Eyjablaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 4
EYJABLADID Af hverju þögðu þeir? ÚR BÆNUM | Oddur ónýtur eftir strand. Vélskipið Odclur, sem mun vera stærsta skipið, seni skráð er frá Vestmannaeyjum, strand- aði svo seni kunnugt er í haust austur á Reyðariirði. Varðskip- ið Þór dró iiann síðan út af grynningunni, og hefur Oddur að undanförnu verið í slippn- urn í Reykjavík tii athugunar. Nú hefur komið í Ijós, að skemmdir á skipinu eru það miklar, að ekki mun teljast svara kostnaði að gera við það og hefur trygginafélagið nú aug- lýst skipið til sölu. Eigendur Odds munu hafa í hyggju að kaupa sér annað flutn ingaskip erlendis frá í hans stað. Ekki eru aliar ferðir til fjór. Sjö bátar fóru héðan til veiða í ísafjarðardjúpi fyrir um það bil þremur vikum, en þar hafði þá um skeið fiskazt ágæt- lega í þorskanet. Það stóðst á endum, að þegar Eyjabátarnir komu í Djúpið var þar orðið aflalaust og mun enginn bátanna hafa fengið þar neinn afla. Nú eru þessir bátar allir konni ir heim aftur með endurnýjaða reynslu á gamla spakmælinu, að ekki eru allar ferðir til fjár. Flugvélarnar. Framhald af 2. síðu. gamlar vélar, sem hér er'um að ræða hljóta að þurfa að hverfa lengur og skemur úr umferð vegna eftirlits og viðgerða, og vissulega er reynsla okkar Vest- mannaeyinga af þjónustu Klug- félagsins enganveginn sú, að við höfum nein forgangs-afnot af vélakosti félagsins, og hlýtur því að óbreyttu fljótt að koma að því að til frekari tala komi í Vestmannaeyjaflugihu af véla- skorti, en slíkt væri með öllu óþolandi. Vera má, að Flugfélagið hafi gert einhverjar ráðstafanir til tryggingar eða eflingar flugþjón ustunni við Eyjar, þótt ekki liafi það heyrzt hér, og væri þá vel. En lritt er vert að minna á, að flugþjónustan á innanlandsleið- unum er í engu ómerkari en sá þáttur flugsins, sem flugfé- lögin virðast óneitanlega ein- beita sér að, og það verður auð- vitað að gera þá kröfu til for- ráðamanna í flugmálunum, að þeir skilji að farþeginn á inn- anlandsleiðunum á kröfu á hlið stæðum framförum í öryggi og þægindum og þeim, sem milli- landafarþegum er séð fyrir. Á síðari árum hefur það orð- I ið föst regla hjá íhaldinu að ! virða að engu þær skyldur, sem þingmaður eða ráðherra hefur við hinn almenna kjósanda, nema hann sé sannanlega flokksmaður íhaldsins. Aðra telja þeir ekki verða neinnar fyrirgreiðslu, andstæðingar þeirra og vafasamir stuðnings- menn skulu ekki svo mikið senr hafa aðgang að því að hlýða á málflutning íhaldsforingjanna. Hins vegar sendir ílialdið fulltrúa á fundi annara aðila, sem gera fólki kost á að fylgjast með stjórnaraðgerðum og gera athugasemdir án allrar flokks- legrar sundurgreiningar. Erindi sendimanna íhaldsins er þó ekki að tala máli íhaldsins, skýra stefnu þess eða andnræla því sem þeir telja rangt í málflutn- ingi íhaldsandstæðinga — til þess er málstaður Sjállstæðis- flokksins of veikur. Á alnrenn- unr fúndum þar senr allir hafa málfrelsi er málstaður ílralds- ins ekki lagður franr. Sendi- inenir þess sitja gneypir og orð- vana, en reyna að sinna jrví er- indi sem þeim var sagt að sækja, en það er að leita lags um að rangfæra og afflytja nrálflutn ing andstæðinga sinna í blöðunr eltir á. í sambandi við fund jrann, sem Karl Guðjónsson og Lúð- \ ík Jósefsson liéldu liér sneninra í jressum niánuði hefur jrað svo orðið aðalefni Fylkis í tveim blöðum að segja rangt frá fund- inunr. Það nrætti auðvitað æra óstöð- ugan, ef leiðrétta ætti liverja missögn jressara herra, útúr- I snúning þeirra og rangtúlkan- j ir, enda verður jrað ekki reynt hér. En dænri má taka. Fylkir segir, að Karl liafi lagt sig franr unr að telja fólki trú um, að jreir, sem hefðu 40 þús. kr. árstekjur yrðu í engu vaiir við þær verðhækkatrir, sem orð- ið liefðu í tíð núverandi ríkis- | stjórnar. (Og sönnunin á jrví, lrvað jretta vferi mikil lygi segir Fylkir að sé 60—70% verðhækk- un á stílabókunr. — Barnaskól- inn leggur sínunr nemendum þær að vfsu til fyrir sama verð og í fyrra). Þetta sagði Karl hins vegar aldrei. Hann sagði, að fyrir stjórnaraðgerðirnar hefðu um 80% af neyzlzu venjulegTar fjöl- skyldu nreð 40 þús. kr. tekjum ekkert liækkað í verði. Verð- gildi launa gagrivart þurftar neyzlu hefðu ekki verið rýrð með löguirum unr Úflutnings- sjóð. Hann dró lrinsvegar ekki dul á, að gagnvart hátollavör- unr lrefði kaupmáttur rýrnað, en benti einnig á, að auðvitað lrefðu orðið ýmsar aðrar verð- sveiflur bæði tii lrækkunar og lækkunar á verðlagi en þær, sem orsökuðust af löggjöf. En ef satt væri, að þeir fund- arboðendur á alnrenna lands- málafundinum 2. október hafa farið nreð firrur og ósannindi, af lrverju mótmæltu Sjálfstæðis- menn þá ekki þegar í stað og scigðu hið sanna? Og af hverju leyfðu þeir engunr nema flokks nrönnuni sínum að hlýða á eða segja álit sitt á boðskap Ólafs Thors og Jóhanns Jósefssonar, Jregar þeir voru hér á ferðinni á dögunum? Skattfrelsi yfirvinnu. Framhald af 1. síðu. launaávinning, sem verkafýðs- lrreyfingin hefur sanrið unr fyr- ir slíka yfirvinnu, til liömlu- lausrar skattheimtu, og liggur þá beinast við að leysa launa- uppbót fyrir óhjákvæmilega yf- irvinnu í jrágu útflutningsfram- leiðslunnar undan skattlagn- ingu. í frumvarjnnu er ekki lagt til, að yfirvinnan verði öll leyst urrdan skattskyldu, heldur að- eir.s sá hluti kaupgreiðslunnar, sem er umfranr venjulegt dag- vihnukaup. Væri jrá samræmi fengið milli orlolslaga og skatta- laga að því er þessa vinnu varð- ar, því að ekki er skylt að greiða orlof á yfirvinnuna, nenra senr dagvinna væri. Afgreiðsla Aljringis á þessu máli er sýnu brýnni nú en áður, þar eð lyrirsjáanlegt er, að til Jiess lrlýtur að koma, að verka- lýðssamtökin hætta að leyfa tak- nrarkalausa yfirvinnu, senr sök- unr skatts og útsvars aðeins hafnar lítið gjald fyrir hjá því fólki, senr leggur nótt nreð degi í það erfiði, senr þarf lil að gera verðnræta vöru úr sjávaraflan- um. Huggun íhaldsins « Um síðustu nránaðanrót fór hér fram atvinnuleysisskráning. Að frásögn Fylkis og útvarps- ins lét aðeins einn maður skrá sig atvinulausan og mun það rétt vera.1 Þessa lélegu þátttöku telur Fylkir sanna blómlegt at- vinnulíf í bænum, og að nú liafi Eyjablaðið og „komnrarn- ir“ orðið sér rækilega til skamm ar með öll sin skrif unr atvinnu leysi. Það er að sjálfsögðu alger ó- þarfi að munnhöggvast við Fylki eða bæjarstjórnarmeiri- hlutann unr atvinnuástandið í bænunr, það þekkja lesendur blaðanna eins vel og þeir, sem í þau skrifa, en rétt er þó að benda Fylki á nokkrar staðreynd ir, senr sanna, að það voru fleiri en „kommnarnir“, senr óttuðust, að hér yrði lítið að gera í haust. 19. sept. sanrjr. bæjarstjórn að ábyrgjast að liálfu kaup- tryggingu skipshafnarinnar á þeim bátum, sem réru með línu og að greiða niður á inöti stöðvunum eina krónu livert beitukíló. Átti þessi aðstoð við útgerðina ekki að vera til at- vinnuaukningar í bænunr eða voru það einhverjar aðrar hvat- ir, sem stjórnuðu gerðum meiri- hlutans? Á fundi bæjarráðs 23. sejrt. lagði meirihlutinn til að greitt yrði úr bæjarsjóði hálfur lönd- unarkosnaður á fiskfarmi b. v. Ólafs Jóhannessonar og 100 tonn af ís handa skipinu í næsta túr, samtals nokrkir tugir þús- unda króna. Því var verið að bruðla svona með fé bæjarins, ef allir höfðu nóg að gera? Á jressum sanra fundi — dag- inn áður en togarinn kom — lagði meirihlutin til að fram yrði látin fara oftnefnd atvinnu leysisskráning. Ennfrenrur var þá von á sementsskipi í höfn- ina. Þá liefur bæjarstjórnin sótt unr atvinnubótastyrk. Allar Jressar ráðstafanir sanna að íhaldið er hrætt við sín fyrri verk og vissi að atvinnuleysi var að lrerja á byggðarlagið. Bæjarstjórnarmeirihlutinn get ur svo huggað sig við það, að einn verkanraður fannst í bæn- unr, senr bar Jrað traust til nreiri hlutans, að lrann taldi jrað ekki ómaksins vert að tilkynna sitt atvinnuleysi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.