Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Nokkrar hugleiðingar um fjárhagsáætlun bæjarins 1944 Bæjarstjórn Vestmannaeyja af- greiddi fjárhagsáætlun kaupstað- arins á nær tólf klukkustunda fundi föstudaginn 31. f. m. með niðurstöðutölu tekna- og gjalda- megin kr. 2.249.320.00. Helztu gjaldaliðir eru: Kr. Stjórn bæjarmála . .. 102.418.00 Framfærslumál....... 148.414.00 Alm. tryggingar og ó- afturkræfir styrkir ..' 168.900.00 Menntamál .......... 668.185.00 Heilbrigðismál...... 132.760.00 Lögreglumál.......... 70.810.00 Byggingarmál........ 57.290.00 Verkl. framkvæmdir . 400.000.00 Vextir og afborganir af skuldum.......... 150.000.00 Tekjur umfram gjöld 150.000.00 Aðaltekjuliðir eru þessir: Kr. Tillög úr ríkissj óði 150.000.00 Niðurjöfnun útsvara 2.009.320.00 Tillaga Sjálfstæðismanna um að taka kr. 350.000.00 af tekjuaf- gangi síðasta árs sem tekjulið á þessu ári var felld með atkvæðum vinstri manna og Einars Sigurðs- sonar. Þótti eigi heppilegt að skerða frekar eignir bæjarsjóðs í slíku veltiári sem nú er, ekki sízt með tilliti til þess, að á síðastliðnu ári var gerð í bæj arstj órninni sam- þykkt um ráðstöfun á 300 þús. kr. af tekjuafgangi þess árs, svo sem frá er skýrt í síðasta tölu- blaði Eyjablaðsins. Tilraunir Sjálfstæðismanna í þessu sambandi til þess að þvo hendur sínar af hinum háu útsvör- um og koma ábyrgðinni á hendur vinstri mönnum og E. S., eru harla tilgangsllitlar. Allir vita það Elliheimilisnefnd var einnig kos- in og skipa hana: Guðl. Hansson, Hinrik Jónsson, Einar Guttorms- son, Guðmundur Sigurðsson, en fimmta nefndarmann á Kvenfélag- ið Líkn að skipa. Til þess að vinna að góðri þátt- töku í kosningunni um lýðveldis- málið voru þessir kosnir: Sigurð- ur Guttormsson, Tómas Guðjóns- son, Georg Gíslason, Guðmundur Helgas., Hjalteyri, og Helgi Bene- diktsson. Bæjarstjórn samþykktiaðbjóða hingað í þessum mánuði frétta- mönnum helztu blaðanna í Reykj a- vík og Ríkisútvarpsins, til þess að ofurvel, að Sj álfstæðismenn hafa ávalt staðið vörð um einkahags- munina á sviði atvinnureksturs og fellt hverja þá tillögu, er fram hef- ur komið um bæj arrekstur. Af þessum orsökum hafa útsvörin ó- hjákvæmilega alltaf verið aðal- tekjustofn bæjarins — og ef bæj- arbúum er íþyngt með útsvörum nú, þá er sökina á því eingöngu að finna í þessari rótgrónu stefnu bæj arstj órnarmeirihlutans síðustu áratugi. — Enda mega það teljast furðu lítil heilindi að samþykkja gjaldaliði áætlunarinnar, vitandi það, að á móti var næstum ein- vörðungu að ræða um útsvörin tekjumegin — og ætla svo að þvo sig Pílatusarþvotti af sömu útsvör- um. Um einstaka liði þessarar hæstu f j árhagsáætlunar kaupstaðarins til þessa dags, skal fátt eitt sagt, en aðeins minnast á nokkra. Hæsti liðurinn gjaldamegin er nefndur Menntamál. Undir þeim lið eru m. a. kr. 107.000.00 til yf- irbyggingar á sundlauginni og hitaleiðslu frá rafstöð, kr. 100.- 000.00 til Gagnfræðaskólabygg- ingar, 100.000.00 til byggingar elliheimilis, 50.000.00 til hús- mæðraskóla og 50.000.00 til bygg- ingar sjómannaskóla. Auk þessara liða, sem allir mega teljast til verklegra framkvæmda, eru áætl- aðar kr. 400.000.00 til verklegra framkvæmda, svo sem fyrr segir og enn um kr. 450.000.00 á veg- um hafnarsjóðs. Alls eru því á- ætlaðar kr. 1.250.000.00 til verk- legra framkvæmda í bænum, auk smærri framkvæmda í sambandi við barnaleikvöll og almennings- garðs (15. þús. kr. til hvors), vatnsrannsókna (20. þús.) o. s. frv. gefa þeim kost á að kynnast hér atvinnulífinu á vertíðinni og því öðru, sem þeir kynnu að hafa á- huga fyrir. Samvinnumól í samvinnufélögunum brezku voru yfir miljón félagar 1942. Starfsmenn félaganna 300 þús. — Þau eiga og reka 120 verksmiðjur og hafa greitt í ársarð allt að 650 miljónum króna. I Kanada er samvinnuhreyfing- in í örum vexti. Meira en 60 af hverjum hundrað bændum eru í samvinnufélögum. Það er því sízt ástæða til að kvarta yfir því, að ekki eigi sitt- hvað að framkvæma og vonandi verður það svo í reyndinni. — Að vísu gefur reynsla undanfarinna ára tilefni til nokkurra efasemda í því efni, en við skulum láta tím- ann skera úr um það. Eigi skal út í það farið að þessu sinni að ræða um vanefndir á áætlun fyrra árs,' en aðeins nefndur einn smávægi- legur liður — sem táknrænn — en það eru kr. 5.000.00 til rottueitr- unar. Engum eyri af þessari upp- hæð var eytt á árinu, „en þess í stað tók forseti bæjarstjórnar rott- urnar á fóður,“ eins og einn af bæjarfulltrúunum komst að orði. Það þykir kannske smámunasemi að minnast á slíkt, en hér er um mikilsvert hreinlætis- og heilbrigð- ismál að ræða, og það er óafsak- anlegt andvaraleysi að ganga ekki með oddi og egg að því að út- rýma slíkri plágu sem rottan er úr byggðarlaginu, áður en hún verð- ur óviðráðanleg. Það verður að taka heilbrigðismálin fastari tök- um en gert hefur verið. Það er ó- afsakanlegt, að mönnum skuli leyft að hafa skrankyrnur og öskuílát opin á götum úti eða á opnum lóðum, venjulegast á hlið- inni af völdum hrossa, sem eigra um strætin í leit sinni að daglegu brauði. Mykjuhaugar á alfaraleið- um í miðjum bænum, sums stað- ar upp á miðja húsveggi. Þess er krafizt, að í skólum sé börnum og unglinguna kennt að meta hreinlæti og heilsusamlega lífsháttu — og það með réttu. — Niður með Skólaveginum, sem 400—500 börn ganga daglega á sinni skólagöngu, flæðir straumur af skolpi og óþverra, sem hellt er út úr húsum ofan til við veginn — það vantar sem sé nokkra tugi metra af holræsi efst í Skólaveg- inum. Á Mýratúni má daglega sjá hóp barna að leikjum — oft harla fjölmennan. Þar er sama sagan: holræsi vantar í Vesturveginn og skólpstraumarnir flæða um þenn- an leikvöll barnanna. Nærri má geta, hver áhrif slíkt hefur á hrein- lætis- og fegurðarsmekk barnanna — þó eigi sé nú minnzt á hollustu- hætti í því sambandi. — Þannig mætti lengi telja — og úr þessu verður að bæta. Þetta var útúrdúr, en umtalsvert þó. Margt bar á góma á þessum bæjarstjórnarfundi, sem vert og skemmtilegt væri að skýra frá. M. a. lá fyrir tillaga frá bókasafns- nefnd þess efnis, að lagður væri 20% skattur á kvikmyndasýning- ar og gengi hann til byggingar bókhlöðu. Þetta var vitanlega fellt af hluthöfum og verndurum kvik- myndahúsanna. Margar tillögur lágu fyrir, flest- ar frá Einari Sigurðssyni. í sam- bandi við eina þeirra, um 25 þús. kr. fjárframlag til dvalarheimilis í Hveragerði fyrir alþýðufólk úr Eyjum, gaf Guðl. Gíslason Einari þann vitnisburð, að hann væri lýðskrumari og tillögur hans væru flestar frambornar með það fyrir augum að „slá sér upp á“ í augum almennings. Einar lét ekki vanta vitnisburð á móti, taldi Arsæl að ýmsu leyti sæmilegan, en Guðlaug aftur afleitan. Sjálfum sér gaf hann þann vitnisburð, að hann væri frumkvöðull flestra gagn- legra framkvæmda, síðan hann kom í bæjarstjórn. Flokksbræður sína átaldi hann fyrir vanefndir á gerðum samþykktum og fleiri ó- virðingar. Þessi óeining sjálfstæð- ismeirihlutans, þó að hún sé kannske mest á yfirborðinu, er táknræn. Hún er smámynd af riðl- un hinna borgaralegu flokka í þjóðfélaginu, sem táknar komandi upplausn og hrun innan þeirra. Og þá er líklega ekki alþingismað- urinn ánægður með útkomuna af fjárhagsáætluninni, sem svo mjög stingur í stúf við ráðleggingar hans í „Víði“, þar sem hann brýndi fyrir flokksbræðrum sín- um í bæjarstjórn, „að setja var- lega á“, — „þar sem allur stríðs- gróði væri nú úr sögunni.“ Þess skal að lokum getið, að í sambandi við áætlunina voru laun starfsmanna bæjarins tekin til endurskoðunar og hækkuð all- verulega, þó að eigi væri farin sú sjálfsagða leið, að leysa þau mál í samráði við starfsmannafélag bæjarins. Á. G. V erkalýðssamtökin undir eitt húsþak Framh. af 1. síðu. staklingargetiekki sölsað und- ir sig þessar eignir né rænt þeim á einn eða annan hátt frá verkalýðsfélögunum. í samræmi við það, sem hér hefur sagt verið, viljum vér hér með bjóða stjórnum Sjómanna- félagsins Jötuns, Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja að senda full- trúa (einn eða fleiri) á fund vorn n.k. sunnudag (12. marz) kl. 1.30 í Alþýðuhúsið, til þess að ræða og semja um þessi mál. Með vinsemd og virðingu. Vestmannaeyjum 9. marz 1944. F. h. Verkamannafél. Drífandi (Undirskriftir) F. h. Verkakvennafél. Snót (Undirskriftir)

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.