Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Marteinn Sigurgeirsson kennari hóf kvikmynda- samkeppni á milli allra grunnskólanna á landinu í ár og verða úrslit kunngjörð í Sambíóunum í dag klukkan 16.30. Hann hóf samkeppni í sam- starfi við íþrótta- og tómstundaráðið í Reykjavík í kvikmyndalist fyrir 29 árum en aðeins Reykvík- ingar hafa getað tekið þátt í henni. Honum sveið að þurfa alltaf að segja nei við þá sem voru utan af landi og hóf því þessa keppni í samstarfi við Kópavogsbæ og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Keppt í mörgum flokkum Dómnefndin í keppninni er skipuð nemendum úr Kvikmyndaskóla Íslands og er keppt í tveim- ur aldurshópum, á unglingastiginu eru áttundi til tíundi bekkur og svo geta allir sem eru yngri tekið þátt í hinum aldurshópnum. Keppt er í fjór- um flokkum, stuttmyndum, heimildarmyndum, tónlistarmyndböndum og hreyfimyndum. Í flokknum hreyfimyndir eru klippimyndir og þess háttar. „Kennarar í myndmennt hafa sumir tekið upp kennslu í hreyfimyndagerð sem hefur skilað sér í stórauknu framlagi til keppni eins og þessari,“ segir Marteinn. Marteinn sem byrjaði sem kennari fór síðar í framhaldsnám til Svíþjóðar í ljósmyndun og kvikmyndun og hefur því haft metnað til að auka þekkingu grunnskólanema á faginu. „Seinustu fimmtán árin hef ég verið forstöðumaður Mynd- vers grunnskóla Reykjavíkur. Þar hefur maður getað beitt sér fyrir því að þetta sé nýtt betur í kennslu,“ segir Marteinn. borkur@mbl.is Upprennandi kvikmyndaséní í Sambíóunum Árni Sæberg Veisla Marteinn stendur að hátíðinni.  Eins og glöggir kvikmyndaunn- endur hafa eflaust tekið eftir er ekki lengur hægt að kaupa miða á þær kvikmyndir sem sýndar eru í Sambíóunum á miðasöluvefnum Miði.is. Sambíóin selja nú miða á kvikmyndasýningar sínar á vef sín- um, sambioin.is. Vilji menn t.d. kaupa miða á netinu á nýjustu Harry Potter-myndina verða þeir að fara á vef Sambíóanna og skrá sig sem notendur. Alfreð Ásberg Árnason, fram- kvæmdastjóri Sambíóanna, segir ástæðuna fyrir þessu þá að Sam- bíóin séu komin í annað kerfi og ætli í framtíðinni að selja bíómiða á eigin vef. Miða.is var boðið að selja áfram miða fyrir Sambíóin en ekki var áhugi fyrir því, að sögn Alfreðs. Viðskiptavinir geta annaðhvort greitt með inneign eða með greiðslukorti á vef Sambíóanna og geta svo nálgast miðana bæði í tölvupósti og á vef Sambíóanna, á svæði notanda. Sambíóin selja á eigin vef, farin af Miða.is  Íslenska heimildamyndin Feath- ered Cocaine er í keppni um First Appearance-verðlaunin á IDFA, al- þjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam, um þessar mundir. Í fyrradag, miðvikudag 24. nóv- ember, var tilkynnt um tilnefningar til verðlauna á hátíðinni. Feathered Cocaine er í þriggja mynda úrslit- um í sínum flokki en valið var úr 16 myndum í þeim flokki. Á hverju ári sækja yfir 3.000 myndir um að kom- ast að á hátíðinni en einungis um 280 myndir eru valdar úr þeim hópi inn á hátíðina. Af þeim myndum sem komast inn eru 80 myndir kall- aðar til keppni í ýmsum flokkum. Mikill heiður þykir að vera valinn í keppni á IDFA, sem er stærsta og mikilvægasta heimildamyndahátíð í heimi. Feathered Cocaine er um þessar mundir sýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu á haustbíódögum Græna ljóssins. Í úrslit stærstu heim- ildamyndakeppninnar Fyrirsögn þessarar greinar er ekki uppfinning blaðamanns, ónei, heldur titill sýningar myndlistarmannanna Rakelar McMahon og Snorra Ás- mundssonar. Sýninguna opna þau á morgun kl. 17 í Crymo galleríi á Laugavegi 41a (bak við verslunina Vínberið). Segir um sýninguna í tölvupósti að hún sé „hugsuð fyrir þroskaða einstaklinga sem hafa góð- an smekk fyrir góðri list“ og að Snorri og Rakel muni „afhjúpa af- rakstur samræðna sinna í heita pott- inum sem hófust í Feneyjum sum- arið 2009“, þ.e. á Feneyjatvíæringn- um. „Hann skýrist nú bara svolítið svona á sýningunni,“ svarar Snorri, spurður að því hvernig þessi merki- legi sýningartitill sé til kominn og hvað hann þýði. „Hann varð eig- inlega bara til þegar við vorum að finna nafn á sýninguna. Við erum reyndar með svona gjörning í vinnslu og Rakel bauð mér að sýna þarna með sér og mér fannst skemmtilegt að gera það. Hún er mjög skemmtileg.“ – Hvernig sýning er þetta? „Þetta er sýning með málverkum, teikningum og vídeóinnsetningum.“ – Það er ekkert þema hjá ykkur? „Jú, jú, t.d. þessar teikningar hjá Rakel er það sem henni býr í brjósti og við mættumst svolítið þegar við vorum að ræða þennan gjörning. Þetta er svolítið unnið út frá því,“ segir Snorri. Gjörningurinn verði þó ekki fluttur á sýningunni. – Ég heyri á þér að ég næ ekki að toga mikið meira upp úr þér um þessa sýningu? Snorri hlær. „Nei, það er alltaf vont að gera það. Hvað má segja í rauninni? Ég verð með málverk þarna stórt sem er mjög gaman að gera.“ – Er það pólitískt? „Nei, það er ekkert pólitískt en það er svolítið útsmogið,“ segir Snorri kíminn. helgisnaer@mbl.is Blow me (potti) – Bloody Beauty, ókei? Morgunblaðið/Eggert Forvitnilegt Sýning Snorra og Rakelar ber þann merkilega titil Blow me (potti) – Bloody Beauty, ókei? Myndin var tekin á vinnustofu Rakelar í gær. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Saxófónleikarinn knái Jóel Pálsson beitti nokkuð glúrinni aðferð við upptökur á nýjustu plötu sinni, HORN, sem er nýkomin út. Með- spilarar hans á plötunni, þeir Ari Bragi Kárason (trompet og flyg- ilhorn), Eyþór Gunnarsson (píanó, Rhodes-píano og mini-moog), Davíð Þór Jónsson (Hammond-orgel, mini-moog, barítónsaxófónn og raf- bassi) og Einar Scheving (tromm- ur), léku með honum efnið á síð- ustu djasshátíð Reykjavíkur sem fram fór í endaðan ágúst. Á þeim tíma tjáði Jóel blaðamanni að hann vonaðist til að plata yrði til í fram- haldinu, en hersingin fór inn í hljóðver nánast rakleitt af sviðinu. Þessi „flétta“ Jóels gekk semsagt upp. Gulrót „Þetta var nokkurs konar gulrót, að halda þessa tónleika, en þá gat ég sett pressu á menn að koma saman,“ segir Jóel og brosir. „Þetta eru menn af slíku kalíberi að það er hausverkur að koma þeim sam- an, næstum jafnmikill hausverkur og upptökurnar sjálfar.“ Jóel segir að með þessu hafi tón- listin verið komin í mannskapinn, tekin að flæða um æða- og tauga- kerfið. Menn hafi því mætt heitir í hljóðverið, en upptökur fóru fram í Vatnagörðum, þar sem Sýrland er með hljóðver. „Við röðuðum okkur í hring og lékum þetta inn. Kiddi Hjálmur (Guðm. Kristinn Jónsson) sá svo um að taka upp, hljóðblanda og hljómjafna.“ Jóel segir hljóðfæraskipun óvanalega; tveir blásarar, tveir pí- anó/hljómborðsleikarar og svo trymbill. „Þetta eru ólíkir spilarar allir saman, ólíkir karakterar. Það var gaman að fylgjast með píanóleik- urunum espa hvor annan upp t.d. Ari er þá rétt skriðinn yfir tvítugt og það var gaman að hafa hann þarna í framlínunni með mér. Mjög hæfileikaríkur strákur sem er í námi í New York.“ Olnbogarými Tónlistin er skrifuð en hver og einn fékk nægilegt olnbogarými til að setja sína áferð á framvinduna. „Við fórum í hljóðverið strax morguninn eftir tónleika og vorum svo í þrjá daga að þessu,“ rifjar Jó- el upp. „Það var mikið drukkið af kaffi, við vorum eiginlega orðnir snældubrjálaðir á tímabili enda höfðum við takmarkaðan tíma.“ HORN er sjálfstætt framhald síðustu plötu, VARP, en Jóel segir að allar þær hugmyndir sem fædd- ust í því ferli hafi ekki rúmast á einni plötu. Í tilkynningu vegna plötunnar segir m.a. að þar ægi saman „fönki, pönki, frjálsjazzi, swingi, rokki, og kirkjumúsík … á plötunni má t.d. finna lögin Tog og Þel til heiðurs íslensku sauðkindinni, framtíðarsw- inglagið Pigs in Space, brothættu ballöðuna Keili, fjú- sjónlagið Tusk o.fl.“ Jóel er með iðn- ari hljóðfæraleik- urum og hefur kom- ið víða við á farsælum ferli. „Það er skrítið að vera atvinnu- hljóðfæraleikari á Íslandi,“ segir hann. „Ólíkir heimar skarast mikið, mun meira en ég þekki hjá koll- egum mínum úti sem geta svamlað um óáreittir í eigin tjörn. Hérna er maður að hlaupa í allar áttir – en maður býður líka upp á það. Og ég hef haft mjög gaman af þessu, ég held að ég sé dálítill reynslufíkill og hef gaman af því að prófa allt – a.m.k. einu sinni (hlær). Maður hef- ur fengið tækifæri til að koma víða við og spilað ótrúlega fjölbreytta tónlist - oft í sömu vikunni.“ Útgáfutónleikar vegna HORNs verða 12. desember. Með djass á hornum sér  Jóel Pálsson gefur út HORN  Tekin upp á þremur dögum eftir tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur Fjölhæfur „Hérna er maður að hlaupa í allar áttir – en maður býður líka upp á það.“ Umslag HORNs er sér- staklega vel heppnað; en um hönnun þess sá Alli metall (Mugison o.fl.). Jóel horfir þarna á okkur með skemmti- lega djöfullegu augnaráði, nánast prakkaralegu, með horn á höfði og horn á öxlum sömuleiðis. Horn og horn UMSLAGSHÖNNUNIN Fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.