Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 4
Bíl á miklum hraða var ekið utan í annan bíl við Gullinbrú á móts við Stórhöfða um miðjan dag í gær og hafnaði fyrrnefndi bíllinn að lokum á staur þar sem hann staðnæmdist. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild. Meiðsli mannsins eru ekki talin alvarleg, að sögn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst þykir að slysið varð í kjölfar hrað- aksturs ökumannsins. Bíllinn er mikið skemmdur eftir áreksturinn eins og sést á meðfylgj- andi mynd. Harður skellur á Gullinbrú Morgunblaðið/Árni Sæberg Árekstur Annar bíllinn lenti á staur eftir hraðakstur. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frábær ferð - 14 nætur Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 5. janúar í 14 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í 14 nætur á ótrúlegum kjörum. 5. janúar í 14 nætur Verð frá 99.900 Kanarí Verð kr. 129.900 allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur með allt innifalið. Stökktu tilboð 5. janúar. stökktu til Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur. Stökktu tilboð 5. janúar. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Fjárhaldsstjórn Álftaness telur að sveitarstjórn hafi ekki farið að lögum við ráðstöfun fjár sem sveitarfélagið fékk vegna sölu eigna á síðasta kjör- tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu fjárhaldsstjórnarinnar sem gefin var út í liðinni viku. Í henni er að finna úttekt á rekstri sveitarfélagsins og jafnframt áætlun fyrir árin 2011 - 2014. Það er niðurstaða fjárhaldsstjórn- arinnar að til þess að leysa fjárhags- vanda sveitarfélagsins þurfi að leysa það alfarið undan öllum leiguskuld- bindingum sem eru utan efnahags. Þessar skuldbindingar eru 4.106 milljónir króna samkvæmt ársreikn- ingi árið 2009. Í áætlun fjárhaldsstjórnarinnar kemur fram að með því að losa sveit- arfélagið undan þessum skuldbind- ingum muni skuldir þess fara úr 518% af tekjum við árslok 2009 í rétt innan við 250% af tekjum í árslok 2010. Fjárhaldsstjórnin telur að sveitarfélagið geti ráðið við skuldir af þessari stærð en ljóst sé að lítið svigrúm verði til viðgerða og við- halds. Til þess að standa í skilum þurfi hins vegar að vera að minnsta kosti 5% álag á útsvar fram til ársins 2014 á Álftanesi. Mikil hagræðing væri fólgin í sameiningu við annað sveitarfélag og þá væri hægt að leggja álagið niður. Í bága við skyldur Í skýrslunni fjallar fjárhalds- stjórnin sérstaklega um eignasölu sveitarfélagsins á síðastliðnu kjör- tímabili. Sölur á fastafjármunum námu um 645 milljónum króna og þar af fékk sveitarfélagið greiddar um 449 milljónir króna í peningum. Þessum fjármunum var hins vegar hvorki varið til að greiða niður skuld- ir né til varanlegrar fjárfestingar heldur til þess að standa undir dag- legum útgjöldum sveitarfélagsins. Í skýrslunni segir að ekki verði annað séð en að sala fasteigna og veitukerfa sveitarfélagsins og með- ferð söluandvirðisins hafi ekki verið í samræmi við almennar skyldur varðandi meðferð fjármuna sem hvíla á sveitarfélögum. Í þessu sam- hengi er bent á 1. mgr. 64. gr. sveita- stjórnarlaga nr. 45/1998 sem er svo- hljóðandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar í meðferð fjármuna sveitarfélagins og tryggja örugga ávöxtun þeirra“. Ýmsar tillögur eru jafnframt lagðar fram í skýrslunni til að draga úr rekstrarkostnaði á Álftanesi á næsta ári, t.d. segja upp allri yfirvinnu og skera niður kostn- að við Álftanesskóla. Bæjarstjórn í berhögg við lög  Fjárhaldsstjórn Álftaness gerir alvarlegar athugasemdir við rekstur sveitarfé- lagsins á síðastliðnu kjörtímabili  Sveitarfélagið sameinist öðru hið fyrsta Morgunblaðið/Golli Árni Emilsson, fv. útibússtjóri Landsbankans, lék fyrsta leikinn í skák þeirra Jóhanns Hjart- arsonar og Sigurðar Ingasonar við upphaf Frið- riksmótsins svonefnda í höfuðstöðvum bankans í gær en um er að ræða Íslandsmótið í hraðskák, haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stór- meistara Íslendinga. Um 80 skákmenn mættu til leiks. Þegar upp var staðið voru Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson efstir og jafnir með níu vinninga. Jón Viktor hafði betur eftir tvöfaldan stigaútreikning og telst vera Ís- landsmeistari í hraðskák árið 2010. Atgangur á Friðriksmótinu í skák Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Þetta er erfið áætlun enda erfiðar ákvarðanir sem við þurfum að taka. Við ákváðum þó að vera með báða fætur á jörðinni við gerð þessarar fjárhagsáætlunar enda ennþá mikil óvissa í samfélaginu,“ segir Guðríð- ur Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. Síðari umræða fer fram á morgun um fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar sem allir bæjarfulltrúar utan Gunnars I. Birgissonar unnu að. Gunnar I. Birgisson, eini bæjar- fulltrúinn sem ekki kom að gerð fjárhagsáætlunarinnar, lagði fram sína eigin áætlun í liðinni viku. Hann telur að tillögur meirihluta bæjarstjórnar um hækkanir á skött- um og þjónustugjöldum séu óþarf- ar. Guðríður segir hugmyndir Gunn- ars vera lýðskrum og ennfremur lýsi þær fádæma hroka. „Hann er í rauninni að segja að við öll hin í bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins, sem einnig vann að gerð áætlunar- innar, séum óhæf til að taka þessar ákvarðanir.“ Hún bætir við að hug- myndir hans séu öldungis óraun- hæfar. „Hann leggur til mikinn flat- an niðurskurð en staðreynd málsins er sú að öll fita hefur þegar verið skorin af í starfseminni. Skipulags- breytinga er þörf.“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að meirihluti bæjarstjórnar hafi boðið flokknum að taka þátt í gerð áætlunarinnar og honum hafi þótt tilhlýðilegt að láta á það reyna að vinna hana í sameiningu líkt og síð- ustu ár. „Í mörgum tilvikum var tekið tillit til sjónarmiða okkar sjálf- stæðismanna þó svo að við höfum ekki náð öllu fram. Meginatriðið er að bæjarsjóður sé rekinn hallalaus og skuldir verði greiddar niður, t.d. með lóðasölu ef hægt er.“ Spurður um áætlun Gunnars segir Ármann að hún leysi engan sérstakan vanda enda séu forsendur hennar óljósar. „Þessi áætlun er lögð fram í tóma- rúmi og er áhrifalaust plagg.“ Stigið varlega til jarðar með fjárhag Kópavogs  Hugmyndir Gunn- ars „óraunhæfar“ Guðríður Arnardóttir Ármann Kr. Ólafsson Banaslys varð í Reykjavík síðdegis á laugardag þegar ekið var á gang- andi vegfaranda á Snorrabraut við Bergþórugötu. Maðurinn, sem ný- lega varð fimmtugur, hlaut alvar- lega höfuðáverka auk fleiri meiðsla og var fluttur á slysadeild Land- spítala. Hann var úrskurðaður lát- inn skömmu eftir komu þangað, að sögn lögreglu. Rannsókn málsins stendur yfir og lýtur m.a. að stöðu umferðarljósa þegar slysið varð. Talið er að hinn gangandi hafi farið yfir götuna á móti rauðu ljósi. Þá er bifreið ökumanns til skoðunar. Ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða. Þetta er sjöunda banaslysið í ár. Banaslys við Snorrabraut Mikill erill var hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Þannig voru um 40 sjúkraflutningar í gær og í fyrrinótt annað eins, þar af um 20 útköll í forgangsflutning. Varð- stjóri segir þá nótt hafa verið „brjálaða“ en til viðbótar voru tvö útköll á dælubíla slökkviliðsins. Brunaviðvörunarkerfi í fyrirtæki við Vesturvör í Kópavogi fór í gang. Mikill reykur var á staðnum og þurfti að reykræsta húsið. Þá bárust eldboð frá Landspítalanum sem reyndust svo vera falsboð. Mikill erill hjá slökkviliðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.