Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 35
Teiknimyndir bera greinilegsérkenni kvikmyndaver-anna sem framleiða þau.Áhorfandinn ruglar ekki saman mynd frá DreamWorks Animartion, eins og t.d. Mega- mind, við Disneymynd eða teikni- myndafígúrur frá Fox. Það er viss, örlítið óheflaður andi í Dream- Works-myndunum, eftir Shrek- myndirnar vel að merkja, því þær sem fyrirtækið gerði áður en Skrekkurinn sló í gegn, voru mun bragðdaufari. Megamind er orðin jólasmellur úti um allar jarðir og ástæðurnar augljósar. Sagan er sterk, fígúr- urnar fjölbreyttar og fyndnar, tölvuvinna og raddir (undirr. varð að breyta út af vananum og sjá frumtextann, sem var frábærlega fluttur af Ferrell, Pitt og fleiri góð- um), og þrívíddin dæmist talsvert langt yfir meðallagi. Átökin eru byggð á gömlum og traustum grunni góðs og ills, en handritið er óvenjulegt, fyndið og ekki allt sem sýnist. Titilpersónan, í tískulitnum bláa (eftir Avatar), er illskan uppmáluð og á í útistöðum við hinn notalegri Metró-mann (sem er raddaður af mun hugljúf- ari Brad Pitt.) Megamind hyggst ná undir sig Metroborg, og það ekki með lýðræðislegum aðferðum. Sér við hlið sækist hann eftir fé- lagsskap Roxanne (Faye), og eru þeir tilburðir litlu huggulegri. Megamind hefur hreiðrað um sig á tilhlýðilegum stað fyrir illmenni; í yfirgefnu og draslaralegu orku- veri á meðan það fer mun betur um Metrómanninn. Undir yfirborðinu ríkir önnur og flóknari, ádeilukennd saga, en þeir Megamind og Metrómann eru báð- ir gestir, munaðarleysingjar frá fjarlægri plánetu þar sem allt var að fara í kaldakol þegar þeir voru á barnsaldri sendir út í geiminn. Verður Metrómaðurinn mun heppnari með lendingarstað; lendir í góðum höndum á meðan Mega- mind litli er alinn upp af skálkum í fangelsi. Því fer sem fer. Myndin er gerð af McGrath, sem hefur m.a. sannað getu sína með Madagascar-myndunum, og lætur hlutina ekki vera jafn einfalda og þeir sýnast. Megamind er t.d. ekki nándar nærri jafn klár í sínum egglaga kolli og hann vill vera láta og hann er engan veginn tilbúinn að taka að sér ofurmanns- hlutverkið sem hann hefur ætlað sér. Það berst samt upp í hend- urnar á honum en þá birtast ýmis ljón í veginum og Megamind tekur margar, óvæntar og bráðfyndnar hliðarsveigjur áður en yfir lýkur. Handritið er skynsamlega fyndið og myndin á erindi og er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. saebjorn@heimsnet.is Ekki allt sem sýnist Megamind „Handritið er skynsamlega fyndið og myndin á erindi og er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ segir meðal annars í dómnum. Sambíóin um allt land, Smárabíó, Laugarásbíó. Megamind bbbmn Teiknimynd með íslensku og ensku tali. Leikstjóri: Tom McGrath. Aðalleikarar: Will Ferrell, Brad Pitt, Tina Faye, Jonah Hill. Bandarísk. 96 mín. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Sýnd kl. 5:30 EINN BESTI SPENNU- TRYLLIR ÁRSINS... ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:30 HHH “Heldur manni í heljargreipum. Ég sef með kveikt ljósin á næstunni...” T.V. - Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10 (enskt tal - ótextuð) KOMDU Í FERÐALAG OG UPPLIFÐU ÆVINTÝRI NARNIA EINS OG ÞÚ HEFURALDREI SÉÐ ÁÐUR. Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10 (ótextuð) Sýnd kl. 6 (íslenskt tal) -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D kl. 5.45 - 8 - 10.15 UNSTOPPABLE kl. 8 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.45 7 12 16 L Nánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL kl. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ kl. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D kl. 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.50 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 3.40 L L 7 7 16 16 L 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TALÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS Hann leitar hefnda á þeim sem sviku hann. Frábær hasarmynd! "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL Í 3-DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D 5% Nýjustu fréttir frá Hollywood eru þær að Miramax og The Weinstein Company eru að endurnýja vináttu sína en fjölmiðlar vestra lýsa því sem „beautiful friendship“ og vísa þar með til orða Humphreys Bog- arts úr bíómyndinni Casablanca. En samstarf þessara framleiðenda hef- ur getið af sér myndir eins og Shakespeare in Love, Bad Santa, Scary Movie og fullt af öðrum eð- almyndum. Framhaldsmyndir eru uppi á borðinu þar sem mörg sölu- leg bíónöfn eru í höndum þessara fyrirtækja. Ef marka má yfirlýs- ingar þeirra má búast við að t.d. myndin Shakespeare in Love II sé væntanleg, rétt eins og Bad Santa II, Scream IV og fleiri framhalds- myndir. Shakespeare in Love Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes í fyrstu myndinni. Shakespeare snýr aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.