu konu deildarinnar og kr. 100,00 frá frú Þórunni Kristjánsdóttur. Þá barst félaginu kvæði frá Jóni Bergsteini Péturssyni.

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.