Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 ✝ Kristjana Hösk-uldsdóttir fæddist í Vatnshorni í Skorra- dal í Borgarfjarð- arsýslu 12. júlí árið 1936. Hún lést á Drop- laugarstöðum 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Bjarnadóttir hús- freyja, f. 10. ágúst 1905 í Vatnshorni, d. 24 júlí 1979, og Hösk- uldur Einarsson, bóndi og hreppstjóri í Vatnshorni í Skorradalshreppi, f. 23. nóvember 1906 á Finnstöðum í Ljósavatnshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, d. 11. mars 1981. Systkini hennar eru: Sveinn Skorri, f. 19. apríl 1930, d. 7. september 2002, Sigríður, f. 19. maí 1933, Ein- ar Árni, f. 28. nóvember 1939, og Bjarni Þormar, f. 19. mars 1943, d. 3. desember 1979. Hinn 8. júní 1957 giftist Kristjana eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Kr. Magnússyni, bónda í Melaleiti í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu, f. 2. ágúst 1932. Foreldrar hans voru þeirra er Kristjana, f. 5. maí 1993. Dóttir Vilhjálms er Vera, f. 17. júní 1983. 4) Védís, f. 12. febrúar 1965, hönnuður. Maður hennar er Jón Er- lingur Jónasson, f. 11. febrúar 1959, líffræðingur. Börn þeirra eru Jón Freysteinn, f. 3. janúar 1995, og Ás- hildur, f. 27. maí 1998. Kristjana ólst upp í Vatnshorni í Skorradal. Hún hóf 15 ára að læra á orgel hjá séra Guðmundi Sveinssyni á Hvanneyri, nam orgelleik í Tón- skóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík og sótti fjölda námskeiða á vegum skól- ans. Hún lauk námi í orgelleik frá Tónlistarskóla Akraness. Kristjana var nemandi í Húsmæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1956-1957. Krist- jana og Jón bjuggu fyrst í félagi við foreldra hans í Melaleiti en tóku síð- ar við búinu. Kristjana lék í fyrsta sinn á orgel við messu í Fitjakirkju í Skorradal þegar Einar, bróðir henn- ar, var fermdur og var eftir það org- anisti við kirkjuna í fjögur ár. Hún var organisti í Leirárkirkju frá 1978 og síðar einnig í Saurbæjarkirkju og í Innra-Hólmskirkju til 2000. Hin síð- ari ár höfðu Jón og Kristjana aðset- ur á Tómasarhaga 40 í Reykjavík. Kristjana var matráðskona kennara í Melaskóla þrjá vetur. Útför Kristjönu Höskuldsdóttur verður gerð frá Neskirkju í dag, mánudaginn 20. desember 2010, og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Fitjakirkjugarði í Skorra- dal. hjónin Magnús Egg- ertsson, bóndi í Mela- leiti, f. 2. júní 1899, d. 23. apríl 1993, og Sal- vör Jörundardóttir ljósmóðir, f. 26. ágúst 1893, d. 28. desember 1988. Börn Kristjönu og Jóns eru: 1) Sol- veig, f. 4. október 1957, fjölmiðlafræð- ingur. Maður hennar er Sigurður Á. Þrá- insson, f. 1. ágúst 1955, líffræðingur. Sonur þeirra er Ey- vindur Árni, f. 11. júlí 1995. Sonur Solveigar frá fyrra hjónabandi er Arnaldur Jón Gunnarsson, f. 10. apríl 1984. Unnusta hans er Hólm- fríður Björk Sigurðardóttir, f. 6. október 1985. 2) Salvör, f. 25. des- ember 1959, skipulagsfræðingur. Maður hennar er Jón Atli Árnason, f. 19. júlí 1959, læknir. Börn þeirra eru Magnús Hallur, f. 5. september 1987, og Una, f. 5. nóvember 1989. 3) Áslaug, f. 31. mars 1963, mynd- listarkona og rithöfundur. Maður hennar er Vilhjálmur Svansson, f. 3. apríl 1960, dýralæknir. Dóttir Það var gæfa fyrir ungan dreng að alast upp hjá ömmu og afa í sveitinni innan um ær og kýr. Mik- il forréttindi. Hvergi vildi hann frekar vera en í Melaleiti. Arn- aldur Jón var lengi eina barna- barnið og augasteinn Kristjönu ömmu sinnar sem við kveðjum í dag. Betra atlæti í uppvextinum var ekki hægt að hugsa sér og verður aldrei nógsamlega þakkað. Bjartsýni og lífsgleði Kristjönu í Melaleiti kom öll frá hjartanu eins og sagt er. Hún var ekki með láta- læti, kom til dyra eins og hún var klædd, tilgerðarlaus og blátt áfram. Ekkert var henni eðlislæg- ara en að umvefja samferðafólk sitt með jákvæðni og glaðværð – en þó með alvarlegum undirtón. Hyldýpi sorgar og óumflýjanleg örlög höfðu brugðið þunnum hjúp yfir Kristjönu þegar ég kvaddi hana á líknardeild Landakotsspít- ala fyrir fáeinum vikum. Hún var máttfarin en hlýjan og blikið í dökkum augunum var enn á sínum stað og stundin var dýrmæt við leiftur minninga, enda þótti mér undurvænt um þessa konu. Mörg augnablik úr eldhúsinu í Melaleiti eru minnisstæð þar sem húsfreyja stendur glaðbeitt með tvær pönnukökupönnur og bakar í gríð og erg ofan í svanga munna sem háma í sig góðgætið um leið og það hverfur af pönnunni. Krist- jana fyllir andrúmið glettni og hlýju og ennþá óma í eyrum leiftr- andi frásagnir þar sem hlustand- inn má hafa sig allan við að fylgja söguþræðinum enda margt sagt á skömmum tíma. Kristjana hafði einstakt lag á því að láta stritið líta út eins og það væri létt verk, var sívinnandi úti sem inni, kvik í spori og dálítið ör, nema þegar hún settist niður við píanóið eða orgelið. Þá færðist svipur hátíð- leika yfir andlitið um leið og tón- listin fyllti hug hennar. Þær stund- ir var hún í öðrum heimi. Nú er hún líka í öðrum heimi. Horfin fólkinu sínu alltof fljótt. Missir þeirra er mikill en minningin er björt og fögur og lifir. Gunnar Salvarsson. Þegar við systkinin settumst niður til að minnast ömmu okkar komu okkur fyrst í hug minningar um sumrin í Melaleiti. Við skellt- um upp úr hvað eftir annað þegar við rifjuðum upp skemmtileg atvik þar sem lífsglöð kona var í aðal- hlutverki. Þegar við systkinin vorum lítil og gátum ekki sofnað á kvöldin, sagði mamma okkur að hugsa um eitthvað fallegt og það besta sem okkur datt í hug var amma í Mela- leiti. Þegar við vorum að alast upp í Bandaríkjunum hlökkuðum við til allan veturinn að komast heim til Íslands og vera hjá ömmu og afa með Arnaldi frænda í sveitinni. Við erum afar þakklát fyrir sumrin sem við áttum í Melaleiti og án þeirra hefðum við aldrei orðið Ís- lendingar. Það var aldrei hljótt þar sem amma var. Hún var mikil fé- lagsvera og hafði gaman af því að grínast og gantast með okkur krökkunum. Hún hló manna mest þegar við vorum að gera einhver prakkarastrik frekar en að skamma okkur. Oft gat hún ekki komið upp orði þegar hláturköstin tóku völdin. Hún var einstaklega ötul og drífandi kona. Hún kenndi okkur hvernig ganga ætti til allra verka með jákvæðu hugarfari og með dugnað og samviskusemi að leið- arljósi. Henni fannst fátt verra í fari fólks en leti og ómennska. Hún lét þessar skoðanir sínar óspart í ljós og oftar en ekki með hispurslausu orðavali. Amma vildi hafa fallega hluti í kringum sig og gladdist yfir feg- urð í hinu smáa jafnt sem hinu stóra. Hún fann til með fólki sem kunni ekki að klæðast öðru en svörtu og gráu, en sjálf sást hún sjaldnast í þeim litum. Því var vel þess virði að reyna að vera í ein- hverju litríku þegar farið var að hitta hana og hún var líka fljót að veita því athygli. Um leið og við kveðjum ömmu þökkum við fyrir öll árin sem við áttum með henni og fyrir ómet- anlegan vinskap sem myndaðist milli yndislegrar ömmu og barna- barna. Eftir lifa minningar, hlaðnar hlátri og gleði, um röska, litríka og duglega konu. Una og Magnús. Yfir æskudalinn aftanstjörnur hefjast. Mánaljómi og minning mjúkum örmum vefjast. (Magnús Ásgeirsson) Fyrir mörgum árum var fastur pistill hér í blaðinu sem hét „Sveit- in mín er …“ Dag einn lagði Sveinn Skorri Höskuldsson, bróðir Kristjönu, til hugleiðingar í þenn- an pistil og skrifaði þá um Skorra- dalinn: „Tilfinningar mínar til hans eru hluti af sjálfselsku minni – eða eigum við að nota það hátíðlega orð sjálfsvirðingu“ og í lokin segist hann vel geta skilið „þá menn í forneskju sem dóu í fjöll sín. Ég get vel hugsað mér að deyja inn í þennan dal“. Við kveðjum í dag Kristjönu, systur Sveins Skorra, á þeim tíma ársins þegar sólin stendur kyrr og gerir ekki vart við sig í tvo mánuði neðan við miðjar norðurhlíðar í Fram-Skorradal. Suðurhlíðarnar Vatnshornsmegin mega bíða enn lengur. Æskudalur þeirra systkina frá Vatnshorni sem Sigríður, ein þeirra, kallar gjarnan „græna körfu“, er því kyrrlátur, dimmur og dulur í dag – en tekur á móti þessari dóttur sinni með fyrirheit- Kristjana Höskuldsdóttir ✝ Bragi FriðrikBjarnason fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 15. nóv- ember 1939. Hann andaðist á Landspít- alanum - háskóla- sjúkrahúsi 14. desem- ber 2010. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason, Kálfafelli í Suðursveit, og Þóra Gísladóttir frá Upp- sölum í Suðursveit. Bragi var einkabarn þeirra hjóna. Hinn 30.10. 1965 kvæntist Bragi Aðalheiði Aðalsteinsdóttur, frá Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn V. Björnsson, Fáskrúðs- firði, og Þórunn Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði. Börn Braga og Að- alheiðar eru; 1) Drengur, látinn. 2) Ómar Ingi. Maki Guðrún J. Guð- laugsdóttir. Börn: Orri, látinn, Bragi. 3) Ingunn Sigurrós. Maki Magnús R. Kristjánsson. Börn: Fannar Freyr, Ægir Már. 4) Bjarni Friðrik. Maki Hrönn Þorgeirs- dóttir. Börn: Þorgerður, Bragi Friðrik, Atli Freyr. Fyrir átti Bragi soninn Helga Guðjón. Bragi fluttist á Höfn með for- eldrum sínum árið 1944 og ólst þar upp. Hann lauk námi frá Stýrimanna- skólanunm í Reykja- vík og Vélskóla Ís- lands og starfaði bæði sem skipstjóri og vél- stjóri. Hann stofnaði útgerðarfélagið Eskey í samstarfi við Sigtrygg Bendiktz og Örn Ragnarsson árið 1969, sama ár keyptu þeir bátinn Eskey. Síðar keypti Kristinn Guðmundsson hlut Sigtryggs. Út- gerðin var farsæl og við bættust bátarnir Bjarni Gíslason, Erlingur og Hafdís. Um tíma ráku þeir einn- ig fiskvinnslu. Frá stofnun Eskeyj- ar starfaði Bragi í landi og sá um rekstur félagsins fram til ársins 2003 er þeir seldu útgerðina. Eftir söluna var hann viðloðandi útgerð yngsta sonar síns og sinnti jafn- framt áhugamálum sínum. Hann var mikill bridsmaður og hafði gaman af ferðalögum. Útför Braga fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi í dag, 20. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Okkur langar til að minnast elsku afa Braga með nokkrum orð- um. Við munum aldrei gleyma bíl- túrunum sem við fengum að fara með þér í drekabílnum. Það var líka mikið ævintýri að fá að fara í ferðalag á húsbílnum, sérstaklega þegar var farið í berjamó og afi átti það til að hlýða ekki þegar að- eins átti að tína bláber heldur blandaði öllu saman. Það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu á Hornafjörð, sérstaklega að fara á silungaveiðar og að skoða fjörurn- ar. Einnig var líka gaman að leika í húsinu útfrá þegar þið pabbi vor- uð að vinna í netum. Það er skrýt- in tilhugsun að við sjáum þig ekki aftur, þú sem varst svo blíður og góður við okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku afi, þín verður sárt sakn- að. Þorgerður, Bragi Friðrik og Atli Freyr. Bragi Friðrik Bjarnason Ég ætla aðeins að minnast á Ingu frænku og allar gjafirnar og hlýhug í minn garð. Inga mín, ég þakka hvað þú varst góð vinkona og frænka ömmu minnar, þakka þér fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég sendi dætrum hennar og syst- ur og fjölskyldu samúðarkveðju. Gunnar Rúnar Ingibjargarson. Elskulega frænka okkar er farin. Þegar ég frétti 30. nóvember sl. að elskulega frænka mín, hún Ingveld- ur, væri látin fylltist ég mikilli sorg yfir að hitta Ingu ekki aftur. Hún og Ingveldur Guðmundsdóttir ✝ Ingveldur Guð-mundsdóttir var fædd í Reykjavík 18. nóvember 1937. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 30. nóvember síðast- liðinn. Ingveldur var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni 16. desember 2010. móðir mín Kristín Þorleifsdóttir, sem var móðursystir Ingu en jafnframt á sama aldri, voru vinkonur frá barnæsku. Ég man frá því ég var barn að það liðu ekki jól án þess að Inga frænka gæfi stórar og vandað- ar gjafir og sömuleiðis á afmælum. Hver get- ur lifað án svo góð- hjartaðrar manneskju eins og Ingu frænku? Hún var engill í dul- argervi, en núna er hún engill á himnaríki. Hún var sterk í veikind- um sínum, alltaf gaf hún syni mín- um, Gunnari, vandaðar gjafir frá því að hann fæddist. Það leið ekki vika án þess að hún hringdi í okkur mömmu til að vita hvernig við hefð- um það. Elsku Inga, takk fyrir að hafa fengið að eiga svona frænku eins og þig, ég vona að Guð gefi dætrum, systur og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni, guð geymi þig þar sem þú ert núna, hittumst örugglega einhvern tímann aftur. Ó þú kæri ástvinur sem varst mér allt en ert horfinn á braut, ég styð mig við biblíuna og guðs orð, allt sem við gerðum og hlógum að saman er horf- ið skyndilega, það skiptir ekki máli, sorgin er til staðar. Ó þú efasemdin bítur mig, hittumst við ekki örugglega aftur? Ég horfi á liljuna og ef hún gæti talað segði hún: Kæra vina, treystu okkur blómunum, hittumst við ekki öll í framtíðinni? Af hverju talar fólk ekki meira við okkur blómin? Ég er orðin þrútin af sorgartárum, mér finnst eins og engill hvísli í annað eyrað mitt: Guð geymi tárin þín og breyti þeim í perlur sem eru varðveittar í himnaríki. Árin líða, enn finn ég til sorgar og saknaðar því fólk segir: Hittumst við nokkuð aftur? Efasemdin bítur mann, en kannski er dauðinn bara vegasalt og þegar við hittumst, kæri ástvinur, þá gleðjumst við á ný og sorgin er kvödd að eilífu, sjáumst kæra vina. Þín frænka, Ingibjörg Gréta Kristínardóttir. Inga mín er farin, ég heyri ekki röddina hennar í símanum lengur. Ég sakna hringinganna og minnist hennar þá glöðu daga sem við áttum t.d. í æsku, en ég er sirka þremur mánuðum eldri en Inga. Margt var skemmtilegt, þó er mér efst í huga þegar Inga hélt að ég ætti afmæli og við klæddum okkur í sparikjólana og fórum í búðina til Lilla og Odds en þangað rötuðum við og vorum rétt ókomnar er ensk hjúkrunarkona hélt að við værum í reiðileysi og fór með okkur á lögreglustöðina, ég man hvað okkur sárnaði að hún skyldi ekki skilja okkur, en við vor- um keyrðar heim í gamla lögreglu- bílnum. Samskipti okkar Ingu voru vegna heilsufars okkar beggja síð- ustu árin aðallega gegnum síma. Inga var alltaf fyrirmynd mín í öllu. Á ég henni t.d. það að þakka að í skólanum eftir tólf ára aldur kynnt- umst við góðum vinkonum og sú vin- átta varir til eilífðar. Ég á Ingu svo margt að þakka að það verður ekki talið hér. Inga mín, við kveðjumst að sinni. Bestu samúðarkveðjur til ykk- ar dætranna og Ellu systur og fjöl- skyldu. Kristín Þorleifsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.