Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Enn ræður FRANCO á Spáni Eyjablaðið Utgefandi: Sósíalistajélag Vestmannaeyja Ábyrgðarmaður: Sigurður Guttormsson Prentsmiðjan HÓLAR Reykjavík Leiðrétting frá Árna og Bjarna Það vakti óneitanlega nokkra undrun á ritstjórnarskrifstofu Eyjablaðsins, er hinir velþekktu verkamenn Árni og Bjarni stóðu þar einn góðan veðurdag innan dyra. Og varla getur nokkur náð okkur þó við gætum ekki legið á þeirri staðreynd við gestina, að hér væru heldur sjaldgæfir þeir verkamenn, sem sýndu Eyjablað- inu fullan fjandskap — menn sem hötuðu verklýðshrevfinguna og væru, hvenær sem atvlnnurekend- um þóknaðist, reiðuhúnir til að reka erindi þeirra meðal verka- manna, hvort heldur væri í smáu eða stóru. En Bjarni, sem hafði orð fyrir þeim félögum, bað menn stilla skap sitt, því þeir væru einmitt hingað komnir til þess að biðja Eyjablaðið fyrir leiðréttingu á því, sem eftir þeim hefði verið haft í Víði bæði fyrr og síðar. Þeim hefði reyndar verið hótað með atvinnumissi, ef þeir lofuðu ekki ritstjóra Víðis að.bulla eins og hann lysti á þeirra kostnað, en þeir vildu heldur verða fyrir því ennþá einu sinni, að fást við hina gömlu fylgju íhaldsins, atvinnu- leýsið, en þola spott og fyrirlitn- ingu allra heiðarlegra verka- manna. Reyndar væri nú kannske ekki rétt að kalla þetta leiðrétt- ingu, því þessi viðtöl hefðu í raun- inni hvergi átt sér stað annars- staðar en innan veggja í höfði rit- stjórans. En satt að segja finnst mér nú, sagði Bjarni, að hver maður hefði getað séð að engum verkamanni utan geðveikrahæl- anna hefði verið ætlandi að rag- ast yfir því opniberlega í blöðum, hvað kaupið væri hátt og vinnu- tíminn sanngjarn. Annars er það ekki samskonar recept sem „flokk- ur allra stétta" ætlar atvinnurek- endum, því ekki hafa menn orðið varir við það, að þeim væri uppá- lagt af flokki sínum að taka var- lega til sín af réttum stríðsgróð- ans eða kannske hefur þeim bara yfirsést að prédika slíka lífsspeki fyrir sjálfum sér. Aftur á móti er Spilaborgir fasistanna eru farn- ar að riða næsta mikið. Á hverj- um degi berast fregnir, sem glæða vonina um það, að senn muni ein- ræðisherrar margra þjóða setja upp tærnar. Mússolíni er kominn alllangt niður stigann. Við sjáum hylla undir afnám einræðisins í Rúmeníu. Fasistarnir í Ungverja- landi urðu svo skelkaðir, að Hitl- er gat ekki treyst þeim lengur. — Hann var farinn að óttast, að þeir gætu ekki lengur haldið þjóðinni í áþján. Búlgarska þjóðin þráir ekkert heitara en losna úr viðjum kúgunar. Hin finnsku handbendi Hitlers sjá sitt óvænna og vilja losa sig við hann með gætni, án þess að þurfa um leið að slaka á stjórnartaumunum við alþýðuna. Um -allt þetta heyrum við meira og minna á hverjum degi. En hvað er um Spán? Eru lík- ur til að Franco standi uppi með pálmann í höndunum, þegar hin- um harðstjórunum verður steypt af stóli? Franco hefur ekki þorað að fara í stríðið með fóstbræðrum sínum, Hitler og Mússolíni, enda ekki hægt um vik, þar sem hann þarf á öllu sínu að halda, til þess að halda spænsku alþýðunni niðri. Talið er, að 1—2 miljónir lýð- veldissinna þjáist enn í fangabúð- um Francos. Það sem af er þessu stríði hefur Franco haft hlutleysisgrímu fyrir hálfri ásjónunni og oftast snúið þeim vanganum að Bandamönn- um. Hann hefur verzlað við Breta og fengið olíu frá Bandaríkjun- eins og þeim finnist þeir þurfi að koma í veg fyrir það, að við verkamenn séum að hugsa fyrir okkur sjálfir. En ég hef nú samt sem áður ekki trú á því, hvernig sem þeir brölta, að þeim takist, með ekki gáfulegri málflutningi en Víðir hefur upp á að bjóða, að gera skynsemi gædda verka- menn að skynigæddum húsdýrum atvinnurekenda. Óneitanlega eru þeir stundum dálítið seinheppnir íhaldsvarð- hundarnir við Víði, því í síðasta „viðtalinu“ er ég látinn segja: „En það veit ég, að flestir okkar hlægjum að rembingi þeirra, sem ekkert útiverk vinna, en þykjast tala máli okkar verkamanna.“ Er þetta heimska, eða gaman- semi á kostnað núverandi og fyr- verandi ritstjóra Víðis og skjól- stæðinga þeirra, atvinnurekend- anna? um. Engum getum skal að því leitt, hvort sú olía hefur öll verið notuð á Spáni. Vini sínum Hitler hefur Franco sent „sjálfboðaliða“ og látið honum í té afnot af málm- námum Spánar. Erindrekar naz- ista og njósnarar leika lausum hala um Spán þveran og endilang- an. Skemmdarverk í garð Banda- manna hafa verið unnin í stórum stíl. Sprengjum hefur verið komið fyrir í skip þeirra í spænskum höfnum. — Svo rammt kvað að þessu, ekki alls fyrir löngu, að Bretar sendu Franco harðorð mót- mæli og Bandaríkjamenn tóku fyr- ir olíusendingar, í bili. Franco lét undan og lofaði öllu fögru, m. a. að hætta að flytj a dýrmæta málma t. d. wolfram, til Þýzkalands; af- henda ítölsk skip, sem kyrrsett höfðu verið í spænskum höfnum, kalla heim „Bláu herdeildina“ frá austurvígstöðvunum og reka heim þýzka erindreka og ræðismenn frá Tangiers. Franco er eftir sem áð- ur „hlutlaus“. En spænska alþýðan er ekki hlutlaus. Hún bíður óþreyjufull þeirrar stundar, að geta varpað af sér oki Falangista. Flestir forystu- menn verkalýðsins eru myrtir, í fangabúðum, eða landflótta og al- þýðan sjálf örmagna eftir ógnir borgarastyrjaldarinnar og áþján fasista, en þrátt fyrir allt er unnið sleitulaust bæði á Spáni og í öðr- um löndum að því að velta Franco úr sessi. Lýðveldisstjórnin spænska hef- ur aldrei verið leyst upp. Dr. Ne- grin, forsætisráðherra hennar, er í Bretlandi og del Vayo, utanríkis- málaráðherra, er í Bandaríkjun- um og báðir líta svo á, að þeir séu báðir embættismenn spænska lýðveldisins. Þeir eru studdir af sósíalistum, kommúnistum, frjáls- lynda lýðveldisflokknum, Katalón- íumönnum og Böskum. Þó að þeir séu ekki viðurkenndir sem útlæg- ir, en löglegir ráðherrar Spánar, hafa þeir að baki sér meira af þjóð sinni en hægt er að segja um sumar aðrar lapdflótta stjórn- ir. — Þá hafa þeir Príeto og Barrió, sem kunnir eru frá tímum borg- arastríðsins, gert tilraun til að mynda spænska stjórn utan Spán- ar. Þeir dvelja báðir í Mexíkó. Þeir bjuggust báðir við að njóta meiri skilnings og samúðar í Ame- ríku með því að útiloka kommún- ista frá þátttöku, en tilraun þeirra fór í hundana. Spænskir konungssinnar í Lon- don ala þær vonir í brjósti, að takast megi að gera Júan, son Alfonsar XIII. að konungi á Spáni og hafa reynt að tryggja sér stuðning Breta, en hefur lítið orð- ið ágengt. Konungssinnar eru svarnir óvinir Francós. Það er víst, að Franco verður ekki lengi fastur í sessi, eftir að hinum harðstj órunum í Evrópu hefur verið steypt. Spænska alþýð- an heimtar sinn rétt og alþýða annarra landa mun sjá um, að hann verði ekki af henni svikinn að nýju. .... YMISLEGT.... Málshöfðun Ragnar nokkur Halldórsson, sem gerður var ritstjóri Víðis á einu af þrengingarárum blaðsins, hefur nú höfðað mál gegn Eyjablaðinu, sennilega að mestu vegna ummæla er blaðið taldi sig ekki geta haft upi inanninn, eins og á stóð. Aðalfundur Sparisjóðsins Aðalfundur Sparisjóðs Vest- mannaeyja var haldinn 2. apríl s.l. Hafði sjóðurinn starfað rúmlega 8 mánuði á síðastliðnu ári. Reikningar sjóðsins voru sam- þykktir. Þeir sýndu, að alls hafði verið lagt inn í sjóðinn sparifé, sem nemur kr. 269.246.56, en kr. 81.956.50 teknar út. Hlaupareikn- ingsviðskipti námu alls kr. 694.- 052.98 inn og kr. 642.525.39 út. Reksturshalli var nokkur á árinu, eða kr. 5.464.99 og getur það tæp- lega talizt óeðlilegt, þar sem hér er um að ræða fyrirtæki á algeru byrjunarstigi, enda hafði sjóður- inn raunverulega fengið inn tekj- ur, sem nema rúmum þrem þús- undum fram yfir það, sem tekið er með á reikninga, þar sem eru forvextir af víxlum er ganga inn á árið 1944. í stjórn sjóðsins voru þessir menn kosnir af hálfu ábyrgðar- manna: Helgi Benediktsson, Þor- steinn Þ. Víglundsson og Sigurjón Sigurbjörnsson. Hinn síðasttaldi kemur í stað Kjartans Ólafssonar á Hrauni, en hinir tveir eru endur- kosnir. — Guðlaugur Gíslason og KarlGuðjónsson eiga sætiístjórn- inni, kosnir af bæjarstjórn. Þor- steinn Þ. Víglundsson er formað- .... • ur stjornarmnar. Á bæjarstjórnarfundi 3. apríl var kosin nefnd í húsmæðraskóla- málið. í henni eiga sæti: Eyjólfur Eyjólfsson, Hinrik Jónsson, Sig- ríður Magnúsdóttir, Höfn, Þorst. Víglundsson, en Kvenfélagið Líkn á að tilnefna einn mann.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.