Morgunblaðið - 20.12.2010, Page 33

Morgunblaðið - 20.12.2010, Page 33
MENNING 33Dómar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Gjafakort Borgarleikhússins Töfrandi stundir í jólapakkann 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gjafakort er gjöf sem aldrei gleymist Ofviðrið (Stóra sviðið) Þri 28/12 kl. 20:00 fors Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 19:00 Mið 29/12 kl. 21:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 19/1 kl. 20:00 3.k Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Fös 21/1 kl. 20:00 4.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Nístandi saga um sannleika og lygi Afinn (Litla sviðið) Fös 14/1 kl. 20:00 frums Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Óumflýjanlegt framhald Pabbans Hátíðartilboð Gjafakort Þjóðleikhússins Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is Hugleikur Dagsson,myndasagnahöfundur ogútgefandi, fékk það verk-efni að skreyta Síma- skrána árin 2008 og 2009 og birti á síðum skránna teiknimyndasöguna Garðarshólma, fyrri hlutann 2008 og þann seinni 2009. Nú hefur sagan verið gefin út í heilu lagi á bók og langtum þægi- legri að skoða þegar hún er ekki í kanti Símaskrár- blaðsíðna. Garð- arshólmi er engin smásaga, 96 blað- síður í A4 broti, og ljóst að þetta hef- ur verið mikið verk að vinna. Og þetta er dásamleg saga, bráðfyndin, gagnrýnin og leiftrandi af hug- myndaflugi. Hugleikur býður upp á skemmtilegan bræðing íslenskrar samtímamenningar í allri sinni plebbalegu dýrð og forns menningar- arfs, þjóðsagnakvikinda, goða og manna og geimvera, svo eitthvað sé nefnt. Meðal persóna í bókinni eru Sæmundur fróði, jólakötturinn, Gluggagægir, Stinningskaldi veð- urfréttamaður, geimveran Nuk frá plánetunni Gno, Óðinn, Loki og Bald- ur, Satan, Lykla-Pétur, Búkolla, djákninn á Myrká og þannig mætti áfram telja. Það er ógerningur að rekja sögu- þráðinn í stuttu máli og því ætlar undirritaður ekki að reyna það. Sag- an er á súrrealískum nótum og í vel þekktum og bráðfyndnum ,,naive“ teiknistíl Hugleiks. Stíllinn gerir það að verkum að maður flýgur í gegnum bókina, það er einkar auðvelt að lesa í myndirnar og Hugleikur heldur manni við efnið með skemmtilegum, svörtum húmor og óvæntum uppá- komum. Að vísu saknar maður hins grófa Hugleiks, brandaranna sem eru á mörkum velsæmis, en það skýrist auðvitað af því að sagan var birt í Símaskrá allra landsmanna. Hugleikur leyfir stafsetningarvillum að fylgja með að venju, eitt eða tvö enn, í eða ý, skipta ekki öllu máli í þessum hráa frásagnarstíl þessa meistara. Þá er stórskemmtilega ádeilu á íslenskan samtíma að finna í bókinni, m.a. ráðherra sem veit ekki hvaða ráðherra hann er (menn eru jú alltaf að skiptast á stólum) og kall- aður er Ingjaldsfíflið. Sá ætlar að stórgræða á því að klófesta allar goð- sagnaskepnur landsins og sýna ferðamönnum. Sagan er undir sterk- um áhrifum af vídeó- og tölvu- leikjakúltur yngri kynslóða sem Hugleikur þekkir vel til, er af vídeó- kynslóðinni, ef svo mætti kalla. Bravó, Hugleikur, og takk fyrir afar skemmtilega sögu. Garðarshólmi bbbbn Eftir Hugleik Dagsson. Ókeibæ(!)kur gefur út. 2010. 96 bls. HELGI SNÆR SIGURÐSSON BÆKUR Ádeila, fantasía og sótsvartur húmor Morgunblaðið/Eggert Bravó Hugleiki Dagssyni tekst vel til í Garðarshólma að mati gagnrýnenda. Það hlægir mig: Þó mun hér koma úr ætt minni annar verri, hann mun menn gera margan sauðlausan og aldri upp gefa illt að vinna. Úr Skaufhalabálki Hatur íslenskra bændaá rebba er líklegajafngamalt landnám-inu. En tilfinning- arnar stundum dálítið tvíbentar, örlar á aðdáun, eins og sjá má í kvæði Svarts Þórðarsonar á Hof- stöðum í Þorskafirði á 15. öld, þar sem hann talar fyrir munn gamals og dauðvona refs. Sigurður Hjartarson birtir margt hnýsilegt í þessari litlu bók, m.a. mikið af skáldskap um refinn, málshætti og sagnir. Einnig ara- grúa nafna sem hann hefur hlotið og ekki öll fögur. Skolli, lágfóta, dýrbítur eru þekkt en hvern- ig líst mönnum á meinvarg, sauðskratta og blóðsvelg? Dauðasynd refsins var að hann keppti við mennina um mat og hikaði ekki við að taka til sín af réttunum þegar sauð- kindin bættist á matseðilinn þar sem áður voru aðallega fuglar, egg og sjávarfang. Bókin hefði mátt vera dálítið skipulegri og yfirlesturinn betri. En Sigurður og félagar hans í Tófuvinafélaginu eiga þakkir skildar fyrir að gerast málsvarar dýrs sem nam hér land nokkur þúsund árum á undan mönnum. Meðferðin á þessu þrautseiga og snjalla rándýri hefur oft verið skelfileg, öllum ráðum var beitt til að drepa það. Fyrir tíma byss- unnar var líklega mest beitt gildrum en ekki vissi ég að menn hefðu þegar fyrir nokkrum öldum eitrað fyrir refi. Og ein aðferðin við vetrarveiðar er svipuð þeirri sem menn nota nú stundum við að veiða mink í rör. Gerð var hola í þéttan snjó, „hál og klökuð að neðanverðu með litlu vatni“. Gat- ið hulið með þunnu skæni en þar ofan á var agn, dýrið datt í holuna þegar það tók agnið og kemst ekki upp aftur. Dýravernd var ekki komin til sögunnar. En önnur fórnarlömb tófu en jarmandi jólamaturinn okkar, t.d. ýmsir fuglar og ungar þeirra, geta líka kvartað yfir óréttlæti tilverunnar. Á gæsin minni rétt til lífs en rebbi? Seinni hluti bókarinnar snýst mjög um sögu Hins íslenzka tófu- vinafélags, sem var stofnað 1977 og baráttu þess gegn taumlausu refadrápi, þúsundir féllu á hverju ári langt fram á síðustu öld. Áfangasigur vannst þegar Ís- lendingar undirrituðu loks 1994 Bernarsáttmálann um vernd villtra plantna og dýra. Frásagnir fjölmiðla af „hetjudáðum“ þeirra sem rekist hafa byssulausir óvænt á ref og murkað úr honum lífið eru ókræsileg lesning. En Sigurður lýsir líka með nokkurri samúð frægri refskyttu, Theódór Gunnlaugssyni frá Bjarmalandi. Hann hafi ekki bara verið refa- bani heldur líka skilið og þekkt tófuna betur en allir aðrir og „bar ætíð virðingu fyrir sjálfsbjargar- viðleitni hennar“. Tófuvinir blanda oft saman gamni og alvöru. Erfitt er samt að verja þá tillögu þeirra að leyft verði að flytja öll skoffín til Brussel, það verði til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið. Hrekklaus, íslensk skoffín til Brussel! Þau ættu engan séns, þetta jaðrar við kvalalosta. Áherslan á göfugan uppruna íslenska fjallarefsins er líka ugg- vænleg. Hvað með minkinn, er ekki ljóst að hann þarf aðstoð reyndra og duglegra ímyndar- smiða? Allir eru á móti honum, minkurinn er hræbjörn og svín- höfða okkar tíma. Hann kom hingað miklu seinna en refurinn, rétt er það. Vonandi eru tófuvinir ekki haldnir fordómum gagnvart nýbúum eða hvað? Tófan og þjóðin: Þættir úr ellefu alda samskiptasögu bbbbn Eftir Sigurð Hjartarson. Melrakka- setur Íslands 2010. 157 bls. KRISTJÁN JÓNSSON BÆKUR Illt er að ginna gamlan ref Sigurður Hjartarson Þú spyrð hvað hafi orðið úr mér. Hvað ég hafi afrekað. Ég hef gert ágætis mistök í lífinu ágætis mistök. Þannig hefst nýljóðabók AntonsHelga Jónssonar,Ljóð af ætt- armóti, og tónninn er sleginn: Fjölbreyti- legar radd- ir tala til lesandans, karlar og konur, og segja frá. Sumir hvísla, aðrir tala í hálfkær- ingi, einhverjir virðast kalla; við heyrum játn- ingar, lífið er gert upp, gömul kynni end- urnýjuð, hér er skammast eða lofað, gengist við draumum eða ásak- anir fljúga. Eins og titillinn ber með sér eru raddirnar ólíks fólks sem hefur safnast saman, eng- um er lýst heldur eru þetta allt raddir í fyrstu persónu og persónugall- eríið furðu fjölbreytilegt; við erum stödd á íslensku ættarmóti með því fjöl- breytilega liði sem safnast þar saman og reynir að styrkja missterk tengsl. Þarna er kona sem full- yrðir að hún hafi alltaf verið mesta skutlan, önnur sem pirrast út í eiginkonu mannsins sem hún heldur við, maðurinn sem rifjar upp þegar hann þurfti að vera harður af sér á vænd- isstað erlendis og svo kon- an sem pirrar sig á flegna bolnum sem önnur klæðist. Oft eru þetta býsna svöl ljóð, mætti segja að þau væru sniðug, og ljóðmæl- andinn er fjarlægur; þau eru snotur smíð í þessu konseptleikriti sem ljóða- safnið er. Ljóðin þar sem myndirnar verða einlægari og lágstemmdari ná hins- vegar betur til þessa les- anda, eins og þessar hug- leiðingar um hversdagsslenið og lífið: Það er í mér eitthvert slen. Ég veit ekki? Ætli ég nenni nokkuð? Ætli ég vilji nokkuð? Það er í mér eitthvert slen. Ætli eitthvað sé að ganga? Ætli lífið sé að ganga? Ljóð af ættarmóti er verk fullt af áhugaverðum hugmyndum og margar ör- myndanna, sem játningar eða yfirlýsingarnar skapa, eru býsna vel lukkaðar. Ljóðin eru hinsvegar ójöfn að gæðum og rödd ljóð- mælandans, sérstaklega þegar hann verður hvað svalastur, of óáhugaverð til að vekja áhuga á kvört- unum, hvíslingum eða yf- irlýsingum allra ættingj- anna. Ljóð af ættarmóti bbbmn Eftir Anton Helga Jónsson. Mál og menning, 2010. 93 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON LJÓÐABÓK Margradda ættarmót Anton Helgi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.