Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Lögin andstæð stjórnarskrá  Hæstiréttur telur nýleg lög um ábyrgðarmenn ekki standast eignarréttarákvæði Guðmundur Sv. Hermannsson Egill Ólafsson Hæstiréttur segir að lög, sem sett voru á Alþingi á síðasta ári um ábyrgðarmenn, séu andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Stað- festi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um að tveir ábyrgðarmenn láns skuli greiða Sparisjóði Vestmannaeyja rúma 1 milljón króna. Um var að ræða sjálfskuldarábyrgð á láni en fólkið hélt því fram að ábyrgð þess væri ekki lengur fyrir hendi vegna breytinga, sem gerðar voru á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn taldi lögin hins vegar ekki afturvirk. „Þessi niðurstaða skaðar framgang laga um greiðsluaðlögun,“ segir Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, og bendir á að þriðja manns ábyrgðir séu mjög útbreiddar hér á landi. Upphaf málsins er að kona á fimmtugsaldri, sem er 75% öryrki, fékk útgefið skuldabréf upp á eina milljón árið 2006 en lenti strax á því ári í vanskilum með það. Móðir konunnar og bróðir voru ábyrgðarmenn hennar. Konan fékk greiðsluaðlögun á síðasta ári og voru allar samningskröfur gefnar eftir að fullu, þar á meðal kröfur Sparisjóðs Vestmannaeyja á hendur henni. Sjóðurinn taldi hins vegar að ábyrgð ábyrgðarmannanna væri ekki fallin nið- ur og höfðaði mál á hendur þeim þegar þeir neit- uðu að greiða. Hæstiréttur segir að kröfuréttur sparisjóðsins á hendur ábyrgðarmönnunum njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnar- skrárinnar og þau réttindi verði ekki skert án bóta með afturvirkri íþyngjandi löggjöf. „Það er auðvitað mjög slæmt ef fólk í alvar- legum greiðsluvanda getur ekki komist aftur á lappirnar á annan hátt en að vandi þess sé flutt- ur yfir á aðra,“ segir Árni Páll og bætir við að Hæstiréttur leggi greinilega mikla vigt á frið- helgi eignarréttarins en minni áherslu á frið- helgi heimils og einkalífs sem líka sé tryggð í stjórnarskrá. „Ég vil að löggjafinn fari yfir þetta og við leitum leiða til að réttlætið nái fram að ganga.“ Árni Páll Árnason Gengið var með kyndla gegn kynbundnu ofbeldi í Reykjavík í gærkvöldi, gangan hófst við Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu og var gengið að Sólfarinu við Sæbraut. Sex ráðherrar tóku þátt í ljósagöngunni í ár en hún markaði upphaf sextán daga átaks gegn ofbeldi gagnvart konum. UNIFEM á Íslandi (nú hluti af Jafnréttisstofnun SÞ – UN Women), í sam- vinnu við mannréttindasamtök og kvennahreyfinguna á Íslandi, stóð fyrir ljósagöngunni í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. „Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er: Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum og viljum við á Íslandi leggja áherslu á ábyrgð gerenda í ofbeldismálum,“ sagði í tilkynningu frá aðstandendum átaksins. Gengið gegn kynbundnu ofbeldi Morgunblaðið/Golli Séra Sigurður Sigurð- arson, vígslubiskup í Skálholti, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík í gærmorg- un, 66 ára að aldri. Eftirlifandi eigin- kona hans er Arndís Jónsdóttir skólastjóri. Þau eignuðust tvö börn, Stefaníu og Jón Magnús. Fóstursonur þeirra, Rúnar Krist- jánsson, lést árið 2000. Sigurður fæddist 30. maí 1944 í Hraun- gerði. Faðir hans var séra Sig- urður Pálsson, sóknarprestur í Hraungerði og síðar á Selfossi og vígslubiskup Skálholtsstiftis. Móð- ir hans var Stefanía Gissurardóttir húsfreyja. Sigurður varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykjavík á árinu 1965 og lauk kandídatsprófi í guð- fræði frá Háskóla Ís- lands 1971. Hann nam einnig fiðluleik og kenndi um tíma á fiðlu. Sigurður lauk meistaraprófi í guð- fræði frá Princeton Theological Seminary árið 1981. Séra Sigurður var sóknarprestur á Sel- fossi 1971-1994 er hann tók við embætti vígslubisk- ups í Skálholtsstifti og gegndi því embætti þar til hann lést. Hann sinnti kennslustörfum um árabil og var stundakennari í kennimannlegri guðfræði við guð- fræðideild Háskóla Íslands 1983- 84 og 1989. Hann sat í stjórn Prestafélags Íslands og var for- maður þess um tíma. Sigurður sat í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum þjóð- kirkjunnar, í helgisiðanefnd þjóð- kirkjunnar um árabil og í kenn- ingarnefnd frá árinu 1998. Hann var staðgengill biskups Íslands frá árinu 2003. Þá gegndi hann trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Sigurður ritaði bókina Þorlákur helgi og samtíð hans sem kom út árið 1993. Hann ritaði og fjölda greina í Kirkjuritið, Morgunblaðið og héraðsblöð Sunnlendinga. Séra Sigurður Sigurðarson var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1994 og stórriddarakrossi á kristnihátíðar- árinu 2000. Andlát Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskupGegn umfangsmiklum breytingumá stjórnarskránni. Auðkennistala: 7759 Óráðlegt er að ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Það er til marks um ágæti hennar að hún hefur staðist tímans tönn stóráfallalaust. Bankahrunið gefur ekkert tilefni til að breyta henni. Orsakir þess er ekki að finna í henni. Þvert á móti er óráðlegt að ráðast í breytingar á stjórnarskránni á þessum umbrotatímum. Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur. elias@elias.is elias.is FRAMBOÐTIL STJÓRNLAGAÞINGS Fangelsismálastofnun hefur vakið athygli dóms- mála- og mannrétt- indaráðuneyt- isins á að- finnslum sem hún hefur gert við fjár- reiður og bók- hald fangels- isins á Kvíabryggju. Ráðuneytið hefur rætt málið við forstöðumann fangelsisins og hefur hann í framhaldi óskað eftir því að Ríkisendurskoðun verði falið að fara yfir bókhaldið. Á meðan á þeirri skoðun stendur hefur forstöðu- manninum verið veitt lausn frá störfum um stundarsakir á grund- velli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Forstöðumaðurinn á Kvíabryggju var skipaður í stöðuna snemma árs 2006. Fjármál Kvíabryggju rannsökuð Frá Kvíabryggju. Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í kosningu til stjórnlagaþings en kusu í þjóðar- atkvæðagreiðsl- unni um Icesave- lögin. Sá munur er hins vegar á að aðeins verður hægt að kjósa ut- ankjörfundar í tvo klukkutíma í dag, en við þjóð- aratkvæðagreiðsluna var opið allan daginn degi fyrir kjördag og einnig var hægt að kjósa utankjörfundar á kjördegi. Bergþóra Sigmundsdóttir, kjör- stjóri hjá sýslumanninum í Reykja- vík, sagði að mjög margir hefðu komið eftir kvöldfréttir í gær. „Það fylltist allt og fólk þurfti að bíða allt upp í 55 mínútur.“ Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk kl. 22 í gærkvöldi en þá voru nokkrir enn í biðröð og var þeim heimilað að kjósa. Tæplega 2.000 manns kusu í gær og höfðu þá 6.160 kosið hjá sýslumanninum í Reykja- vík. Heildarfjöldi atkvæða á landinu öllu er 8.503, eru þá ótalin nokkur aðsend atkvæði. Bergþóra segir að kosningin hafi almennt gengið vel og fólk komi undirbúið á kjörstað. egol@mbl.is Um 8.500 hafa kosið Bergþóra Sigmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.