Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Eftir að fréttastofa Ríkisútvarps-ins varð að Óðinsvéum Sam- fylkinginnar hefur margt breyst.    Árið 2003 þóttiþað til að mynda ekki tiltöku- mál þegar Pálmi Jónasson, fréttamað- ur á fréttastofu Út- varps, ritaði ævisögu Sverris Her- mannssonar. Sá hafði sama ár látið af störfum sem alþingismaður og formaður Frjáls- lynda flokksins, en var áfram meðal áhrifamanna í þeim flokki.    Annað nýlegt innlent dæmi mátaka af því þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson, nú alþingismaður, ritaði bók um Guðna Ágústsson. Bókin kom út árið 2007 þegar Guðni var formaður Framsóknarflokksins, en það ár var Sigmundur fréttastjóri og forstöðumaður fréttasviðs á Stöð 2.    Svipaða sögu má segja um aðrafjölmiðla, innlenda jafnt sem er- lenda. Þeir eru fremur jákvæðir en neikvæðir í garð frétta- eða blaða- manna sem taka sig til og rita bækur og á það jafnt við um bækur almenns eðlis sem bækur um brennheit mál líðandi stundar.    Þetta á ekki við um fréttastofunaað Óðinsvéum. Þar er frétta- maður hreinsaður út ef hann er grunaður um að ganga ekki í póli- tískum takti Samfylkingarinnar og leyfir sér að rita bók um fyrrverandi stjórnmálamann úr öðrum flokki.    Og það ótrúlega er að við þessarbreytingar á eðli fréttastofu Útvarps í Óðinsvé Samfylking- arinnar og atlögu að fréttamanni, hafa félög fréttamanna og blaða- manna ekkert haft að athuga. Óðinn Jónsson Ný stefna í Óðinsvéum STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -4 snjókoma Akureyri -3 snjókoma Egilsstaðir -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló -8 snjókoma Kaupmannahöfn -3 skýjað Stokkhólmur -7 snjókoma Helsinki -10 snjókoma Lúxemborg 3 skúrir Brussel -1 snjókoma Dublin 0 léttskýjað Glasgow 0 snjókoma London 0 skýjað París 5 skýjað Amsterdam -5 þoka Hamborg -8 skýjað Berlín -7 skýjað Vín -6 skýjað Moskva -5 snjókoma Algarve 16 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Róm 7 skýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -5 þoka New York 1 alskýjað Chicago -9 skýjað Orlando 11 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:33 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50 ALLT FYRIR ELDHÚSIÐ SEVERIN smáraftæki í miklu úrvali. Töfrasprotar, kaffivélar, blandarar, brauðvélar, flóunarkönnur, poppvélar, raklette grill og fleira og fleira. IBILI pottar og pönnur á allar gerðir hellna í miklu úrvali. AIDA matarstell, hnífar og glös – góð vara á frábæru verði. SILIT og eldhúsáhöld, hágæða áhöld í miklu úrvali. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, tók nýverið á móti flugstjór- anum Eric Moody sem rætt er við í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - pabbi, hreyflarnir loga. Fékk Ólafur Ragnar í leiðinni afhent eintak af bókinni, sem komist hefur á met- sölulista líkt og aðrar Útkallsbækur hafa gert frá upphafi, eða í 17 ár samfellt fyrir hver jól. Eric var við stjórnvölinn á Boeing 747 vél með 263 um borð þegar hún fór inn í öskuský yfir Jövu árið 1982. Er þetta með frægustu flugferðum sögunnar og var ein helsta ástæða flugbannsins þegar Eyjafjallajökull gaus sl. vor. Vélin missti afl á öllum fjórum hreyflunum. Nánast allir um borð töldu að þeir myndu deyja og vélin myndi hrapa í Indlandshafið. Eldur hafði kviknaði í öllum hreyfl- unum áður en drapst á þeim, reykur gaus upp í farþegarýminu, súrefnis- grímurnar féllu og flugliðarnir und- irbjuggu nauðlendingu á sjó. „Það er gott að fá þig inn í Út- kalls-bókaflokkinn,“ mun Ólafur Ragnar hafa sagt við Eric er hann fékk bókina afhenta á Bessastöðum. Móttaka Eric Moody á Bessastöð- um ásamt Óttari Sveinssyni. Forsetinn hitti flug- stjórann  Útkallsbækur á metsölulista í 17 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.