Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ Þeir halda heim Frh. af 1. síðu. Það þarf því engan að undra, þótt ágjarnir og valdasjúkir irnper- íalistar litu land þetta girndarauga og vildu mikið til vinna að ná á því tangarhaldi.Við nauðungarfriðinn í Brest-Litovsk milli Rússa og Þjóð- verja 1918 var Úkraína gerð að „sjálfstæðu“ leppríki Þýzkalands og þangað streymdu innrásarher- ir hvítliðanna úr öllum áttum á tímum borgarastyrjaldarinnar. — Allir virtust áhugafyllri um að bjarga vesalings Úkraínubúunum úr helj argreipum bolsévikka, held- ur en öðrum þjóðurn Rússaveldis, ef tij vill að Kákasíumönnum und- anskildum, en í þeirra landi er gnægð olíu. Fyrir þennan ófrið var mjög al- ið á því í auðvaldsblöðum, að íbú- ar Úkraínu væru öðrum fremur kvaldir og kúgaðir af bolsévikkum og margir vonuðu, að þar mundi byltingin gegn Stalin hefjast. Fátt mun því hafa valdið Hitler meiri vonbrigðum, en að koma þar að brenndum ökrum og eyðilögðum orkuverum og finna þar engan kvisling til að mynda þjóðlega stjórn undir handleiðslu foringj- ans. Nú er Úkraínudraumur Hitlers á enda. Austurþrá junkaranna „Drang nach Osten“ hefur nú breytzt í flótta til vesturs. — Allt mannkynið stendur í þakk- arskuld við Rauða herinn fyrir að stöðva framsókn nazista, og reka þá síðan til baka til óumflýj anlegs ósigurs, en því skyldi ekki gleyma, að á meðan auðvald ræður nokk- urs staðar í heiminum, þá er sú hætta ætíð fyrir dyrum, að hildar- leikur, slíkur sem þessi verði end- urtekinn. Það er aðeins eitt öruggt ráð til þess að koma í veg fyrir stórvelda- styrjaldir og hörmungar þær, sem þeim fylgja og það er að alþýðan sjálf, hinar vinnandi stéttir sér- hvers lands, taki völdin í sínar hendur og stjórni undir merkjum sósíalismans. Hver einasta verka- kona ætti að gera sér það ljóst, að þeirra verkalýðsfélaga hér, sem eru í Alþýðusambandinu, ef þau geti komið sér saman um þær. Auk þessa eru ýms aðkallandi dægurmál eins og t. d. samningar ‘sjómanna um kaup og kjör á fiski- bátum o. fl. slík mál. En einingu alls verkalýðs tel ég aðalmálið og vona, að 1. maí 1945 verði það f ulltrúaráð veraklýðsfélaganna hér sem stendur fyrir hátíðahöldum dagsins. 3 það er undir henni komið, hvort hinir glæstu en fórnfreku sigrar Rauða hersins hafa varanlegt gildi mannkyninu til heilla, eða hvort sama sagan á að endurtaka sig, með stuttu millibili. Annars vegar stríð — atvinnuleysi — kreppa, hins vegar sósíalismi. Um þetta tvennt áttu að velja. Hvort velur þú? ÝMISLEGT Eyjablaðinu hefur láðst að geta um aðalfund Vélstjórafélagsins, þegar sagt var frá aðalfundum annarra verkalýðsfélaga, og þótt seint sé þykir þó rétt að segja frá því, hverjir skipa stjórn þess fé- lags, um leið og blaðið biður af- sökunar á þessum mistökum. Stjórnin er þannig skipuð: For- maður er Tryggvi Gunnarsson, gjaldkeri Sigurður Sigurjónsson, ritari Guðjón Jónatansson, vara- formaður ísleifur Magnússon, fj ármálaritari Alfreð Hjartarson, en til vara eru: Marinó Jónsson og Guðleifur Olafsson. Tvœr athyglisverðar skemmtanir voru haldnar hér um og eftir síð- astliðna páska. Voru það skemmt- un Karlakórs Vestmannaeyja og Barnakórsjns „Smávinir“, sem þeir héldu á páskadag til ágóða fyrir börn í herteknum löndum og elliheimili hér í Eyjum. Kórar þessir eru báðir undir stjórn Helga Þorlákssonar kennara. Auk söngs- ins flutti Halldór Guðjónss. skóla- stjóri ávarp, en Þorvaldur Sæ- mundsson kennari las upp. Hitt var kvöldvaka Lúðrasveit- ar Vestmannaeyja. Þar voru á dagskrá: Lúðraleikur undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar, j-æða, er Eyjólfur Eyjólfsson flutti, gítar- einleikur 0. K., tvíleikur á fiðlu, Jónas Dagbjartsson og Oddgeir Kristjánsson, harmonikuleikur, Ágúst Pétursson og síðast lék danshlj ómsveit Lúðrasveitarinnar, LYÐVELDI Að undanförnu hefur ekkert mál verið rætt eins mikið á opin- berum vettvangi og sjálfstæðis- málið og er það mjög að vonum. Allt frá því að frelsisbarátta þjóðarinnar hófst, hefur það ver- ið takmark hennar að Island næði fullu sjálfstæði og tæki öll sín mál til meðferðar á eigin spýtur. Bar- áttan fyrir þessu hefur unnið marga sigra, sem allir hafa fært þjóðina nær takmarkinu. Endur- reisn Alþingis, Stj órnarskráin frá 1874, innlend ráðherrastjórn 1904 og Sambandslagasamningurinn við Dani 1918 eru allt staðreynd- ir, sem hverjum íslendingi er hin mesta gleði að líta til sem varða á leið þjóðar sinnar að hinu lang- þráða takmarki. Sambandslagasamningurinn gaf líka alveg sérstakt fyrirheit um fullt sjálfstæði til handa landi voru, með því að hann var aðeins gerður til 25 ára og var hann því útrunninn hinn 1. desember s.l. Ekkert virðist því liggja beinna við en að íslendingar telji sig nú að öllu óbundna af honum og komi þeirri skipun á mál sín, er þjóðin óskar eftir nú þegar. Alþingi virtist líka sammála um að stofna lýðveldi hér á árinu 1944 allt þar til nú á síðustu mán- uðum, að nokkur hluti af hinni fámennu sveit Alþýðuflokksmanna á Alþingi tók að malda í móinn sem er skipuð 9 mönnum, og sungu söngvarar með hljómsveit- inni. Nýmæli mun það vera hér, að á kvöldvöku þessari var við sum atriðin notaður hljóðmagnari. — Tókst notkun hans í sumum atrið- um ekki eins vel og skyldi, en allt slíkt horfir væntanlega til bóta. Báðar þessar skemmtanir voru til sóma þeim er að þeim stóðu og væri það æskilegt að bæjarbúum væri oftar gefinn kostur á að hlýða á slíkar skemmtanir. A ISLANDI gegn þessu. Hirtu þeir hinir sömu þingmenn þá ekki um það, þótt þeir væru áður búnir að sam- t þy kkj a lýðveldisstofnunina í stj órn- arskrárnefnd þingsins. Nokkrir einstaklingar hafa og fundið hjá sér hvöt til þess að hefja baráttu gegn stofnun lýð- veldis á þessu stigi málsins. Telja þeir nauðsynlegt að ná fyrst tali af Dönum og draga málið þar með til stríðsloka. Hver góður íslendingur hlýtur að harma það, að ekki skuli geta verið algjör einhugur meðal þjóð- arinnar um að stíga lokaskrefið í sjálfstæðismálinu. — íslendingar hefðu auðvitað kosið að hægt hefði verið að ræða málið við Dani, en hitt, að ætla að láta sam- gönguleysið við Danmörku tefj a málið um ófyrirsjáanlegan tíma eftir að við, samkvæmt samningi við þá, höfum öðlazt rétt til þess að ráða málunum til lykta einir, verður að teljast undanhald, sem ekki er samboðið þjóð, sem jafn einbeitt hefur barizt fyrir sjálf- stæði sínu og við íslendingar. Þrír stærstu þingflokkarnir hafa líka sameinazt um það að hrinda máli þessu í framkvæmd. En það eru ekki þingflokkarnir einir, sem hér skera úr. Þjóðin öll verður spurð ráða. Málið verður lagt undir þjóðaratkvæði fyrir 17. júní n.k. og það væri slæmur greiði ís- lenzkri sjálfstæðisbaráttu fyrr og síðar, ef þjóðin hikaði við úrslita- svarið. Hvernig mundi út í frá verða litið á rétt þeirrar þjóðar til sjálfstæðis í framtíðinni, sem nú hikaði eða felldi sjálfstæðismálið frá því að ná framgangi? Þjóðaratkvæðagreiðslan í sjálf- stæðismálinu verður að sýna ein- huga vilja landsmanna. Enginn vafi leikur á því, að meirihluti kjósenda Samþykkir þá braut, sem Alþingi hefur markað í málinu, en það er ekki nóg. — Ekkert mót- atkvæði gegn sjálfstæði þegar í stað-— það væri þjóðinni sómi. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaða um þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenzka sambafidslaga- samningsins frá 1918, og lýðveldisstjórnárskrá Islands fer fram , á skrifstofu bæjarfógeta á venjulegum skrifstofutíma frá og með 22. apríl til 20. maí n.k. Vestmannaeyjum 25. apríl 1944 Bæjarfógetinn

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.