Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 5

Hamar - 23.12.1950, Blaðsíða 5
HAMAR 5 JOLAFACÍMÐIR Sjálfstæðisféhganna verður í Góðtemplara- húsinu fimmtudaginn 28. desemher kl. 4 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað kl. 1. Skemmtineíndin. Nr. 52/1950 TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni pr. líter kr. 1,51. Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar Verðlagsstjóra nr. 7 frá 31. marz 1950 og tilkynningar nr. 30 frá 26. júlí 1950 áfram í gildi. Reykjavík, 14. desember 1950 VerSlagsskriístoían. Gleðileg jól! Farsælt nýfár! $ Almennar Tryggingar h.f. Gleðileg jól! Farsælt nýfár! Bókabúð Böðvars HAMAR & óskar öllum Hafn- firðingum og öðr- um lesendum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks kom- andi árs með beztu þökkum fyrir líð- andi ár. $ & JOLANIÐIU ... Framh. af bls. 4 ust í sjónleiki, sem haldnir voru utan þeirra. Og þótt þeir væru oftast byggðir á trúarlegu efni, var það oft ekkert skilt jólunum. Um tíma var svo mikil andverk- un til meiri léttúðar, að það varð til þess að lönd, sem England, bannaði öll veizluhöld samfara jólunum. Á síðustu tímum hefur reynsl- an orðið sú, að meirhluti heims- ins, heldur jólahátíðina með veizlum og fagnaði, en þó eru enn fjöldi fólks meðal allra þjóða, sem halda sig algerlega við hinar trúarlegu athöfn jóla- hátíðarhaldanna. Lofsöngvar — Jólasdlmar. Hinn sanni uppruni lofsöngv- anna, sem þátts í jólahátíðahöld- unum er raunverulega óþekktur, þar sem heimildum ber ekki sam an. — Nokkur lönd hafa krafizt þess að vera útnefnd, sem fæð- ingarstaður jólalofsöngvanna. Frá fyrstu tímum hefur ein- hverskonar hljómlist verið hluti hinna kirkjulegu hátíðahalda um fæðing Jesús. Franskir sagrífræð- ingar halda því fram að Teles- phorus biskup í Róm hafi tekið upp þann sið að halda jólin há- tíðleg með söng árið 129 e. Kr. — Aurelius Prudentius (f. 348) er sagður hafa samið fyrstur hina svokölluðu lofsöngva (carols). Textinn er enn til, en lögin eru týnd. —St. Jerome segir að lof- söngvar hafa verið viðhafðir á fimmtu öld. Sumir lofsöngvar eru auðsjáanlega af heiðnum uppruna en voru teknir upp af kristnum mönnum, en nýr texti saminn við þá. Margir þessara lofsöngva voru dansaðir jafnt sem sungnir, og þar af leiðandi ekki viðurkenndir af kirkjunni í aldaraðir. Orðið carol þ. e. lof- söngur eða gleði söngur er dreg- ið af ítalsaka orðinu „Carolare", sem var heiti á miðaldarhring- dans, sem sunginn var og dans- aður. Handrit að lofsöngvum þrett- ándu og fjórtándu aldar eru til ennþá, og sumir hverir þeirra eru mjög vinsælir enn þann dag í dag. Það er auðsætt að lofsöngvar tíðkuðust í Þýzkalandi á fimm- tándu öld, því Marteinn Lúther segir frá því að þegar jólin hafi verið haldin hátíðleg, hafi hann ásamt öðrum farið hús úr húsi og þorp úr þorpi, syngjandi fjór- raddaða vinsæla jólasálma. í Englandi voru um sama tíma jólalofsöngvar mikið sungnir og brezkar heimildir vilja halda því fram að raunverulega sé 15. öld- Framh. á bls. 6 Mig vantar stórt Herbergi eða tvö lítil, helzt í Suður- bænum. ÞORBERGUR ÓLAFSSON Sími 9520 Karlakórinn „Þrestir“ Söngstjóri Páll Kr. Pálsson Einleikur á orgel: Páll Kr. Pálsson Kirklubljómlelkar í Hafnarfjarðarkirkju annan jóladág kl. 3 s.d. Aðgöngumiðar á kr. 10,00 fást í Bókabúð Böðvars og við innganginn. Styrktarfélagar hafa forkaupsrétt til kaupa á aðgöngumið- um til laugardagskvölds 23. desember. STJÓRNIN. Nr. 53/1950 TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: Heildsöluverð án söluskatts ....... kr. 32.42 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti....... — 33,40 ------ Smásöluverð án söluskatts.......... — 35,87 ------ Smásöluverð með söluskatti ........ — 36,60 ------ Sé kaffi selt ópakkað, skal þáð vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. Reykjavík, 14. desember 1950 V erðlagsskriístoían. F. U. S. Stefnir Ár§hátíð verður haldin í Sjálfstæðishúsinu annan jóladag kl. 8,00 síðdegis. KVÖLDSKRÁ: 1. Avarp 2. Gluntasöngur 3. Gamanþáttur 4. Fjólufansinn 5. Upplestur 6. Gamanvísur 7. Dans — Róbert og Svavar spila. Það, sem eftir er af aðgöngumiðum verður selt annan jóladag kl. 5 e. h. Nefndin. TILKYNNING Með því, að í ljós hefir komið, að vatnsleysi það, er bæjar- búar hafa að undanförnu orðið að búa við, stafar mikið til af því, að ósparlega er farið með vatnið, og í mörgum til- fellum látið renna að óþörfu úr bæjarkerfinu, eru allir bæjarbúar hér með alvarlega áminntir um að taka höndum saman um að tryggja bæjarbúum sem mest vatn. Dagleg athugun fer nú fram á því, hvort óþarfa vatns- rennsli á sér stað, og verður ekki hjá því komist að beita viðurlögum, þar sem misnotkun á vatni kemur í ljós. Bæjarstjóii.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.