Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Eyjablaðið Utgefandi: Sósíalistajélag Vestmannaeyja Ábyrgðarmaður: Sigurður Guttormsson Prentsmiðjan HÓLAR Reykjavík Lýðveldismálið Fyrir dyrum stendur nú þjóðar- atkvæðagreiðsla um uppgöngu sambandslagasamninganna við Dani, svo og um lýðveldisstjórnar- skrána. Svo má heita, að allir ís- lendingar hafi sameinazt í máli þessu um hina einu heiðarlegu lausn í lýðveldismálinu, þ. e. stofn- un lýðveldis á íslandi, þegar á þessu vori. Flestir þeir, er hófu andóf gegn því að stíga nú þetta lokaspor í frelsisbaráttu þjóðarinnar, hafa nú að nokkru eða öllu látið undan síga fyrir ofurmagni hins íslenzka þjóð- arvilja. Þó kvað vera einhver and- ófsdeild við lýði á Akureyri, en vonandi er — mannanna sjálfra vegna — að deild þessi endurskoði afstöðu sína fyrir kjördag. Þetta mál ætti að vera upphafið yfir allar deilur og arg. Ef einhverj- ir menn þjást af svo sjúklegri „kurteisi“ gagnvart Dönum og hin- um ágæta konungi þeirra, að þeir sjá einhverja ókurteisi eða óvin- semd í því, að við notum óvéfengj- anlegan rétt okkar til þess að taka mál okkar í eigin hendur, ættu þeir sem íslendingar að sýna þá smekk- vísi að láta ekki á neinu bera. Enda þótt við skellum engri skuld á nútíma-Dani fyrir kúgun, arðrán og aðra glæpi forfeðra þeirra í garð hinnar íslenzku þjóð- ar, höfum við þó fullan rétt til þess að vera minnugir okkar eigin þjóð- arsögu. Enda er það víst, að þjóð, sem í þrengingum hefur sýnt jafn lýð- ræðislegan þroska og slíka ást á frelsinu, sem Danir nú hafa sýnt í viðureign sinni við hina þýzku kúgara, myndi fyrirlíta þá þjóð, sem ekki þekkti sinn vitjunartíma og hikaði við að hleypa frelsinu inn, þegar það byðist. Danska þjóðin í dag hefur engan grund- völl til þess að skilja eða meta „kurteisi“ „lögskilnaðarmanna“ nema á einn veg: sem liðhlaup við þjóð sína á úrslitastund. — Sem betur fer er það nú sýnt, að lið- hlauparnir verða örfáir — og von- andi leyfir enginn íslendingur sér að fylla slíkan flokk, þegar gengið verður til atkvæða. Formenn verkalýðsfélaganna segja álit sitt um næstu verkefni verkalýðshreyfingarinnar hér Eyjablaðið lagði eftirfarandi spurningu fyrir alla formenn verka- lýðsfélaganna í bænum: Hver telur þú brýnustu verkefni verka- lýðshreyfingarinnar hér? Svör þeirra birtir Eyjablaðið hér og lætur um leið í ljós þá ósk sína að giftusamlega megi takast að leysa þau verkefni sem fyrir liggja Tryggvi Gunnarsson form. Vélstjórafél. Vestmannaeyja svarar þannig: Það liggja að sjálfsögðu mörg og mikil verkefni fyrir hendi hjá okkur í verkalýðsfélögunum og mun ég hér ekki geta gefið neitt verulegt yfirlit um það, hvað fyrir liggur í heild. Ég tek því þann kost- inn að skýra aðeins frá einu máli og eins og nú standa sakir, því allra nauðsynlegasta. Stjórnir verkalýðsfélaganna eru yfirleitt allar skipaðar mönnurn, sem mjög eru bundnir við störf og þótt það sé í alla staði eðlilegt og sjálfsagt að starfandi menn í hverri grein veiti málefnum stéttar sinnar forystu, þá fylgir sá böggull þar skammrifi, að lítið er hægt að sinna þeim málum, sem nær dag- lega þarf að taka til úrlausnar. Það er mjög algengt að samn- ingar verkalýðsfélaganna við at- vinnurekendur séu sniðgengnir eða brotnir og einstaklingarnir, sem fyrir því verða eiga kröfu á aðstoð stéttarfélags síns, en slík að- stoð verður eins og nú hagar til allsendis ófullnægjandi. Verkalýðsfélögin þurfa að hafa sinn samastað, þar sem gefnar væru upplýsingar um samninga og En svo er önnur*hlið málsins. Það er að vísu gott, að sem flestir íslendingar — helzt allir — séu einhuga í þessu máli, en það er ekki nóg. Menn verða líka að láta vilja sinn koma fram við þjóðaratkvæða gréiðsluna. Það er nauðsynlegt, að fá fram — ekki einasta mikla — heldur fullkomna einingu hinnar íslenzku þjóðar um þetta mál. Það er sterkt vopn gegn ásælni erlendra þjóða, ef hver einasti atkvæðisbær íslendingu- lætur í ljós vilja sinn í máli þessu, þann vilja, að íslenzka þjóðin sé sjálfstæð, fullvalda þjóð. Það er vitanlega öllum ljóst, að lýðveldisstofnunin og sjálfstæði landsins er ekkert lokatakmark í frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu og hún geti að því loknu lagt árar í bát, síður en sv.o. íslenzk alþýða mun eftir sem áður þurfa að heyja hagsmuna- og frelsisbaráttu við ís- hvað annað, sem að starfinu lýtur og stéttarfélögunum við kemur, heimt væru inn gjöldin til verka- lýðsfélaganna og sinnt væri þeim umkvörtunum, sem félagarnir kynnu að þurfa að gera. En til þess að koma á fót slíku skrifstofuhaldi er ekkert einstakt félag nægilega fjársterkt, en sam- einuð geta Alþýðusambandsfélög- in fjögur staðið straum af slíku, þó þarf ef til vill að hækka árgjöld sumra félaganna nokkuð vegna þessa. Mál þetta hefur þegar verið nokkuð rætt í félögunum og mun það hvarvetna hafa fengið góðar undirtektir. Þess verður því von- andi skammt að bíða, að hugmynd þessi komist í framkvæmd. Margrét Sigurþórsdóttir íorm.Verkakvennafélagsins Snótar svarar þannig: i Ég álít að aðalverkefni hvers verkalýðsfélags sé að standa vörð um hagsmuni verkalýðsins og vinna að bættum kjörum hans á öllum sviðum. Þetta krefst þrot- lausrar árvekni. — Það sem ég tel mestu skipta hjá okkur Eyjabúum nú sem stendur er að efla samstarf þeirra félaga, sem hér eru, en um lenzka yfirstétt, unz skipulag sósíal- ismans er komið á. En þessi staðreynd má engum ís- lenzkum alþýðumanni villa sýn í þessu máli. — Við erum nú að stíga lokasporið í frelsisbaráttu ís- lenzku þjóðarinnar gegn erlendu valdi, baráttu, sem beztu synir þjóðarinnar hafa háð um aldir, og nú má enginn íslendingur bregð- ast-, enginn leiða hjá sér að stíga slíkt lokaspor með sinni eigin þjóð. Eyjablaðið vill hér með láta í ljós þá ósk og von, að enginn Vest- manneyingur láti sig vanta að kjör borðinu við þj óðaratkvæðagreiðsl- una, sem nú stendur fyrir dyrum. Sýnum, að Vestmanneyingar séu ekki eftirbátar annara landsmanna í hollustu við málstað frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar. Á. G. það hefur verið rætt í þeim öllum og hefur það mál fengið góðan byr. Stórt spor í þessa átt væri stigið, ef hér yrði myndað fulltrúaráð þeirra verkalýðsfélaga sem hér starfa, á líkum grundvelli og er t. d. í Reykjavík. Við Snótar-konur þykjumst hafa lagt nokkurn skerf til þess, að vekja verkalýðsfélögin hér til meiri ein- ingar, með því að bjóða þeim að gerast sameiginlega með Snót eig- endur að Alþýðuhúsinu, en eins og kunnugt er, hefur Snót ásamt Dríf- anda, sem ekki er í Alþýðusam- bandi íslands, verið eigandi húss- ins. Þá fyrst er málefnum verkalýðs- samtakanna borgið, þegar hann stendur sem ein heild um hags- munamál sín og 'gegn hvers konar árásum sem á hann kunna að verða gerðar, án tillits til pólitískra skoð- ana eða ágreinings um önnur mál. Agúst Þórðarson iorm. Verkalýðsfélags Vestm.eyja svarar þannig: Sameiningu verkalýðsins, án nokkurrar þátttöku í pólitískum málum, tel ég brýna nauðsyn. Sigurður Steiánsson form. Sjómannafélagsins Jötuns svarar þannig: ’ Ég býst við að flestir verkamenn og verkakonur, að ógleymdum sj ó- mönnunum, mundu svara spurn- ingunni á þá leið, að nauðsynlegast sé að koma á fót nánara samstarfi á milli verkalýðsfélaganna, en ver- ið hefur til þessa. Það hefur verið til athugunar hj á þeim félögum hér, sem eru í Al- þýðusambandi íslands, að reyna að koma á laggirnar sameiginlegri skrifstofu og hafa þar fastan starfs- mann. Mál þetta hefur alls staðar fengið góðar undirtektir. Nauðsyn trausts samstarfs verð- ur Ijósust ef athuguð er saga verka- lýðsmálanrja hér í Vestmannaeyj- um á undanförnum árum en sundr- ung sú, sem verið hefur í þeim málum hefur staðið eðlilegri þró- un verkalýðshreyfingarinnar mj ög fyrir þrifum. Ég vil rétt drepa á eitt mál, sem ætla má, að auki samvinnu verka- lýðsfélaganna hér og treysti félags- lega einingu þeirra, en það er hið góða tilboð Snótar og Drífanda um að Alþýðuhúsið og aðrar eignir þeirra verði sameiginleg eign

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.