Eyjablaðið - 19.01.1957, Qupperneq 1

Eyjablaðið - 19.01.1957, Qupperneq 1
i8. árgangur Vestmannaeyjum 19. jan. 195^ x. tölublað. Álmenní iandsmálafundurinn 8. jan. var fjölmennur og fróðlegur. íhaldiS þorði ekki að Eeggja þar orð í belg, en reynir síðan að afflytja mól ræðumanna í blaði sínu. Þeir Karl Guðjónsson alþm. og I.úðvík [(Vselsson ráðherra boðuðu til almenns landsmála- fundar liér í Alþýðuhúsinu hinn 8. þ. m. Allra fíokka menn. V'ar þar mikið t'jölmenni og fólk úr ýmsum stjórnmálaflökk- um saman komið, flokksmenn fundarboðenda og andstæðingar, stuðningsmenn núverandi ríkis- stjórnar og mótgangsmenn. Gunnar Sigurmundsson stjórn aði fundinum óg gat þess í bvrj- un fundarins, að á eftir frum- ræðum Karls <jg I.úðvíks væri orðið frjálst og allt eins þeim, sem andmæla víldu fundarboð- endum svo og til fyrirspurna. Stiórnin tók við óleystum vandamólum. Karl liélt síðan alllanga ræðu og lýsti ástandi því í fjármálum landsins og aðstöðu höfuðat- vinnuveganna, sem við hinni nýju ríkisstjórn blasti í önd- verðu. \7arð af máli lians Ijóst, að þar beið margur vandinn ó- leystur og þrátt fyrir stór skref, sem stigin hafa verið er |)ar enn óstigið yfir margan þiöskuldinn. Alvarlegast ails var þó, að sá atvinnuvegurinn, sem þjóðin öllu frekar byggir tilveru sína á, sjávarútvegurinn var, eftir að liafa verið hornreka margra aft- urbaldssamra ríkisstjórna, svo að þrengdur, aþ fjármagnið fór til- tölulega minnkandi í útgerð- inni þg flestar aðrar greinar voru líklegri til að ávaxta sinn höfuðstól. Alþýðubandalagið og hernámsmélið. Einnig ræddi Karl um her- námsmálin og sýndi fram á, að eins og horfur voru um samn- inga við Bandaríkin í nóvember í haust, þegar íslenzki utanríkis ráðherrann iýsti því yfir á þingi, að ef hann ætti að semja nú, vildi hann hafa herinn kyrran í landinu, þá hafi ekki verið um annað að ræða af hálfu Alþýðu- bandalagsins, en að viðurkenna það sem staðreynd, að það hafði ekki möguleika til að fylgja þá á stundinni fram því stefnumáli sínu, að herinn skyldi látinn víkja úr landi. Og heldur en að reka á eftir samningum, sem fyr irsjáanlega hefðu leitt til nýs hernámssainnings, var af Alþýðu handalagsins hálfu fallizt á frest un samningagerðar, enda láu þá fyrir yfirlýsingar af hálfu hinna samstarfsflokkanna í ríkisstjórn- inni um að þeir teldu enn í gildi samþykkt Alþingis frá síðasta vetri um uppsögn hernámssamn ingsins með því markmiði að láta herinn hverfa úr landinu, aðeins teldu þeir ekki megilega friðvænlegt í heiminum eins og j);i stóðu sakir til þess að fram- kvæma brottflutning hersins við þier aðstæður. F.n Karl tók fram, að í samþykki Alþýðuhandalags- ins við frestun samningagerðar- innar við Bandaríkin fælist ekk- ert samþykki \ ið sjónarmið sam- starfsflokkanna í ríkisstjórninni í ]>essu máli. Vesímarínaéyjaskio. Samgiingurnar \ ið Vestmanna eyjar gerði Karl einnig að um- talsefni og var það vafalaust <511- um fundarmönnum fagnaðar- elni, að hann taldi nú miklar líkur til, að af ríkisins hálfu yrði á þessu nýbyrjaða ári lagt fram verulegt fé til smíða á nýju \'estmannaeyjaskipi. Ófs'ufluð framleiðsla. Lúðvík ræddi því næst í skýru máh aðalatriði hinna nýsam- þykktu Váðstafana, sem nú eru grundvöllur að því, að ríkis- stjórnin hefur náð fram samn- ingum um ótruflaða framleiðslu ;i flestum þýðingarmestu sviðum þjóðlífsins. Benti liann á þá at- hyglisverðu nýlundu, að stjórn- in átti í beinum samningavið- ræðum við fulltrúa frá verkalýðs samtökunum í heild og auk þess við fulltrúa bátaútvegsmanna og bfttasjómanna, togaraútgerð- armenn og togarasjómenn, svo og fulltrúa fiskvinnslustöðv- anna. Sýndi Lúðvík fram á, að með lögunum um framleiðslusjóð og þeim samníngum, sem nú hefðu fram farið um málefni út- vegsins, liefði hagur útvegs- manna verið stórlega bættur og fiskverð til sjómanna, sem hér í Lyjum liefur verið kr. 1,25 fyr- ir hvert kg af þorski, verði nú kr. 1158, en auk þess hækki orlofs fé sjómanna og aukist skattfríð- indi þeirra. Tekjuöflunin. I>;i benti ráðherrann á, að í tekjuöfluninni lil að mæta þessu hefði þess verið gætt, að verðlag nauðsynja útvegsins þyrfti ekki að hækka og ekki heldur liinar almeiinustu neyzluvörur. Takli hann því, að þótt engar ráðstaf- anir gætu óbreyttar staðið um langa framtíð, væru ])ó líkur til, að hér væri géngið svo frá málum útvegsins, að ekki þyrfti ])ar stórra breytinga við um næstu áramót nema um stærri i sveifiur yrði að ræða á heims- markaði en verjð hefur síðustu árin. I ræðu sinni drap Lúðvík Jósefsson einnig á það, að í kjöl- far þessara ráðstafana rauni hann brátt leggja fyrir þingið j Iagafrumvarp um nýja skipan af- urðasölumála útvegsins, enda væri núverandi fyrirkomulág þeirra mála mjög umdeilt. Héfði kosið sumt á annan veg. Ráðherrann kvað alla stjórn- arflokkana bera sameiginlega á- hyrgð á þeini ráðstöfunum, sem gerðar hefðu verið. Benti hann á, að enginn mundi þó að öllu ánægður og hcfði óskað að haga ýmsu á annan veg en gert var. Til dæmis t.aldi hann sig og ,41- þýðubandalagið sem slíkt hefðu Áðalfundur JÖTUNS var haklinii 7. þ. m. Stjórn félagsins var sjálfkjörin, J)ar sein ckki komn frain aðrar tillögur um stjórn Stjórnina skipa: Sigurður Steíánsson, foimaðnr; Sigurfinnur Einarsson, varafor inaður. Jónas Guðinundsson, ritari; J’órð ur Sveinsson gjaklkeri; Grétar Skaftason, varagjaldkeri. kosið, að skattlagning bankanna til ])essa keriis hefði verið meiri, en þeini er gert að greiða til þess 10 millj. króna árlega. En hann benti á, að hér væri þó farið inn á nýja braut, þótt 1' smáum stíl \æri miðað við hagnað þessara aðila. Einnig benti hann á, að nú væri í fyrs.ta sinn hróflað við hagsmunum ýmissa gróðaaðila svo sem tryggingafélagá og skij)a félaga með skatti á gjaldeyris- greiðslur þeirra, en þær eru stór liður í liinum duldu gjaldeyris- greiðslum. Guðlaugur þagði á fundinum. I-’.ins og áður segir var fundur- inn mjög fjölsóttur. Ekki tóku ])ó aðrir til máls en Helgi Bene diktsson atik fundarboðenda. bess má ])ó geta, að meðal fundarmánna var Guðlauaur Gíslason bæjarstjóri, og Iiefði mátt vænta þess, að hann sem fulltrúi þess flokks sem svo hart hefur deilt á ríkisstjórnina fyrír það málið, sem þarna var helzt á dagskrá, léti nú Ijós sitt skína og benti á betri leiðir en þær, sem íhaldið átelur svo mjög í öðru orðinu en telur frá sér ætt aðar í liinu orðinu. En hann var jafn tillögufátækur og flokks- rnenn lians á þingi en sínu þög- ulli. Fylkir fékk ræðu hans óflutfra. I’egar heim kom, mannaði jriltur sig ])ó upp í að senda flokksblaði sínu „F'ylki” ræðuna, sem hann hafði ekki uppburði í sér til að halda á fundinum, og skartar hún nú á forsíðu næst síðasta „I'ylkis". Er þar gerð svo klaufaleg til- raun til að rangfæra og afflytja ræður fundarboðenda, einkum Lúðvíks Jósefssonar. að vandséð er, að bögulegar hefði til tekizt þótt Guðlaugur hefði stigið upp í ræðustólinn.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.