Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 „Frægt er að í ár- daga sjónvarps á Ís- landi, þegar ráðherrar voru þéraðir, fengu þeir allir spurningar sendar til sín fyrirfram. Í hin- um útsendu viðtölum las fréttamaður sömu spurningar og ráðherra þuldi undirbúin svör. Endursýningar á slík- um viðtölum vekja nú aðeins góðlátlegt bros, en ekki aðdáun á vönduðu máli.“ Þetta er tilvitnun í Tungutakspistil prófessors Gísla Sigurðssonar í Les- bók Morgunblaðsins, Sunnudags- mogga, 7. nóvember 2010. Gísli Sig- urðsson er prófessor við Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar. „Frægt er,“ segir prófessorinn. Hvaðan er það frægt, með leyfi að spyrja ? Prófessorinn lætur þess ógetið. Í stað þess að vitna til heim- ilda um þessi óvönduðu vinnubrögð, sem hann eignar okkur fyrstu frétta- mönnum Sjónvarpsins notar prófess- orinn aðferðina: Ólyginn sagði mér. Það gerði líka fræg persóna í íslensk- um bókmenntun, sem óþarfi er að nefna. Hún bætti svo jafnan við: En berðu mig ekki fyrir því. Gísli Sig- urðsson styður mál sitt hvorki rökum né dæmum. Hann fer með fleipur. Segir ósatt. Ég treysti mér til að tala fyrir munn allra fréttamanna sjónvarpsins og þáttastjórnenda úr röðum starfs- manna. Við unnum ekki svona eins og hér er dylgjað um. Við sendum ekki ráðherrum eða öðrum viðmælendum spurningar fyrir viðtöl og lásum svo upp í upptöku eða útsendingu. Reyndar geri ég ekki ráð fyrir að neinum þeirra hafi dottið slíkt í hug. Fullyrðing Gísla Sigurðssonar er uppspuni. Hann á að biðjast afsök- unar. Raunar skil ég ekki hvað hon- um gengur til að nota Tungutaks- dálkinn til árása á fyrrverandi starfsmenn Sjónvarpsins. Ég held að Morgunblaðsmenn hafi ætlað þess- um pistli annað hlutverk en að vera boðveita fyrir hnýfilyrði úr Háskóla Íslands í garð fólks, sem ekkert hefur til saka unnið. Vonandi hvíla fræðilegar fullyrð- ingar prófessors Gísla á traustari grunni en þessi ósannindi, sem hann ber á borð fyrir lesendur Morg- unblaðsins. Það er svo önnur saga, að ómögulegt er annað en að skilja upp- haf greinar prófessors- ins á annan veg en að hann sé að hnotabítast út í netpistla mína um málfar og miðla sem nú eru orðnir rúmlega 450 talsins. Hægt er að skilja fyrr en skellur í tönnum. Höfund brest- ur þó hugrekki til að tala skýrt og nefna pistlana eða höfund þeirra á nafn, heldur talar hann um „óeirð- armenn um málrétt- ingar“. Orðið óeirðarmaður er notað um þann sem fer um með ránum og of- beldi. Ekki kannast ég við að hafa gert það. „Vaða fram með rauða pennann og krota í allt sem fyrir verður í máli annarra, einkanlega það sem þeir hafa aldrei heyrt talað um áður,“ segir fræðimaðurinn. Gísli er uggandi um að „óeirðarmenn um málréttingar“ hafi ekki heyrt talað um óeirðarmenn um kvennafar. Ég get huggað prófessorinn við það að orðin óeirðarmaður um kvennafar eru mér vel skiljanleg. Þau festust í huga mér er ég var unglingur og las Söguna af Heljarslóðarorrustu Bene- dikts Gröndals, en þar segir í upphafi 9. kapítula: „Maðr er nefndr Hjör- leifr, hann var víkingr og óeirðarm- aðr mikill um kvennafar; hann fór við flokk manna og tók bændadætr og ógipt kvennfólk og lagði í rekkju með sér, og átti við þeim fjölda barna út um allan heim“. Þetta þótti unglingn- um vel orðað. Að lokum þetta: Ég mun halda áfram að skrifa Mola um málfar og miðla, gera athugasemdir við málfar og efnistök í fjölmiðlum meðan ég hef nennu til og meðan mér eru þökkuð þessi skrif, en það gerist nánast á hverjum degi. Það skiptir mig engu þótt reiðareksmenn um þróun tungunnar hafi horn í síðu minni, en fílabeinsturnarnir við Suð- urgötu eru hinsvegar hærri en ég hélt. Ólyginn sagði mér … Eftir Eið Guðnason » Gísli Sigurðsson styður mál sitt hvorki rökum né dæm- um. Hann fer með fleip- ur. Segir ósatt. Eiður Guðnason Höfundur er fyrrv. sendiherra og meðal annars fyrrverandi fréttamað- ur Ríkissjónvarpsins Eins og flestum er kunnugt, búa Íslend- ingar við torgreinda peningastefnu og er nafnið bein þýðing á enska heitinu discre- tionary monetary po- licy. Þessi pen- ingastefna er fólgin í að opinberar ákvarðanir er varða peningamál landsins eru teknar af þröngum hópi valda- manna. Jafnframt eru ákvarðanirnar torgreinanlegar sem merkir að al- menningi er ekki ætlað að greina raunverulegar ástæður fyrir ákvarð- anatökunni. Þessi peningastefna náði út- breiðslu eftir 1972, þegar rift var Bretton Woods samkomulaginu um peningamál stærstu ríkja heims. Bretton Woods kerfið byggðist á föstu hlutfalli á milli helstu gjald- miðla og undirstaðan var svo nefndur gullfótur í eigu Bandaríkjanna. Þótt þetta kerfi hafi ekki verið fullkomið var það samt ástæðan fyrir miklum stöðugleika í fjármálum heimsins og lítilli verðbólgu. Eins og almenningur á Íslandi þekkir vel, er gengisfesta forsenda lágrar verðbólgu í van- burða hagkerfum. Torgreinda pen- ingastefnan ásamt inn- göngu landsins í Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) eru stærstu or- sakir efnahagshruns- ins. Seðlabankinn tók torgreindar ákvarðanir og þær að mestu leyti rangar um flest þau at- riði sem á hans valdi voru. Jafnframt var stjórn efnahagsmála ríkisins í tor- greindum anda, auk þess sem allt stjórnkerfið svaf svefni hinna væru- kæru. EES-aðildin leyfði samtímis að fjárglæframenn stofnuðu fyr- irtæki um alla Evrópu, sem notuð voru til að blóðmjólka íslenska hag- kerfið. Eftir þær hörmungar sem yfir landið höfðu gengið var ástæða til að vona, að tekin yrði upp peningastefna sem væri þveröfug við þá stefnu sem efnahagshruninu olli. Þær vonir brustu algerlega og stofnun peninga- stefnunefndar Seðlabankans var eina útbótin sem sá dagsins ljós. Í lögum 36/2001 um Seðlabankann, sem breytt var 2009 segir svo í 24. grein: Ákvarðanir um beitingu stjórn- tækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Þótt peningastefnunefnd hafi ekk- ert með peningastefnuna að gera, er henni samt falið vald til að taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og það verður að teljast mikilvægt verkefni. Nú bregður svo við að seðla- bankastjóri gefur út yfirlýsingu (3.11. 2010) um að peningastefnu- nefndin taki ekki ákvarðanir varð- andi gildandi gjaldeyrishöft. Í yf- irlýsingu bankastjórans segir í 5. lið: Peningastefnunefnd mótar ekki eða tekur ákvarðanir er varða áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna, þótt Seðlabankinn leiti eftir áliti og ráðum hennar um þetta efni. Með þessum orðum er seðla- bankastjórinn að brjóta gegn lög- unum um Seðlabankann. Að mati bankastjórans sjálfs eru gjaldeyr- ishöftin veigamikið og ómissandi stjórntæki bankans við að halda gengi krónunnar stöðugu. Gerist nú kommissarinn all-sólginn í hin tor- greindu völd. Einhvern tíma hefði svona yfirgangur í lýðræðisríki leitt til að ríkisstarfsmaðurinn væri tek- inn af spenanum. Fyrirætlanir um nýja stjórn- arhætti í Seðlabankanum hafa því miður orðið að engu. Þegar það hent- ar valdaaðlinum eru jafnvel þeirra eigin lög brotin. Torgreinda pen- ingastefnan er ekkert lamb að leika við. Þeir sem setjast á næstunni á Stjórnlagaþing ættu að berjast fyrir upptöku nýrrar peningastefnu, sem nauðsynlegt er að binda í stjórn- arskrána, svo að haldi. Eini valkostur Íslendinga í stað torgreindu pen- ingastefnunnar er að taka upp reglu- bundna peningastefnu (rule-bound monetary policy.) Eitt megineinkenni á hinni nýju peningastefnu er, að sett yrði á stofn myntráð í stað Seðlabankans sem lagður yrði niður. Myntráðið gæfi út gjaldmiðil, sem baktryggður yrði með einni eða fleiri stoðmyntum. Hentugt væri að nota bandaríkjadal og evru sem stoðmyntir til helminga (50%+50%). Slíkt kerfi myndi leysa okkur undan alþjóðlegum breyt- ingum á gengi gjaldmiðla, sem eru fyrst og fremst fólgnar í innbyrðis breytingum á gengi þessara mynta. Eitt einkenni „reglubundinnar peningastefnu“ er að allar reglur varðandi gjaldmiðilinn liggja fyrir og eru auðskiljanlegar. Til dæmis stjórnast peningamagn í umferð af þörfum viðskiptalífsins og vaxta- stigið ræðst af innlendri eftirspurn eftir fjármagni, en væri þó í takti við lægstu vexti á efnahagssvæði dollara og evru. Hægt er þá að segja, að pen- ingamálin séu komin á sjálfstýringu. Búið er að taka upp markaðslausn peningamálanna. Við að halda geng- inu föstu hættir gengisfall að bæta í verðbólguna og jafnframt stöðvast eignabruninn. Lánavísitala verður óþörf því að gjaldmiðillinn sjálfur tekur við af vísitölunni sem verð- mætatrygging. Breytingar á efna- hagskerfi landsins eru auðvitað draumsýn, sem ekki mun rætast með núverandi valdhafa í Stjórnarráðinu. Allar framfarir í þessu landi eru háð- ar því, að við stjórnartaumunum taki framsækin ríkisstjórn. Sú stjórn verður að leggja af ríkisforsjá og laumuspil valdastéttarinnar. Tor- greind vinnubrögð eiga ekki heima í lýðræðisríki. Leggjum niður Seðla- bankann sem fyrst og byggjum fram- tíð þjóðarinnar á sjálfstæðum ein- staklingum. Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallar ekki um peningastefnuna Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Þeir sem setjast á Stjórnlagaþing ættu að berjast fyrir upptöku nýrrar peningastefnu, sem nauðsynlegt er að binda í stjórnarskrána, svo að haldi. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vís- indakennari. Forystumenn verka- lýðsins temja sér lýð- skrum sem svar við gagnrýni fjöldans á störf þeirra fyrir alþýð- una. Raunsæi og raun- hæfar kröfur heyrast mikið í því sambandi þegar valdhafar tala niður til lýðsins. Mikið er rætt um að hjálpa bara þeim allra verst stöddu því annað sé óraunhæft, þeir sem geta borgað skulu borga. Að hjálpa bara þeim verst stöddu eru í raun engin úrræði eða lausn því þeir verst stöddu eru nú þegar komnir í þrot. Ef þeir skrifa ekki undir afarkosti bankanna um afsal á fjárreiðum og eilíft skuldafangelsi blasir gjaldþrot við með enn meiri afskriftum fyrir banka og fjár- málastofnanir. Að hjálpa bara þeim verst settu eru klæðskerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröf- um. ASÍ segir að ekki sé hægt að þurrka upp skuldir fólks með sparifé launamanna. Að halda því fram að óreiðufólk vilji nota allar eignir líf- eyrissjóðanna til að afskrifa allar skuldir er lýðskrum af versta tagi. Hvernig getur krafa fólksins um leiðréttingu á verðbótum vegna for- sendubrests talist til afskrifta allra skulda með öllu sparifé launa- manna? Krafan er að farinn verði millivegur og illa fengnum verðbót- um skilað að hluta. ASÍ telur galið að fara í flata nið- urfellingar skulda því þá myndi af- slátturinn af íslenskum húsnæð- islánum frá Lúxemborg, sem lífeyrissjóðirnir fengu á vild- arkjörum frá SÍ, ganga til baka. Það eru ekki bara bankarnir sem hagn- ast á vildarviðskiptum með húsnæð- islán almennings. Nú fer að styttast í að hálaunaðir foringjarnir fari á lífeyri og ekki að undra að þeir vilji sem minnst vita af unga fólkinu í þessum efnum. Lífeyrissjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fast- eignalánum almennings frá árs- byrjun 2008. Lífeyrissjóðirnir hafa fært rök fyrir því að fella eigi niður glóru- lausa gjaldmiðlasamn- inga, sem þeir gerðu í von um skjótfenginn gróða, vegna þess að forsendur fyrir þeim hafi brostið. Á meðan lífeyrissjóðirnir leita réttar síns vegna for- sendubrests, neita þeir að viðurkenna for- sendubrest á stökk- breyttum fast- eignalánum almennings. Illa fengnar verð- bætur sem lífeyrissjóðir hafa nú þegar eignafært í bækur sínar skekkja stöðu og mismuna sjóðs- félögum gríðarlega. Sjóðsfélagar sem nutu hagstæðra óverðtryggðra húsnæðislána fá nú greiddan lífeyri með verðbótum þeirra sem nú reyna að koma þaki yfir höfuðið. Almenn skerðing bitnar á öllum sjóðs- félögum, ekki bara „aumingja gamla fólkinu“ eins og forseti ASÍ kallar það þegar hann gerir lítið úr kröfum fólksins. Lífeyrissjóðirnir bera ábyrgð á ástandinu með því að nota al- mannafé sem eldivið á bálköst útrás- arinnar, verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á lífeyrissjóðunum og verka- lýðsforingjarnir bera ábyrgð á verkalýðshreyfingunni. Er skrýtið hversu aðilar vinnumarkaðarins berjast á móti opinberri rannsókn á kerfinu og vilja nota brostnar for- sendur fasteignalána til að breiða yf- ir sukkið og skítinn. Forsendubresturinn er viðbótarskerðing á lífeyri þeirra sem skulda. „Ekki á minni vakt“ segir forseti ASÍ sem gerir nú kröfu á jöfnun líf- eyrisréttinda á við opinbera kerfið, sem þýðir skerðingu á lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna því það er með öllu óraunhæft að skrúfa upp almenna kerfið til jafns við það opinbera. Þeir hafna alfarið aðkomu lífeyrissjóða að skuldavanda heim- ilanna, hafna skattlagningu sér- eignasparnaðar sem kæmi í veg fyr- ir gríðarlegar álögur á ungt fjölskyldufólk sem nú þegar hefur tekið á sig mesta skellinn. Lífeyrisþegar sem greitt hafa í kerfið í 40 ár eða meira eru nú komnir á lífeyri. Í flestum tilfellum þarf ríkið í gegnum Trygg- ingastofnun að borga mismuninn sem vantar upp á lágmarks- framfærslu lífeyrisþega. Það sem heldur lífeyrisþegum gangandi í dag er eignamyndun utan kerfisins yfir sama tímabil og greitt var í lög- bundna kerfið.Við sjáum hversu vel hefur tekist til síðustu áratugi og hver uppskera lífeyrisþega er í dag. Telur þar mest áratuga óráðsía í fjárfestingum sjóðanna í bland við handónýta peningastjórn. Við höfum dæmin fyrir framan okkur um hversu mikilvægt er að eignast þak yfir höfuðið og hversu hörmulega gengur að geyma pen- inga með bréfabraski í kerf- isbundnum áföllum fjármálamark- aða. Ég er skyldaður til að greiða í líf- eyrissjóð en fæ engu ráðið um hverj- ir stjórna honum. Ég er skyldaður til að spara en fæ engu ráðið um hvernig sparifénu er ráðstafað. Ég á allt undir misgáfulegum fjárfest- ingum, misgáfaðra forstjóra, hvern- ig hag mínum verður borgið á efri árum. Er eðlilegt að sumir fái meira út úr lögbundnu kerfi en aðrir vegna ákvarðana sem við höfum ekkert með að gera? Er eðlilegt að lögbund- in iðgjöld sem eru ekkert annað en skattur, mismuni fólki á þann hátt að kerfið hygli þeim efnameiri. Væri eðlilegt að skattkerfið byði há- tekjufólki betri heilbrigðisþjónustu en lágtekjufólki? Hvað þurfa Norðmenn marga ol- íusjóði? Hvernig væri að sameina sjóðina í einn og jafna öll lífeyr- isréttindi. Lífið er til að njóta þess alla ævi. Að ætla sér að gera kynslóðir að skuldaþrælum með því að lofa gulli og grænum skógum eftir 67 ára ald- ur minnir óneitanlega á ofsatrúaða öfgamenn. Lífið er til að njóta þess alla ævi Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Að hjálpa bara þeim verst settu eru klæð- skerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir til að hafa sem allra mest út úr þegar töp- uðum kröfum. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er sölustjóri og stjórn- armaður í VR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.