Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Það var mikið fjör í Tennishöllinni í Kópavogi á dögunum þegar Tennissamband Íslands hélt mót fyrir 10 ára og
yngri, svokallað mini tennismót. Á þriðja tug krakka tók þátt í mótinu og sýndi þar góð tilþrif.
„Mótið gekk afar vel. Krakkarnir spiluðu átta leiki á mann og fengu allir verðlaun eftir mótið. Það voru dómarar á
öllum völlunum og foreldrar krakkanna voru duglegir að mæta og hvetja börn sín. Við það skapaðist góð stemning,“
sagði Jón Axel Jónsson mótsstjóri við Morgunblaðið en það var Soffía Sóley Jónasdóttir sem stóð uppi sem sigurveg-
ari á mótinu en eftir það var slegið upp pitsuveislu.
„Við finnum fyrir miklum áhuga hjá krökkunum á tennisíþróttinni og þar er orðið tímabært að koma upp annarri
höll. Starfsemin hjá félögunum hefur vaxið mjög mikið og ég sé ekki annað en að efniviðurinn sé mikill,“ sagði Jón Ax-
el.
Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, var á mótinu og tók meðfylgjandi myndir af krökkunum.
Morgunblaðið/Eggert
Góð tilþrif ungu tenniskrakkanna