Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANStjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Hver maður og hver þjóð býr yfir styrkleika og veik- leika. Grunngildin sem Þjóðfundirnir 2009 og 2010 völdu eru ákall um að efla m.a. sjálf- bærni, lýðræði, tján- ingarfrelsi, jafnrétti, ábyrgð, virðingu, rétt- læti, heiðarleika og mannréttindi á Ís- landi. Ég tel að Íslendingar þurfi að láta stjórnarskrá sína kveða skýrt á um þessa þætti. Áhersluatriði mín eru því: Samábyrgð, lýðræði, frelsi, jafnrétti, sjálfbærni og lýð- ræði. Jafnrétti felst í jafnri stöðu kynjanna gagnvart völdum, ríki- dæmi, störfum og heimili og laðar fram heillavænlegar ákvarðanir. Launin eru betri veröld fyrir alla, konur og karla. Við þurfum að vaka á verðinum gagnvart allri mismunun. Frelsi veitir ímynd- unaraflinu kraft til að skapa ný tækifæri án þess að brjóta á öðr- um. Frelsi er gjöf and- ans. Hlutverk fjöl- miðla er að skapa aðstæður þar sem al- menningur getur myndað sér upplýsta skoðun. Við þurfum að losna úr hræðslusamfélaginu. Á Ís- landi hefur þurft hugrekki til að taka þátt í lýðræðislegum um- ræðum. Sá sem tjáir sig um hita- mál hefur átt á hættu að vera flokkaður á bás, gerður brottrækur úr starfi eða að skvett sé á starfs- heiður hans. Lýðræði felst í samfélagi þar sem viska fjöldans stígur hæglát- lega fram og kveður á um veginn framundan. Lýðræði kallar á virð- ingu og samráð fólks. Við þurfum að skapa aðstæður sem knýja á um samráð og samtal til að koma í veg fyrir fáræði stakra foringja. Sjálfbærni felst í líferni sem hug- ar að umhverfi, mannlífi og efna- hag og mælikvarði þess er nægju- semi. Sjálfbærni gleymir ekki smáfuglunum þegar ákvörðun er tekin. Sjálfbærni fylgir góðri um- hverfisvernd. Íslendingar þurfa að læra að hugsa um hagsmuni kom- andi kynslóða. Friðvæðing felst í friðarlist, frið- arbandalagi, friðarfræðum. Ísland þarf að gefa öðrum þjóðum gjafir til að geta tekið þátt í því að bæta heiminn. Eina leiðin til að verða fullgild þjóð er að skapa sér vett- vang sem felur í sér gjafir handa umheiminum í stað þess að verða græðginni að bráð. Munum að styrkleikinn er falinn í veikleikanum. Styrkleiki falinn í veikleika Eftir Gunnar Hersvein Gunnar Hersveinn Höfundur er rithöfundur og frambjóðandi til stjórnlagaþings. Með kosningum til stjórnlagaþings gefst mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á endur- skoðun stjórnarskrár- innar. Stjórnarskrá er í eðli sínu íhaldssamur sáttmáli og mikilvægt er að ákvæði hennar séu skýr og framkvæm- anleg. Um áratuga skeið hafa verið umræður í ræðu og riti um að nauðsynlegt sé að endurskoða þessi grunnlög þjóð- arinnar – ekki síst hornstein íslenska lýðveldisins um þrískiptingu valdsins. Í mínum huga er ekki þörf á grund- vallarbreytingum á stjórnskipuninni heldur þarf að endurskoða valdmörk og hlutverk æðstu valdastofnana með áherslu á temprun valdsins og aukið eftirlit með Alþingi og ríkisstjórn. Í ljósi atburða síðustu missera og nið- urstaðna rannsóknarnefndar Alþingis hefur mikilvægi þessarar endurskoð- unar komið betur fram, þar sem deilt hefur verið um hlutverk forseta Íslands, eftirlits- hlutverk Alþingis og ábyrgð ráðherra. Miklu skiptir að á stjórnlagaþingi náist breið samstaða um end- urskoðun á þeim hluta sem snýr að valdhöf- unum og stjórn- málamönnunum sjálf- um, enda einsýnt að þeim hefur ekki lánast að standa að þeirri end- urskoðun sjálfir. Þar með er ekki sagt aðrir hlutar eigi ekki að koma til skoðunar eins og þjóð- aratkvæðagreiðslur, auðlindir og sjálf- bærni. Önnur ágreiningsefni eins og staða þjóðkirkjunnar gætu þó dregið athyglina frá því sem mestu máli skiptir og þá glatast mikilvægt tæki- færi til að draga nauðsynlega lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis og at- burðum síðustu missera. Verkefni stjórnlagaþings Eftir Salvöru Nordal Salvör Nordal Höfundur er forstöðumaður Sið- fræðistofnunar HÍ og í framboði til stjórnlagaþings nr. 9024. Stjórnarskrá okkar fengum við 1874 sem gjöf frá danska kóng- inum þar sem Alþingi og konungur náðu ekki samkomulagi um hvernig hún ætti að vera. Árið 1944 var stofnað hér lýðveldi og Íslendingar sögðu skilið við danska kon- ungsveldið. Þá var ekki samin ný stjórnarskrá heldur var orðið forseti sett inn fyrir orðið konungur og litlu öðru breytt. Við það tækifæri lýstu forystumenn þjóðarinnar yfir því að heildarend- urskoðun stjórnarskrárinnar þyrfti að fara fram sem fyrst. Þrisvar sinn- um reyndi Alþingi að standa við þessa fyrirætlan sína en tókst ekki. Alþingismenn hafa enn ekki náð samkomulagi um hvernig stjórn- arskráin ætti að vera eftir þessa heildarendurskoðun. Nú hefur Alþingi sagt sig að hluta frá þessu verki, sem það taldi nauð- synlegt að ráðist yrði í fyrir 65 árum. Alþingi hefur falið þjóð- inni að ganga í verkið á sérstöku stjórnlaga- þingi. Nú þarf þjóðin að sýna hvers hún er megnug. Þetta er einstæður sögulegur viðburður. Ekki aðeins vegna þess að kallað verður saman stjórnlagaþing heldur einnig vegna þess að svokallað persónukjör verður viðhaft í kosn- ingum til þingsins. Aldrei í sögunni, hvorki hér á landi, né í nágrannalöndum okkar, hefur almenningi boðist slíkt tækifæri til þess að hafa áhrif á setningu grund- vallarlaga. Þess vegna er ástæða til að hvetja kjósendur til að sleppa ekki þessu einstæða tækifæri. Tökum sem flest þátt í kosningum til stjórnlagaþings- ins laugardaginn 27. nóvember og verum þannig virkir þátttakendur í að gera góða stjórnarskrá betri. Loksins ný stjórnarskrá Eftir Árna Indriðason Árni Indriðason Höfundur er framhaldsskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík og frambjóðandi til stjórnlagaþings og hefur auðkennisnúmerið 5075. Nú fer senn að líða að kosningum, ein- ungis örfáir dagar eft- ir. Það er mjög mik- ilvægt að kjósendur kynni sér frambjóð- endur og velji þá sem hæfastir eru. Ég tel einnig mjög mik- ilvægt að á stjórn- lagaþinginu sitji þver- skurður þjóðarinnar, þ.e. ekki einungis frægt fólk, fólk á miðjum aldri eða fræðimenn. Hvers vegna býð ég mig fram? Ég gef kost á mér til setu á stjórnlagaþingi því mér finnst ég hafa mikið fram að færa eins og sést þegar stefnuskrá- in mín er vandlega skoðuð. Ég útskrif- aðist með stúdents- próf frá Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði haustið 2007 og hóf síðan nám við Háskóla Íslands haustið 2008 þar sem ég er á þriðja ári í stjórnmálafræði. Það var nokkuð sérstakt að heyra viðtal við Ellert B. Schram, fyrrverandi alþing- ismann, á Bylgjunni nýverið þar sem hann sagði að á stjórnlaga- þingi ætti bara að sitja eldra fólk vegna þess að sá hópur hefði mestu reynsluna. Auðvitað hefur það fólk mikla reynslu og hefur lif- að lengur og upplifað meira heldur en ég sem tuttugu og þriggja ára einstaklingur. Það er nú samt þannig að ég og einstaklingar á mínum aldri eigum vonandi eftir að vera þátttakendur í íslensku samfélagi í tugi ára í viðbót og vonandi einnig eftir að ala upp börn hér á landi. Þess vegna vil ég taka þátt í að búa til þann sam- félagssáttmála sem stjórnarskráin er. Á stjórnlagaþingi verður að sitja þverskurður þjóðarinnar, til dæmis ungir og gamlir, gagnkynhneigðir og samkynhneigðir og konur og karlar. Til þess að stjórnlagaþingið nýtist á sem bestan hátt verða menn að vera málefnalegir, opnir fyrir ólíkum skoðunum og tilbúnir að leggja sig alla fram. Það mun ég gera. Ég óska því eftir þínum stuðningi á laugardaginn. Ágúst Bjarni Garðarsson – 5427 býður sig fram Eftir Ágúst Bjarna Garðarsson Ágúst Bjarni Garðarsson Höfundur er háskólanemi og frambjóðandi nr. 5427. Gildandi stjórn- arskrá þarf að endur- skoða frá grunni. Hún er afsprengi liðins tíma, byggir á úreltum hugmyndum og trygg- ir ekki jöfn réttindi. Mikilsverðasta verk- efnið er að skilja tryggilega milli lög- gjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Fyrsti kafli stjórn- arskrárinnar á að fjalla um mann- réttindi og fyrsta setning hennar á að vera eitthvað á þessa leið: „Virð- ing fyrir hverjum einstaklingi er ófrávíkjanleg og algild.“ Markmið nýrrar stjórnarskrár er að gera lýð- um ljóst, að uppruni valdsins er hjá þjóðinni, almenningi, kjósendum – ekki forseta og ríkisstjórn. Fækka ber þing- mönnum í 36 og bjóða fram í tvímennings- kjördæmum með jöfnu vægi atkvæða. Með því verður ábyrgð þing- manna meiri, þekking þeirra á hagsmunum fólks meiri, tengsl við kjósendur meiri – og meiri athygli beinist að hverjum og einum þingmanni. Þekking, persónuleg kynni og ábyrgð eru krafa í upp- lýstu og opnu fulltrúalýðræði. Stjórnarskráin á aðeins að geyma grundvallarlög – meginreglur sam- félagsins. Þessum grundvallarlögum á Alþingi ekki að geta breytt heldur stjórnlagaþing kjörið af almenningi með landið allt sem eitt kjördæmi. Í nýrri stjórnarskrá þarf að tryggja réttindi minnihluta, bæði minnihluta á Alþingi svo og minni- hluta kjósenda. Á Íslandi ríkir meirahlutaeinræði þar sem meiri- hlutinn hefur komist upp með að virða skoðanir minnihlutans að vett- ugi. Skýr ákvæði þarf í nýja stjórn- arskrá um þjóðaratkvæði þannig að ljóst sé, hvenær kjörnir fulltrúar eiga einir að taka ákvörðun og hve- nær almenningur á að ráða. Tryggja þarf að fleiri en forseti geti lagt mál í hendur þjóðinni, t.a.m. að minnihluti þingmanna svo og ákveðinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóð- aratkvæðis til þess að veita meiri- hlutanum aðhald. Í vissum tilvikum á að staðfesta ákvörðun meirihluta Alþingis í þjóðaratkvæði, s.s. samn- inga við erlend ríki, og afnema ber það ákvæði að forseti – eða réttara sagt ríkisstjórn – geti leyst Alþingi upp. Takmarka ber ráðherraræði, s.s. að þeir skipi dómara. Eftir Tryggva Gíslason Tryggvi Gíslason Höfundur er fv. skólameistari. Ný stjórnarskrá St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing Nú sitja þeir og skjálfa, þeir sem öllu vilja ráða, þeir sem öllu ráða og illa hafa farið með vald sitt. Óttinn við að missa völdin ber þá yfirliði og gera þeir nú lítið annað en að tala nið- ur allar hugmyndir um þjóðaratkvæða- greiðslur svona rétt á milli þess sem þeir ákveða hvaða auðlind skal næst fara í hendur örfárra og hvort framselja eigi fullveldi þjóðarinnar til embættismanna staðsettra á meginlandi Evrópu. Í lengri tíma hafa ákveðnir stjórnmálamenn á Íslandi svívirt núgildandi stjórn- arskrá og með klækjum haft af þjóðinni þann arf sem forfeðurnir gáfu til okkar Íslendinga. Svo reyna þessir sömu menn, sem á sínum tíma gáfu bankamönnum lausan tauminn til að stýra land- inu, að segja þjóðinni að henni sé ekki treyst fyrir því að ákveða sín eigin örlög. Nú þegar kosið verður til stjórnlagaþings þarf þjóðin að standa saman og hún þarf að kjósa á þingið einstaklinga sem vilja aukna aðkomu þjóð- arinnar að löggjöfinni, einstaklinga sem vilja verja sjálfstæðið og einstaklinga sem sveiflast ekki eftir því hvernig vindar blása. Það þarf að koma á lýðræðisumbótum. Þjóðin þarf að fá vald til að kjósa um stór ágreiningsmál. Það gengur ekki miklu lengur að örfáir geti arðrænt þjóð- ina. Þjóðin þarf að standa saman og kjósa til stjórnlagaþings. Það er okkar leið og jafnvel þótt sú leið verði að lokum tekin frá okk- ur eða stjórnlagaþingið mistakist á einhvern hátt þá finnum við nýja leið og nýja von. Við megum aldr- ei missa vonina, aldrei láta land- ráð afskiptalaus og aldrei gefast upp. Það var íslenska þjóðin sem stoppaði Icesave í þjóðaratkvæða- greiðslu og þeirri þjóð er treyst- andi. Gleymum því aldrei. Þjóðin skal fá valdið Eftir Viðar H. Guðjohnsen Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og fram- bjóðandi til stjórnlagaþings (53-28).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.