Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Ef upplifun Árbótarmanna er sú sama og upplifun mín og Mumma þá getum við ekki áfellst þá fyrir að kalla á aðstoð þingmanna eða ráðherra í málinu því okkar upplifun var sú að engan veginn væri hægt að semja við Braga [Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu] á neinum sann- gjörnum nótum,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögfræðingur Götusmiðj- unnar, um hvernig staðið var að starfslokasamningum meðferð- arheimilisins Árbótar en að hans sögn var samið við Götusmiðjuna á gjörólíkan hátt. Hann gagnrýnir meðferð Barna- verndarstofu harðlega og segir að brotið hafi verið á skjólstæðingi sín- um. Barnaverndarstofa rifti þjón- ustusamningi við Götusmiðjuna í júlí vegna ásakana um að Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, hefði haft í hótunum við sjö börn sem voru í vist- un á heimilinu. „Lögreglan kom aldr- ei að málinu þrátt fyrir að þess hefði verið krafist af okkur frá fyrstu tíð þegar ásak- anirnar litu dagsins ljós. Bragi hafði skyldu til þess að kæra þetta til lög- reglu, því hún ein hefur heimild til að rannsaka brot á almennum hegning- arlögum. Ég bað Árna Pál, þáverandi félagsmálaráðherra, margoft um að koma að málinu en hann leit ekki við okkur. Á sama tíma var hann að beita sér í máli Árbótar. Ég fékk hreinlega á tilfinninguna að mönnum þætti Mummi ekki nógu merkilegur.“ Á meðan á rannsókn nefndarinnar stóð óskaði einn þeirra sem ásakaði Mumma um að hafa átt í hótunum við sig eftir að skýrslutaka sín yrði leið- rétt. Mótorsmiðjunni barst hinsvegar bréf þess efnis eftir að samningur um starfslok var undirritaður, hinn 15. júlí. „Bréfið var dagsett 8. júlí en okk- ur barst það eftir 1. ágúst. Hefðum við verið með þetta bréf í höndunum er alveg ljóst að forsendur okkar fyrir samningi hefðu verið allt aðrar því þetta bréf sýnir að nefndirnar vönd- uðu ekki sína rannsókn.“ Gísli krefst þess að málið verði tekið upp að nýju þar sem samið hafi verið við Mumma á röngum forsendum. Samið við Mótorsmiðjuna á röngum forsendum  „Nefndirnar vönduðu ekki sína rannsókn“ Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal, fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í félagsmálanefnd Alþingis, hafa óskað eftir fundi í félagsmálanefnd til að fá upplýsingar varðandi stjórn- sýslu félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu vegna meðferðar- heimila. Í tilkynningu segir að til- efnið sé málefni Götusmiðjunnar og meðferðarheimilisins Árbótar, en jafnframt er tekið fram að nauðsyn sé að upplýsa nefndina um stöðu einkarekinna meðferðarheimila al- mennt sem og stjórnsýslu, eftirlit og framkvæmd ráðuneytisins og Barnaverndarstofu með þeim þjón- ustusamningum sem í gildi eru og hafa fallið niður af einhverjum or- sökum undanfarin ár. Aðspurður hvort þeir Mummi verði viðstaddir fundinn segir Gísli: „Við höfum lagt fram kröfu um það og ég hef fengið staðfestingu á því að við munum vera á þeim fundi. Það verður óskað eftir okkar aðkomu.“ „Óskað eftir okkar aðkomu“ PÉTUR OG UNNUR BRÁ VILJA AÐ FUNDAÐ VERÐI UM MÁLIÐ Laugardaginn 27. nóvember nk. kl. 12:00-17:00 verður haldinn mark- aður í Menningarverstöðinni á Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Á sölubásnum verður margt hægt að skoða, meðal annars fatnað, smá- kökur og íslenskt handverk. Kaffi- sala verður á staðnum þar sem gestir geta gætt sér á nýbökuðum vöfflum með sultu og rjóma og fyrir þá sem þora verður Draugasetrið opið. Hvatt er til að fólk fjölmenni og skemmti sér vel. Markaður í verstöð Bókasöfnin á Austurlandi hafa gef- ið öllum fjögurra ára börnum á Austurlandi bókina Stafróf dýr- anna eftir Halldór Á. Elvarsson. Fyrstu bækurnar voru afhentar á Degi íslenskrar tungu, 16. nóv- ember sl., þegar börn og foreldrar í Neskaupstað heimsóttu bókasafnið í Neskaupstað. Auk þess fengu börnin ókeypis bókasafnsskírteini. Á næstu vikum munu fleiri börn fá boð um að koma á bókasafn með foreldrum sínum og þiggja gjöfina. Verkefnið er til tveggja ára og nær því til tveggja árganga. Verkefnið er styrkt af Samfélagssjóði ALCOA Fjarðaáls. Um 300 börn fá gjöfina í þátttökusveitarfélögunum. Markmið verkefnisins er að kveikja áhuga barnanna á lestri, kynna þeim leyndardóma bóka- safnsins og hvetja foreldra til að lesa með börnum sínum. „Það er mín trú að með því að lesa fyrir börn víkki sjóndeildarhringur þeirra og opni þeim dyr að miklum töfraheimi sem býr í bókum,“ sagði Halldór, höfundur bókarinnar. Bókagjöf Öll fjögurra ára börn á Austurlandi fá bók að gjöf. Fjögurra ára börn á Austurlandi fengu bókargjöf á Degi íslenskrar tungu Piparkökuleikur Kringlunnar, Ljóma og Hagkaupa til stuðnings Barnaspítala Hringsins stendur nú yfir. Keppt er í tveimur aldurs- flokkum, flokki 10 ára og yngri og flokki 11-14 ára. Þema piparköku- leiksins er Ísland. Tekið er á móti piparkökum á þjónustuborði Kringlunnar til 10. desember nk. Piparkökur sem ber- ast verða til sýnis í Kringlunni frá 1.-18. desember nk. Hinn 18. des- ember munu Rikka og Jói Fel. velja flottustu piparkökurnar í Kringl- unni og eru vegleg verðlaun í boði fyrir vinningshafa frá Kringlunni. Jafnframt munu Rikka og Jói standa fyrir uppboði á flottustu pip- arkökunum, en allur ágóði upp- boðsins rennur til Barnaspítala Hringsins. Kringlan gefur þeim gjafabréf sem verða í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Aðalverðlaunin eru 50 þúsund króna gjafabréf, annað sæti 20 þús- und og það þriðja 10 þúsund. Þá munu Sambíóin gefa 20 bökurum miða í Kringlubíó. Morgunblaðið/Sverrir Piparkökuleikur til styrktar Hringnum Á sunnudag nk. efnir Ferðafélag Íslands ásamt Góu sælgætisgerð til kon- fektgöngu á Esjuna. Lagt verður af stað frá Esjustofu og er mæting kl. 11:00. Góa býður upp á konfektmola fyrir alla þá sem mæta í gönguna. Þá munu heppnir göngumenn fá konfektkassa frá Góu að gjöf en að auki verða dregnir út stærri konfektkassar að lokinni göngu. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. Um 20.000 manns hafa lagt leið sína á Esjuna það sem af er árinu. Ferða- félag Íslands hefur gestabækur á Þverfellshorni og við svokallaðan Stein þar sem göngufólk skráir nafn sitt í bækurnar. FÍ og Valitor standa fyrir Esjuhappdrætti og hafa gert sl. ár og nú fyrir jólin er dregið úr hópi allra þeirra sem hafa skráð sig í gestabækurnar. Undanfarið hefur göngufólki sem leggur leið sína á Esjuna fjölgað veru- lega. Flestir sækja Esjuna heim yfir bjartasta tíma ársins þó að ætíð bætist í hóp þeirra sem fara að vetri til. Esjan er því sannarlega eitt mest sótta útivistarsvæði Reykvíkinga. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu gönguleiða á svæðinu. Konfektganga á Esjuna á sunnudag Viðskiptavinum Póstsins, sem fá sendingar að utan, stendur nú til boða að skrá tölvupóstfang sitt og fá því tölvupóst sem tilkynningu um sendingar. Það verður til þess að viðskiptavinir munu fá upplýs- ingar um sendingar sínar sólar- hring fyrr en ella. Þessar tilkynn- ingar berast þeim sem eru að fá til sín sendingar sem hafa verið stoppaðar hjá Tollmiðlun þar sem þörf er á upplýsingum til að geta tollafgreitt sendinguna (t.d. ef upplýsingar um verðmæti vör- unnar eru ekki fyrir hendi). Til að gefa upp tölvupóstfang geta viðskiptavinir hringt til Póstsins í síma 580-1200, eða sent tölvupóst þess efnis á post- ur@postur.is. Tölvupóstföng skráð STUTT FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 MOGGAKLÚBBURINN SEX DAGA ÓPERUÆVINTÝRI Í NEWYORK UNDIR STJÓRN SIGRÍÐAR ELLU OG GUÐNA ÞÓRÐARSONAR –– BROTTFÖR 4. JANÚAR 2011 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. ÍS LE N SK A /S IA .IS /M O R 52 43 8 11 /1 0 KORTIÐ GILDIR TIL 31.12.2010 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR TAK MA RK AÐU R SÆ TAF JÖL DI Fararstjóri er Guðni Þórðarson sem þekkir borgarlífið New York vel frá fornu fari og Sigríður Ella fylgir hópnum í öllu er viðkemur óperunni. Erfitt er að láta sér leiðast í New York. Hægt er að heimsækja heims- fræg listasöfn, China Town eða listamannahverfin, borða stærstu nautasteikur í heimi og skoða borgarlífið. Upplagt væri að heim- sækja áramótaútsölur í hinum risastóru verslunarmiðstöðvum á Breiðgötu og Fimmta Stræti. SUNNUFERÐIR bjóða til óvenjulegrar óperuveislu í heimsborginni NewYork. Sigríður Ella óperusöngkona hefur valið þrjár vinsælar óperur í Metropolitan- óperunni. Undir hennar leiðsögn fá Moggaklúbbsfélagar að skoða baksviðs og öðlast innsýn í heim söngvaranna: LA TRAVIATA eftir GuiseppiVerdi. Stjórnandi Gianandrea Noseda. Í aðalhlutverkum: Marina Poplavskaya, Matthew Polenzani og Andrezej Dobber. CARMEN eftir George Bizet. Stjórnandi Edward Gardner. Í aðalhlutverkum: Genia Kuhmeier, Anita Rachvelishviti, Roberto Alagna og Paulo Szot. TÖFRAFLAUTAN eftirW.A. Mozart. Stjórnandi Erik Nielsen. Í aðalhlutverkum: Susanna Phillips, Erika Miklósa, Bruce Sledge, Nathan Gunn og Morris Robinson. Svona ferð er menningarævintýri og töfrandi skemmtun sem aldrei gleymist. Ferðin kostar félaga í Moggaklúbbnum ekki meira en góð sólarlandaferð, eða 275.000 kr.* Óperuveislan hentar einkar vel fyrir sérstök tilefni eða bara til að dekra við elskuna sína. Hægt er að fá ferðina með flugi á Saga Class og gistingu á Valdorf Astoria, frægasta lúxushóteli borgarinnar. Fáið nánari upplýsingar um óperuævintýrið með því að senda tölvupóst á netfangið sirry@operastudio.is Bókanir og ferðaupplýsingar í síma 555 4700. *INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, gisting með morgunverði á góðu hóteli í hjarta borgarinnar, óperumiðar og óperukvöldverður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.