Eyjablaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 1
EYJABLAÐI 18.—19. árg. Aramót 1957—1958 8. tbl. - 1. tbl. FRAMBOÐSLiSTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS Sósialista- félagið vígir hús siít A sunnudaginn var efndi Sósíalistafélag Vestmannaeyja til dálítils veizlufagnaðar að Báru- göt'u 9. Tilefni þess var, að bygging- arnefnd félagsins var að afhenda til notkunar þann hluta hús- cignar félagsins, sem nú verður kosningaskrifstofa Alþýðubanda lagsins. Við þetta tækifæri flutti Karl Guðjónsson, formaður bygging arnefndai innar, ræðu meðan setið var íindir borðum. Rakti liann nokkuð gang byggingar- málsins frá því að félagið sam- þykkti yorið 1955 að koma sér iipp lu'isi í miðbænum og til þess er Irúsnæðið er nú allt tek- ið í notkun nær fullgert. Skýrði hann 111. a. frá því, að yfir 40 nienn hefðu lagt fram sjálfboðayinnu í núsinu ogsýndi fam ;í, að þrátt lyrir nokkrar skuldir, sem ;í byggingunni hvíla mætti Ijárhagsgrundvöllur iim teljast traustur. Sósíalistafélagið er eigandi að neðri hæð hússins og hefur hyggt það í samvinnu við Eng- ilbert Jónasson, sem á hinn hluta þess. Ólafur A. Kristjánsson, fyrr- verandi bæjarstjóri, teiknaði húsið. Smíðameistari var Ágúst Jónsson í Varmahlíð og múr- arameistari Sigurður Svein- björnsson, en Gísli Þ. Sigurðs- son lagði raflagnir. Verkstjórn við bygginguna hafa byggingar- Framh. á 8. síðu. G-LISTINN er þannig skipaður: 1. Karl Guðjónsson, kennari, Heiðaveg 53 2. Sigurður Stefánsson, starfsm. verkal.f., Heiðarv. 49. 3. Gunnar Sigurmundsson, prentari, Brimhólabraut 24 4. Guðmunda Gunnarsdóttir, húsfr., Kirkjub.br. 15. 5. Tryggvi Jónasson, rennismiður, Urðaveg 8 6. Páll Ingibergsson, skipstjóri, Ásaveg 23. m 7. Hermann Jónsson, verkamaður, Hásteinsveg 5 8. Karl Guðmundsson, skipstjóri, Brekastíg 25. 9. Jóhann Gíslason, bílstjóri, Faxastíg 11 10. Dagmey Einarsdóttir, húsfreyja, Bessastíg 4 11. Skarphéðinn Vilmundarson, flugv.stj., Skólav. 33. 12. Grétar Skaftason, sjómaður, Vallargbtu 4. 13. Tryggvi Gunnarsson, vélstjóri, Vestmannabraut 8. 14. Sveinn Tómasson, vélstjóri, Faxastíg 15. 15. Einar IUugason, járnsmiður, Heiðaveg 46 16. Hafsteinn Ágústsson, húsasmiður, Vesturveg 18. 17. Jón Þórðarson, skipasmiður, Boðaslóð 22. 18. Ólafur Á. Kristjánsson, húsasmiður, Heiðaveg 35 Kosningaskrifstofa G-listans er að Bárugötu 9 Opin kl. 4-7 og 8-10 e. h. Simi 570 álþýðiebandalagið Verfíðin hafin Öll stéttarfélög sjómanna hér hafa nú samþykkt kjara- og fisk- verðssamninga þá er þeim, fyr- ir milligöngu ríkisstjórnarinn- ar, stóðu til boða. Samningar J:>essir fela í sér verulegar kjarabætur eins og rakið er í grein á öðrum stað í blaðinu. Sjómannafélagið Jötunn og Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Verðandi samþykktu samn- ingariá á félagsfundum sínum hinn 2. jan. s.l. og Vélstjórafé- lagið gekk frá málinti íyrir sitt leyti á fundi 8. þ. m. Er því sýnt að ekki verða neinar tafir ;í vertíðinni fyrir vinnudeilur að þessu sinni og rekstrargrundvöllur s;í er rík- isstjórnin hefur undirbyggt er einnig samþykktur af tulltrú- um LÍU, og er þess að vænta að sú samþykkt sé gerð í sam- ráði við Utvegsbændafélagið héi, enda cru róðrar þégar Iiafnir hér og hefur afli verið göður lijá þéim bátum sem byrjaðir eru sjösókri. Hinn 8. jan. höfðu þessir bát- ar lögskráð skipshafnir: Gull- borg, Bergur, Kap, Baldur, Stígandi og Vonin. Auk þess cru komnir hingað frá Aust- Ejörðum Snæfugl og Víðir og cr hinn fyrrncfndi byrjaður veiðar, HAPPDRÆTTIÐ Dregi ðvar á Þorláksmessu í happdrætti Þjóðyiljans. Þessi númer hlutu vinninga: Fíatbifreið: 115158 Ctvarpsfónn: 131502 Segulbandstœki: 15780 16054 73679 76691 108231 120980 Ferðaútvarpstœki: 484-26 60456 86349 87938 Vinninganna má vitja í skrifstofu Þjóðviljans.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.