Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 29
ið „af jörðu skaltu aftur upp rísa“ við hvert fótmál okkar sem fylgj- um henni til hinstu hvílu í garði litlu kirkjunnar á Fitjum. Ég minnist stundar fyrir nokkr- um árum. Það angaði af hlýju síð- sumri og útrænan gældi við ófallin stráin á eyðijörðum Framdalsins. Þau komu til mín í garðinn, Jón og Kristjana, þá nýlega hætt sínum framúrskarandi búskap í Melaleiti. Svo falleg og prúðbúin hjónin, sem stæði til að messa á Fitjum. Myndi hún setjast við orgelið góða eins og forðum, stíga í það andann og spila sálma um sumardýrð? Kannski Magnús sonur Salvarar stæði hjá ömmu sinni og syngi fag- urlega, líkt og langafi hans og fyrrum forsöngvari Fitjakirkju, Höskuldur Einarsson, gerði. Af þeim fimm börnum Sólveigar og Höskuldar sem tifuðu forðum um slegin túnin og afburða vel hirtan bæinn í Vatnshorni lifa nú aðeins Einar og Sigríður. Tilefni heimsóknar þeirra Jóns og Kristjönu daginn nefnda var ekki messusöngur. Nei, erindið var að velja sér leg í kirkjugarðinum. Jafn fráleitt og það nú var á þeim tíma að þetta fallega fólk gæti nokkurn tímann dáið! Það er sér- stök reisn yfir þessari miningu – um fyrirhyggju þeirra, glæsileika, samheldni og skynsemi. Nú er komið að kveðjustund. Kristjönu verður að þeirri ósk að deyja í æskudalinn sinn. „Mánal- jómi og minning mjúkum örmum vefjast“ um hana, hér, nú og ávallt. Megi ástvinir hennar líta til hækkandi sólar og blíðrar birtu morgundagsins. Af virðingu, Hulda á Fitjum. Á björtum ágústmorgni árið 2000 vatt sér inn um dyrnar á Melaskóla myndarleg og hressileg kona. Hún kvaðst vera nýflutt í Vest- urbæinn, þau hjónin hefðu um sumarið brugðið búi á Melaleiti í Melasveit. Sagðist hún hafa séð auglýst eftir kaffiumsjónarkonu við skólann þennan morgun og ákveðið að grennslast nánar fyrir um starfið. Það skipti engum togum, áður en við kvöddumst höfðum við handsalað samning – og hún var tilbúin að hefja starf strax. Þegar hún hringdi í dætur sínar til að segja þeim tíðindin munu þær vart hafa trúað móður sinni. En þessi atburður lýsir Krist- jönu vel. Hún gekk beint og ákveð- ið til verks, örugglega bæði í því sem venjubundið var sem og hinu óvænta. Þannig kynntumst við henni. Í þau ár sem hún var matmóðir okkar lagði hún sig fram um að bera á borð góðan mat og hollan. Allt vann hún með natni og alúð þess er ann góðu verki. Hún var líka einstaklega hreinleg og ná- kvæm um allt er að starfinu laut, átti jafnvel til að áminna okkur starfsfólkið um góða umgengni. Kristjana var víðlesin og fróð. Þær voru því ófáar stundirnar sem við áttum saman við spjall þar sem komið var víða við. Glaðleg var hún ævinlega en ákveðin og ein- staklega hreinskiptin og sagði um- búðalaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Það lýsir henni líka vel hver af- staða hennar var er í tal barst sá sjúkdómur sem hún hafði glímt við og nú hefur lagt hana að velli. Þá sagðist hún þakka fyrir hvert ár sem hún fengi. Ekkert væri sjálf- gefið í þeim efnum. Við minnumst samskiptanna við Kristjönu með mikilli hlýju, það var gott að eignast hana að vini. Jóni, dætrunum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Karen Tómasdóttir, Ragna Ólafsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Antikklukkur og viðgerðir Sérhæfð viðgerðarþjónusta á gömlum klukkum og úrum. Guðmundur Hermannsson úrsmíða- meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 - 691 8327. Dýrahald Labrador Retriever hvolpar. Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar. Verð kr. 160 þús. Upplýsingar í síma 695 9597 og í síma 482 4010. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s. 897- 5300. Til sölu Skata til sölu Skata (tindaskata) til sölu.1kg í poka, roðlaus, lausfryst og vacuumpökkuð. Uppl. í síma 897-2427, gretargud@simnet.is. Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Fótboltaborð Mini Kidz Lækkað verð. Verð kr. 8.919 m/vsk. Ótrúlega skemmtilegt fótboltaborð frá Riley. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. BÚÐU TIL ÞÍN JÓLAKORT Gleðileg jól! Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT DAGATAL JÚLÍ 20 08 Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!!...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT MYNDA- ALBÚM Fótboltaborð 120 cm frá RILEY. Frábært borð fyrir alla fjölskylduna. Verð 32.300 m/vsk. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. Augnablik Geisladiskur með lögum við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar flutt af Nefndinni og gestum. Fæst í Hagkaupum, Tónspili, Samkaupum Egilsstöðum og hjá útgefanda í síma 863 3636. Netfang; darara@gmail.com. Mokka- jakkar Mokka- kápur Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Ýmislegt persónulegt púsl ...þegar þú vilt þægindi Jólagjöfin í ár Klossar. Leður með hælbandi Litur - Hvítt. Stærðir 35- 42. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- föstudag kl. 11.00 - 18.00 www.praxis.is JÓLARAUÐIR Teg. BRILLANT push up í A,B,C,D,DD skálum á kr. 5.990,- Buxur í stíl á kr. 2.990,- Teg. BRILLANT - frábært snið í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 5.990,- Buxur í stíl á kr. 2.990,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið í des: mán.-fös. kl. 10-18, laugardaginn 18. des kl. 10-18, Þorláksmessu kl. 10-20, aðfangadag kl. 10-12. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Teg: 1365, Litur svart, stærðir: 37 - 41, verð: 15.685,- Teg: 1211, Litir: grátt og svart, stærðir: 37 - 41, verð: 15.685,- Teg: 1022, Litir: rautt og hvítt, stærðir: 37 - 41, verð: 14.785,- Teg: 1213, Litir: grátt/blátt og svart, stærðir: 37 -41, verð: 15.685,- Sími: 551 2070. Fram til jóla verður opið: virka daga: 10-18, laugard. 18. des.: 10-18, Þorláksmessu: 10-20, aðfangadag: 10-12. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Teg: 5933, Litur: rautt, stærðir: 37 - 42, verð: 17.500,- Teg. 1066-11, Litir: svart og rautt, stærðir: 42 - 47, verð: 17.500,- Teg: 2707, Litir: svart og brúnt, stærðir: 37 - 42, verð: 17.500,- Teg: K 36984, Litur: rautt, stærðir: 37 - 41, verð: 18.650,- Sími: 551 2070, Fram til jóla verður opið: virka daga: 10-18, laugard. 18. des.: 10-18, Þorláksmessu: 10-20, aðfangadag: 10-12. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Árg. '07, ek. 62.000 km, NISSAN QASHQAI LE, dísil, sjálfskiptur, leðurklæddur, glerþak,17" dekk. Uppl. í s. 660-3074 / 663-5363. Bílaþjónusta                       !       "                        Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Húsviðhald Parket er okkar fag í 26 ár Verið í góðum höndum Notum eingöngu hágæða efni Förum hvert á land sem er FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald. Ragnar V. Sigurðsson ehf. Sími 892 8647. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 16. desember. Spilað var á 15 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Björn Pétursson- Valdimar Ásmundss. 392 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 380 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 352 Katarinus Jónsson - Oddur Jónsson 328 Árangur A-V: Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 396 Guðm. Sigurjónss. - Sigurður Jóhannss. 359 Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 351 Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 345 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.