Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 3
HAM AR 3 FERÐ FRA AESTFJORÐUM Framh. af bls. 2 nema eitt lestargólf. Þar sem þröngt var áður, en þetta fólk bættist við, mátti nú segja að væri þétt áskipað, og engu lík- ara yfir að sjá en fé í rétt. Var þarna glaumur mikill, menn létt- ir í lund yfir að biðinni eftir skips ferð var lokið, og komið var á stað heim til sín og sinna. Á mörgum stöðum var sungið og söng þá máske einn hópurinn þetta lag en annar hitt. Einn kvað Andri hló o. s .frv., en annar um leið og hann saup á flöskunni, reyndi að syngja: Alltaf skal ég eiga flösku, og alltaf drekka brennivín o. s. frv. Svo voru aðr- ir sem æddu um bölvandi yfir að finna ekki farangur sinn og gengu þá jafnt á lifandi fólki og dauðum hlutum. Kvenfólk æjaði en karlmenn hrintu frá sér. Þann- ig gekk þetta út f jörðinn, enginn gat lagst niður, hver sat á sínu kofforti og hallaði baki að þeim uæsta. Allir bjuggust við fljótri ferð heim því norðanátt var, og þá mundi vera gott meðfram suðurlandinu. En þarna fór sem oft áður að maðurinn ályktar en það er annar sem ræður, þegar komið var á móts við Hornaf jörð, er komið stórviðri á suðvestan. Egill, sem eins og áður er sagt var tómur, og ganglítill gekk lít- ið á móti veðrinu og varð að leggja til. Var skipið að þvælast þarna má segja nærri á sama stað í tvo sólarhringa. Líðan þeirra, sem sjóveikir voru, var aum, ekk- ert vatn til að drekka, en mat minntist enginn á, enda höfðu •fáir nestað sig til lengri tíma en sólarhrings. Oft varð sökum á- gjafar að loka lestunum stund og stund, og geta menn því gert sér í hugarlund hvernig loftið hef- ur verið í þeim með öllu þessu fólki innbyrðis. Eftir þriggja sólarhringa ferð var kom- ið til Vestmannaeyja, þar fóru margir á land því margt af fólki þaðan var með skipinu.. Þótt talsvert rýmkaðist þar í lestunum og ef allt hefði verið með felldu, þá hefði ef til vill verið hægt að hreiðra um sig betur en verið hafði, en lestargólfið var þannig útlítandi, að slíkt var ekki hægt, hýmdi því hver á sínum stað sem áður. Eftir nærri 18 stunda ferð frá Eyjum var komið til Reykja- víkur og þar með ferðinni hjá öllum lokið á sjónum, en við úr Hafnarfirði áttum eftir að ganga heim, eftir að hafa komið dóti okkar fyrir til geymslu þar til við gætum sótt það. Hjá mér varð örðug gangan heim. Má segja að ég hafi setið nærri 4 sólar- hringa á sama stað, fárveikur af sjósótt og ekki neitt annars allan tímann en tveggja smákakna á líkri stærð og svo kallað Famile- kex er nú, en einhvern veginn komst ég heim en sjálfsagt hef- ur hugurinn þar borið mig hálfa leið. Tvo daga lá ég í rúminu eftir þetta ferðalag. Ég rifja upp þessar minningar til að sýna uppvaxandi kynslóð sem getur kosið sér hvaða farar- tæki sein er til að ferðast með, og getur farið á 1—2 tímum það sem marga sólarhringa tók áður, hvaða erfiðleika afar þeirra og ömmur, áttu við að stríða í leit að atvinnu til að hafa eitthvað til eldis sér og sínum í hönd far- andi veturs er máske allar bjargir voru bannaðar. Allt það fólk er þannig fór í at- vinnuleit annaðhvort austur á firði eða til Vestfjarða, sem einn- ig á þessum árum var mikið gert, var ekki það efnúm búið að geta keypt sér farþegarúm, það varð að láta sér nægja þilfars eða lest- arrúm. Væri fátt um farþega mátti hreiðra dável um sig í lest- inni, en alltaf var þó sú áhætta, að ef vont gerði í sjó að loka yrði lestum svo að vörur sem þar voru einnig skemmdust ekki af ágjöf, um fólkið sem þar var virt- ist oft vera minna hugsað en vörurnar. S. G. KIRKJUHLJÓM- LEIKAR Karlakórinn „Þrestir“ efnir til kirkjuhljómleika í Hafnarfjarð- arkirkju á annan í jólum. Kórinn hóf starfsemi sína eins og undanfarin ár snemma í haust undir leiðsögn Páls Kr. Pálssonar organleikara. Kórinn hefur æft af miklu kappi jólasönglög þau, sem hann mun flytja bæjarbúum annan jóladag eins og áður er getið. Ennfremur verður tvísöng ur með orgelundirleik og einleik á orgel kirkjunnar leikur söng- stjórinn. Styrktarfélögum kórsins er ætlaður forgangsréttur á að- göngumiðum að hljómleikum þessum til laugardagskvölds 23. des. n. k. Eftir áramótin mun kórinn hefja æfingar á sinni venjulegu vetrarsöngskrá, sem hann mun væntanlega flytja í apríl n. k. Það hefur verið nú um langt skeið fastur þáttur í menning- ar og skemmtanalífi bæjarbúa, að karlakórinn „Þrestir“ hefur efnt til söngskemmtunar fyrir bæjarbúa, þeim til gagns og ánægju. Er ekki vafi á, að mörg- um leiki hugur á að komast á kirkjuhljómleikana á annan jóla- dag. Góðtemplarahúsið. Annan jóladag: Skemmtikvöld templara. 27. des.: Jólatrésfagn- aður iðnaðarmanna, fyrir börn. 28. des.: Jólatrésfagnaður Sjálf- stæðisflokksins. 30. des.: Jóla- trésfagnaður vörubílstjóra. 1. jan.: Jólatrésfagnaður Verka mannafél. Hlífar, fyrir börn. 2. jan.: St. Danielsher, fundur. 4. jan.: St. Morgunstjarnan, fundur. 5. jan. Jólatrésfagnaður bama- stúkunnar Kærleiksbandið. 7. jan.: Jólatrésfagnaður st. Daniels hers, fyrir aldrað fólk. Tobba og tung:lið Þér þykir einkennilegt, hvern- ig tunglið gat haft áhrif á, að ekkert varð úr samdrætti milli Tobbu og mín. Til þess að gera þér málið skiljanlegra, skal ég nú segja þér alla söguna. Ég verð að fara rúm 40 ár aft- ur í tímann. Eg var 19 ára gam- all stráklingur og lítið farinn að hugsa um kvenfólk. Þó get ég ekki alveg borið á móti því, að ég væri farinn að veita snoppufríðum stúlkum eft- irtekt. Þetta ár réðist ég sem vinnu- maður til efnaðs bónda í næstu sveit við þá, er ég var fæddur og uppalinn í. Hann var ekkjumaður, orðinn gamall og sjón og heyrn farin að bila. Hann átti eina dóttur, er var fyrir framan hjá honum, hét hún Þorbjörg og var í daglegu tali kölluð Tobba eða þá Lækjar- Tobba. En jörðin hét Lækur og Tobba kennd við bæjarnafnið eins og hver annar gripur þaðan. Komin var Tobba af ferming- araldri — einhvers staðar milli þrítugs og fertugs. Ég komst aldrei að hinu sanna þessu viðvíkjandi. En grunur minn var samt sá, að hún muni hafa verið nær fertugu. Henni var eins og máske fleir- um af því kyninu, illa við að segja til aldurs síns. Ogift var hún, þrátt fyrir all- ar tilraunir, sem gárungarnir sögðu, að hún gerði til að krækja sér í pilt. Laglega var ekki hægt að segja Tobbu. Hún var fremur hávaxin, lotin og axlaslöpp, hálslöng og kjálkamikil, fremur munnstór og með þykkar varir, nefið lítið og brett upp að fram- an og í fljótu bragði leit hún út fyrir að vera tileygð, en þó var það ekki svo mikið, að orð væri á því gerandi. Ennið var lágt og umkringt þykku, hrokknu, skolbrúnu hári. Hárið var það eina, sem prýddi hana, því það var mikið og sítt. En svo var líka eitt við andlit hennar, sem lítti hana stórmikið. Það var varta á neðri vör. Varta þessi var stór og Ijót, og eins og tifaði til, sérstaklega ef Tobba var í æstu skapi. Þú heyrir á þessarflýsingu, sem mér er óhætt að segja að sé nokk- urnveginn rétt, að kyssilega var ekki hægt að segja hana. Og skap ið var eins og veðráttan í apríl- mánuði 'öldungis óútreiknanlegt. En hún stóð til að erfa mikið, á þeirra daga mælilcvarða, og það gat verið þungt á metunum og bætt upp margan ókostinn. Og þótt ég aldrei væri skotinn í henni, er óvíst, hvað hefði getað skeð, ef tunglið hefði ekki komið í veg fyrir það. Því ekki hafði ég verið lengi í vistinni, er ég þóttist verða þess var, að henni stóð ekki á sama um mig. Smásaga eftir S. G. Hvernig ég fór að finna það? Það er, undir þannig kringum- stæðum, eins og maður hafi sjötta skilningarvitið, er ótvírætt segi manni til svoleiðis hluta. Og svo er það atlætið. Það fór að verða bæði betra og meira í aski mínum, en hjá hin- um vinnumönnunum. En Tobba var sú er skammtaði. Eins kom líka ólundarsvipur á hana, ef ég galgopaðist við aðrar stúlkur en hana. Ég tala nú ekki um, að enginn mátti hjálpa henrii á hestbak, nema ég, og ef eitthvað fór aflaga hjá henni var sjálfsagt að kalla á mig til að laga misfellurnar. Og eftir að sezt var að tóvinnu um veturinn var alveg ótrúlegt, hvað margar bandhespur flækt- ust í höndunum á henni og alltaf var kallað á mig til aðstoðar við að greiða úr flækjunni. Það leiddi af sjálfu sér, að þeg- ar hespan var komin í einn hnút, að þá var ekki langt á milli okk- ar við greiðsluna. En þegar þannig er setið hlið við hlið, verður maður var við ýmislegt. Nú er það létt en hlýtt hand- tak, nú andvarp eða augnatillit og nú hallar hún sér áfram og eins og af tilviljun koma kinnarn- ar saman, eitt andartak er stað- næmst og önnur hreyfing nota- leg kemur í staðinn. Af öllu þessu og ýmsu öðru þóttist ég vita, þótt óreyndur væri, að óhætt mundi mér vera, að minnsta kosti að taka yfir um hana, án þess að hún stykki upp á nef sér eða færi að kvarta. En aldrei gerði ég það nú samt. En þegar ég var kominn frá henni, hálfsá ég þó eftir að hafa ekki gert það. Þá flugu mér í hug jarðirnar og peningarnir, er hún stóð til að erfa. Og þótt ást væri engin, þá virtist mér samt þá stundina, að auðurinn gæti bætt mikið upp. Þannig leið veturinn fram yfir hátíðar. Þá skrapp ég heim og ætlaði að dvelja þar í tvo daga og koma að Læk aftur á fjórða degi. Áður en ég fór bað Tobba mig um að fá að verða samferða mér heim, er ég kæmi aftur, því ef gott yrði veður ætlaði hún út að Grund þann dag að finna kunn- ingjastúlku sína. Ég lofaði því, og nú segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég kem að Grund á heimleið. Þar var Tobba fyrir og varð mér samferða. Áliðið var orðið dags, en bjart af tungli, þótt það að vísu væði í skýjum af og tií. Ég hafði í ferðinni bragðað vín, þó ekki svo mikið, að á mér sæi, en þó nóg til þess að gera mig örari og fleirtalaðri en ég var vanur að vera. Eg leiddi Tobbu og bar yfir smálæki og lét túlann óspart ganga. En þótt ég segði margt, þá var það allt græskulaust og ekk- ert þannig, er gefið gæti henni tilefni til að halda,, að alvara fyJgdi. Þó brutust ýmsar hugsanir fram í huga mér. Hún átti jarðir og peninga. Ég var ungur, hún fullorðin og þá virtist mér ekki ólíklegt, að hún mundi hrökkva upp af fyrr en ég. Manni getur dottið mörg vit- leysan í hug og þá víst sérstak- lega, þegar maður er hreyfur af víni. Ætti ég að segja þér allt, sem mér flaug í hug í þessari ferð, yrði það langt mál og þess vegna sleppi ég því. Skrítið þótti mér, að eftir því, sem við komum nær heimilinu, varð Tobba hljóðari og fátalaðri. Það var alveg eins og hún ótt- aðist, að einhver mundi heyra til okkar. Þó var komin hánótt og allir í fasta svefni og ekkert sagt, sem allir máttu ekki heyra. Auðheyrt var að hún var þungt hugsandi, því stundum var eins og hún heyrði ekki hvað ég sagði eða þá, að hún svaraði mér út í hött. Er við komum í hlaðið mælti hún svo lágt, að ég varla heyrði, að við skyldum hafa hljótt um okkur og fara fyrst inn í stofu. Hún ætti þar örlitla hressingu, er hún ætlaði að veita mér fyrir fylgdina. Ég heyrði, að óstyrkur var í röddinni og fann að hönd henn- ar titraði, er hún leiddi mig inn göngin. Á andardrætti hennar heyrði ég, að henni var órótt innanbrjósts. Þegar í stofuna var komið, hvað hún óþarft að kveikja. Nóg væri birtan af tunglinu. Hún náði í hressinguna og hélt víninu fast að mér, svo að ekki setti að mér eftir gönguna. Saup ég drjúgan á. Nú var það þannig með mig, ef ég fann á mér, að ég varð glaður og léttur í lund og vildi hafa aðra glaða. Einnig þurfti ég lítið hlátursefni til að fara að skellihlægja. Tunglið óð enn í skýjum. Var því aðra stundina, er máninn skein inn um gluggann bjart í stofunni, en dimmt á milli. Einmitt er tunglið hvarf á bak við kolsvart ský og þögn hafði varað lengi á báðar hliðar, rauf Tobba þögnina. Orðin komu á slitringi og and- ardrátturinn var tíður og óstyrk- ur. Hún þakkaði mér með fögrum orðum fyrir samfylgdina, um leið og hún tók innilega í hönd mér, °g gat þess meðal margs annars, að gótt ætti sú kona, er síðar- meir á lífsleiðinni hefði svo styrk- an arm sem minn að styðjast við. En lífið væri nú einu sinni svona. Sumum veittist allt af þvi, Framhald á bls. 4 I

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.