Alþýðublaðið - 26.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.10.1923, Blaðsíða 1
biaðið C^oiiö tlt af *A.l]»ýðuflolx]araiii 1923 Pöstudaginn 26. október. 253. tölublað. síofa A-lístans verður á morgun í Good-Templarafaúsínu. Margar símalínur. Biðjið um A-listann. Bréf B-listans. Bréf f rá B-listanum hef ir ver- ið sent út um bæinn. Er það *vo ókurteist í garð verka- manna, að undrum sætir, að við- komandi útsendarar skuli ekki skammast sín fyrir slíkt. 1 bréfinu segir, að A-listinn vilji fella hið ennþá ríkjandi þjóðskipulag í rústir, það þjóð- skipulag, sem við búum við. Já, |>að er satt; við Alþýðuflokks- menn viljum og munum breyta og leggja í rústir það fyrir- komulag &¦ þjóðfélaginu, sem sýnt hefir oss öllum og þó helzt hinum fátæka lýð gagnsleysi sitt. Hver dirfist að halda því fram, að þjóðfélagsfyrirkomu- lagið, sem riú ríkir, hafi fullnægt þeim þörfum, sem hver einstak- lingur hefir þurft á að halda? Hver dirfist að halda því fram, að þeir, sem stjórnað hafa, hafi gert það til allra heilla? Nei og aftur nei. Allir vita, að þjóðskipulag þetta getur ekki staðist lengur. J>að hlýtur að falla. J>að er óhjákvæmilegt. það hefir náð hápunkti svívirð- inganna. Og það f ellur. Hverjir hafa stjórnað? Eru J>að „sósíalistar" ? Eða eru það „hinir"? Já, það eru þessir Jhinir", sem hafa stjórnað. J>að eru þeir, sem hafa siglt oss út í |>að fen spillingar á öllum svið- «m, sem við nú erum í. pað eru B-ustamennirnir. Vér vitum það Starfsfólk A-listans mæti kl. 10 í fyrramálið (laugardag) í Templarahúsinu. allir, að það eru þeir og fram- herjar þeirra. Á einum stað í bréfi þeirra stendur, að þeir ætli að horfast í augu við örðugleikana. Og svei! J)ið B-listamenn megið vera vissir um, að þið fallið fyr- ir þeim draug — örðugleikunum í landinu, — sem þið og ykkar samherjar hafið vakið upp. Ykkur fer eins og manni, sem vekur upp draug og fellur svo sjálfur í baráttunni um yfirráð- in og er kastað í hina opnu gröf. pið fallið í hana og tapið. J)ið yfirvinnið aldrei örðugleikana, þið hafið verið nógu duglegir að búa þá til, en þeir eru orðnir ykkar of jarlar. peir segjast vilja taka á örð- ugleikunum með „festu" og „dugnaði. Já, orð, orð, innan^ tóm. Vér þekkjum „festu" og „dugnað" ykkar, sem hafa stjórnað. Jú, við höfum reynt hvort tveggja, þessa „festu" og þennan „dugnað". O-jæja. þeir viðurkenna illa stjórn, þ. e. að f járkreppan sé „ekkert einsdæmi". Nei, við er- um orðnir nógu þjakaðir undir þessari altaf sívaxandi fjár- kreppustjórn ykkar, og við vilj- um hana ekki lengur. Við viljum ykkur ekki íengur! peir segja, að fjárkreppan sé afleiðing ófriðarins mikla. Vér vitum, að svo er það í ófriðar- löndunum. En hverjir hafa kom- ið ófriðnum af stað? Eru það jafnaðarmenn? Nei, það eru flokksbræður ykkar, sem siguðu fólkinu út á blóðvöllinn. J>að voru þeir, sem riefndir eru „spekúlantar". peir börðust um peningana. pað var fr jáls sam- keppni!! Og þið, B-listamenn! eruð aftan í þeim. Og að endingu segja þeir: „Og nú viljum vér þegar í stað leggja hönd á plóginn". Og greyin! J?ið lofið bót og betrun. Ykkur fer eins og krakka, sem refsað er fyrir óhlýðní og van- rækslu. Krakkarnir lofa bót og betrun, og þið eruð eins. En nei, geyin mín! pið stjórnið ekki lengur. pið eruð búnir að sýna okkur, að þið eruð ónothæfir. pið'faUið. pví er slegið fóstu. Verkamenn hafa hingað til legið á hnjánum f yrir ykkur. Og þið hafið orðið stórir í augum þeirra. En þið eruð það ekki lengur, því að verkamenn eru staðnir upp og f arnir að kreppa hnefann.N B-listinn fellur! A-listinn sigrar! V. S. V.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.