Eyjablaðið - 12.03.1944, Page 1

Eyjablaðið - 12.03.1944, Page 1
EYJABLAÐIÐ 1. tölublað 12. marz 1944 5. árgangur Sókn hinna vesælu Sagnaþáttur af Víði og köppunum þrem Vestmannaeyingum er það kunnugt að regluleg útkoma Eyja- blaðsins hindraðist snemma á ár- inu 1942 og hefur blaðið ekki getað komið út síðan nema endr- um og sinnurn. Ástæðan til þessa er, svo sem margan mun reka minni til, sú, að Sj álfstæðisflokk- urinn skákaði prentfrelsinu hér í hróksvaldi peninga sinna fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, með því að láta eitt af fyrirtækjum sínum kaupa Eyjaprentsmiðjuna og byggja út úr henni öllu, sem skaðlegt gæti talizt kjörfylgi flokksins. En ekki þótti það eitt, að þagga niður í andstæðingunum, næg ráðstöfun til þess að tryggja var- anlegt gengi „flokks-hugsjón- anna“. Víðir var tekiim af Magnúsi gamla á Sólvangi, nauðugum eða viljugum — Jóhann Þ. Jósefsson skrifaði halelúja-grein um karlinn í Morgunblaðið og hrósaði Magn- úsi einhver ósköp fyrir það, að hafa gefið Sj álfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum blaðið Víði, en Víðir sagði að Magnús hefði selt flokknum blaðið fyrir tvö eða þrjú hundruð krónur. En með hverjum hætti, sem eigendaskiptin urðu, þá var bleðillinn látinn koma út helmingi þéttar en áður hafði tíðkazt, eða vikulega í stað- inn fyrir á hálfs mánaðar fresti áður, og sjálfur formaður flokks- ins og aðal lýðskrumari settur rit- stjóri. Hið meinlausa rabb Magnúsar gamla um veðurfar, fiskafla og grassprettu, sem um mörg ár hafði verið aðalefni blaðsins, þótti nú ekki lengur nægilegt til þess að sanna lesendunum ágæti flokksins. Einar Sigurðsspn varð að sýna mönnum hver baráttumaður hann var. Baráttan gegn Sósíalista- flokknum og hinu vaxandi gengi hans varð nú aðaf viðfangsefni blaðsins, og kom þá vel í ljós, að einokunin á prentfrelsinu var ekki út í loftið gerð. I ritstjórninni kom þó fljótt í ljós sá eiginleiki Einars Sigurðs- sonar, sem Vestmannaeyingum var raunar áður vel kunnur, að maðurinn er jafnan betri í upp- hafi en til úthalds. Dofnuðu eggj- ar hans því fljótt. En slíkt mátti aldrei ske mitt í hinni miklu út- breiðslusókn Sj álfstæðisflokksins. Var því fenginn til mann-sperðill einn mundi sagt verða, ef eigi væri um opinberan starfsmann að ræða, en hegningarlöggjöfin heimtar upp á að um slíka sé eigi talað með óvirðingu og því skal einungis sagt, maður einn, Ragn- ar Halldórsson að nafni, að gegna ritstjórn Víðis. Frh. á 3. síðu.. S j ómannaf élagið Jöiunn vinnui* glæsilegan sigur í deilu við eigendur ísfiskflutninga- skipa Hinn 15. febrúar s.l. sáu bæjar- búar víðsvegar um bæinn auglýs- ingar frá Sjómannafélaginu Jötni, þar sem boðað var verkfall við þau fjögur ísfiskflutningaskip, er gerð eru út héðan frá Eyjum, og skyldi verkfallið hefjast frá og með næsta degi. Þetta vakti að vonum mikla at- hygli bæjarbúa. En með því að á- stæða er til að ætla, að ekki hafi menn almennt átt þess kost að vita um gang þessa máls, fram yfir það sem götuauglýsingar og laus- leg afspurn gáfu til kynna, þótti Eyjablaðinu rétt að lýsa gangi deilunnar í höfuðdráttum og birt- ir því hér frásögn Sigurðar Stef- ánssonar formanns Jötuns. Hann segir svo: Jötunn átti engan taxta fyrir sjómenn á ísfiskflutningaskípum, en því hafði oft verið hreyft inn- an félagsins, að við svo búið mætti ekki sitja, þar sem slík út- gerð fór hér í vöxt á síðustu tím- um og þar af leiðandi áttu æ fleiri Sigurður Stefánsson. sjómenn afkomu sína undir ó- samningstryggðu samkomulagi við atvinnurekendur. Á félagsfundi síðast í janúar var svo samþykkt að stilla upp taxta þeim, sem auglýstur var um síðustu áramót af mörgum félög- um sjómanna víðsvegar að af laadinu. Þó skyldi taxtinn lítið eitt breyttur að því er snerti manna- fjölda á skipunum, þannig að Jöt- unn taldi nægjanlegt að hafa 3 há- seta á skipum undir 150 smál. í stað þess að hinn auglýsti taxti gerði ráð fyrir 4 hásetum. Allir útgerðarmenn, sem í hlut áttu, mótmæltu taxtanum. Jötunn var engu að síður stað- ráðinn í að knýja hann fram og gætti þess jafnan að fara að lög- um í öllum sínum aðgerðum í málinu. Var nú látin fram fara allsherjar atkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar og var sú atkvæðagreiðsla nær einróma jákvæð. Að tilskildum fresti liðnum auglýsti Jötunn svo vinnustöðvun við öll 4 skipin, sem um var að ræða, og kom hún til framkvæmda hinn 16 febrúar. Þegar að morgni þess dags barst Jötni bréf frá Helga Bene- diktssyni, eiganda tveggja skip- anna, sem um var að ræða, þar sem hann tilkynnti að búið væri að skrá á v.s. Helga samkvæmt taxtanum og frá sama degi teldi hann v.s. Skaftfelling heyra undir sama taxta. Eigandi v.s. Álseyjar, Gísli Magússon samdi og áður en af- greiðsla skyldi hefjast á skipi hans. Eigendur e.s. Sæfells létu skip sitt aftur á móti bíða í verkbann- inu nokkra daga óafgreitt, en af- skráðu háseta og kyndara. En liinn 21. febrúar gengu þeir svo að taxtanum eins og aðrir útgerð- armenn höfðu þá gert. Þar með hafði Jötunn unnið al- geran sigur í deilunni. Þannig sagðist Sigurði frá þess- ari fyrstu kaupdeilu, sem hin nýja stjórn Jötuns leiddi svo farsællega til lykta á fyrsta mánuði starfs- tímabils síns. Taxti sá, sem deilan stóð um, er birtur hér á öðrum stað í blaðinu. Bæjarmál Undanfarið hefur verið tíðinda- lítið á vettvangi bæjarmálanna, enda má svo heita, að nú ríki millibilsástand í þeim málum. Ný fj árhagsáætlun fyrir bæinn er nú í uppsiglingu, vonum síðar, svo sem venja er hér, og enn engar upplýsingar fyrir hendi um það, hvernig hin síðasta fellur saman við raunverulega útkomu. Sjálf- sagt hefur margt farið fram úr áætlun, en aðrir gjaldaliðir aldrei komið til framkvæmda. Stærstu liðirnir eru þar kr. 200 þús. til fyrirhleðslu og uppfyllingar frá Bæjarbryggju í Bratta og kr. 100 þús. til samskóla. Þessir tveir lið- ir, að upphæð kr. 300 þús. voru samþykktir, eftir að fj árhagsáætl- un síðasta árs kom fram og hin fyrirhugaða útsvarsáætlun hækk- uð um nefnda upjrhæð. Á móti þessum liðum voru sjálfstæðis- mennirnir í bæjarstjórn, allír aðr- ir en Einar Sigurðsson. Síðastlið- ið haust, þegar sýnt þótti, að ekk- ert yrði úr framkvæmdum í þess- um málum, var samþykkt tillaga frá Einari Sigurðssyni um að halda eftir þessari upphæð, kr. 300 þús., til þess að fyrirbyggja, að þær yrðu notaðar til annarra hluta. Tillaga þessi var vitanlega hrein vantraustsyfirlýsing á fram- kvæmdastjórn bæjarins, þar sem E. S. lýsti því yfir, að hann tryði eigi flokksbræðrum sínum til.þess að fara með fé þetta í samræmi við samþykkt bæjarstjórnarinnar.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.