Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 á þeim tíma. Fyrir vikið tók vinn- an fimm ár og lauk loks í haust. Stök eða öll saman Kortin er hægt að kaupa stök fyrir hvern landshluta fyrir sig, en einnig er hægt að kaupa þau öll saman í sérstakri öskju. Rögn- valdur segist sjá það fyrir sér að fólk muni til að mynda vilja kaupa sér kort þegar það leggur upp í ferðalag á tiltekinn stað, „en svo hef ég séð það á sölunni frá því fyrstu kortin komu í sölu að fólk broti, þótti svo vel heppnað að það hefur verið endurútgefið fjórum sinnum. „Síðan var ég beðinn um að gera kort fyrir Vesturland 2002 og það var í sama broti og kortin núna, A1. Í framhaldi af því fékk ég þá hugmynd að gefa út seríu, kort fyrir hvern lands- fjórðung og gefa kannski út eitt kort á ári.“ Það sem reyndist meiri vinna en Rögnvaldur gerði sér grein fyrir, aukinheldur sem hann hafði ýmislegt annað að gera Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út safnsögukorta á vegumRannsóknar og ráð-gjafar ferðaþjónust- unnar, en forsvarsmaður þess fyr- irtækis er Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræð- ingur. Kortin eru í senn landakort og kort yfir helstu atburði sög- unnar sem átt hafa sér stað í hverjum landshluta frá söguöld og fram á okkar daga. Eitt kortanna er Ís- landskort, en hin skiptast í Suðvesturland, Vest- urland, Vestfirði, Norð- urland vestra, Norður- land eystra, Austurland og Suðurland. Rögnvaldur segir að aðdragandi verksins sé býsna langur; í raun megi segja að hugmyndin hafi kviknað þegar hann vann áþekkt kort fyrir Dalabyggð fyrir áratug. Það kort, sem var í minna Sögufróðleikur og fleira á nýjum Íslandskortum Sögukort Íslands heitir safn korta með sögulegu ágripi úr hverjum lands- hluta sem gefið var út fyr- ir stuttu. Fróðleikur Landakort er komið út sem sinnir þörfum fróðleiksfúsa fólksins. Morgunblaðið/Ernir Sögufróður Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur. Það getur verið hinn mesti höfuðverkur að fá hugmynd að góðri gjöf fyrir sína nán- ustu. Margir eru alveg tóm- ir og sjá fram á að vera enn á hlaupum á Þorláks- messudag í leit að hinni fullkomnu gjöf. Vefsíðan Gjafahugmyndir.is getur sparað mörgum sporin og kveikt góðar hugmyndir. Síðan var nýverið sett á laggirnar en markmiðið með henni er að bjóða fyr- irtækjum og einstaklingum að kynna sína vöru og þjón- ustu gegn sanngjörnu gjaldi. Vefsíðan er hönnuð með það að markmiði að sá sem skoðar hana eigi auðvelt með að finna hugmyndir að gjöfum fyrir sem flest tækifæri. Hinn almenni neytandi getur leitað eftir ýmsum forsendum; tilefni, tegund gjafar, aldri og kyni þess sem á að fá gjöfina og jafnvel upphæðina sem gjöfin má kosta. Þetta opnar ýmsa möguleika á að finna þá gjöf sem vantar fyrir ákveðið tilefni. Þægilegt og öflugt leitarkerfi er á vefsíðunni, sem birtir strax nið- urstöðurnar, ásamt myndum og upplýsingum um seljanda vörunnar. Það er íslenska ljósmyndaþjónustan ehf. sem rekur þennan nýja vef. Vefsíðan www.gjafahugmyndir.is Jólagjafir Það getur stundum verið erfitt að finna eitthvað sniðugt. Gjafahugmyndir á einum stað Já jólin verða komin í lok vikunnar og þá er um að gera að vera undirbúinn. Ekkert stress og streð, bara njóta þessara síðustu daga fyrir áthátíðina miklu. Sama hversu mikið óþol fólk þykist hafa fyrir jólunum komast allir í stemningu þegar þau nálgast. Það eru hin gleðilegu jólalög, brosandi andlit, jólaljós og hin hátíðlega stemning sem ylja öllum um hjarta- rætur, jafnvel þeim hörðustu. Ekkert vera að þykjast vera töff, leyfið ykkur að gleðjast yfir jólunum, þau eru líka bara einu sinni á ári, opn- ið hjarta ykkar og hleypið hlýjunni inn. Endilega … … gleðjist því það eru að koma jól Morgunblaðið/Golli Jól Það er margt sem gleður um jólin. Ný rannsókn sýnir fram á að það skiptir ekki heilsu þína máli hversu mikið áfengi þú drekkur, heldur hvernig og hvenær þú drekkur það. Franskir vísindamenn söfnuðu upplýsingum um drykkjusiði 2405 karlmanna í Írlandi og 7373 í Frakk- landi, þeim var fylgt eftir í tíu ár. Kom í ljós að Frakkarnir drekka meira að meðaltali, aðeins 12% af Írunum drukku daglega en 75% af Frökk- unum. Lotudrykkja var algengari á Ír- landi, eða 9% miðað við aðeins 0,5% í Frakklandi. (Lotudrykkja var skil- greind sem fimm drykkir eða meira að minnsta kosti einn dag í viku). Eftir að hafa tekið út alla áhættu- þætti kom í ljós að bæði lotu- drykkjumenn og bindindismenn eru í tvöfalt meiri hættu á að fá hjartabil- un en þeir sem drekka í hófi. „Í Frakklandi er ávaxta, grænmetis og víns neytt í sömu máltíð. Við telj- um að hægt sé að vernda hjartað með því að drekka daglega með heilli máltíð,“ sagði dr. Jean Ferrières sem stjórnaði rannsókninni. Heilsa Hófdrykkja eða lotudrykkja? Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér hefur alltaf þótt gaman að pakka inn í fallegan pappír og það kom upp í samtali á milli mín og móð- ur minnar eftir að við horfðum á fal- legan jólasnjó, að það gæti verið fal- legt að pakka inn í snjó. Í framhaldi af því fórum við aðeins að kanna mál- ið á „umbúðapappírsmarkaðinum“ og uppgötvuðum að þar var ekkert sem við höfðum áhuga á. Við fórum því á flug og ákváðum að hanna gjafapapp- ír sem okkur hugnaðist,“ segir El- ísabet Davíðsdóttir sem nýlega setti á markað hér á landi gjafapappír þar sem hún notar ljósmyndir úr ís- lenskri náttúru. Grjóthnullungur eða pakki? „Náttúran býður upp á óendan- lega möguleika enda litadýrðin og áferðin stórkostleg á Íslandi. Hug- myndin var að láta pappírinn líkjast raunveruleikanum sem mest. Til að byrja með er ég með 6 mótíf eða ljós- myndir sem ég tók af klaka, snjó, mosa, hellubergi og tvær útgáfur af holtagrjóti. Hugsunin er sem sagt sú að láta myndefnið taka mið af því að ýmist eru pakkar harðir, mjúkir eða óreglulegir. Mosinn og snjórinn henta þá til dæmis vel til að pakka inn mjúkum pökkum, því þá líkist pakk- inn mosa eða snjó. Klakinn og hellu- bergið fara best á hörðum pökkum eins og bókum eða kössum. Holta- grjótið hentar best undir óreglulegu pakkana og það er gaman hvernig óreglulegur pakki í þeim umbúðum lítur út eins og grjóthnullungur,“ seg- ir Elísabet og bætir við að hana langi til að þróa hugmyndina lengra og koma pappírnum inn á markað er- lendis. Hún hefur undanfarið fengist við verkefni sem tengjast á einn eða annan hátt ljósmyndun. Umbúðapappírinn er í örkum og verður til sölu á 4 stöðum til að byrja með: Í Epal, Iðu, hjá Kraumi og Máli og menningu. Einnig verður Stein- unn fatahönnuður með pappírinn í boði fyrir sína viðskiptavini. Pakkað inn í grjót og snjó Ljósmynd/Silja Magg Grjót Elísabet með óreglulegan pakka sem er eins og grjóthnullungur þeg- ar hann er kominn í umbúðapappírinn hennar. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir Berg Hellubergið fer vel á hörðu pökkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.