Saga - 2004, Side 20
Niðurstöður nefndanna birtust í Nordens läroböcker i historia, árið
1937, og voru ítrekaðar í Nordens historia i nordiska skolor eftir Wil-
helm Carlgren árið 1945. Í áliti sögunefndar Norræna félagsins í
Danmörku um kennslubækur Íslendinga í sögu, sem Knud
Kretzschmer lektor samdi, kom fram að skiljanlegt hafi verið að Ís-
lendingar hafi verið bitrir í viðhorfum sínum meðan þeir voru
ósáttir við stjórnarfyrirkomulag sitt, en varla eftir að þeir fengu full-
veldi 1918 og sjálfstæði 1944. Kretzschmer vísaði í frásögur um
þjáningu og kúgun Íslendinga undir stjórn Dana og taldi hann
þessa söguskoðun einkum hafa komið til vegna efnahagstengsla
þjóðanna annars vegar, sér í lagi vegna einokunarverslunarinnar,
og hins vegar vegna óvissu um stjórnarfyrirkomulag Íslands.
Kretzschmer benti á að einokunarverslunin hafi átt rætur sínar að
rekja til merkantílismans sem flestöll stórveldi aðhylltust á þeim
tíma og að danskur almenningur hafi búið við sama hlutskipti. Því
lagði Kretzschmer til að umfjöllun í kennslubókunum yrði hlut-
lausari en áður og að viðurkennt yrði að þessi viðhorf tilheyrðu lið-
inni tíð.7
Sögunefnd Norræna félagsins á Íslandi gagnrýndi kennslubæk-
ur Norðurlanda í sögu einkum fyrir litla umfjöllun um Ísland og
fyrir að leggja ekki næga áherslu á sérstöðu og afrek Íslendinga.
Nefndin sagði umfjöllun danskra kennslubóka um linnulausa bar-
áttu milli íslenskra höfðingjaætta fram til loka þjóðveldisaldar al-
ranga. Auk þess gerði hún athugasemdir við staðhæfingar um að
hnignun hefði hafist í efnahags- og menningarlífi Íslendinga í
kringum 1400 en nefndin sagði hnignunina ekki hefjast fyrr en á 17.
öld.8
Þar sem Nordens läroböcker i historia dugðu ekki til að útkljá
söguleg deiluefni Norðurlanda var afráðið að gefa út annað rit á
vegum norrænu félaganna er nefndist Omstridde Spørsmål i Nordens
Historie. Efni fyrstu tveggja binda þess snerti Ísland ekki beint en
ákveðið var að þriðja bindið skyldi fjalla um menningarsamband
Íslands og Noregs í fornöld annars vegar og réttarstöðu Íslands,
S VAVA R J Ó S E F S S O N20
1 — Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sambúð og saga“, bls. 4. — Frantz Wendt, Cooper-
ation in the Nordic Countries, bls. 90–91 og 312–316. — Jón Eyþórsson, „Hvað er
þá orðið okkar starf?“, bls. 32.
7 Nordens läroböcker i historia, bls. 61–63. — Wilhelm Carlgren, Nordens historia,
bls. 26–28.
8 Nordens läroböcker i historia, bls. 103–112. — Wilhelm Carlgren, Nordens historia,
bls. 35–37.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 20