Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 22
–– Meira fyrir lesendur Jólablað Morgunblaðsins kemur út 27. nóvember Hefðirnar á aðventu undirbúningurinn, maturinn, skreytingar, tónlist og bækurnar Uppskriftir Fjöldi girnilegra jólauppskrifta Jólaskreytingar frumlegar pakkaskreytingar, kertaskreytingar, borðskreytingar Njóttu jólanna til fulls fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122  112 SÍÐUR Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Hinn 11. sept. 2010 birtist grein í Frétta- blaðinu eftir Andra Snæ Magnason rithöf- und, sem nefndist Í landi hinna klikkuðu karlmanna. Í greininni lýsir höfundur í nokk- uð kjarnmiklu og myndríku máli þeim hamförum, sem virkj- ana- og stóriðjusinnar hafa farið í því skyni að útbreiða of- urtrú sína á álið, stóriðjuna og virkjanafárið, sem þjakað hefur þjóðfélagið á undanförnum árum. Sagt hefur verið, að taki trúin völd- in haldi skynsemin kjafti. Það hefur lengi verið plagsiður opinberra að- ila, ekki sízt orkufyrirtækja, að ráð- ast af fyrirhyggjuleysi og í leyf- isleysi í fjármagnsfrekan undirbúning stórframkvæmda. Spandansinn er síðan notaður til að knýja á um að fara út í fram- kvæmdir, sem kunna svo að vera óraunhæfar með öllu. Afleiðing- arnar blasa við. Í Helguvík stendur hálfbyggt ál- ver án þess að neitt liggi fyrir um hvort það fær einhverja orku. Orku- veita Reykjavíkur er nánast á hausnum eftir virkjanabröltið á Hellisheiði og nauðsyn ber til að stórhækka orkuverð til heimila til að bæta fyrir sukk og fyr- irhyggjuleysi forsvarsmanna fyr- irtækisins á undanförnum árum. Sveitarfélög víða um land, sem mest hafa daðrað við orkuna, eiga í verulegum fjárhagsvandræðum. Meðal þeirra verst stöddu er Fjarðabyggð, en þar átti Fjarðaál einmitt að leysa flest vandamál. Þess í stað standa íbúðir tómar á svæðinu, góðu áhrifin mun stað- bundnari en ætlað var en þau vondu þeim mun víðfeðmari og Kaupfélag Hér- aðsbúa farið á hausinn. Húsvíkinga dauðlang- ar í veizluna, vænt- anlega til að setja sitt annars ágæta bæj- arfélag endanlega á hausinn enda virðist vera stundað þar stíft trúboð þótt fullnægj- andi orka til stóriðju sé ekki í sjónmáli. Hvergi virðist fárið samt hafa verið jafnalvarlegt og á Suðurnesjum, þar sem menn hafa augljóslega gengið endanlega af göflunum með bæjarstjóra Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ í broddi fylkingar. Eignir sveitarfé- lagsins eru óverulegar en skuldir óviðráðanlegar svo að nú er gott að væla utan í ríkið og þar með fólkið í landinu um að koma til hjálpar eftir þær ógöngur, sem hinir klikkuðu karlmenn hafa steypt sveitarfé- laginu í. Þetta er í hnotskurn sú veröld, sem við blasir víða. Verk- efnið er erfitt en ekki óyfirstíg- anlegt, því þorri fólks í landinu er skynsamur og úrræðagóður. Betur að sumir þeirra, sem valist hafa til forystu, væru það líka. Á haustmánuðum 2010 birtist í Fréttablaðinu grein eftir einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins undir heitinu Alkemistinn eða gullgerð- armaðurinn. Höfundur grein- arinnar, sem er doktor í hagfræði og prófessor að auk, hefur verið nokkuð áberandi í þjóðfélags- umræðunni á undanförnum árum, þvælst talsvert á milli stofnana og fyrirtækja og er nú kominn til starfa við þá stofnun, þar sem eng- ar kröfur eru gerðar um menntun og hæfni og nýtur trausts um 7% þjóðarinnar. Greinin Alkemistinn, sem ætlað er að vera svargrein við greininni um klikkuðu karlmennina, er hin skringilegasta en hins vegar mjög í stíl þess málflutnings, sem sjálfstæðismenn á þingi hafa tamið sér: Hallærislegar upphrópanir, út- úrsnúningar, lítillækkanir, hót- fyndni og leiðinlegt þvaður um und- irstöðuatriði þjóðhagfræði, sem kennd er í framhaldsskólum. Óvíða er komið að kjarna máls og eftir lestur er sú spurning nærtæk, hvort þar sé kominn á pall einn klikkusinn enn. Gullgerðarmenn Sjálfstæðisflokksins, sem ber höf- uðábyrgð á hruninu og eftirfylgj- andi kreppu, eins og kunnugt er, hafa nú lagt fram tillögu til lausnar kreppunni. Verður að telja það nokkra kokhreysti eins og málum er háttað eftir skipbrot trúverð- ugleika þess flokks. Verra er þó að þessar tillögur eru hvorki raunhæf- ar né framsæknar og ólíklegar til að hafa nokkur áhrif nema slæm. Þær byggjast á úreltri hugmyndafræði og eru mjög í anda þess græðgislífs, sem lifað var fyrir hrun. Við blasir, að Sjálfstæðisflokkurinn er sá sami sem fyrr, þótt skipt hafi verið um nokkur andlit. Eitt aðalatriði framangreindra tillagna er að halda áfram hinni áhættusömu virkjanastefnu, ganga purkunarlaust á náttúruperlur landsins til dýrðar Mammoni, Sjálf- stæðisflokknum og erlendum auð- hringum en til óþurftar fólkinu í landinu. Skyldi það nú standa til? Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, að sigrar eru að vinnast nánast á hverjum degi í íslenzku at- vinnulífi. Þar á hlut að máli hæft fólk með nytsama þekkingu í fjölda sprota- og smáfyrirtækja, sem hvorki þarf illa nýttar haf- skipahafnir né ónýtar borholur til að vinna sér brautargengi. Það eina sem þarf er lífvænleg umgjörð og að fá að vera í friði fyrir klikkus- unum, þar sem trúin hefur tekið völdin og skynsemin heldur kjafti. Þegar skynsemin heldur kjafti Eftir Sverri Ólafsson » Sagt hefur verið, að taki trúin völdin haldi skynsemin kjafti. Sverrir Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrverandi sjálfstæðismaður. Seinustu daga hefi ég velt fyrir mér, hver sé ávinningur og fórn- arkostnaður með þess- um mikla niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Mér skilst að með nið- urskurðinum fáist um 3 milljarðar upp í fjár- lagahallann. Kemst það allt til skila? Hef- ur verið reiknað út, hversu stór hluti niðurskurðarins fer í atvinnuleysisbætur í stað launa? Það er ekki eins mikill mun- ur á launum og atvinnuleysisbótum hjúkrunarfræðinga og t.d. launum hjá skilanefndastóðinu í bönkunum. Hefði ekki verið hægt að skera eitt- hvað niður þar? Á þeim stöðum, sem deildum verður lokað tapast tekjur af útseldri þjónustu og svo bætist við kostnaður við að sækja sjúklinga og flytja á milli lands- hluta. Ég trúi ekki að sjúklingar eigi að borga kostnað af t.d. sjúkra- bíl frá Húsavík til Akureyrar eða þyrlu frá Vestmanneyjum til Reykjavíkur. Ég hefi heyrt að út- kall á þyrlu sé minnst 500.000 kr. Svo er spurning, hvort þyrlan sé til staðar að sækja t.d. konu í barns- nauð. Þeim mun meira, sem ég hugsa um þetta þeim mun sannfærðari verð ég um, að sé dæmið reiknað til enda næst enginn sparnaður með þessum aðgerðum. Annað sem ekki verður metið til fjár er allt unga fólkið, sem tapast úr landi og kemur ekki aftur. Mörg hundruð hjúkrunarfólks munu flytja úr landi, þegar uppsagnarfrestur rennur út. Gera stjórn- völd sér grein fyrir, að það eru fyrst og fremst yngri fjöl- skyldur, sem neyðast til að flytja af landi brott. Hver á að borga af Icesave og öllu hinu, þegar þeir sem annars hefðu verið kjarninn í skatt- greiðslum eru farnir? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Vinnumálastofnun auglýsir „At- vinnutækifæri í Evrópu“ og stendur fyrir starfskynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það eru aðallega sjúkrastofnanir á Norðurlöndum, sem óska eftir starfsfólki. Skilj- anlegt er að Vinnumálastofnun ör- vænti, eigandi von á fólki af spítöl- unum úti á landi í hundraðatali á atvinnuleysisbætur í viðbót við alla hina. Fyrir utan monthúsið við höfnina er þessi auglýsing eiginlega það eina sem sést hefur frá hinu op- inbera til að bæta atvinnuástandið. Er hægt að hugsa sér meira von- leysi og uppgjöf. Sagt er að at- vinnulausum hafi fækkað. Hversu mikið skyldi %-talan hækka væru þeir taldir með, sem er fluttir úr landi? Nú eru liðin 2 ár síðan AGS lét okkur hækka stýrivexti úr 12 í 18% og það á sama tíma og flest önnur lönd lækkuðu stýrivexti í 1% til að halda atvinnulífinu gangandi. Ég veit ekki hversu oft ég hefi bent á hér í Mbl. að stýrivextir Seðla- bankans séu drápsklyfjar á fyr- irtæki og fjárfestingu í iðnaði. Ég er sannfærður um að hefðu stýri- vextir verið lækkaðir í 1%, þá hefði ríkið sparað margfalt þá upphæð, sem þeir telja sig geta gert með því að leggja niður heilbrigðisþjónustu úti á landi. Líklega eru Jón og Gunna búin að borga krónubréfa- eigendum í vexti margfalt þá upp- hæð sem niðurskurðarleiðin er. Í viðbót við það hefðu lánin, sem nú sliga marga, ekki hækkað eins mik- ið. Enn er hægt að lækka stýrivexti í 0,5-1%. Annað sem ég skil ekki er, að á sama tíma og þessi mikli nið- urskurður fer fram í heilbrigð- isþjónustunni setja stjórnvöld mörg hundruð milljónir í undirbúning fyr- ir byggingu hátæknisjúkrahúss. Verkefni, sem er fyrst og fremst at- vinnubótavinna fyrir arkitekta og verkfræðinga. Á svo að taka pen- inga fyrir byggingunni að láni og hvar á að fá fólk til að vinna á nýja spítalanum? Svo er rekstrarkostn- aðurinn. Hefði hátæknihúsið ekki mátt bíða, þar til við hefðum unnið okkur meira út úr kreppunni? Þar fyrir utan er mikið hagstæðara að byggja og reka sjúkrahúsið á öðrum stað í borginni, eins og ég hefi áður bent á og rökstutt. Í upphafi skyldi endirinn skoða Eftir Sigurð Oddsson » Annað sem ekki verður metið til fjár er allt unga fólkið, sem tapast úr landi og kem- ur ekki aftur. Mörg hundruð hjúkrunarfólks munu flytja úr landi. Sigurður Oddsson Höf. er verkfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.