Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Björgunaraðgerðir Evrópusam- bandsins (ESB) og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) til handa írska bankakerfinu gætu haft áhrif til hins verra á eignir sem írskir bankar hafa lagt að veði í endurhverfum viðskipt- um við Seðlabanka Evrópu. Þetta kemur fram í álitsgerð seðlabankans vegna löggjafar sem samin var og samþykkt í flýti á Írlandi í tengslum við björgunaraðgerðirnar. Löggjöfin sem um ræðir veitir írska fjármála- ráðuneytinu margvíslegar og auknar heimildir til að grípa inn í rekstur banka. Sumar þeirra heimilda eru í anda þeirra sem leiddar voru í lög á Íslandi með setningu neyðarlaganna í október 2008. Á vef Financial Times eru leiddar líkur að því að þetta mat seðlabank- ans sýni að þar á bæ telji menn mikla áhættu fólgna í því að veita írska bankakerfinu enn aukna fyrir- greiðslu. Útistandandi veðlánavið- skipti írskra banka við Seðlabanka Evrópu nema í heild 136 milljörðum evra, eða sem nemur rúmlega 21.000 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða um fjórðung allra útistand- andi veðlána á vegum seðlabankans, en til viðbótar við þá upphæð hefur Seðlabanki Írlands veitt bönkum þar í landi um 45 milljarða evra neyðar- lán. Auk þess að hafa veitt írskum bönkum mikla lausafjárfyrir- greiðslu, hefur Seðlabanki Evrópu keypt mikið af skuldabréfum evru- ríkja á markaði til að halda fjár- magnskostnaði þeirra niðri. Alls hef- ur seðlabankinn keypt ríkisskulda- bréf evruríkja fyrir 72 milljarða evra, en talið er að stór hluti þess sé írsk ríkisskuldabréf, en ekki hefur fengist uppgefin hjá peningamála- yfirvöldum í Evrópu sundurliðun á því, frá hvaða ríkjum skuldabréf hafa helst verið keypt. Telja fullveldinu afsalað Eins og fram hefur komið hefur írska ríkisstjórnin samþykkt 85 milljarða evra neyðaraðstoð frá ESB og AGS til að halda bankakerfi landsins lifandi. Írska ríkið mun í kjölfarið herða verulega að lands- mönnum með skattahækkunum og niðurskurði opinberra útgjalda. Mjög deildar meiningar eru meðal írsku þjóðarinnar um hvort rétt hafi verið að þiggja aðstoð AGS og ESB. Í könnun sem birt var sl. laugardag kom fram að 51% Íra styður björg- unaraðgerðirnar, en 37% sögðust mótfallin aðgerðunum. Athygli vek- ur að um 56% aðspurðra í könnun- inni sögðu Írland hafa afsalað sér fullveldi sínu með því að undirgang- ast áætlun ESB og AGS. Tæp 70% sögðust telja að niðurskurðaráætlan- ir í ríkisrekstri væru of harkalegar. Fjórðungur allra veð- lána til írskra banka  56% Íra telja fullveldi afsalað með björgun ESB og AGS Reuters Írland Seðlabanki Evrópu hefur af því áhyggjur að ný löggjöf Íra muni hafa áhrif á veðstöðu gagnvart írskum bönkum vegna veðlánaviðskipta. Írland » Írskir bankar hafa sótt alls 136 milljarða evra til Seðla- banka Evrópu í endurhverfum viðskiptum. Um er að ræða um fjórðung allra slíkra útistand- andi viðskipta á vegum seðla- bankans. » Um helmingur írsku þjóð- arinnar er hlynntur því að þiggja neyðaraðstoðina frá ESB og AGS. Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast leggja sérstakan skatt á erlenda fjármögnun þarlendra banka. Er þetta gert til þess að stemma stigu við skyndilegum fjár- magnshreyfingum og áhrifum þeirra á gengi gjaldmið- ils landsins. Samkvæmt yfirlýsingum frá stjórnvöldum verður sett 20 punkta álag á erlenda skammtíma- fjármögnun banka. Álagningin mun svo renna í sjóð sem verður nýttur til þess að útvega bankakerfinu fjár- magn á tímum lausafjárþurrðar. Skatturinn mun ein- göngu leggjast á markaðsfjármögnun og mun ekki taka til fjármögnunar í formi innlána. Suður-Kórea er eitt fjölmargra útflutningshagkerfa í Asíu sem hafa verið að takmarka frjálst flæði fjármagns að undan- förnu. Vegna hins lága vaxtastigs sem er á Vestur- löndum hefur miklu fjármagni verið beint til þessara hagkerfa í leit að hærri ávöxtun og það hefur svo sett þrýsting á gengi gjaldmiðils viðkomandi landa. ornarnar@mbl.is Bankaskattur á erlenda fjár- mögnun í Suður-Kóreu Reuters Mannlíf Lífið gengur sinn vanagang í Seúl þrátt fyrir áform um skatt á erlenda fjármögnun banka. Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barna meðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til.Til eru kveikjarar með barna- læsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.