Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Alþingi hefur falið þjóðinni að endurskoða stjórnarskrána. Nú gefst okkur einstakt tækifæri til að horfa fram á veginn. Mætum á kjörstað á morgun og veljum fulltrúa okkar til stjórnlagaþings. á morgun Kjósum Hvatningarhópur frambjóðenda til stjórnlagaþings Stjórnlagaþing 2011 S T J Ó R N L A G A Þ I N G 2 0 1 1 Þessi auglýsing er á vegum hvatningarhóps frambjóðenda til stjórnlagaþings. Auglýsingin er ekki í þágu einstakra frambjóðenda og ekki á vegum opinberra aðila. Tilgangur birtingarinnar er að hvetja landsmenn til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Guðbjartur Hannesson, settur um- hverfisráðherra, hefur staðfest í meginatriðum niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar um breytingu á að- alskipulagi Ölfuss. Staðfestingu á breytingu skipulagsins vegna Bitruvirkjunar er frestað en engar athugasemdir gerðar við að- alskipulagið að öðru leyti. Um er að ræða tillögu Skipu- lagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölf- uss 2002-2014. Guðbjartur Hann- esson heilbrigðisráðherra var sett- ur umhverfisráðherra í málinu í lok september eftir að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafði lýst sig vanhæfa til að taka ákvörðun um skipulagsbreyting- arnar. Skipulagsstofnun lagði til við ráðherra að breyting á að- alskipulagi yrði staðfest að því undanskildu að frestað yrði gild- istöku þess hluta skipulagsins sem tekur til iðnaðarsvæðis vegna Bitruvirkjunar. Rök stofnunar- innar fyrir frestun voru tvíþætt. Annars vegar lægju ekki fyrir áhrif virkjunarinnar á jarðhita, hins vegar væru áhrif iðnaðar- svæðisins við Bitru á útivist og ferðamennsku, landslag og sjón- ræn áhrif óviðunandi eða óviss. Staðfest- ingu vegna Bitruvirkj- unar frestað Morgunblaðið/RAX Bitra Frá Hellisheiði. Kemur til greina að reisa mun minna álver á Bakka? „Það væri alltaf háð því hvert orkuverðið yrði,“ svarar Tómas Már Sigurðsson. „Við höfum all- an tímann gert okkur grein fyrir því að þetta yrði byggt upp í áföngum. Mesta stærðin var nefnd til að setja þetta í sam- hengi við álverið á Reyðarfirði af því að það er vissulega hag- kvæm eining. Miðað við þá orku sem menn vita um núna er aðeins hægt að gera ráð fyrir 250-270 þúsund tonna veri. En við nefndum stærra ver ef í ljós kæmi að jarðvarmasvæðin reyndust betri en gert var ráð fyrir og djúpboranir skiluðu meiri orku en gert er ráð fyrir núna.“ Orkuverðið mikilvægast MINNA ÁLVER? Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bæði iðnaðarráðherra og umhverfis- ráðherra fagna því að Skipulagsstofn- un skuli nú hafa skilað áliti vegna heildaráhrifa af álveri á Bakka við Húsavík. „Mín fyrstu viðbrögð eru að það er gott að þetta álit er komið fram, ákveðinni óvissu er eytt,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Það kom aldrei til greina af hálfu stjórnvalda að þarna yrði byggt 350 þúsund tonna álver. Verkefnisstjórn- in um atvinnuuppbyggingu á Norður- landi, sem hefur verið að vinna á okk- ur vegum, hefur aldrei notast við þá sviðsmynd.“ Hún segir að í sambandi við orku- öflunina hafi verkefnisstjórnin ávallt gert ráð fyrir að menn myndu fara sér afar hægt, verkinu yrði skipt í áfanga eftir því sem geta svæðisins yrði metin. Markmiðið væri að tryggja að um sjálfbæra orkuöflun jarðhita væri að ræða. Katrín er spurð hvort niðurstöð- urnar um óafturkræf umhverfisáhrif komi henni á óvart. „Nei, það gera þær í rauninni ekki vegna þess að þessar áætlanir hafa verið þekktar. Það eru 26 mánuðir síðan þessi vinna fór í gang og það hefur gríðarlega margt breyst síðan. Verkefnisstjórnin hefur unnið sína vinnu, Landsvirkjun hefur nú eignast meira eða minna alla orkuöflunina á svæðinu. Við vitum núna að það verður þarna mikil atvinnuuppbygging á komandi árum og misserum og þurf- um að fara að undirbúa það. Við erum búin að skipta verkum þannig að samningamálin eru t.d. algerlega á hendi Landsvirkjunar. Fleiri en einn kaupandi hefur verið að banka dyrn- ar,“ segir Katrín. „Ég vona að þetta hafi fyrst og fremst þau áhrif sem því er ætlað að hafa það er að segja að gefa fram- kvæmdaaðilum og leyfisveitendum nægilega traustar upplýsingar til að byggja sína ákvörðun á,“ sagði Svandís Svavars- dóttir umhverfis- ráðherra. „Það er það sem umhverf- ismat gengur út á. Þetta sýnir okkur líka mikilvægi þess að vera með heildarmyndina undir og hefði bet- ur verið gert víðar.“ Nýtt mat vegna minna vers? Hún er spurð hvort gera yrði nýtt umhverfismat ef fram kæmu hug- myndir um mun minna álver, t.d. 180 þúsund tonna ver, á Bakka. „Það er nú sennilega tæknilegt úr- lausnarefni. Þetta sameiginlega um- hverfismat er miðað við stórt álver en þar er bara miðað við þá orku sem þarna er fáanleg, samtals 250 mega- vött. Matið snýst um Þeistareyki og Kröflu og þar kemur fram að enn vanti 140 megavött til þess að hægt sé að fara í þetta stóra verkefni, stærstu hugmyndina. Þessi miklu umhverfis- áhrif sem þarna er talað eru eingöngu miðuð við þessar tvær virkjanir. Það er lykilatriði.“ „Eins og við lesum niðurstöðuna erum við sátt við hana og sjáum engin ný skilyrði hvað álverið varðar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Al- coa á Íslandi. „Þarna eru tekin heildaráhrif fjög- urra framkvæmda og framkvæmda- aðilar hafa ekki dregið dul á það að um umtalsverð umhverfisáhrif er að ræða.“ Verði nýtt ver reist á Bakka mun það skapa þúsundir starfa á framkvæmdatímanum. Hann minnir á að Fjarðaál á Reyðarfirði veiti nú alls um 800 manns vinnu fyrir utan af- leidd störf. Álit Skipulagsstofnunar virðist ekki koma á óvart  Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir ákveðinni óvissu nú hafa verið eytt Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Tómas Már Sigurðsson Úr höndum umhverfisráðherra » Umhverfisráðherra hefur ekki nein úrslitaáhrif á mál- ið héðan í frá, hvorki á álit Skipulagsstofnunar né leyf- isveitingar og fram- kvæmdir. » Álit Skipulagsstofnunar er ekki kæranlegt til um- hverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.