Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 1

Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 1
ÍV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI 23. des. 1950 28. TÖLUBLAÐ r~ SyERRIR HARALDSSON, stud. theoL Boðskapur jólanna Guðspj.: Lúk. 2. 1.-15. Þegar dagarnir eru stijtztir og næturnar lengstar, þegar skamm- degismyrkrið, þetta kalda og miskunnarluusa afl, sem menn- irnir hafa óttast og flúið, grúfir yfir láði og legi, svo að lífið og birtan virðast ætla að fara hall- loka í því stríði, koma fólin til vor mannanna. Þau koma eins og sólargeizli í gegnum heldimmt myrkrið, eins og vermandi ylblær í kulda vetrarins, eins og læknir með lífsstein í hendi, sem græðir óll kalsár, já einsog Ufgfafi, þeg- ar feigðardómur virðist ganga um heim allan. Litlu börnin, sem með skelfingu í svipnum horfðu á skuggana lengjast og myrkrið þéttast, þerra augun og brosa í gegnum tátin og öldungurinn lifir upp bernsku sína, roði færist á fölan vanga og hann brosir með barninu. Vissulega eru fólin Ijóss- og lífgjafi mannanna börnum. En hvað er það þá, sem jóla- dagarnir hafa framyfir aðra daga? Hvaða boðskap hafa þeir að flytfa, sem er svo máttugur, að hann lýsir upp myrkrið, vermir hendur og hförtu, græðir kalsár og sviða, lætur litlu börnin brosa í gegnum tárin og skapar vonar- glampa í döprum augum? Heyrum orð engilsins, er hann talaði til fjárhirðanna hina fyrstu jólanótt, og verum þess minnug um leið, að þeim hinum sömu orðum er beint til vor enn í dag. „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitazt mun óllum lýðum, því yður er í dag frels- ari fæddur." Þessi er boðskapurinn. Þarna er ástæðan fyrir því, að á jólunum ríkir fögnuður og gleði í höllum og hreysum. Jólin eru fæðingarhátið. Þau eru fæðingarhátíð þess barns, sem bezt hefur fæðst á þessari jörðu, þess barns, sem síðar boð- aði friðlausum frið, syndugum fyrírgefningu, veikum lækningu, og umfram allt annað, kærleika öllum mannanna börnum, þess barns, sem gaf líf sitt og líkama, til þess að vér ekki skyldum deyja heldur öðlast eilíft líf. Heimurinn hafði ekkert að bjóða þessu barni, er það fyrst leit dags ins Ifós, nema jótu í fjárhúsi í stað vöggu, því það var ekki rúm fyrir það annarsstaðar. Ár og aldir hafa liðið. Boð- skapur Jesú Krists hefur farið sigurför um heim allan og náð til yztu endimarka veraldarinnar og nú, nítján hundruð og fimm- tíu árum síðar eru þúsundir þús- unda manna um gervaUan heim sem byggja allt líf sitt og alla sína von á honum einum, og í stað hins þrönga fóturúms á hann nú rúm i hjörtum allra þessara þúsunda og aftur þúsunda manna, sem sótt hafa huggun, frið og líf í kenningar hans og boðskap. I þetta skipti er myrkrið ó- venju þétt, sem geisli jólastjórn- unnar þarf að brfótast í gegnum og þeir eru óvenjumargir menn- irnir, sem farið hafa villtir vega t gjórningahríðum þeim, sem hin illu öfl þyrla upp. Öllum þessum mönnum þarf jólastjarnan að vísa leiðina tU barnsins í fötunni — leiðina að fótskör herra himins og jarðar. SUkt er hlutverk hennar og því mun hún gegna, aðeins að menn- irnir vilji ganga þá leið, sem hún lýsir. Vinir mínir! Við skulum á þessum jólum fara að dæmi vitr- inganna, sem létu jólastjörnuna v'tsa sér leiðina að fæðingarstað jólabarnsins og færðu því gjafir sínar. Við skulum líka færa því gjaf- ir okkar, ekki gull, reykelsi né mimi, heldur okkur sjálf, sálir okkar og líkami. Og ef við færum þessar gjafir af heilum huga, þá megum við vera viss um að þær verða endurgoldnar. Við munum hljóta styrk og þrek til að stríða og berjast fyrir hinum góða máhtað, von, sem sigrar alla erfiðleika, bjartsýni til að horfa vonglaðir framm á veg- inn, kærleika til að umbera og fyrirgefa, og umfram allt annað, frið í sálir vorar. Slíkar eru \óiag\afir guðs til barna sinna og geta þær verið betri? Ef allir gerðu þetta, yrði lífið óðruvísi en það nú er, þá mundi upp af vígstöð þessa heims, sem nú er vökvuð tárum og blóði, nýr heimur stíga, heimur frels- is og friðar, þá mundi ekki leng- ur saklaust blóð hrópa í him- inninn eftir réttlæti og þá mundu tárin þorna eins og dögg fyrir sólu, þá mundi þessi jólahátíð verða inngangur að nýju friðar- ári — inngangur að hinu lang- þráða guðsríki á förðu. Til þess hjálpi oss hinn hviti Kristur. Ghsðileg jól. Sverrir Haraldsson stud. theol. Messiir ogf samkomiir Hafnarfjarðarkirkja: Séra Garð ar Þorsteinsson. Aðfangadag kl. 11 f. h. Barnaguðþjónusta. Kl. 6 e. h. Aftansöngur. Jóladag kl. 2 e. h. Messa. Gamlárskvöld kl. 6 e. h. Aftansöngur. Nýjársdag kl. 5 e. h. Messa. • Fríkirkjan: Séra Kristinn Stef- ánsson. Aðfangadag kl. 8,30 e. h. Aftansöngur. Jóladag kl. 2 e. h. Messa. Annan jóladag kl. 1,30 Barnaguðþjónusta. Gamlárs- kvöld kl. 8,30 é. h. Aftansöngur. Nýjársdag kl. 2 e. h. Messa: Síra Sigurbjörn Einarsson, próf. prédikar. • KíF.U.M. og K.: Aðfangadag kl. 11 f. h. Barnaguðþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju. (Ath. breitt an tíma). / K.F.U.M.-húsinu: Jóladag kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. Gamlárskvöld kl. 8,30 e. h. Barna samkoma. Nýjársdag kl. 8,30 e. h. Almenn samkoma. Ólafur Olafs- son, kristniboði, talar. — Allir velkomnir. • Eins og lesendum blaðsins er kunnugt efndu bifreiðastfórar Nýju bíl- stóðvarinnar til skemmtiferðar fyrir aldrað fólk hér í bæ. Mynd sú er hér birtist var tekin í ferðinni, af fólkinu við Strandakirkju. „Þakklátur þátttak- andi" sendi Nýju bílstöðinni eftirfarandi ferðaminningu. Ferðamiiiniiig 19. september 1050 -«>« Hafnarfjarðar fríða sveit farartækfa höfðingfa, aldna fólkið — eg það veit állt vill ykkur lofsyngja. Guð, sem ykkar góðu sál gaf hinn sanna fórnarhug, kveiki oss það kærleiksbál, er kemur vorum anda á flug. September nítfánda sjálfsagt við munum, sitjandi í hægindum, áfram við brunum. Ártalið fimmtíu állmargur skráði, en útvarpið regni við suðurströnd spáði. Um Krýsuvik gengum við glaðvær í huga gufan kann myrkrið og kuldann að buga. Framtak og árræði lengi skal lifa. Lofsyngjum Hafnarfjörð: — segi og skrifa. í skrautblóma og tómata gróðurhús gengum girnd á þeim ávöxtum tálsverða fengum. En áfram skal halda, því haustdagur líður og hver öðrum fegurri staður vor bíður. Um hraungötur liðast svo lestin hin fríða, liggfa þar kindur t holunum vxða. Herdísarvík má í skyndingu skoða. Ó, skáldjöfur — munumhvað orð þíh oss boða. Það bagar fnig oftlega að illa ég heyri, svo ýmsu ég tapa, það gföra nú fleiri. Eri verum öll glöð, því' að vegirnir lengfast, og vtðfrægir staðir og byggðarlög téngjast. Framhald á blaðsíðu 2.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.