Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 1
EYJABLADID 3. tölublað 1. maí 1944 5. árgangur FYRSTI MAI Hvert sinn er baráttudagur hinn- ar vinnandi stéttar rennur upp, gefst unnendum verkalýðshreyf- ingarinnar sérstakt tilefni til þess, að líta yfir farinn veg, hugleiða hvert stefni og hvernig skipuleggja beri næsta áfanga baráttunnar. Síðustu árin hefur verkalýðs- hreyfingunni vaxið nokkuð fiskur um hrygg, bæði vegna þess að hún hefur að mestu losnað undan ofur- þunga atvinnuleysisins, og svo vegna hins að tekizt hefur að gera Alþýðusambandið að sterku vopni í höndum vinnandi stéttarinnar. Einnig er svo þess að geta að hinn gegndarlausi gróði, sem hið starf- andi fólk hefur ausið í fjárhirzlur stórgróðalýðsins, hef ur neytt þessa sjálfskipuðu forráðamenn atvinnu- tækjanna til þess, að láta frekar undan kröfum fólksins um ofurlitl- ar kjarabætur en eiga á hættu að stöðva aðstreymi auðsins nokkra stund. Slíku verða máttarstoðir þj óðfélagsins að fórna fyrir sínar „hugsjónir". Þó mörgum virðist þessir menn, eins og nú standa sakir, eiga það alvarlegast vandamála við að stríða hvernig skrifa skuli skattaskýrslur sem vinsamlegastar í eigin garð, þá megum við ekki gleyma því, að ein- mitt þessir menn, sem eiga atvinnu- tækin, stórbyggingarnar og fullar hirzlur fjár, eiga líka það brenn- andi áhugamál að koma fé þessu fyrir í arðberandi eignumog þess vegna láta þeir einskis ófreistað til þess að sölsa undir sig fleiri báta, fleiri skip og hvers kyns atvinnu- tæki, og það er ekki nóg, þeir þurfa líka að hremma íbúðarhús, lóðir, jarðir og gangandi fé, hvar sem yf- ir það verður komizt. En fyrir þessa sök er hér í uppsiglingu stælt- ari auðmannastétten nokkurn hef ði órað fyrir áður en stríðið brauzt út — auðmannastétt, sem gert gæti alla alþýðu mörgum sinnum skatt- skyldari sér en áður hefur tekizt. •Hér er að verða að veruleika þjóð- sagan um orminn, sem lá á gullinu í fyrri daga — orminn sem óx og óx þar til hann varð að þjóðhættu- legu skrímsli. Til þess'að vega það þjóðhættu- lega skrímsli, sem nú er í uppsigl- ingu er engum öðrum til að dreifa en verkalýðshreyfingunni. Skilyrðið til þess að verkalýðs- hreyfingin sé fær um að gegna þess- ari köllun sinni er, að hver einstak- ur meðlimur hennar geri sér grein fyrir eðli óvinarins, svo að stéttin komi heilsteypt og örugg á hólm- inn. Honum verður að skiljast, svo tekið sé dæmi, hvað er að gerast, er sjómennirnir sækja fisk í höfin, verkamennirnir taka við honum í landi og koma honum verkuðum í hendur sjómanna, sem sigla með hann til markaðslandanna, en við andvirði hans taka — ekki þeir sem verkið hafa unnið — heldur óvið- komandi einstaklingur eða einstak- lingar, sem hafa troðið sér inn á framleiðsluna og greiða þeim, sem að henni vinna, einhvern hluta þess sem fyrir hana fæst, en stinga bróð- urhlutanum í eigin sjóð og kalla sjálfa sig svo athafnamenn fyrir þrekvirkið. Ef alþýðan á að lif a, nokkru sem verðskuldar að heita líf, verður áuðvaldið að víkja, en til þess verð- ur að beita miskunnarlausri stétta- baráttu. Það kostaði Islendinga hungurs- neyðir, harðæri og hvíldarlausa Guðlaugur Hansson sjötugur Guðlaugur Hansson á Fögru- völlum átti sjötugsafmæli hinn 17. apríl s.l. Guðlaugur er Vestmanna- eyingum kunnur, svo mjög sem til hans hefur tekið í opinberu lífi um langan tíma. Þótt hann sé nú farinn að kröftum og við litla heilsu, er kjarkur hans og baráttu- vilji fyrir málum alþýðunnar enn ólamaður og er Guðlaugur enu hinn reifasti. — Eyjablaðið óskar honum til hamingju með afmæli þetta og vonar að hann megi enn sjá marga sigra verkalýðsins í baráttunni fyrir nýjum skipulags- háttum, þar sem hinar vinnandi stéttir fengju rétt sinn allan* — ¦ það mundi frekast gera hinni þrautgóðu verkalýðshetju æfi- kvöldið ánægjulegt. baráttu við erlent konungsvald hátt á sjöundu öld að alþýða Sturlunga- aldarinnar átti ekki nægilegt þrek til að standast gegn ágangi erlendr- ar harðstjórnar. Enginn getur sagt hvað fullnaðarsigur alþýðunnar gæti dregizt á langinn við það, ef hinni forríku 6tétt stríðsgróða- mannanna ætti enn einu sinni að takast að ná þrælatökum sínum á því fólki, sem allar framkvæmdir þjóðarbúsins hefur á hendi. Ef verkalýðsstéttin vill leggja það á sig að skapa börnum sínum þá framtíð, þar sem ekki þrífast meinvættir, er taka skatt af hverj- um bita og sopa, sem þau þurfa sér til viðurværis, þá verður hún að skóla upp félagssamtök sín og gera hver j um einstakling skilj anlegt eðli baráttunnar. Hún verður að knýja stéttarsystkini þau, sem ófélags- bundin eru, inn í samtökin, jafnvel þó til þess þurfi að beita hörðu, því sá verkalýður, sem utan samtak- anna stendur og ekki hefur skilið stéttabaráttuna getur orðið sterk- asta vopn gegn verkalýðshreyfing- unni á þeim tímum, er að kreppir og beinlínis í andvaraleysi orðið til að smíða hlekkina bæði á sjálf- an sig og stéttarsamtökin. Enginn vinnandi maður má líta á stéttarsamtökin, sem sér óvið- komandi. Honum verður að skilj- ast það, að fagfélag er enginn ein- angraður hópur, heldur hluti stétt- ar, sem hefur sömu hagsmuna að gæta, og hver sigur unninn af stétt- arfélagi er um leið sigur allrar stéttarinnar. En þegar hin vinnandi fjöldi er samtaka, þá er sigurinn vís, en undir sundrungunni er bein- línis tilvera atvinnurekendastéttar- innar komin. Vinnandi menn og konur í þess- um bæ! Látið ekkert aftra ykkur frá að vinna börnum ykkar til handa ríki sósialismans — en ekki spennitreyju auðvaldsins. ÞEIR HALDA HEIM Leifar nazistahersins í Suður- Rússlandi hafa verið reknar út úr Úkraínu. Þangað hefur hann litla frægðarför farið, en verksummerk- in, sem hann lætur eftir sig þar, munu lengi sjást og verða í minn- um höfð: sviðin jörð, brunnar borgir og sundurtætt mannvirki, fallnir hermenn, fjöldamorð ó- breyttra borgara, kvenna og barna. Hvert erindi átti hinn öflugi þýzki her inn í þetta land? Hvort mun hann hafa ráðizt þangað af fræðilegum ástæðum til þess að útrýma bolsévismanum samkvæmt hugsj ónakerfi nazism- ans? Er sennilegt, að honum hafi verið sigað út á vígvöllinn til þess eins að svala grimmdaræði eða metnaðarþrá foringjans? A þessi innrás, ef til vill fleiri og dýpri ræt- ur? — Við skulum hafa það hugfast, að það voru fyrst og fremst auð- jöfrarnir þýzku og landeigendurn- ir prússnesku, junkararnir, sem komu Hitler til valda í Þýzkalandi. Hver ávinningur væri þessum bak- hjörlum Hitlers að ná Úkraínu í klær sínar? Ukraína er, frá náttúrunnar hendi, meðal beztu landa í heimi. Jörðin er frábærlega frjósöm og auðug af málmum og kolum. Ukra- ína er þriðja stærsta land Ráð- stjórnarríkjanna og þeirra þéttbýl- ust. Fyrir stríðið voru íbúar þar yfir þrjátíu miljónir. Þeir kallast Ukraínumenn eða Litlu-Rússar. Tunga þeirra líkis rússnesku. Höf- uðborgin Kíeff, sem forfeður okk- ar nefndu Kænugarða, á sér mikla og merkilega sögu. Við Krivoi Rog eru járnnámur miklar. Fyrir bylt- inguna gáfu þær af sér meira en helming allrar járnframleiðslu Rússa og úr Doneznámunum fengu þeir nærri öll sín kol. Við Nikópól fæst hið dýrmæta mangan. Odéssa var mesta hveitiútflutningshöfn á meðan hveitibrauð var of mikill lúxus fyrir rússneska alþýðu. Hér er því ekki um óglæsilegt land að ræða og eðlilegt, að þar yrði fljótt hafizt handa, þegar Sov- étríkin fóru að byggja upp iðnað sinn, enda reis þar hvert iðjuverið á fætur öðru. Gömlu borgirnar stækkuðu og fengu nýjan svip og nýar borgir risu frá grunni. í stað misjafnlega vel ræktaðra land- flæma stór jarðeigenda komu akrar samyrkj ubúanna. Framhald á bls. 3

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.