Eyjablaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 4
4_________________________________EYJABLABIÐ Af hverju hefur íhaldið að státa ? Flest af því. sem Vestmannaeyingum er hagstætt á síðustu árum á rót sína að rekja til aðgerða vinstri ríkisstjórnarinnar og hefur mætt harðri andstöðu íhaldsins. i Ef stefna íhaldsins hefði ráðið landinu vœru Vestmannaeyjar illa settar. Án að- í iÁt ' gerða ríkisstjórnarinnar í útvegsmálum — og án humarleyfanna í fyrravor vœri at- vinnulífið hér í rústum. Það finnst dæmi um verri bæjarstjórn. Ihaldsbæjarstjórnin, sem hér situr nú, reynir að telja sjálfri sér og öðrum trú um, að hún hafi stjórnað vel og viturlega. Vera má, að einhverjir telji Jretta ekki algera fjarstæðu, Jjví ef miðað er við stjórn ílialds- ins á bæjarmálunum hér tvö síðustu kjörtímabilin fyrir 1946 (en það ár afsögðu Vestmanna eyingar íhaldsmeirihlutann og liafa aldrei veitt íhaldinu þá aðstöðu aftur og nú á íhaldið ístöðuleysingjunum í Framsókn arflokknum völd sín að Jrakka), |rá ber að viðurkenna, að þá var enn verr stjórnað. * IJtsvörin eru hér ofan við meðallag. Skapleg útsvör og góð af- koma almennings hér telur í- haldið að þakka beri sér alveg sérstaklega. Hvað er hið rétta um þessi atriði? Utsvörin hér eru liærri en í meðallagi, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu áð- ur og má. endurtaka það hér, að samkvæmt síðustu opinberum skýrslum nam útsvar að tneðal- tali kr. 1777.Ö4 á hvern í- búa í kaupstöðum landsins, en í Vestmannaeyjum voru útsvör in þá að meðaltali kr. 1841,17 á hvern íbúa. Ráðstafanir til aó minnka hér atvinnu. Flest. allir aðrir kaupstaðir semja líka fjárhagsáætlanir sín- ar með tilliti til þess, að lagt verði fé til atvinnulegrar upp- byggingar á vegum bæjarfélag- anna sjálfra og mörg þeirra hafa unnið stórvirki á því sviði og tryggt atvinnuöryggi lijá sér. Hefur bæjarstjórnin hér gert Jietta? Því fer víðs fjærri. Hún hef ur þvert á móti gert alveg sér- stakar ráðstafanir til að minnka atvinnuna í bænum með Jrví að selja burtu togara héðan og að hennar frumkvæði hefur hér ekkert skeð í atvinnumálum nema sú hnignun, að Vestmanna eyingar hafa nú yfir engu skipi að ráða, sem sótt geti afla á fjar læg mið til vinnslu hér heima. Fjandsköpuðust við ráð- stafanirnar — eign- uðu sér árangurinn. Sökum Jiess, að núverandi ríkisstjórn, sem íhaldið er í full kominni andstöðu við, liefur undirbyggt sjávarútveg lands- manna með allt öðrum og liag- kvæmari liætti en íhaldsstjórn- in gerði, hefur liins vegar reynzt kleyft að sækja hér sjó utan liá- vertíðar og hefur íhaldið í engu sparað að eigna sér heiður af því. Allir vita, hvernig ílialdið brást við Jjeirri ráðstölun rík- isstjórnarinnar að veita leyfi til humarveiða hér. Það skammað ist alla daga, sem leylin voru í gildi og taldi þau og allar að- farir þeirra báta, er Jiau fengu, eina samhangandi glæpa-starf- semi. Ff Jiessi ráðstöfun stjórnar innar hefði verið látin ógerð, liggur í augimi uppi, að hér hel'ði verið geigvænlegt atvinnu leysi allt s. I. vor og sumar. F.n þótt íhaldið hafi tónað svívirðingar sínar vikum saman í Morgunblaðinu og víðar og formælt öllum þeim, sem hötðu átt lilut að atvinnu Jiessari og aflaföngum, J)á klígjar ]iví_sama íhaldi ekki við því að Jsakka sér gott atvinnuástand hér á sama tíma! Þeir víggirða Gagnfræðaskólann. íhaldið skammar ríkisstjórn- ina fyrir Jiað, að fjárlög og rík- isútgjöld fari hækkandi. Miklu örar vaxa þó bæjarútgjöldin og álögurnar, sem bærinn tekur. Sparnaðurinn, sem felst í hinu algera aðgerðarleysi varðandi atvinnumöguleika bæjarbúa, virðist engu liafa breytt um rösklega liækkun útsvaranna. Sú eyðsluaukning bæjarins virðist einkuni liafa haínað i dýrari húsakosti til skrifstofu lialds og liinni frægu víggirð- ingu Gagnfræðaskólans, en hún er algert einsdæmi hér á landi. Ylur af annarra eldi. Það er gerð dálítið brosleg. tilraun til Jjess í Fylki stund- um að telja fólki trú um, að út- svörin liafi fyrir dyggðir ílialds ins hækkað liægar hin síðustu ár en stiuidum áður. Ef ekki er litið á annað en tölustafina eina, gæti svo virzt sem hér væru rök færð að máli. En allir, sem leiða huga að Jiessu máli vita, að það er vöxtur dýr- tíðarinnar, sem ræður langsam- lega mestu um Jiað, hve ört út- gjöld bæjarfélaganna til dag- legs reksturs aukast. Nú vill svo til, að tv<> s. 1. ár liefur dýrtíð vaxið miklu hægar en áður og er J>að fyrir verðstöðvunai - stefnu núverandi ríkisstjórnar. Hér ber því enn að sama brunni og áður. Bæjarstjórnar- íhaldið reynir að orna sér við annarra eld, og það er máske ekki sanngjarnt að lá ]>ví J>að, því svo lítill er ylur |>ess af eig- in dyggðum, að vel gæti það orðið úti í miðsvetrarhretunum, ef liann ætti að verða Jress eini liita- og aflgjafi. Afskipti íhaldsins af húsmálum templara fyrr — Við lestur síðasta Fylkis má glöggt sjá, að íhaldið ætlar að sækja sér einhvern sóma í hús- mál templara. í aflaleysi eru ýmis mið reynd og er ekki við )>ví að amast. Af ]>essu tilefni rifjast það upp fyrir bæjarbúum, að teinpl arar áttu hér fyrir tveim ára- tugum allgott, <>g miðað við ]>eirra tíma J>arlir, stórt sam- komuhús, gamla „Templar- ánn“, sem stóð á dálítilli liæð sunnan Vestmannabr., gegnt símstöðinni. S j á 11 s tæðisf lokkur i n n s væl di luis J>etta út úr templurum og gerði staðinn að höfuðstöðvum Hakkusar í þessum bæ. Eti templ arareglan liefur verið hér í miklu niðurlægingarástandi síð an hún gerði katipin við íhald- ið. U111 Sjálfstæðisflokkinn má raunar segja ]>að honum til hróss í Jressu máli, að öðru hverju má hann ekki leyna því, að hann hefur dálítið samvizku •bit gagnvart húsmáli tempfar- anna. f þann tíð, sem Jóhann Jósefs son ' var fjármálaráðhera og hvað tregast hefur verið um fjárveitingar af ríkisins hálfu og síðar til Vestmannaeyja, var þó úr ríkissjóði lögð fram álitleg fjár- fúlga til sjómannastofu á vegum templara. Miðað við ]>áverandi byggingarkostnað hefðti flest önnur félög í þessum bæ kom- ið slíkri stofu upp ekki sízt )>egar bæjarsjóður lagði bygg- ingunni einnig til töluvert fé. En templurum hefur sótz.t fram kviemdin seint, enda fyrirhug- uð sjómannastofa lítill partur af stærðar liöll. Fé frá ríkinu og bænum er sem sagt þegar geymt í um- ræddu húsi í allháum upphæð- 11111, ]>ótt hér verði ekki rakið í tölum. enda fátt birt um fjár- reiður lyrirtækisins opinberlega. Það er rétthermi hjá Fylki, að við afgreiðslu síðustu fjár- laga bar Jóhann Jósefsson fram tillögu um ríkisframlag til félags heimilis „sjómanna og verka- manna“ í Vestmannaeyjum, og af túlkun málsins má ráða, að þar liafi verið átt við templara- höllina við Heiðarveg. Auðvitað er gott eitt um það að segja, að íhaldið, Jóhann þingmaður ekki síður en aðrir, hugsi hlýlega til þeirra, sem þeir liafa átt hagstæð húsakaup við. En hitt er alger misskiln- Framhald á 5. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.