Hamar - 15.12.1950, Blaðsíða 2

Hamar - 15.12.1950, Blaðsíða 2
2 H AM AR — HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvem föstudag. Áskriftaverð kr. 15.00 á ári. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H. F. __________________________________________ Leiðin til lausnar er efling framleiðslunnar Oft hefur verið á það bent við ýms tækifæri, að íslenzka þjóðin hafi aldrei verið betur búin að stórvirkum framleiðslutækj- um en nú. Þetta er rétt, þó að hinsvegar megi altaf um það deila, hvort þau séu öll svo lientug eða hagkvæm sem skyldi. En þegar í heild er litið á nýsköpunina af nokkurri sanngirni verður ekki annað sagt en risaskref hafi verið stigið fram á við til eflingar atvinnu- og athafnalífi landsmanna. En það er ekki nóg að afla tækjanna, heldur þarf að tryggja rekstur þeirra og kunna með þau að fara til hagsældar fyrir þjóð- arbúið. Eins og hér er háttað, að atvinnulífið er háð landshlut- um eftir árstíðum, er nokkur hætta á því, að staðbundin atvinnu- tæki standi ónotuð svo eða svo langan tíma af árinu. Það fer t. d. ekki hjá því að síldarverksmiðjur þurfa að vera til, þó að síldar sé ekki að vænta, nema lítinn hluta ársins. í þessum efnum er mikið verk að vinna. Framleiðslustörf- unum þarf að haga þannig að nettóhagnaður þjóðarinnar verði sem mestur. Það dugir ekki alltaf að horfa á aflamagn, heldur þarf að líta á þá hlið málsins, að sem minnstur kostnaður fari í að afla hverrar einingar og á hvern hátt er hægt að gera hana sem verðmesta. Það er ekki sama, hvort sú eining, sem út er flutt hefur kostað nálega söluverð sitt í erlendum rekstrarvörum eða hvort hún er að verulegu leyti framleidd án þeirra. Þessa hlið málsins þarf að skoða gaumgæfilega og gera það eitt, sem hag- kvæmast er, en það virðist í fljótu bragði vera það, að varan sé sem mest unnin í landinu sjálfu, en ekki flutt út eins og lítt unnið hráefni. Nú að undanförnu, eða síðan togaradeilan leystist hefur það komið bezt í ljós hve mikils virði hin nýju atvinnutæki eru þessu bæjarfélagi, og hve gífurlegt tjón það hefur verið fyrir alla aðila, að togararnir voru bundnir við bryggju í sumar. Við það, að togararnir fóru á veiðar hefur skapazt mikil vinna. Auk sjómanna hefur fjöldi fólks fengið vinnu við hagnýt- ingu aflans í landi. Fimm togarar leggja nú upp afla sinn til vinnslu hér í bæ. Hraðfrystihúsin öll taka til frystingar þorsk og karfa og fiskimjölsverksmiðjan Lýsi & Mjöl h.f. hóf vinnslu aftur að verkfallinu loknu og er unnið allan sólarhringinn. Það er augljóst, hve atvinnuástandið hefði orðið alvarlegt hér í bænum, ef þessara nýsköpunartækja hefði ekki notið við. Nægir að benda á það, að um miðjan nóvember voru 67 menn at- vinnulausir samkv. skráningu, sem Verkamannafélagið Hlíf lét fara fram. Ennþá hefur atvinnuleysisskráning ekki farið fram í desember, svo að ekki er hægt að segja neitt með vissu um það, hvernig ástandið er í þessum efnum, en þó má fullyrða, að það hefur batnað allverulega. Á það hefur margsinnis verið bent hér í blaðinu, að nauð- synlegt væri að búa sem bezt að aðalatvinnuvegi bæjarbúa, sem er sjávarútvegurinn. Það eina raunhæfa, sem hægt er að gera til að bæta varanlega afkomu- og atvinnuhorfur bæjarbúa er að búa sem bezt að framleiðslunni, en á því hefur orðið nokkur mis- brestur hér í bæ. Aðbúnaðurinn við höfnina mun ekki vera betri en svo, að erfiðleikum er bundið og jafnvel illmögulegt að af- greiða, nema einn togara í einu vegna skorts á tækjum til uppskip- unar. Er leitt til þess að vita, að sómasamleg afgreiðsluskilyrði fyrir togarana skuli ekki hafa verið tryggð, og verður að vinda bráðan bug að því, að svo verði gert. Þjóðin á nú við ýmsa erfiðleika að stríða, efnahagslega, og þrátt fyrir sín miklu atvinnutæki vinnur hún ekki fyrir þeim lífsþægindum, sem hún gerir kröfur til. Þar er að sjálfsögðu ýmsu um að kenna og sumt ekki viðráðanlegt, en annað eru sjálfskaparvíti, sem má ráða bót á, ef á eitt er lagst í þeim efnum. Nýjar bækur frá Bokfellsulgafunni Meðal þeirra bóka, sem Bók- fellsútgáfan hefur gefið út í ar eru: „Faðir minn“ en hana rita 27 þóðkunnir menn og konur um látna feður sína. í formála bókarinnar segir m. a.: „Og þótt hér sé sagt frá bónd- anum og smiðnum, fræðimannin- um, skútukarlinum, skólamann- inum, kaupmanninum, stjórn- málamanninum og sveitaprest- inum í gamla stílnum, þá má þó segja, að þessir menn hafa allir séð og lifað tímabilið frá lýsis- kolunni til rafmagnsins, frá hlóð- unum til rafofnsins, frá ófull- komnum handverkfærum til vél- anna, frá opnum bátum til þil- skipana, frá þröngum bókakosti til bókasafna. í æsku ferðuðust þessir menn fótgangandi og á hestum um óbyggðir og fjöll, en flugvélar höfðu tekið við áður en æviskeiðið var runnið.“ Bókin „Faðir minn“ er því í senn persónusaga 27 mætra manna og ramíslenzk þjóðlífs- lýsing. Pétur Ólafsson hefur séð um útgáfuna. „Merkir íslendingar“. Er þetta fjórða bókin í þessu ritsafni, en þó er hver bók sjálfstæð heild. í þessari bók eru ævisögur: Árna Magnússonar, Páls Vídalín, Jóns Eiríkssonar, Skúla Thorodd- sen, Þorvaldar Thoroddsen, Torfa Bjarnasonar, Magnúsar Andréssonar, Hannesar Hafstein og Jóns Jenssonar. Prófessor Þorkell Jóhannesson sá um þessa útgáfu. „Vörður við veginn' eftir Ing- ólf Gíslason lækni. Þetta er safn ritgerða og endurminninga, sem skiptist í fóra meginþætti: „Þrír merkismenn“, „Innanlands og ut- an“, „Frá fyrri árum“ og „Gamli tíminn og sá nýi“. Frágangur allra þessara bóka er með ágætum. Fornaldarsögur Norðurlanda íslendingasagnaútgáfan er nú þessa dagana að senda frá sér nýjan flokk fornsaganna, Forn- aldarsögur Norðurlanda í fjórum bindum. Um útgáfu þessa hefur séð hinn ágæti fræðimaður Guðni Jónsson, skólastjóri. Alls hefur nú íslendingasagna- útgáfan sent frá sér 34 bindi af fornritum og má segja að hér hafi verið unnið þjóðþrifastarf mikið. Allar eru hækur þessar smekk- legar og eins í útliti og furðu ó- dýrar eftir bókaverði almennt. Er eigi vansalaust að útgáfufyrir- tæki sem þetta, skuli ekki hafa fengið nein pappírsleyfi nú í ár. Væri vonandi að úr rættist í þeim efnum svo að íslendingasagna- útgáfan geti haldið áfram þessu mikla þjóðþrifastarfi sínu. „Leiðin lá lil Veslurheims" Skáldsagan „Leiðin lá til Vest- urheims“, eftir Svein Auðunn Sveinsson, sem kom út nýlega hefur hvarvetna fengið góða dóma. Fólk ætti ekki að láta hjá líða að tryggja sér bókina og lesa hana um jólin sér til gagns og skemmtuna'r. Hafnfirðingar ættu ekki að láta sinn hlut eftir liggja í því efni, þar sem höfundur þessar- ar skáldsögu er hafnfirzkur. Síldaraflinn Um síðustu helgi var síldar- aflinn hér í bæ orðinn sem næst því er hér segir, að vísu eru sum- ar tölurnar ekki nákvæmar og ekki hefur náðst í aflamagn allra bátanna. Síldarsöltunin var orðin í heild um 15900 tunnur og skipt- ist þannig á milli 6 saltenda, sem eru Jón Gíslason með 6390 tunn- ur, Fiskur h.f. 3900 tunnur, ís- hús Hafnarfjarðar og Beinteinn Bjarnason 2880 tunnur, Bátafé- lag Hafnarfjarðar með 2110 tunn ur, Guðmundur Þ. Magnússon 360 tunnur og íshús Reykdals með 260 tunnur. Alls hafa verið frystar 6892 tunnur af síld og skiptast þær þannig á milli frystihúsanna: ís- hús Hafnarfjarðar 2550 tunnur, Fiskur 2500 tunnur og Frost 1842 tunnur. Afli einstakra báta að því er til náðist er sem hér segir: Ásdís 3530 tunnur, Ásólfur 1400, Bjarnarey 1511, Dóra 850, Fiska klettur 3400, Guðbjörg 1730, Haf Hafa opnað skrifstofu Almennar Tryggingar h.f. hafa opnað skrifstofu að Strandgötu 31 hér í bæ. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9—12 og 1—5, nema laugardaga er hún aðeins opin kl. 9—12. Sími skrifstofunn- ar er 9960. Almennar Tryggingar h.f. taka að sér allskonar tryggingar og eru það því mikil þægindi fyrir bæjarbúa, sem við fyrirtækið vilja skipta, að það skuli hafa opnað skrifstofu hér í bæ. Þá má geta þess, að verði tryggjendur fyrir tjóni, þurfa þeir ekki að leita til Reykjavíkur með bætur heldur gerir skrifstofan hér þær upp. Er slíkt til mikils hagræðis fyrir bæjarbúa. björg 1833, Hafdís 2920, Hafn- firðingur 2050, Ulugi 2275, ís- leifur 650, Nanna 473, Stefnir 1060 og Sævar 1700 tunnur. Úfprjónaðar barnagolffreyjur ÁLFAFELL 2S©0 tonn til bræðslu 65 ára Stúkan Morgunstjarnan nr. 11 varð 65 ára 2. ágúst í sumar og af því tilefni hefur hún ákveð ið að halda afmælisfagnað í Goodtemplarahúsinu kl. 7,30 e. h. n. k. sunnudag. Ollum templurum er heimil þátttaka í af mælishófinu ásamt gestum J)eirra. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Guðjóni Magnússyni skó- smíðam., Strandgötu 43 í dag og á morgun til kl. 6 e. h. og verð- ur fólk að vera búið að tilkynna þátttöku sína fyrir kl. 6 á laug- ardag. Síðan togaraverkfallinu lauk hefur fiskimjölsverksmiðjan Lýsi & Mjöl h.f. tekið á móti 2500 tonnum af karfa, þorski og ufsa til vinnslu. Nokkrir erfiðleikar voru með vinnsluna fyrst vegna grjóts, er barst með karfanum og olli smá skemmdum á vélunum, en síðan komið var í veg fyrir það hefur vinnslan gengið mjög vel og er verksmiðjan í gangi allan sólar- hringinn. Lýsi & Mjöl tekur nú á móti afla 5 togara að verulegu leyti en nokkur hluti afla þeirra hef- ur verið lagður upp hjá hrað- frystihúsunum. Nýlt gufugos í Krýsuvík Undanfarið hefur verið unnið að borun í Hveradölum í þeim tilgangi að auka gufumagnið fyr- ir gróðurhúsin. S.l. föstudag varð gufugos í borholunni og er það talið um 3000 kg. af gufu á klst., og er um hreint gufugos að ræða. Borholan var orðin 95 m. djúp, þegar gosið varð og er hún fóðr- uð niður í 75 m. dýpi með 6” járn- rorum. Barnaullarnærföt Barnaskinnhúfur ÁLFAFELL

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.