Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN Stjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Mikilvægt er að fulltrúar mæti á stjórnlagaþing með opinn hug en bíti sig ekki fasta í eigin óska- lista. Samtalið á þinginu sjálfu skiptir mestu. Eigi að síður er rétt að gera nokkra grein fyrir þeim áherslun sem ég myndi vilja taka til umræðu. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæða- greiðslur, kjördæmaskiptinguna, al- hliða borgaralega réttindaskrá og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár myndi ég vilja skoða það í fúlustu alvöru að skilja á milli lög- gjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Ýmsar útfærslur eru mögulegar en mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað nið- ur undir oki ríkisstjórnarinnar. Valdið hefur smám saman streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem nú er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Öf- ugt við formið sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðið þveröfug, nú ráða ráð- herrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Þing- mannafrumvarp eru nú álitin einhvers konar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru laga- setning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með beinu kjöri for- sætisráðherra næðist tryggara lýðræðislegt taumhald á ríkisstjórn- ina. Um leið yrðu þingmenn frels- aðir undan þeim lamandi þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamanna hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar tákn- myndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráð- herra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þing- menn aðeins háttvirtir. Ráðherran- um er ekið í glæsibifreið að fram- hlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er nú kannski kominn tími til að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjaf- arstarfinu aftur í hendur þing- manna. Bein kosning forsætisráðherra Eftir Eirík Berg- mann Einarsson Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er stjórnmálafræðingur og frambjóðandi til stjórnlagaþings (2193). Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóð- kirkjunnar verði meg- inefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóv- ember. Ég tel hvorki nauð- synlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórn- lagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrú- ar á stjórnlagaþingi einbeiti sér að því, sem aðeins er unnt að breyta með endurskoðun á stjórnarskránni – svo sem því hvort og hvernig völd skiptist milli æðstu handhafa rík- isvalds: Alþingis, dómstóla, forseta og ríkisstjórnar – svo og sveitarfé- laga sem ég vil gjarnan efla, sbr. daglega Eyjupistla mína. Engin þörf er á að eyða tíma stjórnlagaþings í deilur um þjóð- kirkjuna þar eð leysa má úr ágrein- ingi um stöðu hennar á einfaldan hátt, þ.e. með lögum frá Alþingi – sem kjósendur þurfa svo að stað- festa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um þá málsmeðferð er skýrt kveðið á í 2. mgr. 62. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Með þessari afstöðu til málsmeðferðar tek ég hvorki undir málstað stuðningsmanna óbreytts ástands né kröfur þeirra sem vilja nota stjórnlagaþing til þess að skilja fljótt á milli ríkis og kirkju. Um tillögu mína – og persónulega afstöðu – má lesa í ítarlegra máli á Eyjunni: http://blog.eyjan.is/gislit/2010/11/02/ adskilnadur-rikis-og-kirkju/. Báðir hóparnir eru á villigötum að mínu mati þar eð stjórnarskráin leysir á lýðræðislegan hátt úr málinu með skýrri og lýðræðislegri máls- meðferð. Ég hvet kjósendur því til þess að láta afstöðu sína eða frambjóðenda til þjóðkirkjunnar ekki ráða atkvæði sínu nk. laugardag – enda höfum við um nóg annað að deila nú um stundir – svo sem ESB, Icesave, skulda- vanda heimilanna, efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og sjálft stjórn- lagaþingið. Láttu þjóðkirkju- málið ekki ráða afstöðu þinni Eftir Gísla Tryggvason Gísli Tryggvason Höfundur er talsmaður neytenda og býður sig fram til stjórnlagaþings. Hætt hefur verið við að reisa sam- göngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Þess í stað á byggja við og stækka núver- andi afgreiðslu Flug- félags Íslands til að hún geti þjónað öllu farþegaflugi um völl- inn. Skipulag þess rekstrar liggur ekki fyrir en skilja má af sumum yf- irlýsingum að stöðin eða af- greiðslan yrði í eigu og undir rekstrastjórn Flugfélags Íslands. Þó að það félag sé vel rekið sem flugfélag þá væri ekki fjárhags- lega farsælt fyrir þjóðina og sam- keppni að einn flugrekstraraðili fengi slíkt tangarhald á Reykja- víkurflugvelli. Heldur á flugstöðin á að vera rekin af ISAVIA, op- inbera hlutafélaginu, sem þegar rekur alla flugvelli og aðrar flug- stöðvar landsins. Víðast hvar rek- ur sami aðilinn flugbrautir og flugstöðvar enda er frá rekstrar- og fjárhagslegum sjónarmiðum litið á flugvöll sem eina heild er samanstendur af samverkandi einingum. Í megindráttum eru annars vegar brautarkerfin öll með tengdri þjónustu og hins vegar flugstöðin/stöðvar. Vegna hás fastakostnaðar standa lend- ingargjöld aðeins undir kostnaði við brautarkerfin þar sem umferð er mjög mikil. Hækkun gjalda til að það megi takast á öðrum flug- völlum er óraunhæf því að flug drægist þá saman eða legðist nið- ur á marga staði, sem eru flugi háðir. Það hefði afar neikvæð áhrif á efnahag þjóðar. Því leggur hið opinbera á Íslandi sem annars staðar fram fé til flugvalla, eins og til vega og hafna, til að svo fari ekki. Rekstur flugstöðvar getur hins vegar ver- ið mjög ábatasamur. Þar er mun auðveld- ara að sníða stakk eftir vexti umferð- arinnar og eftir því sem umferðin eykst fjölgar möguleikum til arðbærrar starf- semi tengdrar flug- stöðinni og þar með á hagnaði rekstrarað- ilans. Farþegafjöldi um Reykjavík- urflugvöll hefur nú náð því marki. Það er réttlæt- ismál að sá hagnaður sem þar með skapast renni ekki til einka- rekins flugfélags heldur nýtist gegn halla ISAVIA á rekstri ann- arra helstu eininga flugvallarins eins og flugbrauta enda mundu framlög ríkisins til ISAVIA þá lækka. Hin ástæðan er samkeppn- islegs eðlis. Það er ekki farsælt að fela einu flugfélagi einokunar- aðstoðu í rekstri flugstöðvar sem jafnframt á að þjóna öðrum flug- félögum sem það á í samkeppni við. Það hlýtur þess vegna líka að vera réttlætismál að rekstur flug- stöðvar sé ekki á hendi flug- rekstraraðila. Þurfa samgöngu- yfirvöld að tryggja að svo verði. Hvað framtíðina snertir þá vilja ráðandi öfl í borgarstjórn Reykja- víkur losna við flugvöllin. En er það raunhæft nú á tímum? Ekki er til fé til að fjármagna nýjan flugvöll auk þess sem engin stað- setning hefur fundist, er býður upp á sama öryggi. Þá hefur m.a. Sigmundur Einarsson jarðfræð- ingur bent á að hafið er tímaskeið með auknum líkum á eldgosum á Reykjanesskaga. Hraun mundi renna til sjávar í vest-norðvestur og loka vegasambandinu milli vallarins og Reykjavíkur. Ef eng- inn flugvöllur væri þá í Reykjavík kæmi upp sama staða og í eldgos- inu í Eyjafjallajökli; allt milli- landaflug yrði að fara um Ak- ureyri og Egilsstaði, og flestir sjúkraflutningar sem nú fara flugleiðina til Reykjavíkur, yrðu að fara landleiðina þangað. Þetta yrði ekki nokkurra daga ástand af og til heldur varanlegt um langt skeið. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir Reykjavík yrðu skelfilegar. Flugvöllurinn er mikill mátt- arstólpi fyrir atvinnulíf borg- arinnar þar sem hann er tengill fjölda fyrirtækja og opinberra að- ila í borginni við fólk sem þau þjóna á landinu öllu. Eru tekjur borgarsjóðs þar af ómældar. Ný- legar kannanir sýna meirihluta borgarbúa vilja flugöllinn þar sem hann er nú eins og landsmenn víðast hvar. Þá ber að muna að 40% landsins undir flugvellinum eru í eigu ríkisins, ekki borg- arinnar. Ákvörðun um að leggja hann niður er því ekki Reykvík- inga einna að taka því hann snertir hag allra landsmanna. Það hvílir því sú mikla ábyrgð á stjórnendum Reykjavíkur sem og Alþingi að tryggja að aðstæður við Reykjavíkurflugvöll verði ekki skertar frekar og að hann geti sinnt hlutverki á sem hagkvæm- astan máta fyrir þjóðfélagið. Höf- uðborg án alþjóðaflugvallar er ekki höfuðborg í raun. Flugstöð og framtíð Reykjavíkurflugvallar Eftir Gunnar Finnsson » Af mörgum ástæðum á flugstöð Reykja- víkurflugvallar ekki að vera rekin af flugfélagi. Það er ekki Reykjavík- urborgar einnar að ákveða framtíð hans. Gunnar Finnsson Höfundur er viðskiptafr. og MBA; Fyrrv. varaframkvæmdastjóri Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Peningamálafundur Félags viðskipta- og hagfræðinga fór fram í byrjun nóvember. Seðlabankastjóri fjallaði í framsögu um valkosti í peninga- málum til framtíðar. Seðlabankastjóra dreymir um að stjórn- málamenn þjóðarinnar hætti „popúlisma“ og fyllist ráðdeild og ábyrgð og lagði til að þjóðarvarúð stýrði því sem hann kallar verðbólgumarkmið plús. Trú Seðlabankastjóra á stjórnmálamönnum er aðdáun- arverð, en að mínu mati óraunhæf, og á skjön við stjórnmálasögu þjóð- arinnar. Peningastefna byggð á slíkum sandi getur aðeins leitt til ógæfu. Hægt að leysa myntvandann Þá kom fram í máli seðlabanka- stjóra að óráðlegt væri að taka upp annan gjaldmiðil nema með full- tingi þess seðlabanka sem stæði að baki þess gjaldmiðils. Ef stefnt væri að einhliða fastgengisstefnu kostaði það gríðarlegan gjaldeyr- isvaraforða og viðvarandi gjaldeyr- ishöft, en hvoru tveggja fylgir mjög mikill kostnaður. Þá sagði hann að við myndum búa við verulegar hömlur á alþjóðlegri banka- starfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan evrunnar. Hins vegar kom fram í máli seðlabankastjóra að upptaka evru með inngöngu í Evrópu- sambandið myndi leysa myntvandann og færa okkur meg- inmarkmið pen- ingastefnunnar, verð- og fjármálastöð- ugleika. Annar ræðumaður á fundinum var Illugi Gunnarsson, titlaður sem alþingismaður í leyfi. Það hlýt- ur að gefa til kynna að Illugi hygg- ist fara aftur á þing þegar leyfinu lýkur. Því munu sumir fagna, enda hefur Illugi boðið sig fram sem einn af framtíðarleiðtogum Sjálf- stæðisflokksins. Í máli hans kom fram að ljóst væri að kostnaður samhliða krónunni væri umtals- verður og að svo lengi sem við vær- um með hana stæði valið á milli mikilla sveiflna í hagkerfinu eða viðskiptahafta. Frelsi einstaklings og frelsi til athafna? Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðasta sumar var tekin afdrátt- arlaus afstaða gegn aðild að Evr- ópusambandinu. Í ályktun lands- fundarins var samþykkt að aðildar- umsóknin, sem nú er í gangi, yrði dregin til baka, og þar með að um- sóknarferlinu yrði hætt. Ekki er raunhæft fyrir íslensk stjórnvöld að ákveða að taka upp evru sem gjald- miðil án þess að landið gangi í Evr- ópusambandið. Með ályktun lands- fundarins er því Sjálfstæðis- flokkurinn búinn að segja sig frá framtíðarsýn sem tryggir í senn viðskiptafrelsi og gengis- og fjár- málastöðugleika. Þá vakna áleitnar spurningar. Hvernig samræmist það stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi ein- staklingsins og frelsi til athafna að búa við langvarandi viðskiptahöml- ur og gjaldeyrishöft? Hvernig sam- ræmist það stefnu flokksins um „að skapa skilyrði til þess að Íslend- ingar verði að nýju í hópi sam- keppnishæfustu þjóða heims“ að búa við viðvarandi gengissveiflur og fjármálaóstöðugleika? Hvort verður í stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins í næstu kosningum: Við- varandi fjármálaóstöðugleiki eða langvarandi viðskiptahöft? Viðskiptahöft eða fjármála- óstöðugleiki Eftir Gísla Hjálm- týsson »Hvernig samræmist það stefnu Sjálf- stæðisflokksins um frelsi einstaklingsins og frelsi til athafna að búa við viðskiptahömlur og gjaldeyrishöft? Gísli Hjálmtýsson Höfundur er framkvæmdastjóri Thule Investment. St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.