Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Töluverður misbrestur virðist hafa orðið á því að öll heimili landsins hafi fengið kynningarblað um frambjóð- endur og kosningar til stjórnlaga- þings. Fólk sem saknar blaðsins hef- ur hringt mikið til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. „Það er frekar þungt í okkur út af þessu,“ sagði Hjalti Zóphóníasson, skrif- stofustjóri í ráðuneytinu. Íslandspóstur var fenginn til að dreifa kynningarblaðinu á hvert heimili 15.-17. nóvember sl. Dreifingu blaðsins lauk 22. nóvember sam- kvæmt frétt á vef stjórnlagaþings. Hjalti segir að ráðuneytið sé ekki sátt við þjónustuna varðandi dreifinguna. Hann sagði að m.a. hefðu verið gefin fyrirmæli um að þeir sem hafna fjöl- pósti að öðru jöfnu hefðu samt átt að fá blaðið. „Það var töluvert afgangsupplag og við höfum sjálf verið að verða við óskum fólks sem hringir hingað,“ sagði Hjalti. Hann segir að ekki sé hægt að una við það að fólk fái ekki kynningarblaðið. „Það er ómögulegt fyrir hvern einasta mann sem ekki fær blaðið. Hvernig á hann að kjósa ef hann ekki hefur það?“ spurði Hjalti. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu bæði ekið blöðum heim til þeirra sem vant- aði þau og sent blöð í pósti. Þetta hafi valdið heilmiklu álagi á símakerfi ráðuneytisins. „Þetta hafa verið hundruð blaða, sem við höfum verið að senda,“ sagði Hjalti. Hann sagði reynt að bregðast skjótt við en að núorðið væri flestum sem sakni blaðsins beint til Íslandspósts. „Það hefur ekki verið mikið hringt til okkar,“ sagði Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður mark- aðsdeildar Íslandspósts. Hún sagði að borist hefðu kvartanir um að blöð vantaði á einstök heimili, en ekki í heilu hverfin. Svo virðist sem þessar kvartanir dreifist nokkuð jafnt yfir landið og þær séu ekki margar í ljósi þess að blaðinu hafi verið dreift í meira en 120.000 eintökum. Þá eru dæmi um að fólk hafi óvart hent blaðinu og biðji um nýtt. „Við höfum boðið þeim sem vant- ar blað að hringja í þjónustuverið í 580 1200 og þá reynum við að senda blaðið samdægurs eða daginn eftir,“ sagði Ágústa Hrund. Sakna kynningarblaðsins  Margir hafa haft samband við dómsmálaráðuneytið og kvartað yfir að hafa ekki fengið kynningarblaðið um frambjóðendur og kosningar til stjórnlagaþings Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stjórnlagaþing Kosið verður til stjórnlagaþings á laugardag. Kjósendur skrifa númer frambjóðenda á kjörseðla. Talningu lýkur í næstu viku. Íslandspóstur dreifði blaðinu. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hitafundur var í gærmorgun í fé- lags- og tryggingamálanefnd Alþing- is, þar sem m.a. framkvæmd og virkni greiðsluaðlögunar og skulda- vandaúrræði voru á dagskrá fundar- ins. Á fundinn mætti samráðshópur fjármálafyrirtækja sem settur var á laggirnar til þess að vinna að lausn á skuldavanda heimilanna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins beindi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylking- arinnar og formaður félags- og tryggingamálanefndar, spjótum sín- um að fulltrúum bankanna á fund- inum og sagði m.a. að það gengi ekki hversu skammt bankarnir væru reiðubúnir til þess að koma til móts við fólk í skuldavanda, en væru svo að afskrifa „milljarða á milljarða of- an hjá drullusokkum eins og Halldóri Ásgrímssyni og Jakobi Valgeiri Flosasyni“. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var bæði gestum og ein- hverjum nefndarmanna nokkuð brugðið við orðbragð for- manns nefndarinnar og var það staðfest í samtölum Morgunblaðsins við einstak- linga sem voru á fundinum í gær. Einkum þótti það hæpið að Sigríður Ingibjörg skyldi beina spjótum sínum að ofangreindum einstakling- um og nafngreina þá, í stað þess að ræða um þær af- skriftir sem félög eða fyrirtæki sem þeim tengjast hafa fengið hjá banka- kerfinu. Orð féllu í hita leiksins Sigríður Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð hvort þessi orð hennar hefðu verið með tilhlýðilegum hætti: „Ég man nú ekki nákvæmt orðalag mitt um þetta á fundinum sem féllu í hita leiksins, en ég vil þó segja, að það verður að skoða orð mín í réttu samhengi. Orð mín féllu í framhaldi umræðna um að við í félags- og tryggingamálanefnd höfum mánuð eftir mánuð, ár eftir ár verið að vinna í því að fá bankana í lið með okkur til þess að finna leiðir til að afskrifa skuldir hjá heimilunum. Síðan er niðurstaðan sú, að nú tveimur árum eftir hrun er búið að afskrifa hjá heimilunum 22 milljarða króna innan bankakerfisins, en hvað var afskrifað hjá þessum tveimur fyrirtækjum, til dæmis?“ sagði Sig- ríður Ingibjörg. Blaðamaður benti Sigríði á að hún hefði ekki verið að beina spjótum sín- um að fyrirtækjunum sem um ræðir, heldur hefði hún nafngreint einstak- linga og kallað þá „drullusokka“. „Ég nafngreindi þá sem eigendur fyrirtækjanna. Það skilja það allir að skuldir þessara fyrirtækja eru tap- aðar og öll viljum við halda lífi í rekstrarhæfum einingum. Ég spurði bankamennina á fundinum í morgun, hvar þeir drægju mörkin varðandi hæfi eigenda til þess að halda fyrir- tækjum sínum. En ég get líka viðurkennt, að auðvitað á mað- ur ekki, að fólki fjarstöddu, að tala eins og ég gerði, en við skulum ekki gleyma því í hvaða samhengi þetta var sagt.“ Þeir sem voru gestir fundarins voru Guðjón Rúnarsson og Davíð Sverrisson, frá Samtökum fjármála- fyrirtækja, frá Íslandsbanka komu Birna Einarsdóttir bankastjóri og Unnur Steinsdóttir, frá Arion banka komu Höskuldur H. Ólafsson og Hermann Björnsson og Helgi Teitur Helgason og Ingvar Ragnarsson komu frá Landsbankanum. Gestir fundarins munu litlu hafa svarað ásökunum Sigríðar Ingi- bjargar, öðru en því að þeir væru bundnir af bankaleynd og ekki væri hægt að ganga út frá því sem gefnu að allt væri satt og rétt, sem birt hefði verið í fjölmiðlum um afskriftir. Nafngreindi einstaklinga og kallaði þá drullusokka  Formaður félags- og trygginganefndar segir að skoða verði orð hennar í samhengi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Halldór Ásgrímsson Jakob Valgeir Flosason SVARTAR DÖMUBUXUR M/TEYGJU Í MITTIÐ STR. 36-56 VERÐ KR. 3990, 4900, 5900 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is ...vegna þess að hann hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir, stjórnsýslufræðingur ...til stjórnlagaþings. Einmitt maðurinn sem við þurfum þar." Björn Karlsson, brunamálastjóri „Ég styð Þorkel Helgason ... www.thorkellhelgason.is 1. val 2. val 2 8 5 3 Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandarískur fyrr- verandi hermaður, sem gegndi herþjónustu hér á landi, eigi ekki rétt á bótum úr ríkissjóði vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir utan við skemmtistað í Reykja- nesbæ árið 2005. Árásarmaðurinn var venesúelskur ríkisborgari, sem var árið 2006 dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árásina, þar af 15 mánuði skilorðsbundið. Hermaðurinn fór fram á að fá skaðabætur á grundvelli laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þol- enda afbrota vegna tjóns af völd- um árásarinnar. Bótanefnd hafn- aði því á þeim forsendum að árásarmaðurinn hefði verið stadd- ur á Íslandi sem ferðamaður þeg- ar hann framdi brot sitt. Hann teldist því hafa verið á landinu um stundarsakir og sama gilti um hermanninn, sem var hér aðeins tímabundið vegna atvinnu sinnar. Hermaðurinn höfðaði mál og krafðist 3,1 milljónar króna í bæt- ur en Hæstiréttur, og áður Hér- aðsdómur Reykjavíkur sýknuðu ríkið á sömu forsendum og bóta- nefndin. Fær ekki bætur úr ríkissjóði Gunnar Þorsteinsson, forstöðumað- ur trúfélagsins Krossins, segir ásakanir, sem komið hafa fram á hendur honum um kynferðisbrot, algerlega tilhæfulausar. Fimm kon- ur hafa sent bréf til stjórnar safn- aðarins og fjölmiðils og saka Gunn- ar um kynferðislega áreitni og þöggun. Eru það m.a. tvær fyrrver- andi mágkonur Gunnars sem bera hann sökum. Vefmiðillinn Pressan hefur fjallað um málið og birti í gær bréf frá nokkrum konum til stjórnar Kross- ins, þar á meðal tveimur fyrrver- andi mágkonum Gunnars. Í bréfinu er Gunnar sakaður um kynferðis- lega áreitni og að reyna að þagga niður málið. Er þess krafist að stjórn Krossins bregðist við með hagsmuni þeirra og safnaðarins að leiðarljósi. Að því er kemur fram á Press- unni segja konurnar, að samkvæmt lögum séu brotin fyrnd og forsend- ur fyrir kærum á hendur Gunnari því brostnar. Það sé hins vegar ljóst að afleiðingarnar fyrnist ekki en nokkrar kvennanna hafi verið undir lögaldri þegar á þeim var brotið. Tilhæfulausar ásakanir „Þessar ásakanir eru gersamlega tilhæfulausar. Ég mun leita allra úrræða sem ég hef til að koma því á framfæri. Það er algerlega ólíðandi hvernig Pressan hefur höndlað þetta mál. Þó að söguburður sé kominn á pappír er hann bara sögu- burður,“ segir Gunnar í samtali við mbl.is en hann útilokar ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þannig hafi hann áður stefnt Pressunni fyr- ir umfjöllun sína um málið. „Ég er náttúrlega mjög sleginn og miður mín. Þetta er þungbært að þurfa að standa í þessari stöðu því að ég fyrirlít svona framkomu gagnvart fólki,“ segir hann. Gunnar neitar alfarið að hafa reynt að þagga málið niður. Hann hafi hvatt fólk til að koma fram því að málið hafi verið á flökkusagnaformi um mánaðarskeið. Sögunum hafi verið dreift og beitt gegn honum og söfn- uðinum. „Ég tel að þetta sé af safnaðar- pólitískum toga þannig að málið er í mörgum skilningi alveg grafalvar- legt,“ segir Gunnar. kjartan@mbl.is Forstöðumaður Krossins sak- aður um kynferðislega áreitni Á síðastliðnu sumri hafði Mat- vælastofnun af- skipti af nokkrum kúabændum vegna skorts á úti- vist nautgripa. Nokkrir þeirra brugðust rétt við kröfum Matvæla- stofnunar og settu út sína nautgripi. Í tilviki níu bænda telur Matvælastofn- un hinsvegar að ekki hafi verið bætt úr annmörkum á meðferð nautgrip- anna. Matvælastofnun hefur nú kært þessa níu einstaklinga til lögreglu. Matvælastofnun telur að þeir sem byrgja gripi sína inni allt árið séu að brjóta reglugerð um aðbúnað naut- gripa sem og ákvæði dýraverndunar- laga, segir á mast.is. Níu kúabænd- ur kærðir til lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.